Pressan - 30.12.1992, Page 24

Pressan - 30.12.1992, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 30. DESEMBER 1992 AN NALL 1992 ÁGÚST „Loksins voru aðstæður mér mjög hagstæðar, vindurinn blés úr réttri átt en það hefur ekki gerst síðust fjögur árin.“ Einar Vilhjálmsson spjótkastari. „Erlendis er til siðs við neyzlu áfengis, að menn reyna að halda haus og hafa vald á hreyfingum sínum og fram- burði. Hér er hins vegar komin hefð á, að drukkið fólk megi slangra um meira eða minna mátdaust og hafa uppi óskilj- anlegt muldur og vein... For- sætisráðherra og utanríkisráð- herra sýna fordæmi með því að koma áberandi ölvaðir fram í sjónvarpi. Hversdagslegt, fuil- orðið fólk fylgir á eftir með drykkjuólátum á heimilum sínum og hvers annars. Island er brennimerkt fylleríi. Víman er svo mikill þáttur þjóðlífsins, að hún hefur áhrif á stjórn landsins, stjórn fyrirtækja og stjórn heimila." Jónas Kristjánsson siðavöndur. „Þarna er um að ræða valda- græðgi og brenglaða siðferðis- kennd.“ Skúli Jóhannesson í Fjölmiðlun sf. „Það verða allir að geta séð á eftir ríkisstjórnum. Ef þær standa sig ekki mega þær fara.“ Matthías Bjarnason þingmaður. „Ég er ekki mjög hæfileikaríkur kringlukastari.“ Vésteinn Hafsteinsson kringlukastari. „Kæmi mér.. .ekkert á óvart þótt þessir menn reyndu að þvinga okkur til að taka við peningunum." Skúli Jóhannesson í fjölmiðlun sf.. „Kirkjan okkar var vanhelguð þetta kvöld. Aft akan fór fram fyrir altari Guðs eftir að þetta fólk hafði farið saman með fað- irvorið. Hópefliseinkennin komu greinilega í Ijós í sjúklegu klappi, þegar fagnað var sigri eins og eftir knattspyrnuleik. Sjálfúr sat ég dæmdur í kirkj- unni minni með grátandi eig- inkonu og son mér við hlið. Demonísk öfl voru þarna að verki.“ Séra ÖlafurOddurJónsson sóknar- prestur í Keflavík. „Stefán Jóhannsson þjálfari benti mér á það eftir keppnina í Barcelona að það væri óeðlilegt gaddamunstur undir skónum mínum.“ Einar Vilhjálmsson Ólympiufari. SEPTEMBER „Það að ég er gift ráðherra var mér fremur til trafala en hitt.“ Bryndís Schram bfósjóðsfram- kvæmdastjóri. „Það hefur sterkari áhrif á áhorfandann að stúlkan skuli vera skyggn en samt sem áður nær sjónlaus." (sakörn Sigurðsson kvikmynda- gagnrýnandi DV. „Ég er ekki viss um að nokkur hefði talið það frétt þótt ég hefði sagt einhvers staðar að í næstu samningum ætti að hækka kaupið." Ásmundur Stefánsson samninga- maður. „Fari nú svo eftir tíu ár.. .að það skip, sem nú hefur nýhafið siglingar, hafi með farsælum hætti þjónað sínu hlutverki og reynst happafleyta þá mun ég senda Árna Johnsen kveðju og það janfvel þó hann verði þá t.d. stundakennari við gítar- skólann í Kulusuk.