Pressan - 01.04.1993, Blaðsíða 8

Pressan - 01.04.1993, Blaðsíða 8
& PBESSAN U TT E KT Fimmtudagurinn l.apríl 1993 SERA Hanna maría PÉTU RSDÓTTI R sóknarprestur „Séra Heimir Steinssonerákaf- lega skemmtilegur maður, oftfyndinn í góðum hópi og mjög hlýr. Hann er fjölfræðingur og víðlesinn. Heimirer víkingur að eðli og gerir ekkert án þess að hugsa málið til enda. Reyndar er ég þeirrar skoðunar að hann hafi gaman af því að leggjast í vik- ing og vera í fylkingarbrjósti, en hann er ætíð sjálfum sér samkvæmur og skyldu- rækinn og gefur starfi sínu og lífi allt. Það má segja um Heimi það sem Jón Ví- dalín sagði: „Hann er in genio at magn- ato." Heimir er ónæmur fyrir slúðri og sögusögnum og tekur gagnrýni ágæt- lega, en hann hefur einn ókost; hann skilur hvorki haus né sporð á kvennaguð- fræði. Ég forðast því að ræða við hann um þau lífssannindi. Hann er það sem við konur myndum kalla „patriarchal"." Guðrún HALLDÓRSDÓTTIR skólastjóri | „Heimir Steinsson ^ ervænnmaðurog I jafnframt hug- | sjónamaður. Hann á sér háleit mark- miðogeróragur | við að berjast fyrir þeim. Hannergóð- urskólamaður, bæði sanngjarn og laginn við nemendur. Hann er vel máli farinn og tekst oft vel að hrífa áheyrendur sína, þó hins vegar geti hann stundum orðið langorður. Hann er maður friðsemdar en á hinn bóginn er hann líka skapmikill og lætur ekki hlut sinn þegar hann veit að hann á réttan málstað að verja." SÉRA BOLLI GÚSTAVSSON vígslubiskup I „Við erum bæði fyrrum skólafélagar ogvinir. Hanner I vel fallinn til mannaforráða, er I stálgreindurog hefur mikla þekk- ingu til að bera. I Hannertraustur vinur vina sinna. Heimir er að upplagi geðríkur, en hefur þroskast vel á þann veg að hafa góða stjórn á því mikla skapi." SÉRA JÓN ElNARSSON prófastur I „Við erum skóla- bræðurog höfum veriðviniríum j fjóra áratugi og ég 9 hef ekkert nema gott um hann að segja. Heimir er maðurfluggáfaður I aukþesssem hann er skáldmæltur og afar tilfinninganæm- ur. Ég hefði þó heldur viljað sjá hann vinna á akri kirkjunnar en í útvarpinu." Átakasagan í kringum brottrekstur Hrafns Gunnlaugssonar Hrafn áminntur tvisvar Áhrifamenn í Sjálf- stæðisflokknum hafa rætt nauðsyn þessaðvíkjaHeimi Steinssyni úr emb- ætti eftir brottvikn- ingu Hrafns Gunn- laugssonar. Þarnýt- urHrafn valdamik- illavinasinna,en Heimirbyggir ákvörðun sína á uppsafnaðri óánægju með meint- anruddaskap Hrafns. íútvarps- ráði lyftu menn brúnum þegar frétt- istaðHrafnhefði tekið umræður þar uppásegulbandán þess að spyrja kóng eða prest. „Þetta eru ekki mannasiðir," segirformaðurút- varpsráðs. Ákvörðun Heimis Steinssonar um að reka Hrafn Gunnlaugsson af Sjónvarpinu fylgir í kjölfar margra vikna stríðsástands á dagskrárdeildinni. Ákvörðunin kom þó öllum í opna skjöldu, ekki síst vegna ástæðunnar sem Heimir hefur gefið upp op- inberlega. Ákvörðunin á sér mun flóknari skýringar, en það bætir ekki skap þeirra sjálfstæðismanna sem nú ræða í fúllri alvöru hvaða leiðir séu færar til að losna við Heimi úr emb- ætti. Þar nýtur Hrafn full- tingis vinar síns, Davíðs Oddssonar, og þeirra sjálfstæðismanna sem sýn- ist RÚV vera að daga uppi sem nátttröll í höndum Heimis Steinssonar. Segulbandstæki á útvarpsráðsfundi Hrafn tók við störfum aftur fyrir þremur vikum, hinn 10. mars. Það var reyndar farið að gusta um Hrafn áður en hann kom til starfa, en upphafið að endalokunum má rekja til út- varpsráðsfundar sem haldinn var föstudaginn 19. febrúar. Á þann fund mætti Hrafn ásamt yfirmönnum útvarps og rakti fyrir ráðinu hugmyndir sínar um breytingar á dagskrár- stefhu. Á þriðjudagskvöld í síð- ustu viku flutti hann svo til sömu ræðuna í beinni útsend- ingu í sjónvarpi, en fór utan daginn eftir. Ummæli Hrafns vöktu reiði, en á útvarpsráðs- fundi síðasta föstudag birtust fyrstu vísbendingar um að Hrafn hefði gengið of langt