Pressan - 01.04.1993, Blaðsíða 2

Pressan - 01.04.1993, Blaðsíða 2
FYRST 8t FREMST 2 PRESSAN Fimmtudagurinn 1. apríl 1993 ÍÞESSU BLAÐI 4 Jet BlackJoe i stórræðum á Isafirði Hver er Björn Ingimarsson ÍMiklagarði? 6 Niðurstaða í Ósmálinu tveimur og hálfu ári eftir umfjöllun PRESSUNNAR Hvers vegna var Rauði krossinn að sendaSerbumföt? Meira um persánunjósnir í Hafnarfirði 8&9 Heimirí Hrafn n Landsbankinn taparhundruðum millj- ónaáMiklagarði 12 & 13 Á að lækka matarskattinn? Geta hluthafar ekki ágilt eftirlauna- samningana? Hannes Hólmsteinn um Islandsbanka Árni PáHÁrnason um Kvennalistann 14 Tíska 15 Björn-.AHtafí aukahlutverki Davíð Þór: Fyndinn guðfræðinemi Hártískan í sumar 16 Samkvæmislífið í Reykjavík 18 Deilt um fébætur vegna læknamistaka 20&21 írinn sem hefurheimspressuna að fifli Blaðamenn hafa útgefanda að fífli Siðasti demókratinn hættir i Hæsta- rétti 22 Sameinaðir verktakar greiða 1,8 millj- arða út á þremur árum 25 Helgi Þorgils í útlöndum Listamafia Úlfars Þormóðssonar 26 & 27 Exizt leitar frægðar og frama i útlönd- um Egill Eðvarðs og Viðar Vikings styrktir til sakamálaþátta Stuttur frakki Hvaða plötur koma út í sumar? 28 Stöð 2 skuldar Menningarsjóðnum Sjónvarp Bíómyndir helgarinnar Fjármálavandi HSl Er nokkurt vit að halda HM '95? 31 Gula Pressan JÓHANNES NORDAL. Seðlabankamenn ætla að byggja við hjá sér. KARL SíEINAR GUÐNASON. Vildireka bankastjóra Lands- bankans en hafði ekki stuðning tilþess. Seölabankamenn vilia bvggja viö safnahús sitt Seðlabankastjórarnir Jó- hannes Nordal, Birgir ísleif- ur Gunnarsson og Tómas Ámason eru greinilega ekki af baki dottnir og ljóst að núver- andi húsnæði þeirra er allt of lít- ið. Hjá Skipulagsnefnd Reykja- víkurborgar liggur nú fyrir til- laga frá Seðlabankanum um að fá að byggja eina hæð ofan á safnahús sitt við Einholt 4. Þar er til húsa hið margrómaða seðla- og myntsafn auk bóka- saíhs að hluta. Þetta húsnæði er nú orðið allt of lítið og hefur því Ólafur Sigurðsson arkitekt, fyrir hönd Seðlabankans, sent umsókn um að fá að byggja of- an á húsið. Skipulagsnefind hef- ur samþykkt erindið að öðru leyti en því að ekki er fallist á að skjalageymsla verði á fyrstu hæð auk athugasemdar um fjölda bílastæða. Karl Sleinar vildi reka bankastjórana Á fundi Félags frjálslyndra jafnaðarmanna um stjórnmál og siðferði var Karl Steinar Guðnason spurður álits á því að bankastjórar Landsbankans yrðu reknir vegna stöðu bank- ans. Reyndar þurfti að spyrja Karl tvisvar áður en svarið fékkst: Jú, einhverjir þingmenn Alþýðuflokksins, hann þar á meðal, voru á þessu. Hins vegar hefði stjórnin ekki meirihluta í bankaráði, sem ræður og rekur bankastjóra, og við athugun hefði komið í ljós að ekki væri meirihluti á þingi fyrir að skipta um bankaráð. „Það varð sem sagt engin niðurstaða,“ sagði Karl Steinar. feldiskosningu yrði að ræða, sem skilaði auknu vægi al- mennra hluthafa. Hann lét ekki þar við sitja heldur hund- skammaði fundargesti fyrir að hafa sig jafnlítt í fr ammi og raun bæri vitni; einstakir hluthafar þyrftu að auka