Pressan - 01.04.1993, Blaðsíða 17

Pressan - 01.04.1993, Blaðsíða 17
\ mmtudagurinn 1. apríl 1993 S K I LA BOÐ PRESSAN 1 7 HALLDÓR HALLDÓRSSON FELLDURÚTÚR SIÐANEFND... Mótframboð kom fram íp ) gegn tilnethingu stjórn- ar Blaðamannafélags- ins í siðanefhd félagsins á aðal- fundi þess á fimmtudaginn var. Á lista stjórnarinnar var Þor- steinn Gylfason heimspeking- ur formannsefhi, Halldór Hall- dórsson, fyrrum ritstjóri Helg- arpóstsins, varaformannsefni og Hjörtur Gíslason, blaðamaður á Mogga, tilnefndur sem þriðji fulltrúi blaðamanna. Tilnefhdir sem varamenn stjómar vom Jó- hanna Sigþórsdóttir á DV, Jón Birgir Pétursson á Al- þýðublaðinu og Jón G. Hauks- son, ritstjóri Fijálsrar verslunar. Vilhelm G. Kristinsson, fréttamaður á Ríkissjónvarpinu og fráfarandi formaður siða- nefndar, var ekki í framboði. Kandídatar mótframboðsins voru Eiríkur Tómasson hæstaréttarlögmaður sem for- maður, Mörður Ámason, fyrr- um ritstjóri Þjóðviljans, sem varaformaður og síðan Ólafur E. Friðriksson, fyrrum frétta- maður á Stöð 2, Guðjón Am- grímsson, sömuleiðis fyrmm fréttamaður á Stöð 2, Atli Rún- ar Halldórsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, og Jónas Frið- rik Jónsson lögffæðingur. Kosningin milli formannskand- ídatanna varð söguleg, því þeir fengu jafnmörg atkvæði. Þá var kosið aftur og höfðu þá tveir fundarmanna skipt um skoðun, þannig að Þorsteinn var kosinn formaður með fjögurra atkvæða mun. Mörður felldi síðan Hall- dór sem varaformann en Hjört- ur Gíslason hélt sínu sæti. Þegar kom að kosningu varamanna var framboð þeirra Atla Rúnars og Jónasar Friðriks dregið til baka. Frambjóðendur mótffam- boðsins, þeir Guðjón og Ólafur E., náðu báðir kjöri ásamt Jóhönnu. Á fundinum var hart deilt um störf siðanefndar á undanförnum árum, sakir þess meðal annars að nefndin hefur dæmt blaðamenn án þess að gefa þeim kost á að veija sig. Ef marka má niðurstöður kosninganna hafa fundar- menn talið nægjanlega bót á siða- nefridinni að fella Halldór Halldórsson úr nefndinni ásamt varamönnunum tveimur, Jóni G. og Jóni Birgi. HAFNARSTRÆTI15 REYKJAVÍK SÍMI13340 AÐHALDADV... Blaðamönnum á DV hefur nú nánast verið bannað að vinna yfirvinnu. Það er liður í að- haldsaðgerðum þeirra Harðar Ein- arssonar framkvæmdastjóra og Sveins Eyjólfssonar stjórnarfor- manns. Blaðamönnum bregður ábyggilega nokkuð við þessi tíðindi, því allt síðasta ár voru þeir frekar hvattir en lattir til að vinna yfirvinnu. Ástæða þess mun hafa legið í niður- stöðum Gallup-kannana sem sýndu að DV var komið rétt á hæla Moggans í útbreiðslu, einkum meðal yngri les- enda. Niðurskurður á yfirvinnu nú bendir til að þeir Hörður og Sveinn hafi beygt metn- að sinn undir raunveruleikann eins og hann birt- ist í ársreikningi síðasta árs. VIGDÍS í KJARABARÁTTU KENNARA... * nýjasta hefti Nýrra mennta- WFj mála, sem Bandalag kennara- féiaga gefur út, er viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur, forseta ís- lands. Þar leggur hún kennurum lið í kjarabaráttunni. Hún segir meðal ann- ars: „Laun kennara eru þjóðinni til vansa. Kennarastarfið á að vera eftir- sóknarvert af bestu fáanlegum mönn- um, í því felst þjóðarhagurinn sjálfur. Kennarar eiga að vera mjög vel launað- ir, störf þeirra eru meðal þeirra mikil- vægustu í þjóðfélaginu, vinnu þeirra VERÐ AÐ FÁ ÞAÐ ber að sýna virðingu.“ Miðað við horf- ur í kjarasamningum er ekki líklegt að þessi stuðningsyfirlýsing forsetans skipti sköpum um árangur samninga- nefrida kennara. Það hlýtur hins vegar að vera skemmtilegt fyrir samnings- menn þeirra að hafa forsetann í sínu liði á móti fjármálaráðherranum og hans fólki. / / / / BILALEIGUBILL I EINN SOLARHRING INNIFALDIR 100 KM OG VSK HLAÐBREKKU 2, SÍMI: 91-43300, FAX: 91-42837, V/BSÍ, SÍMI: 91-17570 Nýr Favorít Ekki bara betrí, heldur 548 sinnum betri! Favorit LXi hlaðbakur kostar aðeins kr. 598.000.- ó götuna! Nýr og endurbættur Favorit hefur nú litið dagsins Ijós. Eftir að Skoda verksmiðjurnar sameinuðust Volkswagen samsteypunni hafa þýskir tækni- og hugvitsmenn lagt nótt við dag. Útkoman er glæsilegur fimm dyra hlaðbakur, sem státar af 548 endurbótum, stórum sem smáum. Favorit er nú framleiddur samkvæmt kröfum og stöðlum Volkswagen, sem tryggja meiri gæði, aukið öryggi og betri endingu. Vélin er með hvarfakút og tölvustýrðri Bosch Motronic innspýtingu og kveikju, sem er viðhaldsfrí og dregur úr bensíneyðslu. í hurðum eru styrktarbitar, og innréttingar eru nýjar. Það sama gildir um bremsukerfið, rafkerfið og margt, margt fleira. Hinir fjölmörgu aðdáendur Favorit hafa því fengið 548 nýjar ástæður til þess að velja þennan vinsæla bíl. Og er þá ein ótalin: Nefnilega verðið! Nýr framhjóladrifinn Favorit LXi, 5 dyra og 5 gíra kostar kr. 598.000.- á götuna, og fæst í 9 spennandi og frískum litum. Komdu og reynsluaktu nýjum Favorit. Söludeild Jöfurs er opin virka daga 9-18 og laugardaga 12-16. Aukabúnaður á mynd: 15" áffelgur. Nýbýlavegur 2, Kópavogur, sími 42600.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.