og gæti goldið dýru verði. Útvarpsráðsmenn voru afar óhressir með framgöngu Hrafns í þættinum og lýstu þeirri skoðun sinni við Heimi Steinsson og Pétur Guðfinns- son framkvæmdastjóra. Út- varpsstjóra var falið að „annast málið“, þ.e. ræða við Hrafn, en annað mál og sérstæðara hafði engu minni áhrif á stemmning- una áþessum fundi. Fram kom að Hrafn hefði á fúndi sínum með ráðinu föstu- daginn 19. haft meðferðis segul- bandstæki og tekið upp um- ræður á fúndinum. Sögunni fylgdi að þessa upptöku hefði Hrafn spilað fyrir vini sína, meðal annars mánudagskvöld- ið 22. mars, við nokkra kátínu. Einhverjir útvarpsráðsmanna höfðu tekið eftir tækinu, en enginn viðstaddra vissi hvort það var í gangi né heldur spurði Hrafn leyfis um hvort hann mætti taka upp umræður. Hrafn neitaði að ræða við PRESSUNA, en í samtölum við vini og stuðningsmenn hefur hann sagst hafa verið með Valgerður Matthíasdóttir Fór ein til New Yorkþegar Hrafn var búinn að endur- skipuleggja. „diktafón“ á fundinum, sjálfúm sér til hægðar eins og sinn sé vani, en ekki hafi verið kveikt á hpnum í þetta skipti. Aðspurður um þetta á út- varpsráðsfundi hafði Pétur Guðfinnsson það eftir Hrafni að hann hefði verið að taka upp sín eigin ummæli. Hann hefði síðan eyðilagt upptökuna. f samtali við PRESSUNA kvaðst Pétur ekki hafa trú á að „diktafónn“ af þeirri tegund drægi meira en svo að hann næmi annað en orð þess sem næst sæti. Þetta gengur þvert gegn því sem Hrafn og stuðningsmenn hans segja, en formaður út- varpsráðs, Halldóra Rafnar, sagði ráðið hafa fengið staðfest- ingu á því að Hrafn hefði tekið upp fundinn. „Okkur fannst það náttúrlega ekki eiga við. Ég hefði að sjálfsögðu leyft að fundurinn yrði tekinn upp, ef fram á það hefði verið farið, en það eru ekki mannasiðir að taka upp fund án þess að fá leyfi við- staddra. Það kom mér satt að segja mjög á óvart.“ Aðspurð sagðist Halldóra hafa beðið framkvæmdastjóra Sjónvarps að koma skilaboðum þessa efn- is til undirmanns síns, Hrafns. Að samanlögðu má gera ráð fyrir að upptakan hafi verið gerð, en PRESSUNNI tókst ekki að hafa uppi á neinum sem hafði heyrt hana og gat staðfest hvers eðlis hún var. Heimir: „Gríp jafnvel tilýtrustu aðgerða" Utvarpsráð vísaði hvoru tveggja málinu, ummælum • Hrafns og segulbandsupptöku- málinu, til útvarpsstjóra „til úr- lausnar“. Heimir hafði þau orð uppi á fundinum að hann myndi grípa til aðgerða, „jafnvel ýtrustu aðgerða11. Samkvæmt upplýsingum blaðsins var það aldrei nefnt upphátt á þessum fundi að ástæða væri til að segja honum upp störfúm, en af um- mælum Heimis réðu sumir að eitthvað mikið væri í aðsigi. Al- geng, en algerlega óstaðfest, er sú skoðun að Heimir hafi þegar á föstudeginum gert upp við sig að reka Hrafn og gert það með samþykki menntamálaráð- herra. Á þessum tímapunkti voru starfsmenn Sjónvarps farnir að undirbúa aðgerðir til að þrýsta á útvarpsstjóra, en ekkert form- legt hafði verið gert. Frétt Tím- ans á laugardag var birtingar- mynd þessa og á sunnudag sá Heimir ástæðu til að setja ofan í við starfsmennina opinberlega og segja þeim efúislega að hann myndi taka þessa ákvörðun einn og sjálfur. Samkvæmt upplýsingum blaðsins ræddi Heimn við bæði forsætis- og menntamálaráð- herra á mánudagsmorgun, en engum fregnum fer af því við hvern, ef þá nokkurn, hann ráð- færði sig um helgina nema lög- mann RÚV. Ólafur G. Einarsson kveðst hafa latt Heimi til verksins, en Heimir hefur þá látið það sem vind um eyru þjóta. Hann kynnti framkvæmdastjórn, Pétri Guðfmnssyni og Herði Vilhjálmssyni, ákvörðun sína skömmu eftir hádegi á mánu- dag. Það var til kynningar, ekki til synjunar eða samþykktar. Þá var Hrafn enn erlendis og var einfaldlega sent bréf heim þar sem honum var tilkynnt um uppsögnina. Hann kom til landsins síðar um daginn, en mætti upp á Sjónvarp á mánu- dagskvöld, væntanlega