Pressan - 30.12.1992, Qupperneq 20
20
JÚNÍ
„Við erum alveg í sjokki.“
Farþegar Sólarfiugs.
„Þetta íslenska veiðimanna-
hugarfar, að verða ríkur í gær
er stórhættulegt.“
Davíð Scheving Thorsteinsson
vatnsútflytjandi.
„Ég ráðlegg þeim sem ætla að
fara í fylu út af veðrinu að gera
það strax - þá er það búið.“
Trausti Jónsson rigningarspámaður.
„Það er búið að rústa fuglalífið
í eyjunni með þessu og þar
með frístundaverkefni mitt í
tuttugu ár. Þetta hefur verið rif-
ið niður eins og hendi væri
veifað fyrir eitthvert dekur-
verkefni."
Guðjón Jónatansson eftirlitsmaður (
Gróttu.
„Égog Pólverjinn [Bogdan]
elskuðumst ekki!“
Sigurður Sveinsson handboltahetja.
„Það eru kannski tíu mann-
eskjur á landinu sem hafa vit á
umhverfismálum og engin
þeirra vinnur í ráðuneytinu."
Einar Valur Ingimundarson
náttúruverkfræðingur.
JÚLÍ
„Annars er það helst álið sem
hefúr sýnt aukningu og það
sannfærir mig um að í því sé
framtíðin fólgin.“
Jón Sigurðsson álráðherra.
„Ath. Þetta er ekki tilraun til
fyndni."
Árni Þór Sigðurðsson ritstjóri Helgar-
blaðsins.
„Þetta er gífurleg vinna og ég er
til dæmis að fara í vinnuna
núna.“
Salóme Þorkelsdóttir
á mánudagsmorgni.
„Alþýðubandalagið [er] nú í
svipaðri stöðu og Framsóknar-
flokkurinn var, þegar aðild að
EFTA var á dagskrá fyrir 20 ár-
um og mikið var rætt um jájá
og neinei stefnu fhamsóknar-
mánna.“
Björn Bjarnason kaldastríðsrítstjóri.
„Við, sem erum annarrar skoð-
unar en Hafrannsóknarstofn-
un, megum búa við að það er
híað á okkur.“
Kristinn Pétursson fiskimaður.
„Nú er eins og maður sé að lesa
upp úr Njálu; Gunnar, Geir og
Héðinn.“
Samúel Örn Erlingsson Islendingur í
Barceloria.
„Stundum er gaman að fróa sér
á nýjum stöðum.“
Jóna Ingibjörg kynfræðingur.
„Ef ekki hefðu komið til vaxta-
greiðslur af lánum og aðrar
fjármagnshreyfingar hefði hún
skilað 200 milljónum krónum í
hagnað."
Markús Örn Antonsson skuldari.
„Ég komst aldrei í að tengja
seríu við skrokkinn. Ég hafði
gott átak á áhaldinu en var með
hugann við fæturna.“
Einar Vilhjálmsson spjótkastari f
Stokkhólmi.
„Við útfararþjónustu sitja allir
við sama borð og enginn er af-
skiptur. f fyllingu tímans nýtur
hennar hver og einn.“
. Jón Á. Gissurarson.
„Viðsemjendur hlógu að
okkur rétt eins og við værum
ofstopamenn og vitleysingar."
Birgir Björgvinsson sjómannafélagi.
MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 30. DESEMBER 1992
ANNÁLL 1992
S S 4 V
Atí $j£a%a)
INGIBJÖRG SÓLRÚN
GÍSLADÓTTIR
ÞINGKONA:
„Ár hinnar seigdrepandi málgleði.'1.
Skoðanaskipti ársins?
„Ef ég lít mér næst, eru mér minnis-
stæðust orðaskipti mín við Hjörleif
Guttormsson vegna EES.“
SIGRÚN
HJÁLMTÝSDÓTTIR
ÓPERUSÖNGKONA:
„Ljósár, því það leið svo hratt og var
svo bjart."
Tónleikar ársins?
, jírið var svo viðburðarrfkt hjá mér
sjálfri að ég kemst ekki hjá þvf að
nefna þrenna tónleika mína. I fyrsta lagi þegar ég stóð ein og í fýrsta sinn
uppi á sviði Gamla bíós í síðum kjól, svo þegar ég söng sem fúlltrúi ís-
lands fýrir fjögur þúsund manns á tónleikum í Vilnius og síðast en ekki
síst þegar ég söng á vortónleikum í St. John í London."
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
TÓN LISTAR M AÐU R:
,Ar endurtekninga í tónlist.“
Mesti blús ársins?
