Pressan - 01.04.1993, Blaðsíða 12

Pressan - 01.04.1993, Blaðsíða 12
S KOÐA N I R 1 2 PRESSAN J Fimmtudagurínn 1. apríl 1993 PRESSAN Útgefandi Blaðhf. Ritstjóri Gunnar Smárí Egilsson Ritstjórnarfulltrúi Sigurður Már Jónsson STJÓRNMÁL Kerfiskonur á krossgötum Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingan Nýbýlavegi 14-16, sími 64 30 80 Faxnúmer: Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar 64 30 76 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn 64 30 85, dreifing 64 30 86, tæknideild 64 30 87 Áskriftargjald 700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO en 750 kr. á mánuði annars. PRESSAN kostar 230 krónur í lausasölu Hrafns/Heimis- málið í PRESSUNNI er í dag fjallað um forsögu uppsagnar Heimis Steinssonar útvarpsstjóra á Hrafni Gunnlaugssyni dagskrár- stjóra og afleiðingar hennar. Eins og við er að búast, þegar þessir tveir menn komast í hár saman, er allt sem tengist málinu kostu- legt. Persónur þeirra tveggja verða ekki greindar frá málinu og uppákoman væri óhugsandi með öðrum mönnum í aðalhlut- verki. Það er ekki ástæða til að velta því fyrir sér á þessum vettvangi hversu hæfir eða óhæfir þeir Heimir og Hrafn eru til að sinna þeim störfum sem þeir voru ráðnir til. Hins vegar er vert að velta fyrir sér hvers vegna þetta mál fer jafnilla í Sjálfstæðisflokkinn og raun ber vitni. Það kemur fram í PRESSUNNI í dag að sterkar raddir eru uppi um það innan flokksins að menntamálaráðherra losi sig einfaldlega við Heimi. Þrátt fyrir að ætla mætti að sjálfstæðismenn væru almennt fylgjandi einkavæðingu Ríkisútvarpsins er svo ekki. Skiptir þá engu þó að sterkustu rökin fyrir ríkisreknu útvarpi séu í raun fallin. Þrátt fyrir að stórkostlegum fjármunum hafi verið varið til að halda úti menningarlegri dagskrá á Rás 1 hefur starfsmönn- um hennar ekki tekist að ná eyrum landsmanna. Skírskotanir til BBC eru því marklausar. Fólk hlustar á BBC, öfugt við dagskrá ríkisstarfsmannanna í Efstaleiti. Það er fráleitt að verja pening- um til að bæta dagskrá sem enginn hlustar á. Afstaða Sjálfstæðisflokksins til Ríkisútvarpsins markast hins vegar ekki mikið af góðum rökum eða slæmum. Hingað til hafa þeir haldið í grundvallarhugmyndina um að það sé álíka fárán- legt að ríkið reki sjónvarps- og útvarpsstöð og ef það ræki dag- blað. En flokkurinn hefur hins vegar ekkert gert til að ýta á eftir einkavæðingu Ríkisútvarpsins. Ástæðan er sú að hann hefur ekki séð ástæðu til, þar sem honum hefur tekist að koma sínum mönnum að í flestar lykilstöður innan stofnunarinnar. Og eins og um önnur ríkisfyrirtæki er Sjálfstæðisflokkurinn ánægður með ríkisrekið útvarp ef hann kemst upp með að stjórna því. Það er ekki fyrr en það verður hugsanlegt að einhver allaballi eða framsóknarmaður komist þar í lykilstöðu að flokkurinn dustar rykið af einkavæðingarhugmyndum sínum. Sökum þessa er ekki hægt að segja annað en Hrafns/Heimis- málið sé gott á sjálfstæðismenn. Báðir eru þeir beint eða óbeint pólitískt skipaðir af sjálfstæðismönnum þó svo að niðurstaðan af samskiptum þeirra sé flokknum ekki að skapi. Það væri mikið gleðiefhi ef þetta farsakennda Hrafn/Heimis- mál yrði til þess að sjálfstæðismenn kæmu sér upp heilbrigðri stefnu í einkavæðingu Ríkisútvarpsins og stæðu við hana. Hins vegar eru ekki miklar líkur til þess, þar sem flokkurinn er hálf- klofinn enn eftir formannsslaginn fyrir tveimur árum. Síðan þá hafa öll mál, stór og smá, sjálfkrafa fallið inn í deilu þeirra Þor- steins og Davíðs. Þess vegna stendur Halldóra Rafhar, formaður útvarpsráðs, með Heimi Steinssyni, að hún veit að Hrafn Gunn- laugsson er best auglýsti vinur Davíðs Oddssonar. Eftir sem áður væri óskandi að þetta mál yrði að korni sem fyllti mælinn og leiddi til þess að ríkið hætti afskiptum af fjöl- miðlun og fréttaflutningi. BLAÐAMENN Bergljót Friðriksdóttir, Friðrik ÞórGuðmundsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Jón Óskar Flafsteinsson útlitshönnuður, Jónas Sigurgeirsson, Jim Smart Ijósmyndari, Karl Th. Birgisson, Kristán Þór Árnason myndvinnslumaður, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkalesari, Telma L. Tómasson. PENNAR Stjórnmál: Árni Páll Árnason, Einar Karl Haraldsson, Guðmundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hreinn Loftsson, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Ragnhildur Vigfúsdóttir, össurSkarphéðinsson. Listir: Gunnar Árnason, myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Martin Regal leiklist. Teikningar: Ingólfur Margeirsson, Jón Óskar, Kristján Þór Árnason. Setning og umbrot: PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerð og prentun: ODDI Kvennalistinn er nú um það bil tíu ára. Ferillinn hófst á sterkri áherslu á jafnrétti og hagsmuni barna ásamt baráttu gegn hinu karlstýrða valdakerfi og fyrir bættu siðferði í stjórn- málum. Hagfræði hinnar hag- sýnu húsmóður sem ekki eyddi um efhi frani átti að vera leiðar- ljós við stjórn efnahagsmála. Konur áttu að geta átt pólitíska samstöðu á grundvelli kynferð- isins eins, reynsluheimurinn væri einn og hinn sami á Arnar- nesinu og í kjallaraholunum. Undir ómuðu margir tónar ætt- aðir frá jafnólíkum aðilum og Rauðsokkahreyfingunni og Vil- mundi Gylfasyni. í nýútkominni Heimsmynd er að finna athyglisverða úttekt á Kvennalistanum, auk þess sem Mörður Árnason skrifaði góða grein um sama efni hér í blaðið fyrir stuttu. í báðum þessum greinum er að finna staðfestingu þess að goðsögnin um málefnalega samstöðu á grundvelli kynferðis er hrunin. Erfið mál eins og afstaðan til Evrópu og GATT hafa sett mark sitt á flokkinn og starf þing- mannanna. Innan Kvennalist- ans hafa líka gert vart við sig all- ir hinir hefðbundnu sjúkdómar stjórnmálaflokksins; öfundin og afbrýðin, valdatogstreitán og sundurlyndið. En það er ekki bara þetta sem hefur breyst. Stefna Kvennalist- ans í helstu málum er ekki leng- ur stefna sem býður nýjar lausnir, heldur er í besta falli moðsuða hins óbreytta ástands. Kvennalistinn er ekki bara orð- inn stjórnmálaflokkur, með öllu sem því fylgir, heldur flokkur sem boðar á fjölmörgum svið- um óbreytt ástand. Semsagt orðinn varðhundur valdsins, eins og eitt sinn var sagt. Þetta er sérstaklega áberandi í at- vinnumálunum, einu erfiðasta úrlausnarefni okkar nú um stundir. Þessu hefur svo aftur fylgt að stefnan er morandi í mótsögnum, eins og yfirleitt verður um stefnu umbótahreyf- inga sem hætta að vilja breyt- ingar. Tökum nokkur dæmi: I sjávarútvegsmálum hefur Kvennalistinn lagst gegn núver- andi kvótakerfi og þó af enn meiri hörku gegn hugmyndum um kvótaleigu. Rökin fyrir þeirri afstöðu virðast þau helst að kvótaleiga geti leitt til byggðaröskunar sem bitni á at- vinnuþátttöku kvenna og leiði til þess að verðmæti fari for- görðum. f iðnaðarmálum hafa Kvenn- alistakonur lagt áherslu á smá- iðnað en barist gegn stóriðju á þeim forsendum meðal annars að stóriðja sé hættuleg um- hverfmu og að störfin sem skapist með stóriðjufram- kvæmdum séu einkum karla- störf. Hvergi eru mótsagnirnar samt jafnáberandi og í afstöðu Kvennalistans til landbúnaðar- mála. Kvennalistinn hefur af miklum móð staðið varðstöð- una um óbreytt landbúnaðar- kerfi. Rökin fyrir því hafa virst byggjast á því að verja þurfi at- vinnu þeirra kvenna sem starfa í landbúnaði auk almennra þjóð- ernissjónarmiða, þ.e. að það sé í anda hugmyndafræði hinnar hagsýnu húsmóður að nýta landið og gæði þess. Þessi af- staða vekur í sjálfu sér fleiri spurningar en hún svarar. Er ekki hægt að hlú að atvinnu- möguleikum kvenna í landbún- aði án þessa fokdýra landbún- aðarbákns? Stendur það í mannlegu valdi að koma í veg fyrir fækkun starfa í landbún- aði? Kvennalistinn hefur haft mörg góð orð um nauðsyn þess að þriðji