Pressan - 30.12.1992, Side 21

Pressan - 30.12.1992, Side 21
MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 30. DESEMBER 1992 21 JPkk N N fik, L L *1 6*3 ÁLFRÚN HELGA ÖRNÓLFSDÓTTIR LEIKKONA: „Ár atvinnuleysis.“ Besta leikkona ársins? „Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir." SIGRÚN EÐVALDSDÓTTI R FIÐLULEIKARI: „Ár hörmunga og versnandi lífs- kjara um heim allan.“ Besti einleikari ársins? „Tvímælalaust nefni ég Diddú, sem ég tel besta einsöngvarann." Tískan ’92 Ijip Uppatískan dó endanlega drottni sínum nema hvað einn og einn maður gengur enn í axla- böndum. Samt ekki svo að fólk færi að ganga í lörfum, síður en svo. Almennt urðu menn frjáls- legri í klæðaburði, jakkafötin viku fyrir peysum og riffluðum flauels- buxum, að minnsta kosti hjá þör- tísomþings þessarar þjóðar. Hjá hinum ráðandi stéttum landsins komust svokallaðir „vinnufundir“ um helgar í tísku (sem fær mann til þess að velta fyrir sér hvað þess- ir gaurar geri á venjulegum fund- um) en fyrir vikið birtist hver for- inginn á fætur öðnun á peysunni eða að minnsta kosti í fráhnepptri skyrtu. Sem fyrr slær enginn Steingrím Hermannsson út í lúða- legum klæðaburði, en Friðrik Sophusson hefur á hinn bóginn enn styrkt stöðu sína sem tísku- kóngur Alþingis. Meðal unga fólksins kvað við gamlan og nýjan tón í senn. Gamli hippisminn hafði mátuleg áhrif á fatatískuna líkt og tónlistina, svona rétt til þess aðleggja línurn- ar en án þess að kæfa allt í fortíð- arfíkn. Þröng og efnislítil kvenföt létu ímyndunaraflinu minna eftir en oft áður og háir og mjóir kven- leggir hafa ekki verið jafhvinsælir síðan Twiggy var og hét. Fyrir vik- ið urðu sokkabuxur enn skraut- legri en nokkru sinni fyrr. Karlpeningurinn lét sitt ekki effir liggja, gaf hvítu sokkunum frí og gerðist hégómlegri í vali á skrautlegum sokkum (sem eng- inn sá). Hið sama átti við um nær- buxnaval, þvr skrautlegar boxara- buxur slógu öll fyrri aðsóknarmet. Eins og jafnan í kreppu naut Gvendur Jaki er án nokkurs vafa einn af þeim sem stóðu upp úr á árinu. Og það jafnvel þó að vanalega standi aðeins einn tíundi hluti Jakans upp úr. Restin marar í hálfu kafi. Hann er ekki allur þar sem hann er séður. Það sannaðist á Dagsbrúnarfundinum í Aust- urbæjarbíói. Þar messaði hann yfir sínum mönnum og tryllti þá svo lá við að þeir gengju niðrá Austur- völl til að ganga milli bols og höfuðs á Davíð og hans pótintátum. Af því varð þó ekki. En hitinn í Dags- brúnarmönnum lækkaði ekki og á næstu dögum vildu þeir skipuleggja aðgerðir. Af því gat hins vegar ekki orðið þar sem Jakinn var farinn suður til Flórida að jafna sig eftir fundinn. Þar mun veðurlag og verð- lag allt vera skaplegra en hér uppi á klakanum og betur við hæfi lágtekjumanna og atvinnulausra. ann svart aukinna vinsælda hjá báðum kynjum og sólbaðsstofueigendur grétu það að aftur komst í tísku að vera föl(ur) og intressant. Fyrir vikið leyfðist að vera í jakkafötum svo framarlega sem eitthvert frumleikamerki fylgdi, svo sem kábbojreimar í slipsis stað eða hin öldungis ómissandi svarta rúllu- kragapeysa. Steinþvegnar og bláar gallabux- ur voru endanlega jarðaðar af svörtum 501’s frá Levi’s. Það var líka um það bil eina merkið, sem menn lögðu sig eftir á þessu ári, en það skipti fólk litlu máli hvernig bux- umar vom komnar á sitjandann — um Faco eða Hagkaup. Merkjaæði það, sem áður herjaði á