“ Steingrímur J. Sigfússon. MYNDLISTARBASAR ÁRSINS Framleiðslan eykst, en gengið sígur. Með þessari hagfræðilegu líkingu mætti lýsa árinu á mynd- listarsviðinu. Listamönnum fjölg- ar, listaverkum fjölgar, sýningum og sýningarsölum fjölgar, en samt virðist hlaupið eitthvert gengissig í listræn verðgildi. Jafnvel þótt lista- verkin séu fleiri, stærri og íjöl- breyttari, er verðmætasköpun ekki í hlutfalli við framleiðslu- aukningu. Og af því sem mér hef- ur sýnst af listumræðu annars staðar þá er þetta ekki séríslenskt fyrirbæri, heldur erum við að ganga í gegnum glóbal efnahags- lægð á listasviðinu. Það er eins og myndlistarmenn hafi grunað að ekki væri allt með felldu og efndu til málþings í marsmánuði, í Gerðubergi, um breytt viðhorf til aðferða og hugs- unarháttar í myndlist. Einn ræðu- manna, Þorvaldur Þorsteinsson, sagði þar að íslenskir myndlistar- rnenn höguðu sér eins og „hand- verksmenn með „listrænar" rétt- lætingar bak við eyrað“. í hverju þessar réttlætingar eru fólgnar er mjög á reiki, eins og Þorvaldur benti á. Ef gengið er á listamenn- ina sjálfa um að útskýra verk sín verða þeir vægast sagt loðnir í svörum, vitna til eigin brjóstvits eða tilfmninga, og ítreka að þeir vilji ekki skemma fyrir áhorfend- um með því að tala of mikið um verkin. Hver eru þýðingarmestu við- fangsefni myndlistarmanna í dag? Þegar svo er spurt fara allir undan í flæmingi. Mönnum er tamara að tala um hvað þessi eða hinn sé vit- laus, heldur en að reyna að gera sér og öðrum skipulega grein fyrir markmiðum listar sinnar. Þegar kemur að réttlætingum hefur ver- ið áberandi alls kyns málflutning- ur, t.d. af félagslegum eða pólitísk- um toga, sem er óviðkomandi eig- inlegum vandamálum listköpun- ar. Blómlegt listalíf er nauðsynlegt sjálfstæðri þjóð; listamenn eru andlit þjóðarinnar út á við; sá (t.d. pólitíkus) sem vill listinni vel vill öllum vel, því listin er fyrir alla; listamenn sem hafa unnið árum eða jafnvel áratugum saman að list sinni eiga skilið velþóknun og umbun samfélagsins. Þetta eru sýnishorn af íslenskri listumræðu eins og flestir kynnast henni. Hvaða listafurð sem er virðist geta gegnt ofangreindum hlutverkum, að velja og hafna er álitið smekks- atriði. Harðduglegir myndlistar- menn, sem eru sífellt að pródús- era þrátt fyrir kröpp kjör, fmna þar kærkomna réttlætingu á strit- inu. Viðkvæðið virðist vera að listamaðurinn geti ekki brugðist samfélaginu, aðeins þeim einstak- lingum sem hafa ekld smekk fýrir verkum hans. JÓHANN EYFELLS Ef ég ætti að velja eina sýningu íslensks myndlistarmanns sem skar sig úr á árinu, þá vel ég yfir- litssýningu á verkum Jóhanns Ey- fells í Listasafni Islands og Galleríi einn einn í október. Jóhann hefur dvalið langdvölum á Floridaskaga og þetta var viðamesta sýning á verkum hans sem sést hefur hér á landi. Skúlptúrar hans buðu upp á sterka sjónræna upplifun og margbrotna hugsun, sem hann tengir við þá heimssýn sem er í mótun á öllum sviðum vísinda og mannlífs. Hinn efnislegi, eða sýni- legi, þáttur og hinn hugmyndalegi bakka hvor annan upp. Jóhann tekur engu sem sjálfgefnu, hugsar verk sín frá grunni og hefur unnið árum saman að samfelldri þróun þeirra. Er hægt að ætlast til meira af einum listamanni? Af öðrum eftirtektarverðum yfirlitssýningum myndlistar- manna sem komnir eru um og yf- ir miðjan