Pressan - 01.04.1993, Blaðsíða 20

Pressan - 01.04.1993, Blaðsíða 20
VANDAMALABORN BLAÐAHEIMUM 20 PRESSAN Fimmtudagurinn 1. apríi 1993 Maður vikunnar Binyamin Netanyahu Bibi og Sara í giftingarveislunni 1991. Kvennabósi vinnur kosningar Hérna er formúlan að kosn- ingasigri: farðu í sjónvarp í beinni útsendingu og játaðu a þig framhjáhald, en segðu að því sé lokið, að stjórnmálamenn þurfi líka að eiga sér einkalíf og að í öllum hjónaböndum séu einhverjir erfiðleikar. Leggðu svo upp í rútuferð um landið þvert og endilangt rétt fyrir kosningar og sigurinn er vís. Bill Clinton? Ekki alveg. Mað- urinn er Binyamin „Bibi“ Net- anyahu, fyrrum aðstoðarutan- ríkisráðherra fsraels, nýkjörinn formaður Likud-bandalagsins. Hann birtist óvænt í sjónvarp- inu um miðjan janúar og til- kynnti að kona sm, Sara, heíði fengið nafnlaust símtal frá manni sem sagðist myndu gera opinberar upplýsingar um sam- band Bibis við aðra konu ef hann hætti ekki við formanns- framboð sitt. Bibi viðurkenndi framhjáhaldið í útsendingunni, en sagði að það hefði varað stutt og bað konu sína og kjósendur fyrirgefningar. Stuttu seinna lagði hann af stað í kosninga- ferð í illa skræpóttri rútu sem kölluð var Bibimobile. Hann fékk meirihluta atkvæða í kosn- ingu meðal flokksmanna í síð- ustu viku. Það hefðu ekki margir kom- ist upp með þetta. En Bibi er snillingur í sjónvarpi, vel máli farinn, öruggur og myndarleg- ur, eins og íslenslar sjónvarps- áhortendur mirmast kannski frá útsendingum CNN á tímum Flóabardaga. Þá var hann að- stoðarutanríkisráðherra og einn helsti talsmaður ísraelsstjómar, ekki sfst vegna þess hversu vel hann kemur fyrir og talar góða ensku. Bibi er sonur bandarísks söguprófessors og sjálfur menntaður í Bandaríkjunum. Eldri bróðir hans, Jonathan, lét lffið í árásinni á Entebbe þegar ísraelskir sérsveitarmenn frels- uðu ísraelska gísla úr flugvél Air France, sem frægt er orðið. Bibi er aðeins 43 ára, en á þó að baki bæði sendiherrastöðu hjá Sam- einuðu þjóðunum og fimm ára þingmennsku. Hann hefur líka öðmm fremur flutt inn til ísra- els bandarískar baráttuaðferðir í pólitík og mótmælir ekki þeg- ar honum er líkt við Bill Clin- ton. Hann hefúr talað fyrir því að fsraeismenn taki upp beint forsetakjör eins og tfðkast í Bandaríkjunum. Það -munaði minnstu að ffamhjáhaldsmálið eyðilegði framboð hans. Hann sagði að kúgunartilraunin væri runnin undan rifjum andstæðings síns innan Likud, en vildi þó nefha hvorugan helstu mótffambjóð- enda sinna, David Levy eða Benny Begin. Bibi reyndist raunar svo erfitt að útskýra samsæriskenninguna að sumir héldu því ffam að sagan af sím- talinu væri uppspuni, saman settur í þeim tilgangi að öðlast samúð kjósenda. Það er sjaldgæft að einkalíf ísraelskra stjórmálamanna hafi áhrif á frama þeirra og nægir að nefna hetjuna úr Sex daga stríð- inu, Moshe Dayan, sem var al- ræmdur kvennamaður. Bibi Netanyahu er þríkvæntur. Nú- verandi eiginkona hans er fyrr- um flugfreyja sem hann gekk að eiga skömmu effir að Flóabar- daga lauk. öfúgt við Hillary Clinton hefur hún ekki viljað ræða við fjölmiðla, en hefúr komið ffam opinberlega bónda sínum til stuðnings. Að kosningum loknum þarf Bibi að græða sár Likud-banda- lagsins eftir harkalega kosn- ingabaráttu. Pólitískt er hann harðlínumaður og kveðst ekki munu gefa eftir í samningum landvinninga ísraels síðustu ár. Þó er óvíst hversu sterk sú sannfæring er, enda er Bibi raunsæispólitfkus ffam í fingur- góma og mörgum lfldegri til að láta undan þrýstingi Banda- ríkjamanna (og fýrirmyndar sinnar, Clintons) um árangur í friðarviðræðum við Palestfnu- menn. £f)e 9íeJu 9)orí$ £imcð Lygarnar um El Salvador Utanríkisráðherra Bandaríkjanna gerði rétt í