Pressan


Pressan - 30.12.1992, Qupperneq 9

Pressan - 30.12.1992, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 30. DESEMBER 1992 9 STJÓRNMÁL ÁRNI PÁLL ÁRNASON Friður ájörðu með þeim mönnum sem hann hefur velþóknun á Við hlýddum á jólaguðspjallið. Söguna fögru af fæðingu Krists og því þegar englarnir birtust fjár- hirðunum úti í haga og sögðu þeim tíðindin. Við kynntumst enn á ný upphafinu að því fyrirheiti að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur eigi eilíft líf. Undanfarið hefur farið mikið fyrir ýmsum spámönnum sem boða trú í Jesú nafni. Fyrir Kross- inum og Veginum eru öll svör einföld: Komið til til okkar þið sem erfiði og þunga eruð hlaðnir, grátið og hoppið og eigið lifandi trú. Fylgiði bara forminu, konurn- ar í pils og láta hárið vaxa niður, gjörsvovel. Ef eitthvað bjátar á, þá rekum við út hina illu anda og veröldin verður fögur og góð á ný. Sumir eru samt mjög haldnir ill- um öndum og ganga erinda djöf- ulsins. Þeir þurfa að afneita djöfl- inum sérstaklega kröftuglega og þörf er á miklum fyrirbænum þeim til handa ef þeir eiga að geta frelsast. Þetta á sérstaklega við um samkynhneigða og rokktónlistar- menn. Það þarf svo sem ekkert að undrast að boðskapur af þessu tagi eigi greiðan aðgang að fólki þegar eitthvað bjátar á. Öll höfúm við jú gengið í gegnum skólakerfi þar sem hin andlega auðn er ríkj- andi og bömum em boðnir stein- ar fyrir brauð. Kristin kirkja virð- ist einnig of oft virka fráhrindandi á þá sem leita inntaks í lífinu. En þetta má ekki leiða til þess að menn verði andvaralausir gagn- vart spámönnum af þeim toga sem hér er lýst. Það er nefnilega ekkert nýtt að upp rísi hreyfingar sem nýta sér erfitt ástand í samfé- laginu og bjóða upp á töffalausnir. Slíkar hreyfingar byggjast upp á hlýðni og undirgefni við Orðið og Leiðtogann og fólk hrífst af þeirri tilfinningu að vera þátttakendur í hreyfingu með æðri tilgang, tann- hjól í hinni sterku og stóm vél. En til að halda hópnum saman er nauðsynlegt að eiga háskalegan óvin, — óvin sem situr um sálir meðlimanna og skaðar þá ef hann fær færi á. Þá getur hópurinn sameinast í andanum og þeir allir, hinir útvöldu, reka í sameiningu út óvinjnn. Úti í samfélaginu em síðan einhverjir hópar manna sem em fangaðir af óvininum eða eru óvinir í sjálfu sér, einhverjir skýrt afmarkaðir minnihlutahóp- ar, svo hægt sé að halda söfnuðin- um sameinuðum í fullvissunni um að hann sé boðberi hins rétta meðalhófs, sem boða þurfi með ráðum og dáð. Þannig voru kommúnista- hreyfingar kreppuáranna undir- lagðar af endalausum réttarhöld- um þar sem menn þurftu að iðrast brota sinna frammi fyrir söfnuð- „Einhverjir óskil- greindir „Þeir“ voru orsök allra erfiðleika, „Þeir“ gátu svoýmist verið samkyn- hneigðir, gyðing- ar, vangefnir, kommúnistar, jafnaðarmenn, andlega vanheil- inum og hinum háa Stalín eða Brynjólfi. Annað er líka fróðlegt í þessu sambandi, safnaðarupp- bygging svörtu ógnarinnar, — fasismans. Einhverjir óskilgreind- ir „Þeir“ voru orsök allra erfið- leika, „Þeir“ gátu svo ýmist verið samkynhneigðir, gyðingar, van- gefnir, kommúnistar, jafnaðar- menn, andlega