Pressan - 25.02.1993, Side 25
FIMMTUDAGUR PRBSSAN 25. FEBRÚAR 1993
25
LEIKHÚS MYNDLIST KLASSÍK
Fólk er farið að gera auknar kröfur og nú er mun meiri verðmunur á betri verkum og þeim sem lakari eru.
MYNDLIST GEGN-
UMGANGANDI OF
HÁTT VERÐLÖGÐ
Segir Guðmundur Axelsson í Klausturhólum. Myndir sem málarar selja á
200 þúsund krónur á sýningum geta farið á 20 þúsund krónur á uppboði.
Góð stemmning
SARDASFURSTYNJAN
EFTIR EMMERICH KÁLMÁN
LEIKSTJÓRI: KJARTAN RAGNARS-
SON
•••••••••••••••••••••
Óperettan Sardasfurst-
ynjan eftir Emmerich
Kálmán er létt og mein-
laust verk um söngkonu sem er
ástfangin af furstasyni og fær
(eins og við er að búast) að giftast
honum þó að faðir hans sé á móti
því. Óperettan var frumflutt árið
1915 í Vín og hefur síðan verið
vinsæl bæði í Evrópu og í Banda-
ríkjunum. Hún var fyrst sýnd á Is-
landi 1964 og sáu hana þá 17.000
manns. Samkvæmt leikskránni er
Sardasfurstynjan tuttugasta og
fjórða verkefhi fslensku óperunn-
ar.
Sardasfurstynjan er einskonar
sambland af söngleik og farsa þar
sem tal, dans og söngur eru nán-
ast jafnmikilvæg atriði og keppa
sín á milli um athygli áhorfand-
ans. Menn geta því farið út af sýn-
ingunni léttari í skapi en þeir fóru
inn, ef þeim á annað borð dettur í
hug að fara á slíka sýningu.
Þar sem það er Islenka óperan
sjálf sem stendur fyrir sýning-
unni, en ekki eitthvert leikhús úti í
bæ, eru greinilega gerðar meiri
kröfur til tónlistar og söngs en
leiklistar. Kjartan Ragnarsson ger-
ir sitt besta til að setja upp hressa
sýningu, en jafhvel Kjartan getur
lítið gert við söngvara sem finnst
leiklist aðeins vera uppfyllingar-
efni. Það sama má segja um
söngvara sem kunna ekki að
dansa. Auður Bjarnadóttir náði
svipuðum árangri og Kjartan og
þá aðallega með því að stilla Ag-
nesi Kristjónsdóttur upp í ýmsum
stellingum sem lokapunkti í dans-
atriðunum, sem voru hressileg en
ekkert umfram það. Flestum stóð
þó alveg á sama um hversu vel eða
illa söngvararnir léku eða döns-
uðu vegna þess hve stemmningin
var góð.
Sieglinde Kahmann stal sen-
unni af aðalsöngvurunum í lokin
og fékk meira að segja marga
áhorfendur til að klappa með og
syngja. Flestir söngvararnir voru í
góðu formi, en að mínu mati skar
Jóhanna Linnet sig úr með
skemmtilegri túlkun á Stasi.
Góð skemmtun meðan á henni
stendur og ágæt tilraun til að
skemmta fleirum en þeim sem
þegar eru fastagestir Islensku
óperunnar.
Martin Regal
Eins og greint var ffá í PRESS-
UNNI í síðustu viku hefur verð á
meðalmyndverkum gömlu meist-
aranna fallið um um það bil þijá-
tíu af hundraði undanfarin ár.
Samkvæmt heimildum blaðsins
reyna málverkaeigendur hins veg-
Knútur Bruun, lögfræðingur og
listaverkasali, sem nú lætur af
rekstri Listmunahússins.
