Pressan - 30.12.1992, Page 27
MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 30. DESEMBER 1992
27
lega tamt að hugsa um þau. Og
það á jafnt við um dómarana í
Hæstarétti sem og Gunnu á bláa
kjólnum. Og það vita allir Pinoc-
hettar og Pol Pottar þessa heims
að mannréttindabrot eru ekki svo
slæm ef enginn fféttir af þeim.
Þótt þeir sem brotið er á muldri
og jafnvel æpi er það ekki svo
slæmt. Þjóðir missa ekki móðinn
við það. Hins vegar er verra mál ef
aðrar þjóðir fara að fá áhuga á
mannréttindabrotum á íslandi. Þá
fara fulltrúar þeirra að spyrja ís-
lenska erindreka á alþjóðíegum
ráðsteínum um ástandið heima og
gefa jafnvel í skyn að ekki sé allt
með felldu heirna á Fróni. Það er
óþolandi oggetur jafnvel skemmt
fyrir meðaltilfinningasömum
manni allra bestu kokteilboð.
N eðanbeltishögg
Þeir sem eiga bágt á íslandi
hafa mátt þola ýmislegt af íslensk-
um stjórnvöldum á undanförnum
árum og þá sérstaklega frá Sig-
hvati Björgvinssyni heilbrigðis-
ráðherra. Þann titil ber hann sjálf-
sagt vegna þess að hann gætir ein-
ungis hags þeirra sem eru full-
komlega heilbrigðir, kenna sér
aldrei meins og þurfa því aldrei
neina aðstoð. Hann tekur titil sinn
jafnalvarlega og landbúnaðarráð-
herra, sem gætir hagsmuna land-
búnaðarins á kostnað neytenda.
En Sighvatur fór fram úr sjálfum
sér á haustmánuðum. Oft hafði
hann slegið þá sem minna rnega
sín undir beltis stað en aldrei í eins
bókstaflegri merkingu og þá.
Hann tilkynnti að hann hyggðist
hækka meðlög þeirra manna sem
í sakleysi sínu höfðu g'amnað sér
um sveitir landsins með þeim af-
leiðingum að úr urðu börn. Þetta
vekur spurningar um vernd borg-
aranna gagnvart óréttmætum
ákvörðunum stjórnvalda: Hvaða
rétt hafa stjórnvöld til að krefja
þann mann um 10.300 krónur í
meðlag sem gat bam þegar með-
lagið var rétt rúmar 5.000 krónur?
Eiga borgararnir ekki rétt á að get-
að metið afleiðingar gerða sinna
út ffá réttum forsendum og tekið
ákvarðanir út ffá því? Er ekki
hugsanlegt að Jón hefði ekki þýðst
Gunnu ef hann hefði vitað hvað
það kynni að kosta?
o
Florida er ekki lengur aðeins
sumarlevfisparadís Islendinga.
Ekki eftir að bisnessmennirnir
tveir reyndu að taka yfir 10 pró-
sent af hormónalyfjamarkaði
Bandaríkjanna og enduðu í ríkis-
fangelsinu í Orlando. Þar geta þeir
sjálfsagt gætt sér á íslenskum fiski
í mötuneytinu, því Icelandic Wat-
ers og Icelandic Seafood eiga sam-
anlagt 10 prósent af fangelsis-
mötuneytismarkaðinum vestra.
ersónuafsláttur
Undir lok ársins kom það reið-
arslag yfir þjóðina að hún fengi
minni afslátt en áður fýrir það að
búa hér og borga skatta. Það er
hægt að sætta sig við að fá minni
afslátt fyrir börnin sín, fýrir að
vera einstæður, fyrir að vera að
ANNÁLL 1992
bygsa°gfyrir
að vera í skóla.
Allt er þetta
bundið þeim að-
stæðum sem
maður hefur
sjálfur kosið. En
persónuafslátt-
inn fær maður
bara fyrir að
veratil. Ogþað
er hrein lítil-
lækkun gagn-
vart einstak-
lingnum að
kroppaíhann.
Skilaboðin em
skýr. Stjórnvöld eru ekki að segja
að þau vilji ekki styðja þennan
hópinn eða hinn. Þau em einfald-
lega að skella því framan í hvern
íslending fyrir sig að þau telji
hann ekki meira virði.
