Pressan - 04.03.1993, Blaðsíða 21
ERLENT
Fimmtudagurinn 4. mars 1993
PRESSAN 21
\
)
)
i
►
)
\
\
\
\
ÞANNIG 5ÁU TEIKNARAR FRÉTTIR LIÐINNAR VIKU
Homo Europeanus
m
ItasM
síst fá gíslana lausa gegn lausn-
argjaldi, fyrir ríflega þóknun.
Sumar Qölskyldur og nokkur
fyrirtæki gengu að samningum
við slíka svindlara og borguðu
háar upphæðir, án þess þó í
flestum tilvikum að fá nokkuð í
staðinn.
Tilliðs við
Oliver North
Maðurinn sem bandarísk
yfirvöld fengu til að hafa uppi á
Buckley, yfirmanni CIA, sem og
öðrum bandarískum gíslum í
Beirút var Oliver North, ofursti í
bandaríska hernum. North kom
því til leiðar að Bandaríkjamenn
fengu til liðs við sig ýmsa njósn-
ara, sem störfuðu sjálfstætt vítt
og breitt um heiminn. Þeirra á
meðal var Ian Spiro. North var
sem kunnugt er meginaflið á
bak við ólöglega vopnasölu
Bandaríkjastjórnar til írans í
skiptum fyrir bandaríska gísla,
og veitingu fjár til styrktar
Contra-skæruliðum í Nicar-
agua.
North og Spiro voru um
margt líkar manngerðir, en þeir
áttu það sameiginlegt að hafa
dálæti á laumuspilum og leggja
sig í líma við að gera öðrum til
hæfis. Eftir að Spiro hóf sam-
starf við North var hann á stöð-
ugum ferðalögum á milli Suður-
Frakklands, Beirút, London og
New York. í augum fjölskyldu
og vina í Frakklandi var hann
stoltur eiginmaður og faðir, með
dálæti á framandlegum við-
skiptum. í augum samstarfs-
manna sinna í gíslamálunum
var hann „John Smith“, útsmog-
inn njósnari sem virtist þekkja
alla og hafa ítök alls staðar.
Spiro gaf sig út fyrir að vera
mikill marínhyggjusinni og lýsti
ítrekað yfir áhyggjum sínum af
vestrænu gíslunum í Beirút.
Sömuleiðis þóttist hann hafa
mikla samúð með Sjítunum í
Suður- Líbanon, kúguðum af
Israelsmönnum, og reyndi
ítrekað að útvega sér fjárstyrki, í
ljósi þess að hann ætlaði af
stakri manngæsku að reisa skóla
og sjúkrahús í Suður-Líbanon.
Ekkert varð af því, enda enginn
fús til að leggja ffam fé. Ljóst er
að Spiro var ákaflega peninga-
gráðugur og seldi sig dýrt, þó að
árangurinn af starfi hans væri
sjaldnast samkvæmt því. Spiro
virðist oft hafa verið kærulaus
og ákaflega ógcétinn við störf, til
dæmis varðandi nafnleynd, og
mæltist það skiljanlega illa fýrir
innan CIA.
Bækur um
íran-Contra-málið
Oliver North hafði þó trú á
Spiro og lét hann aðstoða Terry
Waite erkibiskup við að reyna
að ná fram sáttum við mann-
ræningjana í Líbanon. Hittust
þeir nokkrum sinnum, bæði á
Bretlandi og í Bandaríkjunum,
uns Waite lenti sjálfur í klóm
Oliver North ofursti
Hann réð Spiro til starfa fyrir bandarísku ríkisstjórnina og
dró hann inn í íran-Contra-málið.
lega leyndu að hann væri gyð-
ingur. Spiro þóttist vera af grísk-
um ættum og breytti nafríi sínu í
„Spearo“, og var það aðeins ein
af ótalmörgum lygum hans.