„Margir góðir menn féllu í valinn, svo
sem Haukur Morthens, Karl J. Sig-
hvatsson og Guðmundur Ingólfsson."
Matthías Bjarnason hefur ekkert á móti sæ-
greifum. í raun er það helsta sorg hans að
hafa ekki hlotið sjávarútvegsráðherradóm-
inn 1974 ævilangt, því hann hefir í raun
aldrei komist yfir valdamissinn. Á móti hefir
honum hlotnast það að skjóta Þorvaldi
Garðari ref fyrir rass í eitt skipti fyrir öll. En
jafnvel það virðist ekki nægja. Æ síðan Matti
missti ráðherrastólinn hefur hann litið út
fyrir að vera nývaknaður og úrillur hvenær
dags sem er (og hvenær árs sem er ef út í
það er farið). Sem væri sosum í lagi ef hann
væri ekki eins til skapsins og útlitið segir til
um. Matthías hefir nefnilega ekkert á móti
pólitíkinni hjá þessum piltum fyrir sunnan
og kann meira að segja ágætlega við Davíð
að mörgu leyti, því hann er einn örfárra, sem
nennir að hlusta á gamansögur Matta af Hagalín. Nei, það sem plagar Matta er
einfaldlega skapstirðnin og sú staðreynd að heimurinn hefur breyst frá því
hann var og hét. Og það batnar ekki með árunum.
Konungurinn er látinn. Lengi lifi konungur-
inn! Vandi Halldórs Ásgrímssonar, erfða-
prins Framsóknarflokksins, er sá, að þrátt
fyrir að Steingrímur konungur sé allur, er
Steingrímur Hermannsson það ekki og
þangað til kemur kallið ekki. Steingrímur
lítur greinilega á andstöðu sína við EES
sem síðasta hálmstráið til þess að hans
verði minnst fyrir eitthvað annað en græn-
ar baunir, plat og sjóðasukk. Að dómi Hall-
dórs gat Steingrímur ekki valið sér óheppi-
legri málstað og ákvað að láta hann heyra
það með eftirminnilegum hætti á flokks-
þinginu í haust. Um leið gaf hann mjög
ákveðið til kynna að Steingrímur hefði aðeins eitt tækifæri enn til þess að Ijúka
ferlinum með sæmilegum hætti. Allir vita að Halldór verður næsti formaður
Framsóknarflokksins og að það er aðeins tímaspursmál hvenær af því verður.
Og þó svo menn vilji ógjarnan sparka í Steingrím vilja þeir enn síður styggja
hinn verðandi formann. Halldór hefur leikið öll kortin sín rétt, sýnt að hann er
slyngur stjórnmálamaður innan flokks og jafnframt sýnt ábyrgð út á við, sem
kannski er ekki síður nauðsynlegt ef bjarga á flokknum frá því að steingerast.
Þetta gerist örugglega úti í heimi á árinu 1993
Fyrirfram séð verður árið 1993
verður stóráfallalaust á alþjóða-
vettvangi. Krísurnar gera ekki boð
á undan sér, en stórstyrjaldir eru
varla I kortunum. Hér er sumt af
því sem búið er að setja á dagskrá.
JANÚAR
• Innri markaður Evrópubanda-
lagsins tekur gildi. Hann nær til tólf
landa og 350 milljón manna. Ann-
að eins hefur ekki sést síðan á dög-
um Rómaveldis.
• Danmörk tekur við forsæti í
Evrópubandalaginu.
• Hið sjötíu og fimm ára gamla
sambandsríki Slóvakíu og Tékk-
landa leysist upp.
• Kosningar haldar í Mónakó,
Níger og á Arúba-eyju í Karíbahafi.
• Bandaríkjamenn Ijúka brott-
fiutningi herliðs frá Filippseyjum.
• Herstjórnin í Nígeríu lætur
völdin í hendur borgaralegri ríkis-
stjórn.
• Bill Clinton verður forseti og
Al Gore varaforseti Bandaríkjanna.
• Ár hanans byrjar i Kína.
Febrúar
• Kosningar á gríska hluta Kýp-
ur, í Senegal, Tonga og á Salóm-
onseyjum.
• Ramada-trúarhátíð múslima
byrjar.
• Tvö hundruð ár frá því Lúðvik
sextándi Frakkakóngur var líflátinn.
• Þýska þingið byrjar umfjöllun
um nýfjárlög.
• Breski verkamannaflokkurinn
eitt hundrað ára.
MARS
• Þingkosningar í Frakklandí.
• Forsetakosningar í Indónesiu.
