Pressan - 10.12.1992, Qupperneq 12
^FIMMTUDAGimraCSSAN^aDESEMBER^^
BÆKUR & PLÖTUR
B 12
Einnar skáld-
sögu kona?
RÚNAR UNDIR STÝRI
ISABEL ALLENDE
SANNLEIKUR ALLÍFSINS
MÁL OG MENNING, 1992
★
••••••••••••••••••••••••••••
OÞað getur ekki talist væn-
legt þegar hver skáldsaga
eins höfundar er verri en
sú næsta á undan, einsog tilfellið er
með Isabel Allende. Þessi rithöf-
undur frá Chile vann hug og hjarta
hinnar lesandi heimsbyggðar með
Húsi andanna árið 1982 og hefur
síðan verið í stöðugri afturför sem
skáldsagnasmiður. Eina hléið á
þessari óheillaþróun var seinasta
bókin hennar, smásagnasafhið Sög-
ur Evu Lúnu, þar nutu stn ótvíræðir
hæfileikar hennar sem sagnakonu.
Sannleikur allífsins byrjar reyndar
ágætlega, persónurnar í upphafi
bókar eru litríkar og grunnar einsog
Allende er von og vísa, náttúrulög-
málin reyndar haldin í heiðri en at-
burðarásin hæfilega öfgakennd til
að halda athyglinni. En þetta reyn-
ast fjörbrot bókarinnar því eftir
fyrsta hlutann af fjórum rökkvast
frásögnin endanlega niður í líflaus-
an endursagnarstíl sem einstaka
ljósglæta lifandi atvika nær alls ekki
að lýsa upp. Persónurnar hætta að
vera litríkar, með fyrirsjáanlegum
afleiðingum. Sagan verður að hálf-
gerðu suði. Lesandanum leiðist.
Sannleikur allífsins er saga af
hvítum Bandaríkjamanni sem elst
upp í Mexíkanahverfi, fer í háskóla
og upplifir hippatímabilið, tekur
þátt í Víetnamstríðinu og líður illa,
giftist innantómu kvenfólki sem
hann skilur svo við, verður með
tímanum að uppa með dulin sálar-
mein, gerist svo aðeins prógressífari
fátækralögfræðingur og endar
sennilega á að kynnast chileskri
skáldkonu. Það væri synd að segja
að maður verði hugfanginn af ör-
lögum þessa manns og því síður af
öllu því marflata fólki sem höfund-
urinn lætur spásséra um síður bók-
arinnar einsog villuráfandi dúkku-
lísur. Ég verð að viðurkenna að ég
hef aldrei lesið alvöru amerískan
metsöludoðrant en ég ímynda mér
að þeir séu einmitt svona, vel skrif-
aðir (Allende má eiga það) og alger-
lega óathyglisverðir. Það er engin
nærvera í þessari bók, engin nálægð
„TómasR. Einars-
son er vandvirkur
þýðandi en svolítið
veikur fyrir hœpn-
um orðum.“
við persónurnar eða atburðina, það
gerist ógurlega mikið og margt en
samt svo fátt og lítið. Allende er
hæfileikakona og ég vona að hún
eigi eftir að rata úr þeirri blindgötu
endursagnastílsins sem fór langt
með að gera út af við seinustu
skáldsöguna hennar, Evu Lúnu, og
stútar þessari léttilega.
íslenski titillinn er hræðilegur,
sem er kannski ágætt einsog málum
er háttað. Ég kann reyndar engan
betri. Afgangurinn af þýðingunni er
ágætur, Tómas R. Einarsson er
vandvirkur þýðandi en svolítið
veikur fyrir hæpnum orðum einsog
samhaldssemi, makræði, hórerí og
hárfátækur. Forsíðan er eftir Ingi-
björgu Eyþórsdóttur, hún hefur
gert fínar kápur fyrir Mál og menn-
ingu en hér er hún ekki í stuði, sæk-
ir innblástur í bókina og færir heim
simmetríska uppstillingu, föla og
ósköp líflausa einsog frásögnin er
sjálf.
Jón Hallur Stefánsson
Það er ekki hægt að segja annað
en það sé kraftur í karlinum hon-
um Rúna Júl. Það er alltaf sama
strákslega driftin í honum og
ótrúlegt að þessi orginal rokkari
skuli vera orðinn hálffimmtugur.
