Pressan - 04.03.1993, Blaðsíða 27
STÓRSTI RN I í HAFNARFJÖRÐ
1
Fimmtudagurinn 4. mars 1993
PRESSAN 27
0
i
«
POPP
FIMMTUDAGUR | LAUGARDAGUR |
4. MARS 6. MARS
• Boltarnir eru lausleg þýð-
ing á nafni hljómsveitarinnar
Rolling Stones, enda miklir
aðdáendur þeirra hér á ferð.
Helgi Björns og fáeinir aðrir
Rolling Stones-aðdáendur
flagga tungunni í heila stöng
á Gauk á Stöng í kvöld og
drekka Jack Daniels.
• Reggae on lce er fyrsta ís-
lenska reggae-hljómsveitin
og kom í fyrsta sinn fram á
Plúsnum fyrir skömmu. Hún
endurtekur leikinn á sama
stað í kvöld. Hljómsveitin
þykir vel skapleg, enda for-
sprakki hennar innfæddur
Jamaicabúi með seiðandi
reggaetakt og íslenskan ríkis-
borgararétt.
• Jökulsveitin stígur á svið í
Hressó í kvöld. Félagar henn-
ar eru þeir Ásgeir Ásgeirsson
gítar, Georg Bjarnason bassi,
Finnur Júlíusson Hammond,
Baldvin Sigurðsson tromma
og Margrét Sigurðardóttir
blúsrödd.
• Skytturnar eru hljómsveit
sem kemur saman einu sinni
á ári til þess eins að halda
upp á afmælið sitt á Fógetan-
um. Þeir verða þriggja ára um
helgina, kapparnir, sem sam-
ankomnir eru frá Húsavík, Ak-
ureyri og Reykjavík.
• Tríó Biörns Thoroddsen
leikur á Operudjasshátíðinni í
minningu Guðmundar Ing-
ólfssonar ásamt James Olsen
á Café Romance í kvöld.
FOSTU DAGUR
5. MARS
• SSSól hefur verið í dágóðu
fríi frá Reykjavík að undan-
förnu. Þeir munu heldur bet-
ur bæta úr því á Tveimur vin-
um í kvöld, svo ekki sé meira
sagt.
• Blúsmenn Andreu eru allt
færirtónlistarmenn, ekki síst
Andrea Gylfadóttir sjálf. Þau
tóna á Plúsnum.
• Haraldur Reynisson Fóg-
eti á Trúbadornum.
• Bjössi greifi er nýr trúba-
dor þótt hann sé síður en svo
ókunnugur bransanum, en
hann átti sæti í Greifunum á
meðan þeir voru og hétu, en
er nú í firðinum Hafnarfirði.
• Björgvin Halldórsson og
hin óborganlega Lolla í hlut-
verki Bjarkar Guðmundsdótt-
ur, Hjálmar sem Bubbi Mort-
hens og Laddi sem KK í Sögu-
spéi á Hótel Sögu.
• Nýdönsk tekur sæti SSSól-
ará laugardagskvöld á
Tveimur vinum. Eftir dúndur-
fjör með þeim hárskertum á
Ingólfscafé fyrir hálfum mán-
uði má vænta mikils af þeim í
kvöld.
• Blúsmenn Andreu endur-
taka leikinn á Plúsnum í
kvöld.
• Haraldur Reynisson
trúbador, sem kom fram í Lit-
rófi á dögunum, heldur and-
liti Fógetans fram á sunnu-
dag.
• Stjórnin bregður undir sig
betri fætinum og spilar í
menningarbænum Hafnar-
firði í kvöld fyrir Guðmund
Árna og félaga.
• Geirmundur Valtýsson
heldur uppteknum hætti og
rifjar upp 20 lög á Hótel ís-
landi í kvöld. Bráðum tekur
Helga Möller lagið með hon-
um.
• Björgvin Halldórsson og
Sögusýningin í kvöld með
Halla, Ladda, Lollu og Hjálm-
ari Dalvíkingi.
SUNNUDAGUR
7. MARS
• Haraldur Reynisson, hinn
snjalli trúbador, á Fógetan-
um.
• Svartur pipar; ergó Mar-
grét Eir og Hafnfirðingarnir,
en hreint ágætur þrátt fyrir
það. Á Gauknum í kvöld.
• Karl Möller og Linda Wal-
ker leika og syngja á Café Ro-
mance á hátíð í minningu
Guðmundar Ingólfssonar.
SVEITABÖLL
FOSTUDAGUR
5. MARS
• Hótel Borgarnes verður
með landshornaflakkarana
Vini Dóra á sínum snærum.