landann, lagðist til allrar hamingju að mestu af með uppa- tískunni. Það var ekki lengur neitt merkilegt við það að ganga um í BOSS fötum, enginn gat lengur hugsað sér að sjást með Lacoste- skriðdýrið á al- mannafæri og síð- asti Burberry’s frakkinn á land- inu týndist í fatahreinsun í K ó p a v e g i snemma í febrúar. Það eimdi helst eftir af merkjamaníu þegar olíubomir Barbour-stakkar runnu út hjá Veiðimanninum, en ódýrari eftirlíkingar slógu skjótt á þá bólu. Eins og greina má af ofantöldu vom margir straumar í gangi, en umburðarlyndi í tísku virtist meira en oftast áður. Ef merkja má eina áherslu öðrum ffernur er það almennur snyrtileiki. Þótt menn gengju um í rifnum galla- buxum mátti bóka að þær væm hreinar, skór voru pússaðir í meira mæli en nokkru sinni fyrr og í fyrsta skipti í meira en þrjátíu ár fóru ungir menn að venja komur sínar til A. Smith til þess að láta pressa skyrturnar sínar. Á þessari öld hafa ár sem enda á tölunni 3 verið blessunarlega at- burðasnauð, enda atburðirnir yfirleitt bergmál þess sem á und- an kom eða síðar varð. Hér er stutt yfirlit yfir athafnir mann- skepnunnarþessi ár. Miguel Primo de Rivera verður einræðisherra á Spáni eftir valda- rán hersins. Sovétríkin (fimm lýðveldi) em formlega stofnuð. Bandaríkin og Kólumbía undir- rita samning um Panama- skurðinn. Panama-búar gera síð- ar uppreisn með stuðningi Bandaríkjanna og lýsa landið sjálfstætt. Játvarði VII Bretlandskóngi er forkunnarvel tekið í heimsókn til Parísar. Þjóðvetjum er ekki skemmt. Soldáninn í Tyrklandi felst á til- lögur Austurrikismanna og Rússa um nýja stjómskipan í Makedóníu til að lægja þjóðem- isöldur þar meðal Serba, Grikkja og Búlgara. Sósíaldemókratíski Verka- mannaflokkurinn, síðar Komm- únistaflokkur Sovétríkjanna, fundar í Brassel og Lundúnum. Hann er þegar klofinn á milli Leníns og Plekhanovs, bolsévika og mensévika. Hundavinurinn Ivan Pavlov birt- ir kenningar sínar um „skilyrt viðbrögð“. Mannvinurinn King C. Giilette byrjar ffamleiðslu á einnota rak- vélarblöðum. Jósef Dzhugasvili ritar bréf til Sósíaldemókratans með undir- skriffinni „Stalín". Hann erþá ritstjóri Prövdu í Vínarborg. Breska kvenréttindakonan Emmeline Pankhurst er hand- tekin tólf sinnum og fangelsuð fyrir að koma fyrir sprengju í húsi Lloyd George forsætisráð- herra. Mahatma Gandhi mótmælir lagasetningu sem beint er gegn Asíubúum í Suður-Affíku. Fyrsta Balkanskagastríðinu lýkur og annað byijar. Danski eðlisffæðingurinn Niels Bohr þróar enn kenningar um atómið og eiginleika þess. Fyrsti rafloiúni ísskápurinn ffamleiddur í Chicago. Rennilásinn fundinn upp. Vilhjálmur Stefánsson byrjar fimm ára ferðalag sitt og búsetu á norðurslóðum. Fyrsta krossgátan birtist í New York World. Hitler verður kanslari Þýska- lands, fær tilskipanavald og ball- ið byrjar. Friðarsinnar vinna stórsigur inn- an málfundafélags Oxford- há- skóla. frska þingið leggur niður holl- ustueið við bresku krúnuna. Franklin D. Roosevelt verður for- seti og gefúr upp á nýtt. Albert Einstein flytur ffá Þýsk- landi til Bandaríkjanna. Thomas Mann, Bertolt Brecht, Kurt Weill og fleiri fylgja í kjölfarið. Bandaríkjamenn leyfa sölu á Ódysseifi effir Joyce. Fyrsta bíómyndin um King Kong sér dagsins ljós. Þjóðverjar gefast upp fyrir Rúss- um við Stalíngrað, flýja Tripólí og kveðja konur til herþjónustu. Til að friða tortryggna banda- menn sína tilkynna