Pressan - 30.12.1992, Qupperneq 25
MIÐVIKUDAGUR PKESSAN 30. DESEMBER 1992
25
ANNÁLL1
Báðir hafa þeir myndað sterk tengsl við orkuna,
Yoda álfurinn góði úr Star Wars og Halldór Jónat-
ansson, forstjóri Landsvirkjunar. Og báðir hafa tví-
fararnir sama yfirbragð góðra vætta: dádýrsaugu,
góðlegt glott og hátt og viskulegt enni.
Af myndinni af David Ben-Gurion heitnum, fyrrum for-
sætisráðherra ísrael má Ijóslega sjá hvernig Davíð
Oddsson, forsætisráðherra mun líta út á efri árum. Það
sem eftir er af hári Ben-Gurions er eins og hárið á Davíð.
Sömu sögu er að segja um alit hitt: nefið er eins, brosið
er eins, hakan eins og meira að segja eyrnasneplarnir
eru eins.
Hinrik n. konungur sat stutt aö völdum í Frakk-
Landi á sextándu öld og að sama skapi sat Jónas
Jónasson stutt á valdastóli útvarpsstjóra á Akur-
eyri. Angun, nefið og skeggið eru eins iy á tvíf ör-
unum og auk þess eru báðir þekktár fyrir afburða-
snyrtimennsku í klæðaburði.
Enginn man lengur eftir Bud Spencer, þeim feitari af
Trinitybræðrunum og Birni Grétari Sveinssyni, for-
manni Verkamannasambandsins. Enda virðist eitt-
hvað vera við útlit þessara nauðalíku manna, sem
fær fólk til að gleyma þeim hratt og örugglega.
Þaö er lygilega mlkill svipur meö þeim,
Dr. Hasting Banda, fyrsta forseta Mala-
wi og Biöi Guönasyni ráðherra. Báöir
eru sundurgeröarmenn í klæöahurði og
þykja ákveðnir og stjórnsamir. Reynd-
ar hefur Eiöur aldrei sést brosa jafn-
breitt og Dr. Banda og eins er hann
nokkru fölari.
Þeir eru ekki likir, Haukur Halldórs-
son, formaður Stéttarsambands bænda og
Hinrik Englandskonungur VIII. Þeir eru
eins. Gj arðarvíddin er sú sama og sömu-
leiðis skeggvöxturinn, brúnaþunginn,
roðinn í kinnum og siðast en ekki sist
kónganefið.
Séra Jón Dalbú Hróbjartsson og fréttamaðurinn
Þórir Guðmundsson eru sem eitt. Báðir hafa hinn
hreina svip sakleysingjans, neyðarlegt brosið er
það sama og hárgreiðsla beggja jafnafgerandi og
sviplaus. Ofan á bætist að fatasmekkurinn er eins.
Ótrúlega margt er líkt með þeim Herdísarvíkur-Syrtlu,
þekktustu rollu aldarinnar, og Steingrími J. Sigfússyni,
þingmanni. Bæði eru þau langleit, með smá augu og
loðin á neðanverðu andlitinu. Stór munur er þó á höf-
uðlaginu, því hún er hyrnd en hann kollóttur.
SEPTEMBER
„Það er búið að vera að
skamma mig I heilt ár íyrir að
pína sjúklinga, gamalmenni og
ég veit ekki hvað. Er þetta þá
allt bara vitleysa, bara mis-
skilningur?"
Sighvatur Björgvinsson
niðurskurðarhnífur.
„Það er eitthvað magnþrungið
hér í Laugardalnum sem ég get
ekki misst af.“
Einar Vilhjálmsson veðurfræðingur.
„Ert þú Santos? Komdu hérna.
Við erum frá Stöð 2 hérna. Við
viljumtalavið þig.“
Ólafur E. Jóhannsson fréttahaukur.
„Þetta er bara ævintýri."
Santos.
„Ég er ósköp hógvær hún-
vetnskur lektor."
Hannes Hólmsteinn Gissurason.
