Pressan - 30.12.1992, Page 26
26
MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 30. DESEMBER 1992
ANNÁLL 1992
NÓVEMBER
„Ég er vanur því að hver einasti
hópur, sem á að borga eitt-
hvað, segi ekki ég, ekki ég, ekki
ég. Það er hagfræði Litlu gulu
hænunnar og ég er vanur
henni, ég er vanur að fást við
svoleiðis fólk.“
Jón Baldvin Hannibalsson fyrrum
fjármálaráðherra.
„Maður fær skammir ofan frá,
neðan frá, utan úr bæ og loks
heima fyrir vegna þess að mað-
ur er aldrei heima.“
Björn Halldórsson yfirvínnufíkill.
„Það er auðvitað mikill mis-
skilningur að Hagkaup sé ein-
hver Hrói höttur í þessu máli
og berjist í þágu neytenda."
Carsten Besse svæðisstjóri Levi's.
„Það er pabbi sem ákveður
hvað á að greiða fyrir verkið,
það er pabbi sem tekur verkið
út, það er pabbi sem fylgist
með því hvernig það er unnið
ogþað er hinn pabbinn sem
ávísar greiðslunni."
Sigurjón Pétursson borgarleynilög-
reglumaður.
„Það kom ræða frá frauku að
norðan, Þóru Hjaltadóttur, þar
sem hún gagnrýndi Dagsbrún
fyrir léleg vinnubrögð. Orð
hennar, sem féllu átölulaust,
fylltu mælinn. Ég átti ekki
mikla þolinmæði eftir en þarna
missti ég hana alveg og neita að
sitja undir þessu.“
Guðmundur Jaki verkalýður.
„Enginn heilvita maður reynir
að dreifa kókaíni hér á landi.“
Steinn Ármann Stefánsson
Kólumbiufari.
„Við reisum Hvíta víkingnum
níðstöng."
Per Haddal hjá Aftenposten.
„Hvort sem okkur líkar betur
eða verr þá hefur Kvennalist-
inn slitið barnsskónum og er
orðinn eins konar stofnun.
Grasrótin er í raun ákaflega
þreytt."
Anna Kristín Ólafsdóttir
„Það verður að nást víðtæk
samstaða um að skerða kjör-
in.“
Hannes Hólmsteinn Gissurason.
„Þegar ég kvartaði undan verk,
sem leiddi aftur í öxl, um dag-
inn sagðist kunningi minn vera
viss um að það væru að vaxa á
mig vængir af þvi að ég væri
orðinn svo stilltur.“
Eiríkur Jónsson viðmælandi.
DESEMBER
„Ég hef afskaplega takmarkaða
reynslu í kynlífsmálum þótt ég
hafi auðvitað ekki lifað neinu
klausturlífi."
Rósa Ingólfsdóttir blúnda.
„Þingmenn sem búast við að
verða ráðherrar eru mjög með-
færilegir menn! Mjög vinsam-
legir, jákvæðir, sáttfusir.“
Davíð Oddsson yfirráðherra.
„Ég gæti gerst verktaki, unnið
svart, greitt mín meðlög og haft
það gott.“
Sigurður Rúnar Ástvaldsson með-
lagsgreiðandi.
„Við höfum tíu Ijármálaráð-
herra í ríkisstjórninni og þeir
hjálpast allir að.“
FriðrikSophusson.
„Ég á von á því að saga Jóns
Arasonar verði vinsæl hjá okk-
ur. Georgíumenn dýrka fólk
sem hefur verið drepið fyrir
átrúnað."
Grigol Matsjavariani islandsfíkill.
Hörmungar ársins 1992
Árið 1992 er árið sem atvinnu-
leysið fékk ríkisborgararétt á ís-
landi. Þar með var horfið það síð-
asta sem íslendingar gátu státað
sig af í efnahagsmálum: full at-
vinna fyrir alla. En þó er ekki allt
neikvætt við atvinnuleysið. ís-
lendingar sönnuðu nefnilega að
þeir eru átakamenn, vinna í
skorpum og afreka það á korteri
sem aðra tekur aldir. Á árinu
náðu fslendingar nefhilega því að
sættast við atvinnuleysið og bera
það með stolti. Þökk sé Reyni
Hugasyni og því að félagaskelfir-
inn Guðbjörn Jónsson náði ekki
að tvístra Félagi atvinnulausra.