Rússar að Komintem verði lagt niður. Mússólíni segir af sér effir 21 árs valdaferil sem II Duce. ítalir gef- ast upp og lýsa yfir stríði á hend- ur Þjóðveijum. Roosevelt, Stalín og Churchill hittast í fyrsta sinn í Teheran. Thomas Mann klárar Jósef og brœður hans eff ir sextán ára starf og Sartre gefúr út Flugumar. Stelpur byija að garga á effir Frank Sinatra. Ríkisstjóm Gvatemala tekur eignamámi tugþúsundir hektara lands frá United Fmit Company og fleirum. Bandaríkjamenn bjarga írans- keisara fr á falli. Stríðinu í Kóreu lýkur. Fídel Kastró er handtekinn eftir misheppnaða árás á herstjóm Batista. Stalín deyr, Beria er líflátinn, Dag Hammarskjöld verður aðalritari Sameinuðu þjóðanna og Beta verður Bretadrottning. Edmund Hillary og Tenzing Norkay verða fyrstir til að klífa Mount Everest. Reginald Butler fær verðlaun fyr- ir styttuna af Óþekkta pólitíska fanganum. Frakkar leggja undir sig Ruhr- hérað og leggja þýskan efnahag í rúst. Dollarinn, sem kostaði 4,2 þýsk mörk fyrir stríð, kostar 130 milljarða marka í nóvember. Hitler reynir að ræna völdum. Mússólíni bannar alla stjórn- málaflokka nema fasistaflokkinn. De Gaulle varnar Bretum inn- göngu í Efnahagsbandalag Evr- ópu. Ngo Quang Duc verður fyrstur víetnamskra búddapresta til að kveikja í sér opinberlega í mót- mælaskyni við rlkisstjórn Ngo Dinh Diem í Suður-Víetnam. Di- em er síðan steypt af stóli að undirlagi Bandaríkjamanna. John F. Kennedy er skotinn. Kenýa, Malasía og Nígería verða þjóðríki og þingið í Indónesíu, skipað af Sukarno forseta, gerir hann einróma að forseta fyrir lífstíð. Jóhannes páfi þrettándi gefur út Pacetn in terris, Frið á jörðu, og deyr; Páll sjötti tekur við. Martin Luther King byrjar bar- áttuna í Birmingham, AÍabama, Kastró fær orðu Hetju Sovétríkj- anna í Moskvu og Profúmo- hneykslið í Bretlandi nær há- marki. John Le Carré gefúr út Njósnar- ann setn kom inn úrkuldanum og Bítlarnir taka við af Frank Sin- atra. Bretar, frar og Danir ganga í Efnahagsbandalagið. Bandaríkjamenn og Víetnamar undirrita fr iðarsamning og Kan- inn fer frá Víetnam. Kínverjar segja Sovétríkin helstu ógnina við öryggi Kína. ísrael hrindir árás araba í Yom Kippur-stríðinu, arabaþjóðir beita olíuvopninu og orkukrepp- an byijar. Bandarískir indíánar sitja í tíu vikur um Wounded Knee í Suð- ur-Dakóta. Nbton flækist endanlega í lygun- um um Watergate, Spiro Agnew segir af sér, ofsóknimar byrja á hendur Andrej Sakharov og Per- ón er endurkjörinn forseti Arg- entínu. Peter Shaffer gefur út Equus og síðasti tangóinn í París er dans- aður. Nató setur upp nýjar meðal- drægar kjamaoddaeldflaugar og friðarhreyfingar blómstra á heitu hausti í Evrópu. Jassunnandinn Júrí Andropov tekur við í Sovétríkjunum. Flug- her hans skýtur niður kóreanska farþegavél og drepur 269 manns. Bandaríkjamenn taka aftur upp stuðning við ríkisstjórn El Salva- dor og berjast við Kúbumenn vopnaða skóflum á Grenada. Hissane Habre, forseti Chad, fær hjálp frá Frökkum til að berja niður uppreisn sem Khadafi' Lí- býuforseti stendur á bak við. Bettino Craxi verður forsætisráð- herra ftalíu, sá fyrsti frá stríðslok- um sem ekki er kristilegur demó- krati. Klaus Barbie er handtekinn fyrir kókaínverslun í Bólivíu og Stem finnur sextíu dagbækur Hitlers. Fornmunasalinn Konrad Fischer reynist hafa falsað þær fagmann- lega.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.