til að taka til á skrifborðinu sínu. Eina ástæðan sem Heimir hefur gefið fyrir uppsögninni opinberlega eru ummæli Hrafns í áðurgreindum þætti. Af samtölum við starfsmenn RÚV má ráða að ástæðurnar séu fleiri, en þeir telja að áróð- ursstaða Heimis veikist mjög af því að hann skýri ekki ffá þeim. Þeirrar skoðunar er meðal ann- arra Stefán Jón Hafstein: „Heimir gerði mistök með því að skýra ekki frá ástæðum upp- sagnarinnar um leið og hún var tilkynnt. Því lengra sem líður, því verri verða þau mistök. Ég hef ástæðu til að ætla að um- mæli Hrafhs séu ekki ástæðan, en á meðan því er ómótmælt, þá versnar staða Heimis.“ „Þetta er málfrelsismál,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissur- arson, góðvinur Davíðs Odds- sonar eins og Hrafn, sem hefur beitt sér töluvert í þVssu máli. „í útvarpslögum segir að Ríkisút- varpið skuli hafa í heiðri lýð- ræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana.“ Hannes og aðrir sem stutt hafa Hrafn telja að HermannGunnarsson Ætlaði til Parísar að tala við Albert. Hrafn stöðvaði það. HEIMIR STEINSSON Reynslan hefur ítrekað sýnt að undi safnanir ogfjöldaáskoranir innan varpsins bera ekki tilœtlaðan áran 28. mars. Útvarpsstjóri hefur í dag sagt H Gunnlaugssyni upp störfum sem stjóra Innlendrar dagskrárdeildar $j VarpSÍnS. “ 29. mars. irskrifta- Ríkisút- igur. <( rafni dagskrár- ón- Hvað sagði Hrafn um yfirstjórn Sjónvarpsins? „Ég er sammála Snorra [Þórissyni] í þvi að það sem þyrfti kannski helst að skoða er yfirstjórnin hér.... Mér finnst útvarpsráð oft hafa verið mjög skynsamt ígegnum tíðina, á meðan rykfallnir embættismenn hér hafa ekki verið svo skynsamir. Og það er þá kostur að útvarpsráð end- urnýjast, en embættis- menn alveg til vandræða, hafa stundum setið hér endalaust. Svo hafa nátt- úrlega verið mjög góðir menn hérinnan um sem hafa verið hér lengi... Þeir sem helst koma með sparnaðartillögur hér eru fjármáladeild á hverjum tíma, ég veit ekki hvort fjármáladeild kemur endilega með tillögur um að það eigi að spara inn- an fjármáladeildar... Danirhafa verið að leggja niður þessa miðstýrðu fjármáladeild... Ég held að það sé það sem hljóti að koma hérog það verði að gerast... Það ersvona ýmislegt i fjárfestingum stofnunar- innarsem mætti skoða." Heimir hafi brotið illa á Hrafni með því að láta hann gjalda skoðana sinna á þennan hátt. Hvorugur aðili hefur viljað skýra málið frekar, þótt í gær hafi litlu munað. Fyrir hádegi var boðað á skrifstofu útvarps- stjóra að von væri á fréttatil- kynningu um málið og væri hún á lokastigi í vinnslu. Þegar grennslast var fyrir um hana nokkru síðar hafði hún hins vegar verið lögð á hilluna og fengust engar skýringar á því, en sumir starfsmanna RÚV töldu að það hefði verið gert að ráðleggingum lögmanns. Tvisvar áminntur fyrir dónaskap Hrafn hefur tvisvar hlotið áminningu í starfi sem dag- skrárstjóri, reyndar í sama mál- inu. Það gerðist fyrst í apríl 1988 (sama dag og Ingvi Hrafn Jónsson var rekinn frá Sjón- varpinu), þegar Hrafn gekk út af vikulegum samráðsfúndi innan Sjónvarps, að því er virð- ist vegna persónulegra illdeilna við starfandi framkvæmda- stjóra, Ingimar Ingimarsson, nú fhéttamann. Hrafn sagði að- stoðarmanni sínum, Baldri Hermannssyni, að koma með sér og gengu þeir á dyr með nokkrum bægslagangi. í kjöl- farið veitti Ingimar Hrafni formlega áminningu fyrir að sinna ekki skyldum sínum og vanrækja nauðsynlegt samstarf innan Sjónvarpsins. í áminn- ingunni var Hrafn skammaður fyrir „dónaskap“ gagnvart starfsfólki og að skaða stofnun- ina með því að láta stjórnast af „persónulegri óvild og dynt- um“. Ingimar staðfesti að hann hefði veitt Hrafni áminningu, en vildi ekki tjá sig um efni hennar. Hann sagði þó að hún hefði verið veitt í fúllu samráði

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.