Hann spann upp ýmsar sögur
um sjálfan sig og fékk fólk til að
halda að hann væri miklu
áhrifameiri og með mun meiri
viðskiptatengsl en raun bar
vitni. Meðal annars þóttist hann
hafa sterk ítök í Kuwait. Spiro
kynntist síðari eiginkonu sinni,
Gail, í Beirút, þar sem hún vann
sem sjúkraþjálfi.
í janúar 1976, ári eftir að
borgarastyrjöldin braust út í
Líbanon, flaug Spiro til Banda-
ríkjanna til að útvega sér fast að-
setur vestanhafs. Hann þóttist
ætla að vinna hjá stóru bílafyrir-
tæki og spann upp ýmsar lygar í
umsókn sinni til útlendingaeft-
irlitsins. Sagðist hann vera sér-
fræðingur í stjórnun útflutn-
ings, með háskólagráðu í við-
skiptafræðum og hefði starfað
Beirút. Sama ár rændu Sjítar
rektor ameríska háskólans í
Beirút, David Dodge, en hann
varð fyrstur fjölmargra Banda-
ríkjamanna, sem teknir voru í
gíslingu í Beirút. í apríl 1983
sprakk sprengja í bíl fyrir utan
bandaríska sendiráðið í Beirút
og létust allir starfsmenn banda-
rísku leyniþjónustunnar, CIA, í
Líbanon. Hryðjuverkamennirn-
ir létu ekki þar við sitja og ári
síðar tóku þeir nýjan yfirmann
CIA í Beirút, William Buckley, í
gíslingu.
í kjölfar hryðjuverkanna og
gíslatökunnar sköpuðust gullin
tækifæri fyrir hvers kyns
„svindlara" á borð við Ian Spiro,
sem þóttust vera sérfræðingar í
málefnum Líbana. Fjölskyidur
hinna fjölmörgu bandarísku
gísla sem hafðir voru í haldi í
Líbanon urðu fórnarlömb ófyr-
irleitinna manna, sem lofuðu að
miðla upplýsingum, koma skila-
boðum á milli og síðast en ekki
Ráðherrafrúin úthúð-
ar Clinton-hjónunum
Marina Ripa de Meana,
hispurslaus eiginkona ítalska
umhverfismálaráðherrans,
sem meðal annars hefur ber-
að sig á síðum tímaritsins
Playboy, kjaftaði illilega af
sér í nýlegum viðtalsþætti í
ítalska sjónvarpinu. Áhyggju-
laus lét ráðherrafrúin dáleiða
sig í beinni útsendingu og var
meiningin að hún þyldi upp
auglýsingaslagorð til vernd-
ar dýrum í útrýmingarhættu.
Hins vegar brá svo við að í
stað þess að frúin hefði fögur
orð um blessuð dýrin hraut
hvert fúkyrðið aföðru afvör-
um hennar. Ráðherrafrúin
byrjaði á því að úthúða fræg-
asta þáttarstjórnanda á ítal-
íu og kallaði hann „skíthæl".
Ekki tók betra við er hún
beindi spjótum sínum að
bandarísku forsetahjónunum
Bill og Hillary Clinton og lýsti '
þvi blákalt yfir aðþau hjónin
væru ekkert annað en „fliss-
andi kjánar". Þegar hér var
komið sögu sá dávaldurinn
sérþann kost vænstan að
vekja ráðherrafrúna úr dá-
inu, enda bæði áhorfendur
og stjórnendur þrumu lostnir.
Frúin viðurkenndi á eftir að
hafa verið fullharðorð, en
vildi þó ekki draga neitt til
baka afþví sem hún hafði
sagt.