LAUGARDAGUR
6. MARS
• Sjallinn á Akureyri heldur
uppi heilmikilli dagskrá alla
helgina, enda frumsýning á
söngleiknum Evítu í kvöld.
Rokkbandið skemmtir á efri
hæðinni og Hermann Arason
á þeirri neðri.
• Hótel Akranes verður með
Stjórnina íkvöld.
• Hótel Stykkishólmur:
Laugardagsstemmning með
Vinum Dóra.
• Sjallinn á Akureyri heldur
sama takti í kvöld og sýnir Ev-
ítu í annað sinn, fær Skriðjökl-
ana af stað og Hermann Ára-
son í undirheimana.
'3
U2 líkleg en
IMigel Kenn
öruggur
PRESSAN hefur öruggar heimildir
fyrir því að unnið sé að því að fá írsku
stórhljómsveitina U2, með poppstirn-
ið Bono í fararbroddi, til að halda tón-
leika í Kaplakrika á vegum Listahátíð-
ar Hafnarfjarðar, sem fram fer dagana
5. til 30. júní. Af vinsældum U2 að
dæma — hún er nú talin vinsælasta
rokkhljómsveit heims — verður sleg-
ist um miða á tónleikana, en Kapla-
kriki rúmar í mesta lagi fimm þúsund
manns. Þá má geta þess að þegar er
búið að bóka fiðlusnillinginn Nigel
Kennedy í Kaplakrikann þann 30.
júru'.
Sverrir Ólafsson, myndhöggvari og
formaður Listahátíðar Hafnarfjarðar,
vildi hvorki játa né neita spurning-
unni um hvort búið væri að bóka U2
á listahátíðina. „Mér þykir þið fiskin,“
var það eina sem Sverrir vildi um
málið segja. „Við viljum halda sumu
leyndu aðeins lengur, en dagskráin er
nærri fullgerð; 90% hennar eru ffá-
gengin."
U2 er fjögurra manna stórrokksveit
og sú eftirsóttasta í heimi í dag. Tón-
leikar hennar eru svo háværir og
sterkir, að ef af tónleikunum í Hafnar-
firði verður má búast við að ómur af
þeim heyrist alla leið austur á Selfoss,
ef ekki lengra.
Auk Bono skipa U2 þeir Larry og
Adman og fyr sem kallar sig The
Edge, en umboðsmaður hljómsveit-
arinnar er Paul MacGuinness sem
þykir hafa haldið afar vel utan um
sveitina og fjármál hennar. Ólíkt öðr-
um böndum á U2 réttinn að öllum
plötum sem hún hefur gefið út og allri
annarri útgáfustarfsemi tengdri
hljómsveitinni. Aðalmarkmið þeira
félaga er að selja sig ekki styrktaraðil-
um.
U2 hefur haldist saman allar götur
síðan 1976 og sent frá sér ótal ódauð-
legar ballöður eins og Pride, One,
Where the Streets Have no Name og I
Still Haven’t Found What Tm Look-
ing for. Plötusala þeirra fer nú að
nálgast fjörutíu og þrjú milljón stykki.
Þið í Hafnatfirði eruð búniraðfá
Nigel Kennedy til liðs viðykkur,
hvemiggekk þaðjýrir sig?
„Það gekk ekki vel. Ég er búinn að
reyna mikið að ná til hans í tvö ár og
það gekk loks upp fyrir hálfum mán-
uði. Hann er sérvitringur sem spilar
ekki fyrir hvern sem er. Eftir að hann
ákvað að koma til Islands hafa margir
erlendir umboðsaðilar hringt í mig og
spurt hvernig við fórum að því að ná
til hans.“
Nigel Kennedy er senniiega þekkt-
astur fyrir túlkun sína á Árstíðunum
eftir Vivaldi, en túlkun hans á því
verki hefur bæði hneykslað og
hrifið. Hann nær þó tii mun
breiðari hóps en flestir aðrir
klassfskir fiðluleikarar, því hann
hefur fengið unga fólkið til að meta
verk gömlu meistaranna.
Rætur Kennedys liggja hins vegar í
pönkinu og hann státar af því að vera
fyrsti klassíski rokkarinn. Hann mæt-
ir gjarnan íklæddur gallabuxum og
leðurjakka með pönkhárgreiðslu á
tónleika með virðulegustu sinfóníu-
hljómsveitum heims. Margir segja
hann færasta fiðluleikara allra tíma.
Á tónleikana í Hafnarfirði mætir
hann með eigin hljómsveit og á pró-
gramminu eru meðal annars Jimi
Hendrix-lög.