aldur mætti nefna Hrólf „Jóhann tekur engu sem sjálfgefnu, hugsar verk sín frá grunni og hefur unnið árum saman að samfelldri þróun þeirra. Er hægt að ætlast til meira af einum listamanni?" Sigurðsson á Kjarvalsstöðum í október og Hjörleif Sigurðsson í Norræna húsinu og FÍM salnum á Listahátíð. LISTAHÁTÍÐ Sá atburður sem bar hæst á al- manaksárinu var listahátíð í Reykjavík í júní. Þá tóku allir sig saman um að sannfæra sjálfa sig um að listin væri ómissandi og ís- land menningarþjóð á háu stigi, að minnsta kosti í nokkrar vikur. Að þessu sinni var myndlistar- skammturinn fjölbreytilegur. Frakkinn Daniel Buren skreytti Skólavörðustíginn með falskri framhlið á Gallerí einn einn, í svörtum og hvítum röndum. Hann endurhannaði einnig inn- ganginn að Listasafni íslands. Mí- ró lífgaði upp á Kjarvalsstaði með fjöldann allan af bronsskúlptúr- um. Hópur af íslenskum skúlptú- ristum reyndi að týnast ekki inn- an um auglýsingaspjöld, fíkusa og gosbrunna í Kringlunni. Kristján Davíðsson lagði undir sig Nýhöfn með ný og kraftmikil málverk. í Nýlistasafninu? Tveir frakkar. Það er ekki hægt að segja annað en að franska menningarútflutnings- ráðið hafi sett svip sinn á mynd- listarlífið undanfarin misseri. Og áfram mætti telja lengi vel. En það má þó ekki skilja við án þess að nefna Loftárás á Seyðis- fjörð, en svo nefndist óháð lista- hátíð sem skaut upp kollinum á hæftlega anarkískan máta um svipað leyti. Loftárásin olli ekki umtalsverðum usla, en gaf öllum tækifæri til að vera með. AFMÆI.I Finnur Jónsson varð hundrað ára 15. nóvember, sem þýðir að hann hefur lifað og hrærst í ís- lenskri myndlist alla tíð frá því Þórarinn B. Þorláksson var upp á sitt besta. Finnur er fæddur fýrr en Ásmundur Sveinsson, Gunnlaug- ur Blöndal og Gunnlaugur Schev- ing, svo dæmi séu tekin. í mars var háldin sýning á úrvali verka úr gjöf Finns og konu hans til Lista- safns íslands, sem er alls 850 grip- ir. Ekki hefur þótt nein sérstök Finnur Jónsson varð hundrað ára 15. nóvember, sem þýðir að hann hefur lifað og hrærst í ís- lenskri myndlist alla tíð frá því Þórarinn B. Þorláksson var upp á sitt besta. ástæða til að hampa honum og list hans meira en góðu hófi gegnir. Aftur á móti fféttu landsmenn að annar íslendingur, sem gengur undir listamannsnafninu Erró, býr í París og kemur hingað öðru hverju til að renna fyrir lax, hljóti þá upphefð að yfir hann og þau verk sem hann hefur unnið á er- lendri grund skuli reist alþjóðleg listamiðstöð á Korpúlfsstöðum, sem samkvæmt fýrstu áætlunum mun kosta 1,400 milljónir króna. Ekki virðist ríkja sérstök óeining um þessa ráðstöfun, því enginn hefur hrevft mótmælum. Fleiri Islendingar áttu frásagn- arverð afmæli. Kristján Davíðsson varð sjötíu og fimm ára 28. júní. Sýningu í Nýhöfn á nýjum mál- verkum var fylgt úr hlaði með bók sem sýningarsalurinn ásamt bókaútgáfunni Máli og menningu gáfu út. 3. nóvember átti svo Guð- munda Andrésdóttir sjötugsaf- mæli og aftur var það Nýhöfn sem hélt upp á afmælið með sýningu. NÝIR