Pressan - 01.04.1993, Blaðsíða 13

Pressan - 01.04.1993, Blaðsíða 13
SKOÐANIR Fimmtudagurinn 7. apríi 1993 PRESSAN 7 3 HVERSVEGNA Geta hluthafar ekki ógilt svim- andi háa eftir- launasamninga forstjóranna? JÓN ÖGMUNDUR ÞORMÓÐSSON lögfræðingur í viðskiptaráðuneytinu „Eflitið er m nánarþá ko Það er ekki auðvelt að gefa svar við svona spurningu en það að stjórnir ýmissa fyrir- tækja hafa tekið ákvarðanir um að gera vel við ýmsa stjórnend- ur í samningum, meðal annars eftirlaunasamningum, hlýtur að byggjast á því að menn telji þetta ekki brjóta í bága við lög og þá ekki í bága við hlutafé- lagalögin og væntanlega ekki heldur samþykktir viðkomandi félags. Ef litið er á hlutafélagalögin nánar þá koma vissar greinar helst til álita varðandi það hvort samningar væru í lagi eða ekki. Þá er það fyrst 56. grein lag- anna, sem segir að stjórnar- maður eða framkvæmdastjóri megi ekki taka þátt í máli varð- andi samning milli félagsins og þeirra, ef þeir hafa verulegra hagsmuna að gæta og kunna að fara í bága við hagsmuni félags- ins. Það er skylda stjórnar- manna og framkvæmdastjóra að upplýsa um slík tilvik. Þetta er ein þeirra greina sem koma til álita. Af fleiri greinum mætti nefha 60. grein, sem segir meðal annars að félagsstjóm megi ekki gera neinar þær ráðstafanir sem bersýnilega eru fallnar til þess að afla ákveðnum hluthöfiim eða öðrum óeðlilegra hags- muna á kostnað hluthafa eða fé- lagsins. Þarna kynnu stjórnar- menn hugsanlega að vera hlut- hafar og þar kæmi þessi grein til athugunar. Það er auðvitað allt- af matsatriði hvað er eðlilegt að semja um og hvað ekki, en þetta eru þau ákvæði sem koma til at- hugunar í þessu sambandi. I þessari sömu lagagrein er einn- ig það ákvæði að félagsstjóm og framkvæmdastjóri megi ekki framfylgja ákvörðun hluthafa- fundar eða annarra stjómarað- ila félagsins ef ákvarðanirnar eru ógildar végna þess að þær brjóta í bága við lög eða félaga- samþykktir. Sem dæmi mætti taka ef framkvæmdastjóri greiðir stjórnarmönnum laun sem þeir hafa ákveðið sjálfir en hluthafafundur ætti að ákveða samkvæmt félagssamþykktum.' I 61. grein hlutafjárlaganna segir að ef sá sem kemur ffam fyrir hönd félags fer út fyrir heimild sína sé samningurinn ekki bindandi fyrir félagið ef viðsemjandinn vissi eða mátti vita um heimildarskortinn. Ef litið er á fleiri greinar má sjá að í 78. grein stendur að hluthafa- fundur megi ekki taka ákvörð- un sem bersýnilega er fallin til þess að afla ákveðnum hluthöf- um eða öðrum óeðlilegra hags- muna á kostnað annarra hlut- hafa eða félagsins. Þá segir í 79. grein að hluthafi, stjórnarmað- ur eða framkvæmdastjóri geti höfðað mál vegna ákvörðunar hluthafafúndar sem tekin hefur verið með ólögmætum hætti eða brýtur í bága við hlutafé- lagslögin eða samþykktir við- komandi félags. I 132. grein hlutafélagalaganna segir meðal annars að stjórnarmenn og framkvæmdastjórar séu skyld- ar helst til álita varðandiþcé hvort samnin'gar væru í/lagi , eða ekki. Þþ erþaðfyrót 56. grein lagajnna, sem segihað stjórnarmaður eðafram- kvœmdastjóri megi ekki taka þftíj tjiáli yarðandisamning leirra, ef rhagsmuna lagslns Ojí þeir hafa véiulei að gcéia og\udn bága við hags tns. ugir að bæta hlutafélagj það tjón er þeir hafa valdið félaginu í störfum sínum, hvort sem er af ásetningi eða gáleysi. Sama gild- ir þegar hluthafi eða aðrir verða fyrir tjóni vegna brota á ákvæð- um lajganna eða félagssam- þykkta. Samkvæmt 134. grein þarf að höfða skaðabótamál gegn stjórnarmönnum og ff am- kvæmdastjórum innan þriggja ára frá því viðkomandi samn- ingar voru gerðir. Því má svo bæta við að í samþykktum fé- laga kunna að vera ákvæði