Pressan - 04.03.1993, Blaðsíða 23

Pressan - 04.03.1993, Blaðsíða 23
c i Mattiiías JOHAMVESSEIV & SwRMIR (.UMVARSSOA . RITSTJÓRAR MORGUNBLAÐSINS " Þeir félagar á Mogganum er ofmetnir hvor á sinn hátt. Matthías lifir enn á að hafa verið eini hægrimaðurinn á sjöunda áratugnum sem kunni að yrkja. Hann fór álíka öfugt í íslensku þjóðina og Geir Gunn- arsson, sem var talinn sérstakur gáfumaður vegna þess að hann var eini alþýðubandalagsmaðurinn sem kunni að reikna. Styrmir er hins vegar stórum ofmetinn sem samfélagsrýnir. í Reykjavíkurbréfum hans hafa aldrei birst ffumlegar hugsanir. Hann fór að tala um veiði- leyfagjald í þá mund sem aðrir höfðu fengið nóg af þeirri umræðu. Hann fór að tala um óráðsíu og spillingu meðal ráðamanna þegar Jónas Kristjánsson var orðinn leiður á því. Styrmir mótar því ekki skoðanir. Hann er mælikvarði sem segir til um hvenær skoðun er orðin svo almenn að hún er nánast hætt að vera skoðun. DayIð schevevg TIIORSTEINSSON IÐNREKANDI Davíð er betri sem sölumaður sjálfs sín en vörunnar sem hann ffamleiðir. Og eins og margir sem hafa mikla hæfileika vill hann reyna á þanþol þeirra. Þess vegna berst hann á móti fyrirgreiðslukerfinu á sama tíma j og hann blóðmjólkar það. Og honum tekst það. Alveg á sama hátt og honum tókst að selja ís- lendingum þá hugmynd að hann gæti selt Ameríkönum vam. STEFANSSON BÆJARSTJÓRI Ef til vill eru það fyrst og ffemst vinsældir Guðmundar Árna I sem eru ofmetnar. Hann er hins vegar ekki nógu skynsamur til að fela hungur sitt í aukinn frama innan Alþýðuflokksins. Hann hefur skipt svo oft um lið og skoðanir að hann er ekki marktækur lengur. Ef Guð- mundur hefði ekki bæjarsjóð Hafharfjarðar til að sökkva í " skuldir væri hann jafh einangr- aður og valdalaus og bróðir hans Gunnlaugur. Ragnar ARNALDS ÞINGFLOKKSFORMAÐUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS Þegar Ragnar var búinn að gleyma pólitíkinni og allir búnir að gleyma honum var hann dreginn upp sem einhvers kon- ar málamiðlun milli stríðandi fylkinga í Alþýðubandalaginu. Menn héldu að hann væri mannasættir vegna þess að hann var betur klæddur og kurt- eisari en flokkssystkini hans. En þar sem hann er löngu orðinn ryðgaður í öllu stjórnmálavafstri hefur hann ffekar aukið á óró- ann. SvEINN EINARSSON DAGSKRÁRSTJÓRI Einhverra hluta vegna hefur Sveinn fengið æviráðningu í menningunni þótt hann hafi skemmt út ffá sér hvar sem hann hefur borið niður. Samt er inneign hans svo lítil að hann reynir að lyfta sér með því að tala niður til Júróvisjón um leið og hann afhendir sigurvegaran- um verðlaunin. Hann var stærri rétt á meðan. Folk sem hefur komist leiigra en það ræður við EIÐUR GUÐNASON UMHVERFISRÁÐHERRA Eiður væri ekki ráð- herra nema vegna þess hversu fáir alþýðu- flokksmenn eru. Hann er geðvondur og ekki sérlega vel gefinn. DAVÍÐ STEFÁNSSON FORMAÐUR SAMBANDS UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA Uppbelgdur sveinstauli