SÝNINGARSALIR Nýir sýningarsalir koma og fara, þannig er gangur menning- arlífsins. Við tökum þó betur eftir því þegar þeir koma, með látum, en þegar þeir fara, ekki með hvelli heldur kjökri. I Laugardalnum var ekki aðeins opnaður sýningarsal- ur, heldur einnig listverslanir, listamannaíbúðir, í einu orði sagt Listhús, með sinn eigin myndlist- arskóla í kjallaranum. Mennta- stofhunin heitir Rými og þar ræð- ur listakonan Guðrún Tryggva- dóttir ríkjum. í gamla Hafnarhúsinu við Tryggvagötu var komið fyrir sýn- ingarsal og á hæðinni fyrir ofan listaverkamiðlun sem Knútur Bruun veitir forstöðu. Sýningar- salurinn hefur farið vel af stað og á að vera vísirinn að margháttaðri starfsemi sem fyrirhuguð er í Hafharhúsinu. Fyrir sérlundaðra myndlistar- áhugafólk var opnaður sýningar- salur á Laugavegi 37, „önnur hæð“, og hefur stillt út vönduðum hópi erlendra gesta. MINNISSTÆÐAR SÝNINGAR „YNGRI“ LISTAMANNA Ólafur Gíslason er ungur skúlptúristi sem býr og starfar í Hamborg og lét að sér kveða á ár- inu. Hann sýndi tvisvar, í Gallerí einn einn og á Kjarvalsstöðum á samsýningu. Sérkenni á verkum Ólafs eru hvítir kassalaga hlutir, sem hann útfærir í ýmsum stærð- um og gerðum, til notkunar við ýmsar kringumstæður. Hugvit- samlegar útfærslur hans og yfir- veguð vinnubrögð urðu líklega til þess að honum áskotnuðust Serra verðlaunin, sem voru stofnuð 1990 að tilhlutan Richard Serra og skulu veitt efnilegum ungum skúlptúrista. Það fór ekki fram hjá neinum á árinu að Þor- valdur Þorsteins- son væri til. Hann sýndi tvisvar, á Nýlista- safninu og Gerðubergi, stóð fyrir vasaleikhúsi á Rás tvö, var með skjáverk í sjónvarpinu og gaf út bók fyrir jólin (og sjálfsagt eitthvað fleira). Spurningin er hvort tjáningar- munstrið kemur til með að hafa sterkari ítök í honum, myndin eða orðið? Allir listamenn vilja vera sér á parti, en engum tókst að slá út Bjama H. Þórarinsson, sjónhátta- fræðing, í þeim efnum. Bjarni efhdi til Sjónþings í Nýlistasafninu í lok mars, þar sem hann sýndi haglega teiknuð vísihandrit og tungumálalykla. Gallerí einn einn er óútreiknan- legur sýningarsalur og sýningarn- ar æði misjafhar, en innan um em gullmolar. Hannes Lámsson, sem starfrækir galleríið, var sjálfur með góða sýningu í október, þar sem hann birti mönnum ný til- brigði við tréausur og heiðlóuna góðu. Lífleg teiknimyndasýning á Kjarvalsstöðum ætti enn að vera inni í skammtímaminninu. En munið þið eftir skjálistarþáttun- um í ríkissjónvarpinu í vor? Gott ffamtak hjá RÚV. LISTIÐNAÐUR Aðdáendur listiðnaðar og handverks verða oft útundan, en Norræna húsið bjargaði málunum með tveimur frábærum sýning- um, gullfallegri sýningu á jap- anskri leirkeralist í haust og nú nýverið á fmnskri glerlist. Sýning á jórdönskum hátíðarskrúða og kvenskarti í Listasafni íslands á Listahátíð var vel útstillt og greip augað.________________________ íjunnarJ. Arnason Frá sjónþingi Bjarna H. Þórarinssonar i Nýlistasafn- inu.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.