D
MMækur
Árið leiddi hörmungar yfir
bækurnar og þar með bókaþjóð-
ina. Að sjálfsögðu voru tilnefning-
ar til bók-
menntaverð-
launanna
eins vitlausar
og fyrr. En
það er ekki
mergurinn
málsins. Á haustdögum ákvað
ríkisstjórnin að leggja virðisauka-
skatt á bækur, hætti síðan við en
ákvað síðan að gera það seinna.
Jólin í ár áttu því að verða síðustu
jólin með virðisaukalausum bók-
um. En hvort sem það var sökum
þess að fólk var orðið ruglað í
ríminu eftir deilur haustsins um
skatt eða ekki skatt á bækur þá
keypti það 20 til 30 prósent minna
af bókum fyrir þessi jól en þau
síðustu. Með eða án skatts, þá
hafði þjóðin einfaldlega ekki efni á
bókunum. Þess vegna tekur þjóð-
in á móti nýju ári sem 20 til 30
prósent minni bókaþjóð en áður.
Það er álíka áfall og að 50 til 80
þúsund manns hefðu tapað lestr-
arkunnáttunni.
Á tímum góðærisins (sem stóð
yfir á árunum 1986 fram að miðju
ári 1988) var Davíð Oddsson
borgarstjóri í Reykjavík. Þá var
gaman að lifa og sérstaklega fyrir
Davíð. Borgarsjóður var að
springa af peningum og hefði
sjálfsagt gert það ef Davíð hefði
ekki eytt fé á báðar hendur og
byggt hús. Ef Davíð hefði ekki ver-
ið svo vitlaus að fella Þorstein og
verða forsætisráðherra þá hefði
honum ef til vill tekist að halda
einhverju af dýrðarbaugnum í
gegnum kreppuna. En þar sem
hann skipti um starf byrjaði hann
aftur á byrjunarreit. Og það í
miðri sótsvartri kreppunni. Og
þar sem hann er forsætisráðherra
og þar með álitinn valdamesti
maður landsins er hann persónu-
gervingur kreppunnar. Þessu hef-
ur Gvendur Jaki áttað sig á. Hann
veit að eina leiðin til að losna við
kreppuna er að fórna Davíð, syni
hennar; alveg á sama hátt og guð
fórnaði Jesú forðum til að gefa
mannkyninu annan séns. Ef hann
hefði ekki gert það hefði hann
orðið að tortíma mannskepnunni
eins og hún leggur sig. Gvendur
þarf ekki að hugsa sig tvisvar um
hvorn kostinn hann á að velja.
Árið 1992 er árið sem EES af-
hjúpaði fyrir umheiminum að
lýðræðið á íslandi á upphaf sitt og
endi í þvagblöðrum ákveðinna
þingmanna. Áður hafði umheim-
urinn trúað að íslendingar ættu
elsta þing í heimi og af þeim sök-
um væri lýðræðið þeim í blóð
borið. En þegar útlendingar fóru
að spyrja Jón Baldvin Hannibals-
son hverju það sætti að fslending-
ar ættu einir EFTA-þjóða eftir að
afgreiða EES- samninginn upp-
lýsti hann að fslendingar heföu
lýðræðið ekki í blóðinu heldur
þvaginu. Á meðan þvagblöðrur
Ólafs Þ. Þórðarsonar, Hjörleifs
Guttormssonar og annarra úr-
valsþingmanna héldu þá fengi
meirihlutinn ekki sínum málum
framgengt.