sem lætur taka afsérmyndirí jakkafötum fyrir framan Alþingishúsið. SICBJÖRN GUNNARSSON ÞINGMAÐUR Sportvöru- kaupmaður að norðan sem frændgarður- inn kom á þing. Um leið og hann mætti á fyrsta þingfloKks- fundinn á stuttermaskyrtu var Ijóst að hann var á vit- lausum stað. HEIMIR STEINSSON ÚTVARPSSTJÓRI Það liggur beinast við að segja að Heimir sé kominn lengra fram á ! tuttugustu öld- ’ ina en hann ræð- ur við. SALÓME ÞORKELSDÓTTIR FORSETI ALÞINGIS Það er óþægilegur eiginleiki hjá manneskju sem situr fyr- ir aftan ræðupúltið i þinginu að vera alltafsam- mála síðasta ræðumanni. Hún hefur ekkert bein í nefinu og þinghaldið er orðið enn meiri skrípaleikur undir hennar stjórn. Kristján JÖHANNSSON TENÓR Þótt Kristján eigi nokkra sök sjálfur er ekki hægt annað en vorkenna honum fyrir að hafa blandast saman við ómstríða löngun þjóðarinnar til að eign- ast son sem einhver í útlöndum þelddr. Kristjáni gengur vel — og betur en flestum öðrum ís- lendingum. En það er sama hvað hann segir — og sama hverju þjóðin trúir af því — hann er ekki einn af þremur stærstu tenórum í heimi. Hann kæmist ekJd með tærnar þar sem Domingo hefur hælana þótt hann væri á skíðum. Arthír rjörgvin ROLLASON SJÓNVARPSMAÐUR Arthúr er víst eini maðurinn á Norðurlöndunum sem hefur tekist að halda úti vikulegu mag- asíni um menningu og listir í sjónvarpi. Aðferðin sem hann notar er sú, að láta þáttinn fýrst og fremst vera umgjörð um sína eigin persónu. Þess vegna hefur hann komið þeirri hugmynd að hjá þjóðinni að listin sé upp- skrúfuð og léttvæg. Hjályiar h. RAGNARSSON FORSETI BANDALAGSISLENSKRA LISTAMANNA Jafnvel þegar Hjálmar mætir í sjónvarpsviðtal af hátíðartilefhi lendir listin í varnarstöðu á eftir. Um leið og hann opnar munninn fær áheyrandinn á til- fmninguna að listin eigi að vera fýrir listamanninn og þá einkum Hjálmar og vini hans. Geðrín ERLENDSDOTTIR FORSETI HÆSTARÉTTAR Guðrún var góður námsmaður en vaktí aldrei athygli sem lög- maður. Á sama hátt og spyrja má hvort Markús Örn Antons- son hefði orðið borgarstjóri ef hann væri kona má spyrja hvort Guðrún hefði orðið háskóla- kennari og hæstaréttardómari ef hún væri karl. Hún er dæmi um hversu flatar konur liggja fyrir virðingarstiganum sem karlarn- ir reistu. Þær hafa sett hana í guðatölu án þess að hafa nokk- uð annað fyrir sér en hempuna. Ogmiinder JÖNASSON FORMAÐUR BSRB Ögmundur er svo gegnsær pop- úlaristi að það er nánast fýndið að hann skuli hafa tuttugu þús- und manna samtök á bak við sig. Pólitísk hugsun hans nær ekki lengra en hnefinn á honum þegar hann lemur í ræðupúltið. Hann sér ekld framfýrir puttann á sér þegar hann bendir út í sal. En Ögmundur nýtur sín svo vel í ræðustólnum og fýrir framan gagnrýnislausa míkrófóna fréttamannana að það getu'r orðið hættulegt — ef til vill ekki þjóðinni allri heldur umbjóð- endum hans. Hann er ofmetinn sem verkalýðspólitíkus en menn skyldu ekld vanmeta valdanautn hans. SlGERÐlR