áhrif sín. Það væri skömm að því að aðal- fundur eins stærsta fyrirtækis landsins líktist helst krakkaaf- mæli þar sem eini tilgangurinn með mætingu virtist vera að bíða eftir rjómakökum og gott- eríi, — það eina sem á vantaði væru blöðrurnar. Ekki er hefð fyrir því að almennir hluthafar taki til máls á þennan hátt — eða hafi sig yfirleitt í frammi — og féllu orð hans í misjafnan jarðveg. Vart þarf að taka ffiam að tillagan hlaut takmarkaðan stuðning og var felld. Enginn mundi eftir punasum- mælum Nobel- skáldsins Töluvert mun hafa borið á því að fólk hafi haft samband við ættingja Halldórs Laxness eða jafnvel liringt á heimili hans á Gljúfrasteini til að forvitnast um ummæli þau er Hrafn Gunnlaugsson bar skáldið fyr- ir. í sjónvarpsþættinum fræga sagði Hrafn að Halldór hefði sagt það við sig að það væri í lagi að menn tækjust á svo ffiamarlega sem þeir „spörkuðu ekki í punginn hver á öðrum“. Mun það sérstakléga hafa verið gamalt fólk sem velti því fyrir sér hvenær skáldið hefði látið þessi ummæli ffiá sér fara. Menn hafa greinilega ekki áttað sig á að Hrafn sagði að þetta hefði komið fram í samtali þeirra í milli en ekki í einhverri af bók- um skáldsins. WERNER ÞRÝST ÚR FORMANNS- STÓLNUM í PHARMACO Á aðalfundi Pharmaco í vikunni gerðust þau undur og stórmerki að Werner Rasmusson stjórnarformaður var ekki endurkjörinn í stjórnina, hvað þá í for- mannsstólinn. Nýr stjórnarformaður er Kristinn Gunnarsson, apótekari í Borg- arnesi, tengdasonur Baldvins Svein- björnssonar, fyrrverandi apótekara í Holtsapóteki. Opinbera skýringin á því að Werner víkur úr formannsstólnum er sú að síðast- Iiðið haust hafí verið ákveðið að skipta Pharmaco og Delta upp vegna mögu- mestu vera réttmæt skýring en við hana má bæta að ákvarðanir þessar voru ekki síst teknar vegna „tilmæla“ og „ábendinga" viðskipta- og samstarfsaðila Pharmaco er- lendis og munu ýmsir apótekarar í Ijósi þessa hafa þrýst á um að Werner viki úr stjórn Pharmaco. Hann verður áfram stjórnarformaður í Delta og þar innandyra er, auk lyfjaffiamleiðslunnar, að finna bjór- inn ffiá Viídng Brugg. Werner er hins vegar kominn úr stjóm Pharmaco og þar með úr stjórn fyrrum Islenskra matvæla, fískeldis- ins og Kemikalíu. Einn heimildamaður blaðsins taldi ekki óvarlegt að ætla að tapið á bröltinu í kringum Gosan, fslensk mat- væli og fiskeldið væri komið í á milli 200 og 300 milljónir króna. Pharmaco-samstæðan velti 1.900 millj- ónum á síðasta ári og skilaði hófsömum hagnaði, 29 milljónum. Stærsti einstaki hluthafinn er nú Birgir Einarsson. Werner Rasmusson Útlendingarnir bentu á hagsmunaárekstrana og Werner varð að standa upp. legra hagsmunaárekstra, en Pharmaco er innflutningsaðili og Delta framleiðandi. Skiptin fóru þannig ffiam að Delta leysti til sín meirihlutaeign Pharmaco og fólst greiðslan í tilfærslu eigna. Um leið var ákveðið að sömu einstak- lingar skyldu ekki sitja í stjórnum beggja félaga. Þetta mun að Mogginn lékk að breyta skipulag- inu en DV ekki Byggingamefnd Reykjavíkur- borgar hefur samþykkt beiðni frá