vanheilir. Adolf bannfærði líka ýmsar tegundir listar og ákveðna listamenn og lýsti úrkynjaða en hóf hina hreinu og þóknanlegu list til skýjanna. Það þarf kannski engan að undra að listin sem hann bannfærði prýðir nú öll helstu listasöfn ver- aldarinnar en listin sem hann lof- söng er öllum gleymd. Eg efast ekki um að spámönn- unum gangi gott eitt til. En hug- myndafræðin sem þeir byggja á ber í sér ffjómagn einsýni og mis- kunnarleysis. Það er hættulegt ef menn opna dymar fyrir hreyfing- um sem gera ráð fyrir því að menn hætti að skynja sig sem sjálfstæða einstaklinga sem beri ábyrgð á sér og meðbræðrum sín- um frammi fyrir Guði og mönn- um. Við höfum haft dýrkeypt kynni af slíku drýgstan hluta þess- arar aldar. Kristur boðaði ekki að menn mættu gera hvað þá lysti og hon- um var ekki sama um breytni mannanna. Hann talaði vægðar- laust gegn guðlausri hegðun, krafðist hlýðni við Guð og boð hans og lagði höfuðáherslu á ábyrgð mannanna á eigin gerð- um. En hann hóf aldrei viður- kennda meðalhegðun upp til skýj- anna og fordæmdi ekki öll frávik ffá henni. Þvert á móti bauð hann velkomna til samfélags við sig hina réttlausu og hina fyrirlitnu í sínu samfélagi, konur, börn, toll- heimtumenn, skækjur. Okkur er hollt að minnast fyrir- heits jólaguðspjallsins, englanna sem boðuðu fagnaðarerindið og frið með þeim mönnum sem hann hefði velþóknun á. Þeir birt- ust fjárhirðunum úti í haga, lág- stétt síns tíma, en knúðu ekki dyra hjá forstöðumanni trúfélags hinna réttlátu búandi í glæsihúsi og ak- andi á lystikerru, með skatt- greiðslur á við verkakonu í Granda. Höfundur er lögfræðingur. STJÓRNMÁL Misheppnuð stjórnarandstaða Allt árið 1992 hefur stöðugur meirihluti í könnunum um þjóð- arvilja lýst andstöðu við ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar. Sjálfir hughreystast stjórnarflokkarnir með því að þannig hafi þetta líka verið áður, en miðað við þing- styrk og allar aðstæður er það lítil huggun. Á tímum erfiðleika og ör- yggisleysis er sérstök eft irspum að traustri forustu og sterkri stjórn, og þá er þjóðin einmitt reiðubún- ari en ella að leggja nokkuð á sig. Ríkisstjórn Davíðs er þessvegna ekki óvinsæl vegna sjálfsagðra óvinsælda hvaða stjórnar sem væri. Ríkisstjórnin er vinfá af sjálffi sér einni. Nokkrar ástæður sem mjög bar á vikurnar fyrir jólin: Þeir Davíð hafa bitið sig í úrelta kenningu í efhahags- og atvinnu- málum, afbrigði af »laissez-faire« eða rekareiðastefnu frá 19. öld, þar sem það er áiitin niðurlæging og einskonar uppgjöf að þurfa að taka til hendi. íslendingar skilja hinsvegar ekki svona heimspeki meðan mörgþúsund manns eru án atvinnu. Stjórnin sér þann kost helstan í þrengingunum að auka skatta og álögur á yngri millistétt, á þá verð- tryggðu kynslóð sem hefúr smám saman verið þröngvað að borga spandans og fjárfestingarfyllirí hinna eldri. Á byggjandi barna- fólk. Þetta óréttlæti stingur sér- staklega í augu á meðan fjár- magnsskattur er bannorð við stjórnarborðið. Þrátt fyrir fögur fyrirheit hefúr stjómin fallið í það gamla far í ís- lenskri pólitík að láta sér nægja að bregðast við því sem uppá kemur hverju