Þrátt fyrir að einstaka drykkju-
rútar syngi frelsinu stundum lof á
síðkvöldum eða á næturfundum í
þinginu hefur það sjaldnast fært
þessari þjóð neitt gott. Tvö dæmi
ff á síðasta ári sanna þetta enn og
aftur. í fýrsta lagi erþað Kári í
Garði. Hann hafði ekki fyrr slopp-
ið undan styrkri stjórn bænda-
samtakana en hann tók að selja
einfeldingum fyrir sunnan lamba-
kjöt í koltvísýringskófmu á bíla-
stæði Seðlabankans. Ef þessi mað-
ur hefði ekki fyrir einhvern furðu-
legan misskilning orðið að þjóð-
hetju hefði honum án efa verið
stungið inn fyrir að selja eitur —
ekkf síður en manninum sem
reyndi að selja kókaín á bílastæð-
inu fyrir framan sundlaugarnar í
Laugardal. Þeta sýnir að frelsi
leiðir til taumleysis. Það eina já-
kvæða við frelsið hans Kára var að
undir lok ársins var hann skikkað-
ur í félag kúabænda. Annað dæmi
af árinu er ffelsi í saltfiskútflutn-
ingi. Eins og Samband íslenskra
fiskffamleiðenda hefur réttilega
bent á leiðir það til þess að fleiri
flytja út saltfisk og þar sem fiskun-
um í sjónum fjölgar ekki við það
mun það leiða til þess að færri
flytja út hjá SÍF. Og það getur ekki
verið markmið í sjálfu sér.
Það fór með gengi íslensku
krónunar eins og gengi Islendinga
sjálfra. Það lækkaði á árinu. Það er
þó huggun fyrir þá sem bera gengi
krónunar fremur fyrir brjósti en
íslendinga að krónan féll minna.
Aðeins um 6 prósent.
||
■ Bvíti víkingurinn
Þeir sem héldu að sagan af
Snorra Sturlusyni gæti ekki end-
urtekið sig urðu fyrir vonbrigðum
á árinu. Gervöll Skandinavía hló
sig máttlausa að íslendingum þeg-
ar Hvíti vfldngurinn var sýndur í
ríkissjónvörpum Norðurlanda.
Sagan var út í hött, söguskoðunin
della, brellumar barnalegar og
dónaskapurinn var ekki einu
sinni kitlandi. Og til að bæta gráu
ofan á svart hafði stór hluti leik-
arastéttarinnar og slatti af íslensku
intellígensíunni gert sig að fi'flum
með því að fara með leiktextann
fyrir framan vélarnar. Eftir þetta
getur hvaða skandinavi sem er
lækkað rostann í íslendingi með
því að fara með eitthvað afþrjú-
hundruð og áttatíu línum Þor-
steins Hannessonar í verkinu;
„Eeembla“, „Eeemb!a“.
^sak Halim Al
Þótt það sé löngu vitað að þjóð-
um sé ekkert hollara fyrir sjálfs-
virðinguna en að fara í stríð er það
bundið
við að þær
vinni
stríðið.
Það hefði
getað gerst
í stríði ís-
lensku
þjóðarinn-
ar og Soff-
íu Hansen
við Tyrki
og Halim
A1 (sem var veskjasali og hét ísak
á Islandi) en gerðist ekki. Akkúrat
um það leyti sem Islendingar vom
komnir að því að smíða sér
knerri, halda til Miklagarðs og
rifja upp fyrir þeim Tyrkjum sem
höfðu gleymt því hverjir Væringj-
ar vom, þá dæmdi einhver tyrk-
neskur dómstóll Halim A1 forræð-
ið yfir börnunum. Og til að bæta
gráu ofan á svart þá mætti þessi
Halim Al á sjónvarpsskjái hér
heima og lét eins og hver annar
fráskilinn, tveggja barna faðir í
Breiðholtinu. Hann var ekki með
vefjarhött og enn síður með bjúg-
sverð. Þegar viðtölum við Saddam
Hussein var sjónvarpað um
heimsbyggðina var þess gætt að
hafa skilyrðin slæm. Því var ekki
til að dreifa hjá Halim Al. Hann
var alltof venjulegur til að hægt
væri að hata hann yfir þvera Evr-
ópu.