heimurinn fái til þess möguleika að brauðfæða sig. Allir hagfræðingar sem ná máli eru sammála um að ein helsta orsökin fyrir viðvarandi hungri í þriðja heiminum sé sú siðlausa landbúnaðarpólitík sem rekin hefur verið í V-Evrópu, þar sem ríkustu þjóðir heims sóa fé til að halda gangandi óarðbærum Jandbúnaði og koma þannig í veg fyrir svo tí öll milliríkjavið- skipti með landbúnaðarafurðir. Hvernig getur Kvennalistinn, með vísan til þessa, réttlætt stuðning sinn við íslenska land- búnaðarkerfið, sem er einna dýrast þessara kerfa og án efa fjandsamlegast milliríkjavið- skiptum með landbúnaðaraf- urðir? Talsmenn stefnu Kvennalistans í EES-málinu út- máluðu Evrópubandalagið sem karlstýrt valáakerfi og það var ein ástæðan fyrir því að berjast átti á móti öllum samskiptum við það. f þessu sambandi er það í sjálfu sér aukaatriði að Kvennalistinn kaus að þegja þunnu hljóði yfir hlutum eins og jafnlaunadómum Dómstóls Evrópubandalaganna sem taka flestu því fram sem sést hefur í íslenskri löggjöf og dómum, en sú spurning hlýtur að vakna hvers vegna lanábúnaðarkerfið fellur ekki í flokk hinna vondu karlstýrðu valdakerfa. Kann ástæðan að vera sú að landbún- aðarkerfið sinnir vel þrengstu skammtímahagsmunum kjós- enda í kjördæmum þar sem þarf innan við 500 atkvæði til að koma Kvennalistaframbjóð- anda á þing? Viðhorf Kvennalistans til at- vinnumála eru hefðbundin varðveislusjónarmið og virðast byggjast á því helst að tryggja atvinnu kvenna. Það er full ástæða fyrir þingmenn og félaga Kvennalistans að velta því fyrir sér hvort afstaða stjórnmála- flokks til jafnáleitinna vanda- mála og við stöndum nú frammi fyrir í atvinnumálum „Stefna Kvenna- listans í helstu málum er ekki lengur stefna sem býður nýjar lausnir, heldur er í bestafalli moð- suða hins óbreytta ástands. “ eigi að ráðast af einu saman til- litinu til þess hvernig atvinnu- þátttöku kvenna er háttað í dag. Getur slík stefna nokkurn tíma gefið fullnægjandi svör? Einstæð móðir í Reykjavík á lágu taxtakaupi sér hag sínum væntanlega best borgið með ódýrri matvöru, jafnvel þótt breytingar á landbúnaðarkerf- inu í þá átt að lækka verð bú- vöru kunni að valda einhverju atvinnuleysi meðal kvenna í bændastétt. Stefna Kvennalist- ans hlýtur að leiða til þess að vega þurfi hagsmuni þessara kvenna, hvora gagnvart öðrum, á einhverri vog, og sú jafhvægis- list virðist erfið svo ekki sé meira sagt. Er svonalagað væn- legt til að komast að einhverri skynsamlegri niðurstöðu? f þessu sambandi er nauðsynlegt að hafa í huga að andstaða Kvennalistans við breytingar er ekki bundin við að hefðbundn- ar kvennastéttir fari illa út úr mögulegum breytingum. Kon- ur eru ekki meirihlutinn af bændastéttinni. Af hverju á þá kona sem er bóndi frekar að njóta styrkja til að halda sinni atvinnu en fiskverkakonan? Og hvers á iðnverkakonan að gjalda? Eigum við að segja okk- ur ffá EFTA-aðild svo við getum beitt ríkisstyrkjum til að halda iðnverkakonum í vinnu? Og að lokum: Gera þessi hringrök það ekki að verkum að Kvennalist- inn verður að leggjast gegn svo að segja allri breytingu á at- vinnuháttum, þar sem breyting- um fylgir jú yfirleitt eitthvert at- vinnuleysi kvenna, rétt eins og karla? Þýða þessi rök ekki að Kvennalistinn er í reynd tals- maður þess að ríkið beiti ávallt styrkjum til að halda uppi at- vinnustarfsemi? Það verður fróðlegt að fylgj- ast með Kvennalistanum á næstu árum. Kannski kjósa þingmenn og félagar í Kvenna- listanum að halda áfram með þessa stefnu. Þá verður Ingi- björg Sólrún sett út úr utanrík- ismálanefnd næsta haust og baráttan hert gegn GATT- samningunum, verði þeir að veruleika. Kvennalistinn á hins vegar mikla möguleika. Það má leiða að því gild rök að Kvenna- listinn hafi sérstakar forsendur, einn flokka, til að kokka upp landbúnaðarstefhu sem bærileg sátt á að geta náðst um, — stefnu sem tryggir neytendum og bændum þann ávinning sem báðir mundu hafa til lengri tíma litið af samkeppni í framleiðslu og sölu á búvörum, ásamt því ■ að taka tillit til réttlátrar kröfu bænda um eðlilega aðlögun að nýjum tímum. En þá þarf líka að setjast niður og pæla.