sinni en sópa framtíðar- málum undir teppið. Þetta kemur til dæmis skýrt fram í mennta- og menningarmálum, sem hér er skipað í kolbítssess og öskubusku en með öðrum vestrænum þjóð- um að hefjast til virðingar sem helstu opinber verkefni. Og ráðherrarnir hafa ekki síst nýtt valdatímann til að koma sér upp átakanlega hrokafullri fram- komu í stóra og smáu, í samskipt- um við þá samfélagsaðila sem engin stjórn getur farið fram án, - verkalýðshreyfingu, forstöðu- menn í atvinnulífi, helstu félaga- samtök, en ekki síður gagnvart fjölmiðlum, og alþingi og almenn- ingi, undirsátunum, sem eiga að þegja og hlýða. Meðal annars þetta hefúr aflað stjórninni óvinsælda, og orðið til þess að víða í samfélaginu — ekki síður innan hefðbundinna landa- mæra stjórnarflokkanna — svip- ast menn um eftir öðrum kostum, öðruvísi fólki til forastu, annars- konar stjórnarbandalagi til að vinna sig úr vandanum, með fólk- inu og ekki á móti því. Því miður: Víðast lýkur slíkri skiman með langdregnu and- varpi. f nauðum sínum öllum á hin misheppnaða ríkisstjórn sér nefnilega einn þann góðan vin sem alltaf kemur til hjálpar. Það er hin misheppnaða stjórnarand- staða. Góður dæmileikur um vonda stjómarandstöðu var settur á svið á alþingi núna fyrir jólin. f upphafi leiksins var stjórnarliðið með öll sín mál í klessu og andstöðuþing- menn höfðu þessvegna færi á að hafa veruleg áhrif, bæði um það hvað fengi afgreiðslu í tæka tíð, og líka um hitt hversu ræða skyldi, sem ekki er síður mikilvægt í pól- itískri Iist, hvert athygli fjölmiðla „Hún er uppí sveit/ að elta gamla geit. í staðinnfyrir aðfara í alvörupólitík gegn stjórninni œtla þeir að verafastir á þing- inu allan janúar- mánuð til að þrasa ennþá meira um Jón Baldvin ogEES“ og almennings beindist. Ráðherrarnir þurffu að koma í gegn fjölda af frumvörpum sem sérhvert og öll saman báru vitni helstu göllum stjórnarstefnunnar. Þessu hafði verið mótmælt af gjörvöllum samtökum launa- manna, alvarlegar athugasemdir frá atvinnurekendum, þrýstingur frá hagsmunasamtökum og áhugahópum. Hér var sumsé kjörið færi fyrir duglega stjórnar- andstöðu að ákveða dagskrána í umræðunum, efna til dramatískra málefúaátaka, láta dynja á stjóm- arliðum þar sem hver og einn var veikastur fyrir, setja upp á alþingi einskonar réttarhöld yfir stjórnar- stefnunni í beinni útsendingu allra helstu miðla. Þetta gerðist auðvitað ekki. Frumvörpin voru samþykkt með Ieifturhraða á nokkrum dægrum rétt fyrir jól. Umræða um þau var lítil á þinginu og gáraði varla í fjöl- miðlunum. Stefnuátök rétt til málamynda. Leiksýningin svo leiðinleg að leikararnir dottuðu á sviðinu og áhorfendur farnir á barinn. Svo geta menn spurt hvað dvelji orminn langa? eða bara Ól- afi'a hvar er Vigga? Svar við því er auðvitað bara eitt: Hún er uppí sveit / að elta gamla geit. Nánar tiltekið er sveit- in sennilega uppá heiðum á Norð- urlandi vestra, í unaðsreitum þeirra þingflokksformannanna Páls Péturssonar og Ragnars Arn- alds, sem voru með mestu sínu liði að elta gamla geit alla aðvent- una: EES-málið. Þegar stjórnin hefúr aldrei ver- ið óvinsælli virðast forustumenn