Það voru ekki bara jarðarfarir
Sambandsins, Sólarflugs og
Skandia sem einkenndu árið held-
ur varð hugtakið jarðarfarir að
sjálfstæðri hörmung. Upp komst
að hin lúthersk-evangelíska Þjóð-
kirkja hafði brotið öll lögmál við-
skiptasiðferðis í hvert sinn sem
hún holaði einhverjum ofan 1
jörðina. Davíð Ósvaldsson, hinn
frjálsi útfararstjóri, opnaði auga
Verslunarráðs, verðlagsstofnunar
og sjálfs dómsmálaráðuneytisins
fyrir svínaríinu. Til að knésetja
hinar ffjálsu útfarir hafði kirkjan
niðurgreitt líkkistur með pening-
um sem áttu að renna til stöðu-
mælagjalda í kirkjugörðunum.
Þetta mál sannaði að slæmt við-
skiptasiðferði fslendinga nær
bæði til hárra og lágra, lærðra og
leikra og út fyrir gröf og dauða.
Í^^Þ-ress
Aföllumþeim
grundvallaratrið-
um sem tekist var
á um á árinu
stendur deilan um
Menningarsjóð
uppúr — eða deil-
an um Helgu
Kress. Sú deilar
kristallar helstu átakapunkta
vorra tíma. Til dæmis: Hver át
þær 45 snittur sem greinilega
mátti sjá á myndum af fimm mín-
útna fundi stjórnar Menningar-
sjóðs? Er vantraust á formann
stjórnar Menningarsjóðs það
sama og vantraust á formann
stjómar Menningarsjóðs? Er
mögulegt að sömu reglur eigi að
gilda um þá sem hafa réttar skoð-
anir og þá sem hafa vitlausar
skoðanir eða jafnvel þá sem hafa
engar skoðanir en Jflýða bara
skoðunum einhverra manna útí
bæ? En þrátt fyrir að Menningar-
sjóðs/Helgu Kress-deilan hafi af-
hjúpað þennan vanda þá stendur
hún uppúr í hörmungarsögu
þessa árs fyrir að þá staðreynd að
fi'flin hafa tekið yfir félögin. Það
má merkja af deilum í dúfnarækt-
arfélaginu, félagi atvinnulausra,
félagi áhugafólks um gjaldþrot,
Frflurkjusöfnuðinum og síðan í
Menningarsjóði. Venjulegt fólk
lætur ekki lengur sjá sig í nokkru
félagi, ekki einu sinni þeim sem
tengjast menningunni, tungunni
og landinu.
Lundúnarbúar afhjúpuðu á ár-
inu hversu grunnir Islendingar
eru í menningarmálum. í tilefni af
fjölskrúðugri listahátíð Jakobs Frí-
manns Magnússonar í heims-
borginni fór utan fn'ður flokkur
íslenskra listamanna ásamt til-
heyrandi fylgdarliði starfsmanna
ráðuneyta og rfldsstofhanna.
Meðal annars var farið utan með
verðlaunað leikrit Hrafnhildar
Hagalín, Ég er meistarinn. Hér
heima höfðu gagnrýnendur
hampað því; loksins höfðu íslend-
ingar tekið upp á því að semja
leikrit sem boðleg væru á heims-
markaði. Enskir gagnrýnendur
voru ekki á sama máli. Þeim
fannst verkið frámunalega púka-
legt. Aðeins þeir elstu mundu eftir
einhverju ámóta gamaldags. Og
um leið og þetta var dómur yfir
verkinu var þetta jafnframt dóm-
ur yfir íslensku leikhúsi, íslensk-
um leikurum, íslenskum gagnrýn-
endum, íslenskum dómnefndar-
mönnum, íslenskum áhorfendum
og íslensku þjóðinni eins og hún
lagði sig.
Árið 1992 var slæmt ár fyrir
mannréttindi á íslandi. Ekki
vegna þess að þau hafi verið brot-
in á almenningi í meira mæli en
áður. Það var allt við það sama.
Það sem var vont við mannrétt-
indin var að útlendingar komust
að því að íslendingum er ekki sér-
lega annt um þessi réttindi og í
raun er þeim ekki heldur sérstak-