Haraldi Sveinssyni, fram- kvæmdastjóra Árvakurs, út- gáfufélags Morgunblaðsins, um að fá að setja fleiri bílastæði við hið nýja Morgunblaðshús í Kringlunni sem flutt verður í um páskana. Þarna virðast Morgunblaðsmenn hafa mætt meiri skilningi en þeir Hörður Einarsson og Sveinn Eyjólfs- son hjá Frjálsri fjölmiðlun, sem gefur út DV. Sem kunnugt er hafa þeir keypt flest hús í ná- grenni við DV-húsið í Þverholti. Eitt þeirra er Hampiðjuhúsið, sem er á milli 4.000 og 5.000 fer- metrar að stærð. Þar vilja þeir Sveinn og Hörður fá að innrétta leiguhúsnæði Þverholtsmegin, en húsið er skráð á lóð við Stakkholt. Ákvörðun um það var ffiestað vegna ófullnægjandi teikninga. Heimir og frú mætlu á „Hrafns- hálíðina" Það ríkti sannkölluð karni- valstemmning á dagskrárdeild Sjónvarpsins eftir að ljóst varð að séra Heimir Steinsson út- varpsstjóri hafði vikið Hrafni Gunnlaugssyni úr starfi dag- skrárstjóra á mánudaginn. Framtakssamir starfsmenn þar drifu strax í að panta rjómatertu fyrir 120 manns og slógu upp sannkallaðri „Hrafnshátíð“. Til að auka á stemmninguna var Heimi og frú Dóru Þórhalls- dóttur boðið að mæta í sam- kvæmið. Öllum til mikillar gleði mættu þau á svæðið og var há- tíðarbragur yfir öllum. Virðist útvarpsstjóri hafa náð hylli allra undirmanna sinna með þessum aðgerðum. „Krakkaafmæli" á Flugleiðafundi Aðalfundur Flugleiða, sem haldinn var nú á dögunum, tók óvænta stefnu þegar Dagfinn- ur Stefánsson, fyrrum flug- stjóri og einn stærsti einstaki hluthafinn, kvaddi sér hljóðs og lagði fram tillögu þess efnis að kosning til stjórnar yrði á annan veg en nú er og að um marg- HEIMIR STEINSSON 0G DÓRA ÞÓRHALLSDÓTTIR. Mættu á„Hrafnshátíðina"með starfsmönnum dagskrárdeildar og borðuðu rjómaköku. SVEINN EYJÓLFSS0N. Vill fá að breyta hluta Hampiðjuhússins í leiguhúsnæði. HALLDÓR LAXNESS. Aðdáendur skáldsins fóru að leita að ummælunum sem Hrafn hafði eftir hon- um. HRAFN GUNNLAUGSS0N. Setti alla Laxness-aðdáendur á gat með pungsummælum sinum. DAGFINNUR STEFÁNSSON. Fannst aðalfundur Flugleiða eins og krakkahátíð. UMMÆLI VIKUNNAR „Það er með ákveðnum hætti partur afeilífðinni að ríða á œxlunarfœru gœðingshrossi og hafa það í undirmeðvitund- inni að einhvern tíma eignist maður annan gæðing undan því.“ PÁLL PÉTURSSON FRAMSÓKNARMAÐUR VfirnáUörulegif aíburðir „Mérvarðilla við þegar ég uppgötv- aði að öllu sem varáaltarinu j. . ... hafði verið rænt.“ ^9 Væi*l llka Svavar Bjarnason MOIltÍnn sóknarnefndar- >»Eg er hreykinn af því að formaður mér skuli hafa tekist að koma íslandi inn á kortið í óperuheiminum." Kristján Jóhannsson óp ÞflMfl EIRIAR ÚLA VARASIG! „Ég fer í einhvem slag, ekki sit ég auðum höndum, ég gæti það aldrei.“ Albert Guð- mundsson, sendiherra og hnefaleikari ekkert von á að setja met þar ég var órökuð og óhvíld en ég vissi samt að yrði hröð.“ Bryndis Ólafsdóttir sunddrottning sem ég Seðlabankinn - það er ég! ,Það má vel ræða þá tillögu að hafa einn aðalbankastjóra “ Jón Sigurðsson, verðandi aðalbankastjóri

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.