Pressan - 25.02.1993, Page 30

Pressan - 25.02.1993, Page 30
30 FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. FEBRÚAR 1993 Verðlaunagetraun PRESSUNNAR Eftirfarandi er bréf sem forstöðumað- ur ríkisstofriunar sendi nýlega starfs- fólki sínu. PRESSUNNI finnst alltof sjaldgæff að ríkisforstjórar beiti svo kjarnyrtu orðalagi og skýrri hugsun og býður því lesendum sínum upp á get- raun. Spurt er: Hver er þessi ríkisfor- stjóri? Aukaverðlaun verða veitt fyrir líkleg- ustu svörin við þessum áleitnu spurn- ingum: ljHvaðeri.iai .rinnaðfara? 2) Hvað þýðir „Þversögnin er kvalafull. En jafnframt er hún svo ávirk, að hún leiðir fram líf án enda.“? 3) Hvað á að gera við ríkisforstjóra sem kemst að þessari niðurstöðu um fyrirtæki sitt: „Lausnina finn- um við aldrei. Stefnan er og verður óráðin.“? Fyrstu verðlaun eru ársáskrift að PRESSUNNI. Aukaverðlaun eru veg- legarbókagjafir. Valkostir og þversögn Nýlega áttum við [... ] innanstokks- rökræðu um fjárhagsáætlun ársins 1993. Margt bar á góma. Sumt var auð- leyst, annað torleyst og enn annað óleys- anlegt að því er virtist. I Þess konar viðfangsefni eru jafnan skemmtileg til heilabrota. Auðleyst og torleyst vandkvæði búa yf- ir valkostum og gefa tilefni til stefnu- mörkunar. Þar eru á ferðinni andstæð- ur, sem unnt er að velja á milli: Einn kostur er tekinn, en öðrum hafnað, og röklegur vandi er þar með úr sögunni. Stefnan er ráðin og auðvelt að halda áfram ferðinni hiklaust. öllum léttir við svo búið. Til eru annars konar andstæður, sem af einhverjum orsökum er ekki hægt að sætta né gera upp á milli. Þær stangast á. Hvorugu úrræðinu er hægt að hafna. Bæði fela í sér skilmálalausa kröfu og ótvírætt tilboð, sem enginn fær undan vikizt. Þess konar andstæður fá mönnum ekki nokkra valkosti í hendur. Þær fela í sér þversögn, sem eigi er gerlegt að leysa röklega. Enga auðráðna leið er að finna út úr ógöngunum. Ferðafólkið rekur í stanz. Stefnuleysi blasir við, og það liggur illa á öllum. II Þversögn er afar róttækur veru- leiki. Tæpast er hægt að tala um „meiri eða minni“ þversögn. Þversögn verður hvorki vegin né mæld. Annaðhvort er um að ræða þversögn ellegar ekki. Ljóst er, að ekki er unnt að ieysa úr þversögn með því að velja annan kostinn og hafna hinum. Þá væri engin þversögn á ferð. Þversögnin gefur engan kost á vali eða stefnumörkun. Hún lætur manninn einan eftir andspænis röklegri ráðgátu. „Þversögnin er ástríða hugsunar- innar“. Svo mælti ffægur maður forðum. Hann hafði á réttu að standa: Þversögnin lætur hugsunina ekki óáreitta. Þversögnin stríðir án afláts á hugsunina. Þversögnin ögrar hugsuninni, og hugsunin ræðst til atlögu við þversögnina. Atökum hugs- unar og þversagnar lýkur aldrei, enda væri þá ekki um þversögn að ræða, — né heldur röklega hugsun. Þversögnin er einkar óþægileg. Rökleg hugsun krefst samræmis og sam- kvæmni. Þversögnin dregur röklega hugsun fyrir odd með þeim hætti, að botninn dettur úr rökleiðslunni og menn standa eftir á köldum klaka óviðunandi (jarstæðu. Þess eru dæmi, að áhugamenn um þversagnakennda hugsun séu brenndir á báli. Heilbrigð skynsemi þolir illa slíkt fólk og áreitinn þankagang þess. Þar af leiðandi getur talizt röklegt að brenna fólkið, ef ekki skortir eldivið til fram- kvæmdarinnar. Víkjum nú talinu nær: Lýðveldið ís- land er nothæft dæmi um þversögn: Fæð okkar og fátækt valda því, að sjálfstætt ríki er okkur gjörsamlega ofviða. Hversdagsleg hyggindi kreljast þess að við sjáum okkur farborða með öðrum hætti. Tilfinningar þær sem m.a. eru nefndar þjóðerniskennd, leggjast hins vegar á gagnstæða sveif: Þjóðemiskenndin krefst þess, að við höldum áffam þeirri tilraun sem hófst árið 1944. Þegar dýpst er skyggnzt, eru þessar andstæður ósættanlegar með öllu. Að jafnaði gefum við þeim engan gaum, enda er það affarasælast, ef við viljum halda geðró okkar. En jafnskjótt og við leiðum hugann að andstæðunum, blasir þver- sögnin við. IV Þetta dæmi dregur skemmtilega fram eðli þversagnarinnar: Þversögnin snýst um hjartfólgið efni: Við látum okkur mjög annt um hag okkar, og þess vegna væri eðlilegt, að við leituðum okkur