Ég hitti Rúnar óvænt nýlega þar
sem hann var að bardúsa með
kassa fulla af nýjustu afurðum
Geimsteins fyrir utan Steina í
Kópavoginum. Það skein brjálæð-
isleg bjartsýni úr svip öðlingsins,
enda heffir fyrirtækið hans, Geim-
steinn, ekki síst gengið í sextán ár
vegna óbilandi bjartsýni útgefand-
ans. Ég var á leiðinni í bæinn, eins
og Rúnar, svo ég sníkti far með
honum í brúna ameríska skut-
bílnum. Bíllinn er ffillur af Geim-
steinsafurðum, Rúnar er í við-
skiptaleiðangri í bænum.
Það er mikið að gerast hjá kefl-
víska rokktröllinu; „Rúnar og Ot-
is“ nefnist nýjasta platan hans og
nokkrum dögum áður hafði Óttar
Felix rokkgoð komið á mig eintaki
með þeim orðum að þetta væri
það langbesta sem Rúni hefði gert
í tuttugu ár. Rúnar er hins vegar
miklu ákafari yfir nýjustu affirð
sonarins Júlíusar, sem trommar
með Deep Jimi and the Zep Cre-
ams. „Þetta er sko málið,“ segir
Rúnar og meinar fyrstu stórplötu
Deep Jimi, „Funky Dinosaur“,
sem Isiendingar geta fengið að
kynnast nokkrum mánuðum á
undan öðrum. Það skín föðurlegt
rokkstolt úr svip Rúnars þegar
hann segir mér frá frægðarför
sonarins; „þeir eru að spila upp í
fimm sinnurn á viku og þetta
gengur allt meiriháttar vel“.
Voru ekki Hljómarnir við það
að slá í gegn á sínum tíma sem
„Thor’s Hammer“? spyr ég.
„Nei, ekki segi ég það nú, það
vantaði alla skipulagninguna í það
dæmi“, svarar Rúnar. „Við feng-
um að vísu útgefnar nokkrar litlar
plötur, en þá var það líka búið.“
Ég spyr hann út í Hljómasjóið á
Hótel íslandi. Hefði ekki verið
meira rokk að hafa bara fjóra eða
fimm á sviðinu í staðinn fyrir að
fylla allt af blásurum og bakradda-
söngvurum?
„Jú, auðvitað," samþykkir Rún-
ar, „en Engilbert var búinn að
missa niður allt trommuspilið, svo
við þurftum trommara, og svo
hlóð þetta utan á sig.“
Núna á laugardaginn er allra
síðasti séns að sjá Hljóma á Hótel
Islandi; sjóið er æði, hef ég heyrt,
sérstaklega Shady, sem á stórleik.
Það er flautað á okkur og Rún-
ar spyr hvort hann hafi nokkuð
verið að svína einum of á þessum.
Svo berst talið að nýju sólóplöt-
unni.
„Larry Otis var í skyldunni uppi
á velli á sínum tíma og umgekkst
okkur í Hljómunum mikið. Þetta
var 1966 eða eitthvað, þegar Öst-
lund var í bandinu og við vorum
upp á okkar þyngsta. Við fengum
Larry oft upp á sviðið með gítar-
inn og tókum korterslangar blús-
djammsessjónir. Fínn gítaristi
hann Larry. Síðan skildi leiðir, en
við vorum orðnir góðir vinir og
skrifuðumst mikið á. Hann var í
bandinu hjá Ike og Tinu Turner á
árunum 1971 til ’73, eini hvíti
maðurinn þar, og það var rosalegt
sukk á þeim. Hann týndi mér og
svo sjálffim sér í öllu þessu sukki. I
vetur, þegar ég var að spila á
þorrablótum úti í Ameríku, lágu
svo leiðir okkar saman á ný í Kali-
forníu á ævintýralegan hátt og við
ákváðum að gera plötu saman. Ég
var kominn aftur út í ágúst og við
lögðum á ráðin og gerðum plöt-
una á tveimur vikum, unnum
hana mjög hratt, áttum báðir
nokkur lög sem við settum í púkk
og unnum úr í sameiningu. Þegar
ég kom heim bætti ég svo ýmsu
við og slípaði þetta til.“
Rúnar hleypir mér úr og ég fer
með nokkur Geimsteins-plaköt
fyrir hann í plötubúð þangað sem
ég á erindi, en Rúnar heldur áfram
stússinu og brúni skutbíllinn
hverffir ískrandi fyrir horn.
/ stanslausu
stuði
RÚNAR JÚLIUSSON
RÚNAR&OTIS
GEIMSTEINN
★★★
Menn eru ekkert að
bulla þegar þeir segja að
I Rúni Júl sé „kominn
heim“ í tónlistarlegum pælingum.