IIELGASON yncri FORSTJÓRI FLUGLEIÐA Sigurður er maður sem verður allt að veseni. Þegar hann þarf að segja fólki upp býr hann til margra mánaða krísuástand í fýrirtækinu og endar með því að kynna þjóðinni niðurstöðurnar nelgdur upp við vegg í beinni út- sendingu á sjónvarpsstöðvun- um. Á sama tíma fækkaði Hörð- ur Sigurgestsson sínum starfs- mönnum þegjandi og hljóða- laust. Maður efast um að að- gerðirnar hafi haft meiri áhrif á þá sem misstu vinnuna hjá Eim- sldp en þá sem héldu henni hjá Flugleiðum. Vanmetiiir íslendingar HERMANN CUNNARSSON SJÖNVARPSMAÐUR ■ Það ersama hvað lllugar Jökulssynir þessa lands agnúast út í Hemma; þeir geta ekki tek- ið afhonum það afrek að hafa haldið hálfri þjóðinni fyrir framan sjónvarpið tvisvar Imánuði i átta ár. Illugi reyndi sig á spurningaþætti um árið og dugði sex kvöld. SVERRIR HERMANNSSON BANKASTJÓRI LANDSBANKANS Þótt Sverrir væri vondur þingmaður, verri ráð- herra og hörmulegur kommissar hefur hann reynst miklu betri bankastjóri en nokkur bjóst við og margirhafa enn áttað sig á. HRAFN GUNNLAUGSSON KVIKMYNDALEIKSTJÓRI Þótt Hrafn sé ekki jafn- mikillkvik- myndaleik- stjóri og hann sjálfur álitur er hann miklu betri en minni spámenn i greininni vilja vera láta. MÖRÐUR ÁRNASON PÓUTÍKUS ÁN VETTVANGS Morður er eini maður- inn innan Al- þýðubanda- lagsins sem hefurekki farið á taug- um og snúið sérað taumlausum popúl- arisma. Þess vegna erhann litils metinn þarinnan dyra. HALLDÓR BLÖNDAL LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA Halldór var svo vondur þingmaður aðfólk krossaði sig þegarhann fékk ráð- herrastól. Hann hefur hins vegar reynst betri ráðherra en margur hinna sem meiri væntingar voru bundnar við. Hann er betri landbúnaðarráðherra en allir fyrirrennarar hans langt aftur fyrir Viðreisn. SlGERÐER LINDAL LAGAPRÓFESSOR Sigurður var lengi vel eini ís- lenski lögfræðingurinn sem vissi af tilvist stjórnarskrárinnar, en eftir að útlendingar fóru að neyða íslendinga til að fara eftir slíkum grundvallarplöggum hefur Sigurður misst fótanna. Hann hefur gefið of mörg lög- fræðiálit og sum hver hæpin. í raun virðast menn ekki geta haft svo vitlausan málstað að Sigurð- ur finni honum ekld stoð í ^ stjórnarskránni. Gennar helgi HALEDANARSON FORSTJÓRI LANDSBRÉFA Rétt slapp með skreltkinn hjá Fjárfestingarfélaginuoghefur _ lítið gert annað hjá Landsbréf- um en kaupa fallegt leðursófa- sett. Er notaður sem átorítet í peningamálum án þess að noldcuð bendi til að hann hafi vit á peningum. JóN SIGERDSSON FORSTJÓRIJÁRNBLENDIVERKSMIÐJ- UNNAR Á GRUNDARTANGA Jóni skaut upp á stjörnuhimin- inn í íslenskum viðskiptum þeg- ar verð á járnblendi varð óeðli- lega hátt og fann sér ýmis ný- sköpunarverkefni til að kljást við samhliða verksmiðjurekstr- ' inum. Þegar heimsmarkaðsverð á járnblendi féll aftur lækkaði rostinn í Jóni líka og nýsköpun- in gufaði upp.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.