Það var ekki einleikið með nátt-
úruauðlindimar á árinu. Þorskur-
inn og hinir flskarnir sögðu bless.
Og það var ekki nóg með að þeir
yfirgæfu Islendinga heldur flykkt-
ust þeir í Barentshafið þar sem
þeir láta miklu ómerkilegri þjóðir
veiða sig. En þetta var ekki nóg.
Það kom í ljós á árinu að stóriðju-
höldar heimsins hafa álíka mikinn
áhuga á íslensku rafmagni og
þorskurinn á íslenskum sjómönn-
um. Ogþar sem Jóhannes Nordal
og félagar höfðu talið sér trú um
að rafmagnið væri máttarstoð
undir ffamtíðarhagsæld á Islandi
sitja fslendingar eftir með Blöndu
og allt rafmagnið sem hún fram-
leiðir. Og þar sem enginn útlend-
ingur hefur áhuga á því rafmagni
ffekar en öðru íslensku rafmagni
verða Islendingar likast til að nota
það sjálfir. Eina leiðin til að koma
því í lóg er að hvert mannsbarn
risti sér að lágmarki átján brauð-
sneiðar á dag og noti bakarofhinn
til þess. En eftir stendur að útlend-
ingar hafa fussað við rafmagninu
okkar. Og það er álíka sárt og að fá
hauskúpu ffá gagnrýnanda fyrir
skáldsöguna sem maður hélt að
væri fjandi góð.
r
^ Jíim\
ambandið
Sambandið dó á árinu. I sjálfu
sér var það engum harmdauði.
^ Það er hins veg-
ar ansi erfitt að
sætta sig við að
eina íslenska
fyrirtækið sem
þjóðin hélt að
væri það stórt
að það sæist í
útlöndum,
skyldi hverfa á einni nóttu. Einu
sinni var Sambandið kallað risi í
íslensku viðskiptalífi. Og ef risam-
ir falla fyrir minnsta gusti, hvað þá
með dverganna? Mun íslending-
um nokkurn tímann aftur takast
að byggja upp fyrirtæki sem er svo
stórt að það þarf að halda tveggja
daga aðalfundi með mat og fylleríi
um nóttina á milli? Mun maður
aldrei fá annað en vínarbrauð og
kaffidreitil á aðalfundum héðan í
ffá, alveg sama hvað maður kaup-
ir mikið af hlutabréfum? Þetta eru
spurningarnar sem dauði Sam-
bandsins skilur eftir.
T
■ álbeita
Árið 1992 var árið sem mörkin
milli góðu og vondu gæjanna
urðu óljósari. Fram að þessu hafði
það legið nokkuð ljóst fyrir.
Vondu gæjarnir voru vondir og
góðu gæjarnir góðir. En eftir tál-
beitumálið veit enginn lengur
hver er góður og hver er vondur.
Það kom í ljós að löggan hafði
gabbað glæpamanninn til að
fremja glæpinn. Hún hafði elt
hann á ofsahraða þar til hann varð
öðrum að Ijörtjóni. Hún hafði átt
viðskipti við I meira lagi vafasam-
an pappír (dæmdan fíkniefnasala
og nauðgara) og það var engu lík-
ara en sá hefði meira og minna
stjórnað öllum aðgerðum lögg-
unnar. Og svo kom í ljós að löggan
sniffaði sjálf kókaín. Ekki vegna
þess að það væri nauðsynlegt við
rannsókn málsins eða dómsnið-
urstöður, heldur bara til þess að
vita hversu góða vímu það gæfi. Ef
þetta lið eru góðu gæjarnir hvern
fjandann þurfa þá hinir að gera af
sér til að vera vondir?
Jtanferðir
Árið 1992 hófst með því að far-
þegar Ferðaskrifstofunnar Verald-
ar voru strandaglópar á Kanarí-
eyjum. Um mitt árið komust far-
þegar Ferðaskrifstofunnar Sólar-
flugs síðan ekki lengra en að !ok-
uðum dyrum á Vesturgötunni.
Þannig urðu utanferðir að hörm-
ungum á árinu 1992. Þær einu
sem gengu upp voru föðurlands-
svikaferðir þeirra sem keyptu inn
fyrir jólin í Newcastle eða Dublin.
Og síðan náttúrulega utanferðir
Jóns Baldvins Hannibalssonar og
þeirra í Flugmálastofnun. En á
sama hátt og innkaupaferðirnar
eru að sliga íslenska kaupmenn
eru ferðir Jóns og Flugmálastofh-
unar að sliga skattborgarana.