Góðgerðarsamtök
mótmæla auglýsingu
Umdeild auglýsing
ítalska fyrirtækisins
Benetton, þarsem for-
stjórinn sjálfur, Luciano
Benetton, birtist sjónum
almennings klæðlaus
með öllu, virðist ætla að
draga dilk á eftirsér. Eins
og segirí texta auglýs-
ingarinnar—„Skilið mér
aftur fötunum " — er fólk
hvatt til að skila gömlum
Benetton-fatnaði sem
það er hætt að nota aftur
í verslanir fyrirtækisins,
svo hægt sé að gefa fötin
bágstöddum. Ýmsirhafa
fagnað uppátækinu, en
þó eru margirsem hafa
gagnrýnt það opinber-
lega. Háværustu mót-
mælin hafa borist frá
góðgerðarsamtökum i
Þýskalandi, þarsem menn
eru lítt hrifnir afskyndilegum
mannkærleika auðjöfursins
Benetton. Fulltrúar Rauða
krossins og Caritas-samtak-
anna í Þýskalandi eru þeirrar
skoðunar, að fatasöfnun
ítalska fatafyrirtækisins sé of-
aukið. Góðgerðarsamtök
þessi hafi árum saman og af
mikilli elju annast söfnun á
gömlum fatnaði íÞýskalandi
og með átaki Benetton sé því
verið að fara inn á verksvið
þeirra.
lan Spiro, hér
ásamt eiginkonu
sinni Gail, lifði
tvöföldu lífi.
Annars vegar
sem umhyggju-
sami fjölskyldu-
faðirinn Spiro,
hins vegar sem
harðsvíraði
njósnarinn John
Smith.
LífSpiros ein
lygasaga
Ian Spiro var enginn venju-
legur maður og hann lifði svo
sannarlega engu venjulegu lífi.
Spiro fæddist á Englandi 1945,
sonur gyðinga af pólskum ætt-
um. Öll uppvaxtarár Spiros var
fjölskyldan á faraldsfæti og flutti
frá einu landi til annars uns hún
settist að í Kanada. Rúmlega tví-
tugur að aldri settist hann að í
London, kvæntist breskri konu
og eignaðist með henni tvær
dætur. Spiro setti á stofn fast-
eignasölu í London en viðskipt-
in gengu ekki sem skyldi og
1974 fór fyrirtækið á hausinn.
Spiro sagði skilið við konu sína
og börn og hélt til Beirút. Hann
byrjaði að þreifa fyrir sér í við-
skiptum og kom á fót mynd-
bandaleigu. í Beirút kviknaði
fljótlega undarlegur, brennandi
áhugi Spiros á Sjítum, en þeir
voru í hvað mínnstum metum í
Líbanon á þeim tíma. Hann
komst í kynni við nokkra vell-
auðuga Sjíta og hélt við þá nánu
sambandi.
Spiro sigldi undir fölsku
flaggi í Beirút og hélt því vand-
við útflutning í Líbanon frá
1972. Allt var þetta logið og þeg-
ar stóð á honum að leggja fram
skjalfesta staðfestingu á námi og
starfsframa hafnaði útlendinga-
eftirlitið umsókn hans og vfsaði
honum úr landi.
Samstarf við vest-
rænar leyniþjónustur
Spiro fluttist þá ásamt konu
sinni og ungri dóttur til Suður-
Frakklands. Hann hélt þó áfram
að stunda viðskipti frá Beirút og
flaug þangað reglulega. Hann
gerði mikið úr umsvifum sínum
og sagði mörgum þá sögu að
hann hefði á einum ferða sinna
verið handtekinn af her Sýrlend-
inga og verið haldið föngnum í
marga daga, en tekist að flýja
með ævintýralegum hætti. Eng-
inn veit hvort sagan er sönn eða
login. Víst er þó að á næstu ár-
um hóf Spiro samstarf við vest-
rænar leyniþjónustur og tegnd-
ist vopnasölu Bandaríkjanna til
írans, sem síðar átti eftir að
draga dilk á eftir sér.