stjómarandstöðunnar á þingi vera búnir að fá EES á heilann einsog illkynja æxli sem truflar allt heil- brigt líkamsatferli. Þeir töldu mik- ilvægara að tönnlast á EES og telja lýsnar í kolli utanríkisráðherrans en að nota besta tækifæri ársins til að vekja víðtækt bandalag gegn stjórnarstefnunni. Niðurstaðan er síðan álitinn mikill sigur í herbúðum Páls og Ragnars: f staðinn fyrir að fara í alvörupólitík gegn stjórninni í að- draganda kjaraátaka í vor hafa þeir náð þvf fram að vera fastir á þinginu allan janúarmánuð til að þrasa þjóðina ennþá langþreyttari um Evrópska efnahagssvæðið og skapgerðareinkenni Jóns Baldvins Hannibalssonar. Og núna um áramótin þarf rík- isstjórn hins stöðuga minnihluta ekki að leita sig vitlausa að fylgis- mönnum: Úrþví þetta er andstað- an - hvað hefur hún þá að gera við stuðning? ______________________ Hölundurer islenskutræðingur. U N D I R Ö X I N N I Er ómögulegt að fá bingið til að starfa milli jóla og nýárs, Salóme? „Nei, það hefur gerst áður að þingið komi saman á milli jóla og nýárs. Venjan er sú að stefnt er að því að Ijúka fjár- lögum fyrir jól og öðrum mál- um sem afgreiða þarf fyrir ára- mót, sem oftast tengjast fjár- lagafrumvarpinu. Það hefur samt komið fyrir að það hefur ekki tekist og ef mikið hefur legið við hefur þingið komið saman aftur - ýmist á milli jóla og nýárs eða eftir áramót." Það eru því ekki helgispjöll að kalla þing saman milli jóla og nýárs? „Nei, alls ekki en það er samt reynt að gera hlé, meðal ann- ars vegna þess að eftir er að ganga frá mörgu öðru er varðar störf þingsins. Einnig vegna þess að þá er gert ráð fyrir hléi svo þingmenn geti sinnt undirbúningi mála og kjördæmum sínum. Það á sér- staklega við um þá sem koma utan af landsbyggðinni. Það var samkomulag milli alira að- ila að sleppa þinghaldi nú á milli jóla og nýárs. Sýnt var að það yrði drýgra að koma í staðinn saman strax 4.janúar, enda myndi lítið gerast á þessum þremur dögum þar sem þingmenn utan af landi þurfa í raun einn dag til að koma á staðinn og annan til að fara." Þetta langa frí sem Iðulega er eftir áramót - er það nauðsyn- legt? Já, ég tel það vera. Eftir törn- ina kemur meiri ró yfir og eins og ég sagði áðan gefast þá tækifæri til að sinna öðrum störfum sem tilheyra þing- mannsstarfinu." Nú er ávallt gerð sérstök starfsáætlun fyrir þingið. Hvernig gekk að fylgja henni? „Það gekk ekki betur en það að við áttum að vera í hléi á milli 19. desember og 21. janúar. Það varð ekki." Á tímabili var rætt um að skerða ræðutíma þingmanna. Af hverju varð það ekki? „Það var ekki gripið til þess nú, en það hefur þó verið gert enda er heimild til þess í þingsköpum. Maður reynir að komast hjá því að beita slík- um ákvæðum ef það er hægt, enda vill maður ekki fá á sig orð fyrir að hefta mál- frelsi þingmanna. Þetta er hugsað ef allt gengur út í öfg- ar." Þrátt fyrir að mörg áríðandi mál bíði afgreiðslu Alþingis var ekki brugðið á það ráð að láta þingið koma saman á milli jóla og ný- árs, sem eru þó vinnudagar hjá öðrum launamönnum. Salóme Þorkelsdóttir er forseti Alþingis.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.