______ Höfundur er lögfræðingur i utanrikisráðuneytinu. 6c^ ALIT MAGNÚS KARVEL JÓHANNES JÓHANNES JÓHANNES PÉTURSSON PÁLMASON GUÐNASON JÓNSSON GUNNARSSON Lœkkun matarskatts sem kjarabót Magnús Pétursson, ráðu- neytisstjóri fjármálaráðu- neytisins: „Lækkun virðis- aukaskatts á matvæli eða brýn- ar nauðsynjar er umdeilanleg ákvörðun. Á annan bóginn mundi það fela í sér almenna lækkun framfærslukostnaðar heimilanna, eins og ýmsar aðr- ar skattbreytingar gætu gert. Á hinn bóginn verður að hafa í huga að lækkun virðisauka- skatts er tæpast ásættanleg ákvörðun verði hún til þess að veikja stöðu ríkissjóðs, sem veik er fyrir. Vandséð er um hvaða skatta samstaða gæti náðst til að vega upp á móti tekjutapinu sem slík lækkun fæli í sér. Einnig þarf að leggja áherslu á að fyrir skatteftirlit er ekki skynsamlegt að taka upp tveggja þrepa skatt, þar sem matvæli yrðu í lægra þrepi en önnur skattskyld starfsemi í öðru hærra. Þetta mundi óefað veikja möguleika manna til skatteftirlits. Yrði ákvörðun tekin um lækkun virðisauka- skatts kæmi fremur til álita að lækka almenna hlutfallið." Karvel Pálmason, fyrrum þingmaður og verkalýðs- leiðtogi: „Á sínum tíma var ég einn harðasti baráttumaðurinn gegn svonefndum matarskatti. Lækkun hans yrði tvímælalaust kjarabót, þ.e. ef annað hækkar ekki’á móti. Það er ekki vafi á því að þetta teldist þá stórvægi- legt atriði, gagnvart því að ekki kæmi til launahækkana, en þá þyrfti einnig virkt eftirlit til að tryggja að lækkun skattsins kæmi örugglega ffam í verðlag- inu. Um leið minni ég á að stjórnvöld hafa áður lofað hækkun persónuafsláttar, en Iítið hefur verið um efridir.“ Jóhannes Guðnason Dagsbrúnarmaður: „Ég er alltaf ánægður með lækkun, en ekki á þennan hátt, samnings- bundið sem kjarabót. Það er nefnilega talsverð hætta á að það kæmi ekki fyllilega fram í verðlaginu. Það er hætta á því að það verði „blöffað" og því líst mér ekki á þessa leið og er almennt ekkert ýkja tilbúinn að semja við ríkisvaldið, sem hef- ur svikið hvað eftir annað. Það er víst lítill grundvöllur fýrir al- mennum kauphækkunum og því vildi ég sjá hluti eins og hækkun persónuafsláttarins og þak á launabilið með því að takmarka launahækkanir við t.d. 200 þúsund á mánuði.“ Jóhannes Jónsson, kaup- maður í Bónus: „Því fyrr því betra. Það er vissulega sitthvað til í því að hagkvæmast sé að hafa virðisaukaskattinn hinn sama á öllu og æskilegra þá að lækka hann yfir línuna, en ef þetta er talin fær leið er ég mjög fylgjandi henni. Hins vegar er tómt mál um það að tala að fara með matarskattinn í núll- ið, það kæmi örugglega niður á fólki á öðrum sviðum. Afstaða mín endurspeglar ekki fýrst og ffremst stöðu mína sem búðar- eiganda; hagsmunir mínir og viðskiptavina minna fara hér saman í einu og öllu.“ Meðal þ ess sem nefnt hefur verið i kjaraviðræðum sem leið til að auka kaupmátt í stað beinna launahækkana erað lækka virðisaukaskatt ámatvörum. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtak- anna: „Mjög fylgjandi þeirri leið. Matvæli eru hér seld á afar háu verði, lífskjör hafa versnað og líklega eiga þau eftir að versna enn. Um leið er það barnafólkið, sem er að fjár- magna húsakaup á háum vöxt- um, sem þarf að eyða mestu í nauðþurftirnar. Matvæli á ekki að skattleggja yfirhöfuð, en ég mundi fagna því sem fyrsta skrefi ef skatturinn færi niður í 14 prósent, eins og ég hef heyrt talað um. Ef ríkissjóður þarf að bæta sér upp tekjumissi vegna þessa get ég bent á leiðir sem ítrekað hefur verið bent á: Fjár- magnstekjuskatt og hátekju- skatt.“ 4 i

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.