• Óskarsverðlaun afhent í
Hollywood.
• Nýir (og þó gamlir) valdhafar
taka við f Kína.
APRÍL
• Kosningar í Irak. Saddam
Hussein sigrar.
• Kosningar um nýtt kosninga-
fyrirkomulag á (talíu; kosningar um
nýtt stjórnkerfi i Brasilíu; Erítrear
greiða atkvæði um sjálfstæði frá
Eþíópíu.
• Kosningar í Kambódíu undir
eftirliti Sameinuðu þjóðanna;
fyrstu fjölflokkakosningarnar í Ke-
nýa; kosningar í Kamerún.
• Söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva.
• Austurríki tekur við forsæti i
Evrópuráðinu.
• HOOárfrá þvíDanirlögðu
Thames-dal i rúst.
■ST %^SPin.9#r' Bolivíu.
• Austur-Asíuleikar í Sjanghæ.
• Kvikmyndahátíðin í Cannes.
• Fyrsta afhending verðlauna i
nafni rússneska nóbelsverðlauna-
hafans og andófsmannsins Andrei
Sakharovs.
JÚNÍ
• Kosningar í Austurríki eigi síð-
. arennúna.
• Robin Leigh-Amberton hætt-
ir sem Seðlabankastjóri Bretlands
og Arthur Dunkel sem æðsti yfir-
maður í GATT.
• Fertugasta flugsýningin í Par-
is.
• Toppfundur forsætisráðherra
og forseta innan Evrópubanda-
lagsins.
• Mannréttindaráðstefna Sam-
einuðu þjóðanna byrjar í Vínar-
borg.
• Fjörtíu ár frá því Edmund Hill-
ary og Tenzing Norkay komust á
tind Mount Everest.
JÚLÍ
• Utanríkisráðherrar ASEAN-
ríkjanna hittast í Singapore.
• Belgía tekur við forsæti i Evr-
ópubandalaginu.
• Kosningar til Diet, neðri
deildar japanska þingsins.
• Leiðtogafundur Karabíska
Efnahagsbandalagsins.
• Leiðtogar G7, sjö helstu iðn-
ríkja heims, hittast í Japan.
• Leiðtogafundur Efnahags-
bandalags Vestur-Afríkuríkja.
ÁGÚST
• Rússneski herinn yfirgefur Lit-
háen.
• Kosningar í Paragvæ.
SEPTEMBER
• Hans Tietmeyer tekur við af
Helmut Schlesinger sem aðalgjald-
keri Evrópu, öðru nafni Seðla-
bankastjóri Þýskalands.
• Kosningar í Hollandi.
• Olíumálaráðherrar OPEC-ríkja
hittast.
O Kosningar í Noregi eigi síðar
en núna.
• Leiðtogafundurfrönskumæl-
andi ríkja.
• Bílasýningin iTókýó.
NÓVEMBER
• Kosningar í Kanada eigi síðar
en núna.
• Væntanlegur leiðtogafundur
Bandaríkjanna og Evrópubanda-
lagsins.
• LeiðtogafundurG15, fimm-
• Bílasýningin í Frankfurt.
• Alþjóðleg ráðstefna al-
mannasamtaka í umhverfisvernd i
Lundúnum.
• Fundur Alþjóðabankans og
Alþjóðgjaldeyrissjóðsins í Wash-
ington.
• Alþjóðaólympíunefndin
ákveður hvar leikarnir verða haldn-
irárið 2000.
• Allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna hefst.
• Gyðingar byrja árið 5754.
OKTÓBER
• Tilkynnt um úthlutun Nób-
elsverðlauna.
• Kjörtímabili Hosni Mubarak,
forsætisráðherra Egyptalands, lýk-
urog annað tekurvið.
• Bókasýningin í Frankfurt.
• Kosningar á Spáni og Nýja-
Sjálandi eigi siðar en núna.
tán þróunarríkja.
• Alþjóðavörusýningin í
Santiagó i Chíle.
• Maraþon-hlaupið í New York.
• Kosningar í Hondúras.
• Olíumálaráðherrar OPEC-ríkja
hittast aftur.
Desember
• Forseta- og þingkosningar í
Chíle.
• Forseta- og þingkosningar í
Venesúela.
• Leiðtogafundur Evrópu-
bandalagsins í Brussel.
• Utanríkisráðherrar RÖSE-ríkja
hittast.
• Leiðtogafundur Samstarfs-
ráðs Suður-Asíuríkja.
• Göngin undir Ermarsund
formlega opnuð (kannski).
• Fríverslunarsvæði Norður-
Ameríku tekur gildi á morgun.