„Verðlækkunin er afleiðing
samdráttar í sölu málverka, sem
aftur skapast af bágu efnahags-
ástandi og niðurskurði kostnað-
arliða á heimilum, stofnunum
og hjá fyrirtækjum."
ar að halda uppi hærra verði en
markaðurinn gefur tilefni til,
meðal annars með því að fylgjast
grannt með ffamgangi uppboðs-
mála og kaupa eigin verk telji þeir
hamarsverðið of lágt. Uppboð
ganga þarafleiðandi nokkuð stirð-
lega fyrir sig og nú reynist erfitt að
finna kaupendur að meðalverkum
eftir Kjarval, Blöndal og Scheving,
svo dæmi séu nefnd, verk sem fyr-
ir fáeinum árum var hægt að selja
fyrir góðan pening.
„Uppboðsverð segir ekki alla
söguna um verðlag, en verð
myndverka fer eftir því hverjir
koma hverju sinni,“ segir Guð-
mundur Axelsson, listaverka-
höndlari í Klausturhólum. „Fólk
er farið að gera auknar kröfur og
nú er mun meiri verðmunur á
betri verkum og þeim sem lakari
eru.“ Hann segir mun minna að
gera í galleríunum en verið hefur
og telur yngri listamenn selja verk
sín allt of dýrt. „Verðið er gegn-
umgangandi of hátt. Tolli selur til
að mynda verk á 180-200 þúsund
krónur sem fara á 20-30 þúsund
krónur á uppboði. Hringur Jó-
hannesson seldi verk á 150-200
þúsund krónur sem síðar var sett í
endursölu í einu galleríanna og fór
þá á 30 þúsund. Fjöldinn allur af
fólki hefur litla þekkingu á mynd-
list og kaupir á því verði sem sett
er upp.“
Hlutfallsleg verðlækkun er þó
misjöfn og halda hæst metnu
myndverkin verðgildi sínu. Álitið
er að verðlækkunina megi að
nokkru rekja til samdráttar í þjóð-
félaginu og lögmáls framboðs og
eftirspumar, en að margra mati er
skýringa einnig að leita í breyttum
venjum nýrrar kynslóðar; smekk-
ur hafi breyst og fjárfestingarleiðir
séu aðrar. „Hér hefur gætt allveru-
legrar verðlækkunar, en í Dan-
mörku hefur 35-40 prósenta sam-
dráttur mælst í gegnum svokallað
fylgiréttargjald, sem sett hefur ver-
ið á listaverk í endursölu og er til
þess gert að myndlistarmaðurinn
njóti góðs af mögulegri hækkun
verka hans. Þetta batterí mælir
veltu í myndlist nokkuð vel,“ segir
Knútur Bruun, lögfræðingur og
listaverkasali, sem nú lætur af
rekstri Listmunahússins. Verð-
lækkunina segir Knútur afleiðingu
samdráttar í sölu málverka, sem
aftur skapist af bágu efnahags-
ástandi og niðurskurði kostnaðar-
liða á heimilum, stofnunum og
hjá fyrirtækjum. „Það sem meira
máli skiptir en verðlækkun á
meðalverkum eldri meistara er
samdráttur í sölu nútímalista-
verka. Það er ekki síst þess vegna
sem galleríin eiga erfitt með að
starfa.“
„Kjartan Ragnarsson gerir sitt besta til að
setja upp hressa sýningu, enjafnvel Kjart-
an getur lítið gert við söngvara semfinnst
leiklist aðeins vera uppfyllingarefni. “
Óöruggt og máttleysislegt
NÚLLIÐ 0,0")
RITSTJÓRI: SJÓN
MÁLOG MENNING
★
„í ritinu verður stundum vart ótrúlegs hugmyndaleysis. Dæmi um
það er að birta Ijóð Matthíasar Jochumssonar Minni kvenna og
láta fylgja þvi myndaseríu af snotrum stúlkum misléttklæddum.
Það hefði verið ólíkt tiiþrifameira ef Sjón hefði valið vinkonur sín-
ar úr skáldastétt (Lindu Vilhjálms, Steinunni Sig, Vilborgu Dag-
bjarts og Vigdísi Gríms) og klætt þær híalíni og blúndum. Þá hefði
maður sperrt augun í stað þess að horfa í áhugaleysi," segir
Kolbrún Bergþórsdóttir meðal annars í gagnrýni sinni á Núllið.
