Pressan - 04.03.1993, Blaðsíða 7

Pressan - 04.03.1993, Blaðsíða 7
F R ÉTT I R Fimmtudagurinn 4. mars 7 993 PRESSAN 7 i s I s I I \ Háskólanum er sprottin upp sérkennileg deila um meintsvindl í kosningum til Stúdentaráðs í síðustu viku. Greiddi Vöku tvisvar atkvæði „Lyktar af pólitík" segir Einar Páll Tamimi glasi,“ segir hann. „I fyrra þurfti Málavextir eru í stuttu máli þeir að laga- og sagnffæðinem- inn Einar Páll Tamimi greiddi lista Vöku tvisvar atkvæði í kosningunum. Deilan snýst hins vegar um hvort hann var vísvit- andi að svindla, eins og gefið hefur verið í skyn, eða hvort hann gerði þetta í góðri trú og hafði frumkvæði að því að ann- að atkvæðið yrði ógilt. Einar Páll hefur verið skráður í tvær deildir Háskólans, fyrst í lögfræði fyrir nokkrum árum, svo í sögu í eitt ár og loks afbr í lögfræði. Um eittleytið síðasta fimmtudag kaus hann í Árna- garði þar sem hann var á kjör- skrá sem sagnfræðinemi. Seinna atkvæðið greiddi hann í Lög- bergi um þrjúleytið sem laga- nemi, enda líka á kjörskrá þar. Þetta þykir ekki góð latína, ekki einu sinni í lagadeild, ekki síst vegna þess að enginn ætti með réttu að vera á kjörskrá í tveim- ur deildum. „Við lítum þetta mál mjög al- varlegum augum,“ segir Pétur Þ. Óskarsson, formaður Stúd- entaráðs og Röskvumaður, sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Einar Páll segir hins veg- ar málatilbúnaðinn allan lykta af pólitík. „Þetta er stormur í vatns- ég að kjósa í Árnagarði þótt ég væri laganemi og í þetta sinn fór ég þangað fyrst með hliðsjón af þeirri reynslu. Þar var ég á kjör- skrá og kaus þar. Síðar er ég í Lögbergi og er spurður hvort ég ætli ekki að kjósa þar. Ég taldi mig ekki vera á kjörskrá þar, en annað kom í ljós. Ég hef starfað nokkuð við utankjörstaðarat- kvæðagreiðslur og því sló niður í huga mér að ég ætti með réttu að kjósa þarna, en ekki í Árna- garði, enda myndi ég þá ógilda fyrra atkvæðið. Síðar rann upp fyrir mér sá tæknilegi galli að at- kvæði mitt var ekki aðskilið öðr- um í Árnagarði og því vonlaust að ógilda það. Þá hringdi ég strax í formann kjörstjórnar, áð- ur en kjörstöðum var lokað, sagði honum hvað hefði gerst, hverjum ég greiddi atkvæði og að ég vildi leita allra leiða til að þetta yrði leiðrétt. Þetta var að mínu eigin frumkvæði og í kjöl- farið skrifaði ég kjörstjórn bréf, efnislega á sömu leið og samtal mitt við formann hennar. Það var áður en talning hófst og þess vegna útilokað að Vaka gæti unnið á þessu eina atkvæði og þar með var horfinn hvatinn að meintu svindli mínu.“ Aðrir benda á að stuttu eftir að málsatvik urðu ljós kallaði kjörstjórn fulltrúa beggja fylk- inga á sinn fund vegna málsins og eftir það hafi Einar Páll haft samband við kjörstjórn. PÉTUR Þ. ÓSKARSSON Alvarlegt mál. Einar Páll segir hins vegar tímasetningar og „hendingar" í málinu gefa ástæðu til að ætla að Röskvu hafi ekki verið það á móti skapi að hann greiddi at- kvæði tvisvar, hugsanlega til að eiga tilefni til að kæra kosning- arnar síðar. „Það er „set-up“- lykt af málinu,“ segir Einar Páll. „Það er líka hrein mannorðsárás þegar formaður Stúdentaráðs einar PállTamimi Stormurí vatnsglasi. lýsir málinu opinberlega sem „alvarlegu“, þegar hann á að vita staðreyndir þess.