Margt annað forvitnilegt verður á
hafnfirsku listahátíðinni, þar á meðal
klassískur gítarleikari ffá Kúbu að
nafhi Manuel Barucco. Hann þykir
einn færasti klassíski gítarleikari
heims og heldur tónleika 10. júní.
„Listahátíð Hafnarfjarðar, sem
nú er haldin í annað sinn, verður
síst minni í sniðum en Listahá-
tíð Reykjavfkur, en við höfum
tekið annan pól í hæðina, til
dæmis með því að láta
einnig semja fyrir okkur
verk gagngert fyrir hátíð-
ina. Finnur Torfi Stef-
ánsson (bróðir Guð-
mundar Árna) er að
leggja síðustu hönd
á óperu sem nefh
ist Leggur og skel
og verður frum-
flutt á hátíð-
inni, ogþrjú
nýtónverk
eftir þá Atla
Ingólfsson,
Hjálmar
H. Ragn-
arsson og
Sergio
Velaverða
einnig frumflutt, að auki er Tryggvi
Baldvinsson að semja balletttónlist.
Þá mun myndlistarmaður að nafni
Peter Malinski sýna verk sín, en hann
gerir ógnarstóra flugdreka — allt að
hundrað metra langa — sem fljúga
munu yfir Hafnarfirði, og tríó frá
Tékkóslóvakíu heldur tónleika, svo
fátt eitt sé talið,“ sagði Sverrir Ólafs-
son, formaður Listahátíðar Hafhar-
fjarðar, að lokum.
Ouðrún Kristjánsdóttir
Bono heldur
hér utan um
eina þekktustu
fyrirsœtu heims,
Christy Turlington. Ef
að líkum lœtur munu
og aðrir meðlim-
ir hljómsveitarinnar
U2 bregða sér til
til að
halda þar tón-
ika íjúní-
mánuði.
Margir telja Nigel Kennedy einn
mesta fiðlusnilling allra tíma.
Hann heldurásamt hljómsveit
sinni tónleika í Kaplakrika í
Hafnarfirði 30. júní.
BARIR
Hvar er hierbas?
• Að þessu sinni nennir
drykkjumaður PRESSUNNAR
ekki að skrifa um eiginlega
bari, heldur ætlar hann að
gera kaffihúsum borgarinn-
ar nokkur skil. Síðastliðin ár
hefur nefnilega færst i vöxt
að á kaffihúsum sé afgreitt
áfengi og sú siða hefði
reyndar mátt vera löngu
upp tekin. Mokka — Nestor
konungur reyk-
viskra kaffihúsa — erþó enn
laus við áfengi, enda hallast
drykkjumaðurinn að þvi að
staðinn myndi setja niður ef
til þess ráðs yrði tekið. Önn-
urmikilvæg undantekning
er kaffihúsið i Ráðhúsinu, en
þar held ég hins vegar að
áfengisveitingaryrðu mjög
til bóta, þrátt fyrir að kaffi-
húsið sé öldungis ágætt eins
og er. Café au lait niðri í
Hafnarstræti er ágætt dæmi
um kaffihús með rétta
stefnu í áfengismálum
fyrir utan það að vera
frábært kaffihús svona al-
mennt. Þær veigar, sem boð
ið er upp á, eru nefnilega
fyrst og fremst kaffidrykkir:
koniök, líkjörar og þess
háttar. Fremstir meðal
jafningja eru þó Miðjcrð-
arhafsdrykkirnir, sem segja
má að séu sérstaklega fram-
leiddir til samneytis við
kaffi: Galliano, Sambvca,
jafnvel Pernod og fjöldi ann-
arra. Hins vegar verður að
harma það að úrvalið er
ekki mikið hér á landi. Jafn-
mikið og úrvalið er til dæmis
afkoniökum sætir furðu
hversu fáir drykkir til með-
lætis kaffi eru fluttir inn.
Flóra þessara drykkja er
óvenjuauðug og sérstaklega
eru það hinir sætvínsdrekk-
andi
iðnir við framleiðslu þeirra.
Anísdrykkir ýmiskonar eru
framleiddir við allt Miðjarð-
arhaf: absinta, hierbas,
ouzo og svo framvegis, en
þeir fást nær engirhér. Sem
er hábölvað, þvi drykkir af
þessu tagi eru nánast jafn-
nauðsynlegir góðu kaffihúsi
og misheppnuð skáld. Ýmis
veitingahús sérpanta vin og
brennda drykki alls konar.
Hverju er kaffihúsunum
vandara að gera slikt ið
sama?
Listahátíð Hafnarfjarðar í sumar