Núllið er nýtt tískutíma-
rit sem fjaila á um allt
„frá hárgreiðslu niður í
bókmenntir", eins og ritstjórinn
orðar það í ritstjórnargrein. I nið-
urlagi greinarinnar ber hann
ffam þá frómu ósk að ritið verði
ekki „núllað“ í fyrstu lotu. Það er
íslensk drengskaparhefð fyrir því
að hlífa mönnum biðji þeir sér
griða og henni verður framfylgt
hér — í meginatriðum. Hinu er
ekki að leyna að miðað við átján
mánaða meðgöngu tímaritsins
hefði maður búist við tilþrifa-
meira riti. Það er eitthvert óör-
yggi sem einkennir þetta fyrsta
rit, af svipaðri gerð, ímynda ég
mér, og þegar nýfæddur kálfur er
að taka fýrstu sporin, fmnur ekki
fótfestu en sparkar ffá sér í allar
áttir og heldur að þannig komist
hann eitthvað áleiðis. Þetta fyrsta
hefti einkennist af slíkri sprikl-
kenndri tilraunastarfsemi og með
eðlilegri þróun ætti næstu spor að
verða markvissari.
Af fyrsta heffi má ætla að tíma-
ritið muni ekki höfða til allra ald-
urshópa, það virðist eiga að höfða
til yngri kynslóðarinnar. Efnið er
misgott. Smásagan Saga úr
Reykjavík eftir Ingólf Júlíusson er
hrein flatneskja út í gegn. Hún er
það vond að ætla mætti að hún
hefði verið gripin af handahófi úr
bunka þess efnis sem ritstjóri
Tímarits Máls og menningar hef-
ur hafnað.
f ritinu verður stundum vart
ótrúlegs hugmyndaleysis. Dæmi
um það er að birta ljóð Matthías-
ar Jochumssonar Minni kvenna
og láta fylgja því myndaseríu af
snotrum stúlkum misléttklædd-
um. Það hefði verið ólíkt tilþrifa-
meira ef Sjón hefði valið vinkon-
ur sínar úr skáldastétt (Lindu Vil-
hjálms, Steinunni Sig, Vilborgu
Dagbjarts og Vigdísi Gríms) og
klætt þær híalíni og blúndum. Þá
hefði maður sperrt augun í stað
þess að horfa í áhugaleysi.
Einstaka greinar hefðu mátt
vera ögn ítarlegri. Umfjöllun um
bollasýnir Valdimars Bjarnfreðs-
sonar hefði verið snöggtum at-
hyglisverðari ef útskýringum
hans hefði fylgt mynd af viðkom-
andi verki. Eins og greinin er sett
upp er erfitt að fylgja henni.
Guðmundur Andri Thorsson á
fimm hugleiðingar um nefbrot
sem eru skemmtilega unnar með
góðum myndum Stefáns Karls-
sonar. Þama er einnig gott dæmi
þess þegar vel tekst að fella mynd
að texta (eða öfugt). Texti Guð-
mundar Andra er fullur af músík
og það er ekki betra lesefni í tíma-
ritinu. En yfirleitt má segja um
þetta tímarit að myndefnið taki
textagerðinni fram.
í tímaritinu er mikið lagt í
óvenjulega uppsetningu texta
eins og best sést á viðtali við
Björk Guðmundsdóttur og grein
eftir Jón Óskar Sólnes, Ffknin fá-
nýta og raunheimar. I báðum til-
vikum virðist sem þetta sé gert til
að fela rýrt innihald.
Ég veit ekki hversu jákvætt það
er þegar maður er farinn að
skoða auglýsingar tímarits af
svipuðum áhuga og efni þess. En
það gerðist hér.
Það er þarff framtak að koma
tískuriti á markað og það er ekki
einkennilegt að fyrstu sporin ein-
kennist af óöryggi og sjálfsagt er
að sýna umburðarlyndi í fyrstu
lotu. En það verður ekki horft
ffamhjá því að þetta fyrsta hefti er
ofur máttleysisiegt og eigi næsta
tímarit ekki að verða „núllað“ í
framtíðinni þarf það að vera til-
þrifameira.