Arið 1982 réðust ísraelar inn í
Líbanon. Spiro sagði vinum að
hann hefði þá verið staddur í
mannræningjanna. Til að byrja
með talaði Spiro mikið um að
safna saman fé til að reyna að fá
Waite lausan og sagði að til þess
þyrffi 500 milljónir króna. Ári
síðar, eftir að William R. Higg-
ins ofursta í bandaríska sjóhern-
um var rænt í Suður-Líbanon,
byrjaði Spiro aftur að tala um
fjáröflun. Og eins og í fyrra
skiptið þarfnaðist hann 500
mifljóna króna. Spiro fékk aldrei
þá upphæð. Hann stóð enda
ekki við það sem hann lofaði og
smátt og smátt misstu Banda-
ríkjamenn traust á honum, ekki
síst eftir að upp komst að hann
hafði tekið ófrjálsri hendi fé frá
bandarísku leyniþjónustunni
CIA. Spiro bar sig þó mannalega
eftir sem áður og lét ævinlega f
það skína, að hann starfaði með
samþykki bandarísku ríkis-
stjórnarinnar.
Árið 1991 fluttist Spiro með
fjölskyldunni til Suður-Kaliforn-
íu. Hann tók á leigu fokdýra lúx-
usvillu í einu af dýrustu hverf-
um Kaliforníu, Rancho Santa
Fe, og lét sig ekki muna um að
senda börnin sín í dýrasta skól-
ann í fylkinu. Næstu árin gerði
Spiro ýmsar tilraunir til að
koma undir sig fótunum í
Bandaríkjunum, en kóngalifn-
aður fjöískyldunnar reyndist
honum dýr.
I bók bandaríska blaða-
mannsins Gavins Hewitt um fr-
an-Contra-málið, sem kom út
1991 eftir að Terry Waite hafði
verið leystur úr haldi, var fyrst
fjallað opinberlega um þátt Spi-
ros í hinu stóra hneykslismáli. í
bókinni var sagt að Ian Spiro
hefði unnið fyrir Oliver North,
þekkt mannræningjana í Líban-
on og starfað fyrir vestrænar
leyniþjónustur við að leita þá
uppi. Ári síðar
kom út önnur
bók eftir
bandaríska
blaðamanninn
Con Coughlin.
Þar var sagt að
Spiro væri
njósnari sem
hefði starfað í
Líbanon bæði
fyrir banda-
rísku og
bresku leyni-
þjónustuna, en
byggi nú í Kali-
forníu. Spiro
greip tækifær-
ið, eftir út-
komu bók-
anna, og
reyndi með
öllum ráðum
að selja sögu
sína breskum
dagblöðum,
bókaútgefend-
um og kvikmyndaframleiðend-
um í Hollywood.
Spiro óttast um lífsitt
í viðtali við People sagði Spiro
að hann gæti fært sönnur fyrir
því, að Terry Waite og John
McCarthy hefðu verið leystir úr
haldi eftir að hann þorgaði
mannræningjunum í reiðufé
fyrir hönd bresku ríkisstjórnar-
innar. I kjölfarið fór Spiro að
óttast um líf sitt. Hann greindi
mági sínum frá því að hann
fengi stöðugar morðhótanir í
gegnum síma og að hann óttað-
ist um líf sitt. Enginn veit með
vissu hvort það var satt eða log-
ið. Víst er þó að í ljósi meintra
morðhótana fékk hann lögffæð-
ing sinn til að lána sér byssu, að-
eins tveimur vikum áður en
hann fannst látinn.
Mál Spiro-fjölskyldunnar er
enn óupplýst og engin leið að
kasta tölu á allar þær spurningar
sem enn er ósvarað. Fæstir trúa
að Spiro hafi fallið fyrir eigin
hendi og margir eru þeirrar
skoðunar að Spiro, eiginkona
hans og börn hafi verið myrt af
utanaðkomandi aðilum. I ný-
legu blaðaviðtali var eftirfarandi
haff eftir þekktum bandarfskum
rannsóknarlögreglumanni, sem
unnið hefur að rannsókn máls-
ins: „Þeir sem myrtu Ian Spiro
og fjölskyldu hans halda að þeir
séu hólpnir, en það er öruggt að
það kemst upp um þá um síðir.
Það er eins með þetta mál og
morðin á Kennedy-bræðrunum;
þau munu upplýsast einn góðan
veðurdag. Það eru sífellt að
koma nýjar staðreyndir í Ijós,
sem færa lögregluna nær sann-
leikanum."