Þannig að meira að segja vellukk-
uðu ferðirnar voru ekki algóðar.
Verðbréf féllu á árinu. Og ekki
bara hvert fyrir sig heldur féllu
verðbréfm sem hugmynd í áliti á
árinu. Svíarnir í Skandia — og
kannski einkum íslenski drengur-
inn þeirra, hann Gísli örn —
sönnuðu að Ávöxtunarmálið var
síður en svo einkaflipp Ármanns
og Péturs. Menn þurfa ekki að
hafa gengið í London School of
Economics til að skrá verðbréfm
sín vitlaust. Ármanni skeikaði um
rétt tæp 100 prósent eða svo en
Svíunum og Gísla um ein 20 til 25
prósent. Sá sem hélt að hann ætti
100 þúsund kall hjá þeim í vor átti
ekki nema um 80 þúsund kall í
haust. Og til að strá salti í sárið var
þessum manni sagt að lækkunin
væri svona mikil til þess eins að
það mætti hækka bréfin meira
seinna. Árið leið áður en bólaði á
þeirri hækkun. Þessi leikur allur
fékk þá hugmynd til að skjóta rót-
um í þjóðarsálinni að ef til vill
væru Islendingar komnir það stutt
á þróunarbrautinni að þeim væri
fyrirmunað að stunda alntennileg
viðskipti — allavega þau sem eru
tilkomin eft ir myndun borgar-
samfélaga.
iljinn
Dauði Þjóðviljans sannaði að
það fyrirkomulag sem íslendingar
höfðu unað glaðir við á undan-
förnum áratugum gekk ekki leng-
ur. Þjóðin stóð einfaldlega ekki
lengur undir kvótaskiptum stjórn-
málaflokkanna á skattfé almenn-
ings og almenningur sjálfur gat
bara ekki neitað sér um öll lífsins
gæði til þess eins að halda uppi af-
urðum flokkanna. Hann vildi
frekar leigja sér vídeó með Arnold
Schwartzenegger en vera áskrif-
andi að Þjóðviljanum með Árna
Bergmann. Og þessi vatnaskii eru
hvorki alvond né algóð. Ekki frek-
ar en hrun Berlínarmúrsins —
sem er hið þýska tákn kommún-
ismans á sama hátt og Þjóðviljinn
er hið íslenska. Múrinn var ekki
fyrr hruninn en menn í austurhér-
uðum Þýskalands tóku að sakna
hans og þess sem hann stóð fyrir.
Og það sama gerðist hér heima.
Harðasti kjarni harðlínumanna í
Alþýðubandalaginu tók undir lok
ársins að gefa út nýtt vikublað, að
því er virtist af einskærum sökn-
uði.
vintýri
öll ævintýri á íslandi enda illa.
Þannig fór með fiskeldisævintýrið
og loðdýraævintýrið. Og ef ein-
hver man eftir NT (afsprengi Tím-
ans sáluga og enn núlifandi) þá
fékk útgáfa þess nafnið NT-ævin-
týrið eftir að hún fór á hausinn.
Óg jafnvel þeir sem ætla að græða
á því að skrifa um ævintýrin sem
fóru illa tapa líka, eins og sannast
hefur á Halldóri Halldórssyni.
Hann fór iila á því að skrifa um
Hafskips- ævintýrið og fiskeldis-
ævintýrið. Ævintýri sem upp
komu á árinu 1992 og bera feigð-
ina í sér eru: Louis-ævintýrið,
vatnsútflutningsævintýrið, sæ-
strengsævintýrið, ffíiðnaðarævin-
týrið á Suðurnesjum.
Eins og öll
önnur ár er öl-
ið hörmung á
þessu ári. Sér-
taklega rétt
undir lok árs-
ins. Það hefúr
sannast mörg síðustu ár að þá er
mönnum gjarnt að stíga á stokk á
sverja eiða um bætta hegðun. Eiða
sem þeir án undantekninga svíkja
um leið og rennur af þeim á nýju
ári. Þessi heitrof geta af sér sam-
viskubit sem er undirrót margra
þeirra hörmunga sem setja munu
svip sinn á árið 1993.
T(SKA
UÓSMYNDIR:
BJÖRN BLÖNDAL