Kolbrún Bergþórsdóttir
MYNDLIST
• Helena Gutt-
ormsdóttir opnar
málverkasýningu í
Galleríi Úmbru í dag, fimmtu-
dag.
• Björgvin Björgvinsson
opnar málverkasýningu í
Portinu, Hafnarfirði, á laugar-
dag. Opið alla daga nema
þriðjudaga kl. 14-18.
9 Sigríður Hrafnkelsdóttir
hefur opnað sýningu á verk-.
um sínum í neðri sölum Ný-
listasafnsins. Verkin eru þrívíð,
unnin með blandaðri tækni.
Opið daglega kl. 14-18.
% Kristrún Gunnarsdóttir
sýnir verk sín, stækkaða
rammaða úr sértilgerðu
myndbandi, á efri hæðum
Nýlistasafnsins. Opið daglega
kl. 14-18.
9 Ásta Ólafsdóttir sýnir þrí-
víð verk, lágmyndir og inn-
setningar í Gerðubergi. Opið
mánudaga tilfimmtudaga kl.
10-22 ogföstudaga oglaugar-
daga kl. 13-16.
9 Guðjón Ketilsson sýnir
höggmyndir unnar í tré í gall-
erí Sólon íslandus. Opið á
sama tíma ogkaffihúsið.
9 Inga Elín Kristinsdóttir
sýnir margbreytileg glerlista-
verk í Galleríi Sævars Karls.
Opið á verslunartima.
• Kolbrún Kjarval sýnir leir-
listaverk unnin úr jarð- og
steinleir í Stöðlakoti. Lýkur á
sunnudag. Opið alla daga kl.
13-18.
9 Ásgeir Lárusson sýnir tíu
myndir unnar með gvasslit-
um í Galleríi G15. Opið virka
daga kl. 12-18 oglaugardaga
kl. 11-14.
9 Hreinn Friðfinnsson. Yfir-
litssýning á verkum hans í
Listasafni (slands. Sýningin er
samstarfsverkefni safnsins og
ICA, nýrrar sýningarstofnunar
í Amsterdam sem helguð er
nútímalist. Opið alla daga
nema mdnudaga kl. 12-18.
9 Ásgrímur Jónsson. Skóla-
sýning stendur nú yfir i Ás-
grímssafni þar sem sýndar
eru myndir eftir Ásgrím Jóns-
son úr íslenskum þjóðsögum.
Opið um helgarkl. 13.30-16.
9 Ásmundur Sveinsson. (
Ásmundarsafni stenduryfir
sýningin Bókmenntirnar í iist
Ásmundar Sveinssonar. Opið
alla daga kl. 10-16.
9 Samúel Jóhannsson frá
Akureyri sýnir málverk og
teikningar í Listhúsinu í Laug-
ardal. Opið alla daga kl.
10-18, nema sunnudaga kl.
14-18.
• Tíu norrænir listamenn
eiga verk á farandsýningunni
„Hvað náttúran gefur" á Kjar-
valsstöðum. Opið daglega kl.
10-18.
•Stefán Hörður Grímsson
sýnir Ijóð á Kjarvalsstöðum.
Nokkur Ijóða hans hafa verð
stækkuð og hengd upp,
þannig að gestir geti lesið
þau á nýjan og óvæntan hátt.
Opið daglega kl. 10-18.
9 Guðrún Einarsdóttir sýn-
ir málverk í austursal Kjarvals-
staða. Opið daglega kl. 10-18.
9 Kristinn G. Harðarson
sýnir 20 vinnuteikningar af
myndlistarverkum á Mokka.
Lýkur á sunnudag. Opið á
sama tíma og kaffihúsið.
SÝNINGAR
09 Kaj Franck. Sýn-
ing á listiðnaði eftir
hönnuðinn finnska i
Norræna húsinu. Þar gefur að
líta glervörur, borðbúnað,
skrautmuni og ýmsa nytja-
hluti. Lýkur á sunnudag. Opið
daglega kl. 14-19.