að krefjast ítarlegrar rannsóknar á þeirri leynd sem virðist hafa hvílt yfir morðum og mannréttindabrotum í borgarastyrjöldinni í E1 Salvador. Herfor- ingjar í stjórnartíð Ronalds Reagan og Georges Bush virðast hafa - bagað yfir eða haft að engu sönnunargögn um að herinn í E1 Salva- dor væri að strádrepa óbreytta borgara. Þess í stað kepptust herfor- ingjamir við að sannfæra stjórnvöld í Washington um að ástandið á óff iðarsvæðinu færi batnandi. Sannleiksnefiid Sameinuðu þjóðanna hefúr leitt í ljós að herinn í E1 Salvador og dauðasveitirnar bera ábyrgð á stærstum hluta þeirra brota sem ffamin voru þau tólf ár sem borgarastyrjöldin stóð. Sam- kvæmt niðurstöðum nefndarinnar vissu bandarískir herforingjar - annað og meira en þeir létu uppi við Bandaríkjaþing og bandarísk- an almenning. . f sannleika sagt ætti rannsóknin á máli þessu að ná aftur til 1980, þar sem látalætin hófúst þegar í stjórnartíð Jimmys Carter. Og hún ætti ekki aðeins að beinast að tilraunum herforingjanna til að gabba Bandaríkjaþing, heldur einnig að viðleitni yfirvalda til að koma í veg fýrir að fféttamenn segðu sannleikann. FréttaskáldiðRockyRyan Hefurhaft blaðamenn um allan heim að fíflum. Með lygina að lifibrauði Slúðurkóngurínn RockyRyan veitbetur en nokkur annar að það er ekki alltsatt og réttsem skýrt er frá í fjölmiðlum. Síðustu átján árin hefurhann haftþað að aðalstarfi að fóðra dagblöð um allan heim á æsifrétt- um, sem eiga það sameiginlegtað vera uppspuni frá rótum. írska „fréttaskáldið“ Rocky Ryan er enginn venjulegur maður og víst er að það er ekki neitt venjulegt við vinnuna hans. Ryan hefiir unnið ötullega að því síðustu átján árin að spinna upp fféttir um ffægt fólk og ýmis mikilvæg málefni og leka þeim í helstu dagblöð heims. Frá 1975 hefur Ryan átt sinn þátt í „slúðurfféttastreym- inu“ í heiminum og fengið æsi- fféttablöð um allan heim til að birta þúsundir af lognum og oft hreint ótrúlegum ff éttum. Af einhverjum ástæðum hafa blaðamenn bitið aftur og aftur á agnið, enda þótt sumar sögum- ar sem Ryan hefur borið í fjöl- miðla séu vægast sagt hlægileg- ar. Ein skýringin hlýtur að vera sú að Ryan hafi borið sig fá- dæma fagmannlega að við upp- lýsingamiðlunina, með þeim af- leiðingum að sömu blöðin ganga aftur og aftur í gildmna. Annað, sem hlýtur að vega enn þyngra, er vitanlega hin tak- markalausa löngun í æsifféttir, sem hefur komið mörgum blaðmanninum á kaldan klaka. Ekki lygari heldur sögumaður Bragðarefinn Rocky Ryan skortir hvorki ímyndunarafl né kjark, eða hvernig hefði honum annars tekist að hafa blaða- menn um allan heim að fi'flum og það án þess að depla auga? Það er þó ekki svo að það hafi aldrei komist upp um óheiðar- leika hans. Offsinnis hafa blöð þurff að draga fréttir sínar til baka þegar í ljós hefur komið að þær vora úr lausu loffi gripnar. Og oft hefur uppspuninn haft afdrifarík og fjárfrek meiðyrða- mál í för með sér og kostað blaðamenn og yfirmenn þeirra æruna. En Ryan er slunginn og með því að villa á sér heimildir með sífellt nýjum hætti hefur honum tekist að leika á sömu blaða- mennina aftur og affur, enda þótt bitur reynslan ætti að hafa kennt þeim að vera vel á verði gegn slíkum skúrkum. Nýlega fjallaði The Evening Standard um lygalaupinn Rocky Ryan og kallaði hann þar „lygarann, sem veitti samfélaginu ráðningu". Sjálfur kann Ryan ekki við að vera kallaður lygari eða ómenni sem beitir blekkingum og kýs frekar að ganga undir nafninu „sögumaður". Uppreisn á ritstjóminni á New York Post „Hvaða fífl hefur tekið þetta blað herskildi?" Undarlegt ástánd ríkir þessa dagana á elsta dagblaði Banda- ríkjanna, New York Post. Með- al fyrstu verka nýs eiganda blaðsins var að reka ritstjórann