„Borgarstjórn Reykjavíkur.. ,er
yfirmaður Markúsar Arnar, en
ekki öfúgt. Þetta verður hann
að fara að skilja.“
Ólína Þorvarðardóttir borgarfúlltrúi.
„Sem betur fer hef ég alltaf ver-
ið frekar gefin fyrir böm.“
Björnfríður Ó. Magnúsdóttir
17 barna móðir.
„Þegar ríkisstjómin er lítil og
vandinn stór, má búast við
skópissingum.“
Jónas Kristjánsson leiðarahöfundur.
„Það fór starfsmaður á klósett-
ið og fann einhveija gaslykt.“
Sigurður Gunnarsson verslunarstjóri
(Bónus.
„Ég er eins og filamaðurinn,
allur vafinn um höfúðið og
heldur ósjálegur.“
Einar Garðar Hjaltason forseti bæj-
arstjórnar á (safirði.
„Það virðist færast fjör í rann-
sóknarstörf tannlækna fyrir jól
og hátíðir því þá seljum við
þeim meira.“
Höskuldur Jónsson forstjóri ÁTVR.
OKTÓBER
„Ég legg á það áherslu að ég er
kominn til að vera.“
Markús Örn Antonsson borgarstjóri.
„Ég hef sagt það áður að ef við
fáum ekki leiðréttingu okkar
mála verður haldin hér mesta
brenna sem sögur fara af þegar
trillurnar fara á eldinn.“
Arthur Bogason trillutröll.
„Síðast en ekki síst verða
stjómvöld að kenna fólki að
vera atvinnulaust."
Páll Kr. Pálsson framkvæmdastjóri.
„Ég hætti ekki við þessar að-
stæður í þjóðfélaginu."
Steingrímur Hermannsson fjallkona.
„Ég veit ekki hvort mönnum
finnst það fúrðulegt að ég skuli
hugsa mig um áður en ég neita
að taka við opinberu fé.“
Kári Þorgrímsson bóndi.
„Það getur vel verið að ég sé
leiðindagaur.“
Jóhannes Jónsson útvarpshlustandi.
„Ég hef heyrt að sumir ímyndi
sér að ég sé með eitthvert gjafa-
kjöt. Það er mikill misskilning-
ur enda er ég ekki 1 neinni
sjálfsmorðsherðferð."
Kári Þorgrimsson bóndi.
„Ég er hins vegar sannfærður
um að ef á að létta á sjávarút-
vegsfyrirtækjum með því að
skattleggja almenning þá syng-
ur allt í sundur.“
Guðmundur J. Guðmundsson for-
maðurDagsbrúnar.
Það leikur ekki nokkur vafi á því lengur að Þórarinn
V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitenda-
sambands Islands, er fyrirmyndin að bamabókahetj-
unni Valla víðförla. Því er það engin tilviljun að
„vaffið" hans Þórarins stendur fyrir „Valli".
Stórhættulegur vélbyssukjafturinn er ekki það eina sem
þeir Hannes Hólmsteinn Gissurarson dósent og banda-
ríski sjónvarpsmaðurinn David Lettermann eiga sam-
eiginlegt. Ef bornar eru saman mynd af Hannesi og
teikning af Lettermann, er vart hægt að trúa því að ekki
sé um einn og sama mann að ræða.
Khalid heitinn konungur af Sódí-Arabíu og Ingólfur
Guðbrandsson ferðafrömuður eru nauðalíkir í úHifi, en
ekkert skal þó fullyrt um innrœtið. Bóðir eru kappamir
mjög dökkir yfirlitum, með kónganef, sérkennilegan
skeggvöxt og Irtil kvik augu, með baugum hins ihugula
manns.
Vart má á milli sjá, hvor þessara ungu lista-
kvenna er Móeiður Júniusdóttir söngkona og
hvor bandaríska leikkonan Uma Thurman.
Enda er allt eins hjá þeim stúlkunum: renni-
slétt hárið, augabrúnimar, seiðandi augun,
nefið og þykkar varimar.