“ Sem ungur sjálfstæðismaður sat Einar Páll þing Sambands ungra sjálfstæðismanna haustið 1991, þar sem spruttu upp harð- ar deiíur um lögmæti kjörbréfa þingfulltrúa. Einar Páll gagn- rýndi meint svindl þá harkalega í viðtali við Morgunblaðið. At- kvæðagreiðslan í Háskólanum í síðustu viku varpar óneitanlega nýstárlegu Ijósi á ummæli hans þá: . „Ég tel að í hreyfingu eins og Sambandi ungra sjálfstæðis- manna, sem starfar eftir lýðræð- islegum hefðum og hefur þær að leiðarljósi, sé nauðsynlegt að menn sýni ákveðnu siðgæði virðingu og virði leikreglur lýð- ræðisins sem okkur er ætlað að vinna eftir. Þegar út af því bregður eins og gerðist á þessu þingi þá finnst mér nauðsynlegt að hinir ábyrgu séu látnir svara fyrir það með einhverjum hætti." Háskólaráð hittist á fundi í hádeginu í dag, en ekki var vitað hvort málið yrði tekið fyrir þar. Karl Th. Birgisson Fíkniefnalögreglan lá með niðurstöðurnarítvöár Átti að kaupa kókaín en keypti prókaín PÓSTHÚSIÐ ÍÁRMÚLA Þangað var prókaínið sótt. Tveir ungir menn voru nýlega dæmir í Héraðsdómi Reykjavúc- ur fyrir fíkniefhasmygl sem átti sér stað árið 1990. Niðurstaða málsins verður að teljast bera keim af því að viðkomandi menn séu dálítið seinheppnir. Upphaf málsins má rekja til þess að tveir ungir menn, þeir Sigfus H. Finnbogason og Bjarki Ríkarðsson, ákváðu að panta nokkurt magn af fíkniefnum er- lendis frá. Fengu þeir til þess ungan mann sem gaf sig út fýrir að hafa vit á þeim málum. Létu þeir honum í té 320.000 krónur í bandaríkjadölum og voru pen- ingarnir frá Bjarka komnir. Hélt kaupandinn úr landi 3. maí 1990 og kom aftur til íslands 7. maí. Sagðist hann hafa keypt 800 grömm af kókaíni og póst- sent það hingað til lands. Þremur dögum síðar sótti Bjarki pakkann á pósthúsið í Ármúla 25 í Reykjavík og ók með hann heim til Sigfusar. Var ætlun þeirra að fara með „kóka- ínið“ þaðan út á land og selja. Lögreglan sat hins vegar fyrir þeim í Mosfellsbæ og lagði hald á efnið í fórum þeirra. Þegar til átti að taka reyndist innihald pakkans vera um 200 grömm, sem samkvæmt niðurstöðu Björn Halldórsson yfirmaður fíkniefnalögregl- unnar: Lágu með málið í tvö ár. Rannsóknastofu í lyfjafræði reyndist ekki vera kókaín heldur efnið prókaín. Það er lyf á bann- lista en um er að ræða staðdeyf- andi lyf. Við málflutning kom ffam að sendiboðinn hafði talað um að hann gæti útvegað um eitt kíló af amfetamíni og allt að hálfu kílói af hassi. Niðurstaðan varð hins vegar að kaupa kókaín, en af dómsniðurstöðunni er erfitt að ráða hver beinlínis ákvað það. Erfitt er og að henda reiður á því hvað fór úrskeiðis í inn- kaupaferðinni, en dómarinn, Hjörtur O. Aðalsteinsson hér- aðsdómari, taldi engan vafa leika á því hvað þeir ætluðust fyrir. Fikniefnalögregían lá með niðurstoð- una í tvö á Ákærðu voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald 11. maí 1990 og sátu í gæsluvarðhaldi til 16. maí sama ár. í dómsniðurstöðu seg- ir: „Er ekki annað að sjá en rannsókn málsins hafi lokið þá um sumarið, en ríkissaksóknara eru ekki send rannsóknargögn fyrr en þann 29. maí sl. [1992]. Með bréfi dagsettu þann 28. september sl. til lögreglustjórans í Reykjavík krafðist ríkissak- sóknari frekari rannsóknar málsins og leiddi sú rannsókn til útgáfu fyrri ákæru í máli þessu eins og að ffaman er rakið.“ Og síðar segir dómarinn: „Ofan- greindur dráttur málsins á rann- sóknarstigi hefur ekki verið skýrður." Þegar blaðamaður leitaði eftir skýringum á þessu fengust þau ein svör að aldrei hefðu fengist neinar skýringar! Við dómsniðurstöðu tók dóm- arinn tillit til þessa dráttar þann- ig að þetta er enn eitt málið í langri röð mála þar sem sak- borningar fá afslátt á dómi vegna málsmeðferðar hins opin- bera. Einnig kom til refsilækk- unar að fýrirætlunin leiddi ekki til þess að fíkniefnin bárust til landsins. Þess vegna fékk Sigfiís aðeins fjögurra mánaða fangelsi og Bjarki fimm mánuði skil- orðsbundna. Einnig voru þeir dæmdir til að greiða laun máls- verjanda og saksóknaralaun í ríkissjóð. Sendiboðinn mislukkaði var ekki ákærður í þessu máli, en dvelst nú í fangelsi eigi að síður. Sigurður Már Jónsson JÓN BALDVIN Hannibalsson varð formaður Alþýðuflokksins fyrir rúmum átta árum, þegar flokkurinn hafði verið með alvarlegt harð- lífi í mörg ár. Jón átti að vera laxerolían og virkaði svo vel að flokkurinn hefur ekki þorað svo mikið sem hnerra síðan af ótta við afleiðingarnar. Fyrr en nú, að einhverjir vilja að karl- inn fari úr brúnni vegna afla- leysis. Þá er orðið tímabært að velta upp spurningunni sem kratar hafa hvorki spurt né svarað: hver ætti að taka við? Ætti það að vera Sigurðsson? Maðurinn sem sagðist koma inn í pólitík til að gera en ekki vera, en getur ekki gert upp við sig hvort hann ætlar að vera eða fara? Maður- inn sem bjó til kvótakerfið og Biffeiðaskoðun íslands? Varla. Pólitíkusinn Jón Sigurðsson er nefnilega svolítið eins og koff- ínlaust kaffi: lítur út og jafnvel lyktar eins og ekta, en bragðið og áhrifin valda alltaf von- brigðum. Öfugt við til dæmis Sigurðardóttur. Hún er alvöru- pólitíkus: búin að vera ráð- herra í sex ár, en allir halda að hún sé enn í stjórnarandstöðu. Sem flokkurinn yrði líka ef hún yrði formaður. Þá hyrfu sendi- herrastöðurnar og bitlingarnir — það litla sem Jón Baldvin hefur þó skaffað á þessum ár- um. Það tekur enginn krati séns á því, ekki ffekar en að kjósa Árna Stefánsson, sem er annar hugsanlegur formannskandíd- at að Jóni Baldvini gengnum. Það heldur enginn að Guð- mundur Árni sé í stjórnarand- stöðu í Hafnarfirði, en þeim fjölgar greinilega sem óska þess að hann væri það. Hann jarfþess vegna tíma til að end- urnýja veiðarfærin og það gef- ur Jóni Baldvini gálgafrest. Á meðan grípur flokkurinn um nefið, heldur niðri í sér andan- um og bíður þess að hnerrinn líði hjá.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.