GCD-ævintýrið með Bubba var sú
meðferð sem Rúnar þurfti eftir
áralanga gleðirokkmennsku. Það
gustar af þeim félögum Rúnari og
Larry Otis á þessari fimmtán laga
plötu. Þeir eru í rosalegum filingi,
stanslausu stuði út plötuna, og
keyra á löngu skrásettum vöru-
merkjum rokksins; riþmablús,
frumrokki a la Chuck Berry og
smá-suðurríkjarokki í anda Cree-
dence. Útkomunni svipar til GCD-
rokksins, nema hvað textarnir eru
áberandi slappari hjá þeim Rúnari
og Otis. Það þarf ákveðinn rokk-
hugsunarhátt til að geta samið
texta eins og sextán ára unglingur,
og Rúnar er svo sannarlega ungur
í anda, eða hvað finnst ykkur um:
Þú kemst ei langt. Ég sé um
það.
Ég sœki þig á lúxusbíl.
Ég bremsupunktinn set við
þitt hlað.
Við könnum rúntinn tneð
svaka stíl.
Eða þetta:
Seðla, seðla, glópalán.
Efþú áttfé, þá lát í té.
Því ég vil eyða, ég vil eyða
égvilkomastístuð.
Ég segi það satt; Rúnar er stuð-
kóngur íslenska rokksins!
En líklega voru þeir fóstbræður
ekki að pæla mikið í textunum,
tónlistin er greinilega aðalatriðið.'
Sumt á plötunni er líka dúndur-
gott; frumstætt, tært og heillandi
en aldrei mjög frumlegt. „Skógar-
hljóð“, „Ekkert mál“ og „Ég er
óstöðvandi" eru allt þéttir og
skemmtilegir rokkarar, og „Nú er
ég frjáls" og „Ég hef leitað“ eru
hægar blúsaðar ballöður sem
ganga fullkomlega upp. f „Dans,
dans, dans“ er þó farið einum of
nálægt gamla Geimsteins-stuð-
staðlinum og ósungnu lögin tvö
eru hálfaumingjalegar lagasmíðar.
„Rúnar & Otis“ er skemmtileg
stuðplata og hress á sinn fullkom-
lega heiðarlega hátt.
Gunnar Hjálmarsson
1 HEILDARSALAN 1
Eintök Flytjandi Titill Útgefandi
1 4.246 Bubbi Von Steinar
2 2.761 Sálin hans jóns míns Þessi þungu högg Steinar
3 2.479 KK Bein leih KK/Japis
4 1.883 1et Black joe Jet Black Joe Steinar
5 1.830 Eric Clapton Unplugged Steinar
6 1.698 Ný dönsk Himnasending Skífan
7 1.213 Megas Þrír blóbdropar Skífan
8 1.049 Ýmsir Minningar 2 Skífan
9 1.037 Diddú Sópran Skífan
10 843 Ýmsir Reif í fótinn Steinar
PLÖTUSALAN í VIKUNNI
Vikusala Flytjandi Titill Útgefandi Vikur
U<rf> 1.005 Bubbi Von Steinar 6
o 974 KK Bein leib KK/Japis 5
o ♦ 610 Sálin hans jóns míns Þessi þungu högg Steinar 5
04 456 Ýmsir Minningar 2 Skífan 4
o $ 448 Ný dönsk Himnasending Skífan 4 :f|
Ð $ 432 Diddú Sópran Skífan 3
o ♦ 413 jet Black joe Jet Black Joe Steinar 7
04 358 Stóru börnin Hókus Pókus Steinar 6
O 'O' 328 Eric Clapton Unplugged Steinar 12
CD -0 244 Egill Ólafsson Blátt blátt Skífan 3
CD 4 213 Sigrún Ebv. & Selma Cuöm. Ljúflingslög Steinar 3
Ýmsir
Blóm og fri&ur Steinar
Upplýsingar hér eru byggbar á sölutölum frá 12 verslunum, öllum verslunum Skífunnar, Steinars og japis. Ætla má aö 40-50% af áœtlabri
heildarsölu fari fram t þessum búöum. Heildarsalan tekur miö af fjölda vikna isölu, sölutölum úr fyrrnefndum verslunum og upplýsingum
frá útgefendum eöa dreifmgaraöilum. Tölurnar taka aöeins til diska, sem útgefnir hafa veriö í haust. pmssan/am