og helstu blaðámenn. Þeir sátu hins vegar sem fastast við skrif- borð sín, settu önnur verkefni til hliðar og fóru að skrifa níð- greinar um nýja eigandann. Þannig gekk til í nokkra daga þar til dómari úrskurðaði vopnahlé í þessari einstæðu deilu. Það reynist líklega álíka haldgott og vopnahléin í Júgó- slavíu. Forsagan er sú að um miðj- an mars tók Abraham Hir- schfeld við rekstri blaðsins, sem er gjaldþrota. Hirschfeld auðgaðist á verktakabransan- um, bílastæðabyggingum og heilsuklúbbum, veit ekkert um Alexander Hamilton felldi tárþegar nýi eigand- inn tók við. blaðarekstur og byrjaði á að reka ritstjórann, Pete Hamill, og reyndustu penna blaðsins. Þeir hugsuðu ráð sitt smástund og svöruðu með fyrirsögninni „Farðu til fjandans" á forsíðu daginn eftir. Inni í blaðinu voru greinar um „fíflið“, nýja eigandann, þar sem misjöfhum ferli hans var lýst í miður þægi- legum tón. Daginn eftir birtist maður- inn sem stofnaði blaðið árið 1801, Alexander Hamilton, tárfellandi á forsíðunni og fleiri greinar um Hirschfeld fylgdu í kaupbæti. Einn dálkahöfund- urinn byrjaði svona: „Fyrir fimmtán áram tilnefndi ég Abe Hirschfeld einn af tíu verstu leigusölum í New York. Hann reyndi að múta mér með ókeypis íbúð ef ég sleppti hon- um af listanum. Ég setti hann með... í gær rak hann mig.“ Fjöldi fólks mætti í kröfú- göngu til stuðnings ritstjórn- inni, þeirra á meðal nöfn á borð við Norman Mailer. Hirschfeld fékk hins vegar dómara til að banna Hamill inngöngu á skrifstofur blaðs- ins, en daginn effir skipti dóm- arinn um skoðun, veitti Hamill ritstjórnarvald og Hirschfeld fjárhagslegt vald. „Farðu til þíns heima, Abe!“ skrifaði Hamill. „Skrifaðu bara undir tékkana og sendu þá í pósti.“ Blaðið heldur áfram að koma út og tapa milljón dölum á dag á meðan þetta vopnahlé varir. Dómarinn hyggst taka málið upp aftur að liðnum reynslutíma nú skömmu effir mánaðamótin. Ryan fæddist fyrir 54 áram á Irlandi, sonur írsks föður og ítalskrar móður. Ryan varð snemma til vandræða og var oftsinnis vistaður á betrunar- stofnunum fyrir unga afbrota- menn. Hann kvæntist sextán ára gamall en skildi skömmu síðar. Efdr það þvældist hann úr einu í annað; skráði sig í herinn, reyndi að komast að sem leikari hjá Abbey-leikhúsmu í Dyflinni en endaði í starfi áhættuleikara, sem hann gegndi um margra ára skeið. Á þeim tíma vann Ry- an ekki með neinum smástjöm- um og hann var meðal annars staðgengill leikaranna Johns Wayne, Clints Eastwood og James Bond-leikaranna Seans Connery og Rogers Moore. Svo illa vildi til við upptökur myndarinnar The Slipper and the Rose árið 1975 að hestur féll ofan á Ryan, með þeim afleið- ingum að hann slasaðist illa og varð að leggja áhættuleikara- starfið á hilluna. Það var þá sem Ryan ákvað að snúa sér að fjöl- miðlum og skemmta sér við að hafa blaðamenn að háði og spotti. Síðan hefur hann haft lygina að lifibrauði, auk þess sem hann rekur miðlun fyrir einkaöryggisverði. Breska konungsfjöl- skyldan í mikfu uppáhaldi Frá því fyrsta lygasaga Roc- kys Ryan komst á prent 1975 hefúr hann verið iðinn við kol- ann og fengið dagblöð um allan heim til að birta þúsundir af upplognum fféttum. Flestar hafa valdið miklu fjaðrafoki og mjög margar reynst afdrifaríkar fýrir dagblöðin, sem setið hafa uppi með skít og skömm. Meðal þess sem Ryan tókst að telja heimspressunni trú um var að Díana prinsessa væri for- fallinn alkóhólisti. Síðustu miss- eri hafa fáir verið jafnvinsælir á forsíðum æsifréttablaðanna og breska konungsfjölskyldan og því voru blaðamenn fljótir að gleypa í sig söguna, sem barst inn á borð til þeirra, um drykk- felldu prinsessuna. Enda gat

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.