lífsviðurværis með öðrum hætti en þeim að hokra hér af eig- in rammleik á kostarýru útskeri í heims- hafinu. Jafnframt elskum við landið, þjóðina, tunguna, lýðveldið og hvað eins annað þessu skylt. Öndverð elska gerir gagnstæðar kröfur, sem báðar rista dýpra en svo, að þeim verði vís- að á bug. Við sitjum uppi með kröfurnar tvær, fáum ekki valið á milli þeirra né markað eindregna stefnu og búum því í raun og sann- leika við umtalsvert og varanlegt stefhu- leysi. Einu gildir í þessu efhi, hverjir fara með stjórn landsins. f nær hálfa öld hefur þversögnin orðið þeim öllum að fótakefli í einhverjum skilningi. Þversögn íslenska lýðveldisins er um margt afar girnileg til fróðleiks. Við- brögð einstaklinga andspænis þeirri ábyrgð, sem sjálfstæðið leitast við að leggja þeim á herðar, eru þannig einkar áhugaverð. Um þau efni mætti skrifa langan pistil, en hann er ekki á dagskrá hér. V Þversögnin er kvalafifll. En jafnffamt er hún svo ávirk, að hún leiðir fram líf án enda. Þversögnin minnir á tinnuna sem lýstur stálið unz neisti hrýtur í tundrið. Oðara lifnar eldur, sem ber birtu og yl. Þess vegna veldur kvalræði þversagn- arinnar djúpum og gagnstæðum un- aði, sem hvergi er að finna utan vé- banda þversagnarinnar sjálfrar. Þess vegna m.a. líður okkur íslendingum vel þótt auðvelt sé að færa rök fyrir því að líf okkar sé stefnulaus fásinna. VI Þá er komið að tilefni þessara orða: Við viljum reka [...], en við verðum einnig að afla fjár. Þessar staðreyndir tel ég óþarff að flétta saman við aUt hitt, er á undan var ritað. Tengslin liggja vonandi í augum uppi. Svokann að virðast að [...] og fjár- málastefna stangist á. Ef unnt reynist að sætta [...] og fjáröflun, ber að fagna því. Sé hins vegar um ósættanlegar andstæður að ræða, verður við svo búið að una. Við veljum ekki annan kostinn né höfnum hinum. Við beygjum okkur fyrir því sem virðist vera óumflýjanlegt stefnuleysi, — að svo miklu leyti sem það í reynd er óumflýjanlegt. Hins vegar göngum við eftirvæntingar- fuU mót komandi tíma — vitibomar ver- ur — við ljós þeirrar þversagnar, sem er ástríða röldegrar hugsunar, andstyggð hennar og æðsta yndi. Daglega munum við takast á við vand- ann og um vandann. Lausnina finnum við aldrei. Stefhan er og verður óráð- in. Okkur mun fara líkt og Einherjum í ValhöU: Ýmsir faUa á verkum sínum dag- langt en aUir ganga til sætis að kvöldi og tfl nýrra átaka að morgni. En hvernig sem okkur vegnar verður „gaman að lifa“, eins og enn annar spakur maður réttilega sagði af áþekku tÚefni endur fýrir löngu. 16. febrúar 1993 Með vinsamlegum kveðjum, NN. (Þess mágeta til fróðleiks ogskemmtun- ar, aðjyrír tœpum tveim tugum ára var undirritaður „brenndur“ með táknrænum hœtti. Mér varð á að setja fram nokkrar harkalegar þversagnir um trúmál. Þetta til- tœki olli uppnámi á landsvísu. Áhrifamiklir aðilar snerust öndverðir við og linntu ekki fyrr en ég lét af skrifum. Sjálfur hafði ég valdið þeim angri með ögrandi málflutn- ingi. Þar afleiðandi fékk ég makleg mála- gjöld!) Sami Svör sendist PRESSUNNI, Nýbýlavegi 14, 200 Kópavogi, fyrir 5. mars næstkomandi. Hvens vegna á PRESSUNNI ? ÞÚ LEST PRESSUNA MEÐ MORGUNKAFFINU t Þú færð blaðið í bítið á fimmtudagsmorgni, nærð að lesa það áður en þú ferð í vinnuna og ert manna best inni í málum í morgunkaffinu. ÓKEYPIS SMÁAUGLÝSINGAR • Þú færð birtar smáauglýsingar í PRESSUNNI þér að kostnaðarlausu. Þú þarft aðeins að hringja auglýsinguna inn í síma 64 30 80. PRESSAN BÝÐUR ÞÉR í MAT • Nöfn tveggja áskrifenda eru dregin út mánaðarlega og þeim boðið í mat á völdu veitingahúsi ásamt maka. HAPPDRÆTTIÁSKRIFENDA • Nöfo áskrifenda eru sett í pott og dregið úr honum 1. júní og 1. desember. Glæsilegir vinningar eru í boði og verða þeir kynntir síðar. VERÐLAUN FYRIR FRÉTTAHAUKA • Þeir áskrifendur sem hafa bestu ábendingarnar um fréttir verða Áskrifendur • Hringið til okkar og látið okkur vita hvernig við getum bætt þjónustuna. Við hlustum — og hlýðum. ' 700 kr. á mánuði ef greitt er með EUROA/ISA/SAMKORT en Hringið ísíma 64 30 80 eða sendið símbréf64 31 90

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.