um að ákvörðun um greiðslu til stjómarmanna skuli tekin á að- alfundi félagsins. f þeim tilvik- um ætti stjórnin ekki að taka ákvörðun um slíkar greiðslur. Einnig er hugsanlegt að f sam- þykktum kunni að vera ákvæði um að stjómin ákveði starfskjör framkvæmdastjóra og þá er ekki nægjanlegt að stjómarfor- maður geri einn samning við hann. í þessu sambandi mætti hafa í huga ákvæði 61 gr. sem fyrr er getið, um heimildarskort þess sem kemur fram fyrir hönd félags, en slíkt getur leitt til þess að samningur sé ekki bindandi fyrir félagið. Þetta em helstu lagaákvæðin sem koma til athugunar um hvort unnt sé að hnekkja samningum sem einhverjir hluthafar telja óhag- stæða félagi sínu. FJOLMIÐLAR / tilefni afumkvörtun dómstjóra Ólöf Pétursdóttir, dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness, skrif- aði greinarkorn í Moggann í gær í tilefni af skrifum PRESS- UNNAR um óheyrilegan seina- gang dómaranna í Hafnarfirði. í sjálfir sér er ekki margt að segja um þessi skrif Ólafar en samt langar mig til að nota þau í þessum pistli. Ólöf segist ekki vita hvað PRESSUNNI gengur til með að skrifa um seinaganginn, hún segir fréttir PRESSUNNAR fullar af rangfærslum sem hún þó tilgreinir ekki og hún er hrædd um að einhver kunni að ruglast í málinu og telja að dómararnir hafi komist upp með seinaganginn undir sinni stjórn. Tvær fyrri ávirðingarnar, tilgangurinn og rangfærslurnar, eru ekki svaraverðar. Ef Ólöfu finnst tilgangslaust að fjalla um seinagang dómaranna ætti hún að lesa viðtal við eitt af fórnar- lömbum þeirra í síðustu PRESSU og sömuleiðis viðtal við fo’rmann Lögmannafélags- ins og fá þannig önnur viðhorf en dómaranna sjálfra. Ég get ekki varið rangfærslurnar sem ' Ólöf segist hafa hnotið um, þar sem hún hefiir ekki fyrir því að nefna þær. Ég get því ekki tekið tal Ólafar um þær öðruvísi en sem tæki til að gera fréttir PRESSUNNAR um dómarana ótrúverðugar. Sama gildir raun- ar um tilganginn. Það er þekkt bragð að koma þeirri hugsun að hjá fólki að einhver annarlegur tilgangur liggi að baki gagnrýni og fréttum og því séu þær ómarktækar. Þriðja atriðið finnst mér at- hyglisverðast. Ólöf segir að ekki sé hægt að átta sig á því í grein PRESSUNNAR hvenær dóm- aramir viðhöfðu seinaganginn, hvænær þeir voru áminntir, hvenær þeir tóku á sig rögg og hvenær allt fór í sama farið aft- ur. Ég átti ekki í vandræðum með það. Það kemur glögglega DOMJIimiR MAnesiniNis AvfDwn/íw; „Þótt ÓlöfPétursdóttirskilji ekki tilgang- inn þá hleypti dómsmálaráðuneytið af stokkunum sérstakri rannsókn á störfum dómaranna í kjölfar skrifa blaðsins á sín- um tíma. “ fram í greininni að þessir dóm- arar unnu við Héraðsdóm Hafnarfjarðar fyrir dómstóla- breytingu og vinna nú við Hér- aðsdóm Reykjaness. Már Pét- ursson var yfirmaður þeirra hjá embætti sýslumannsins í Hafn- arfirði en Ólöf Pétursdóttir er dómstjóri þeirra eftir að þeir fluttu sig í Héraðsdóm Reykja- ness eftir breytinguna. Eg er handviss um að Ólöf hefur get- að séð af greininni hvenær ákveðnar áminningar komu fram og hvort þær tilheyrðu hennar tíð sem yfirmanns dóm- aranna eða hvort þær voru ffá tíð Más. Ég er líka handviss um að þótt PRESSAN hefði þrá- stagast á dómstólabreytingunni út alla greinina, og sett innan sviga í lok hverrar málsgreinar hvort umræddir atburðir áttu sér stað áður eða eftir að Ólöf varð yfirmaður dómaranna, þá hefði það ekki girt fyrir að ein- hver viki sér að Ólöfu í ferming- arveislu og spyrði hana hvort hún hefði engin tök á þessum dómurum. Það þarf ekki meira til en að einn maður lesi grein- ina og segi öðrum ffá og sá síð- ari tali við Ólöfu. PRESSAN getur ekki tryggt að þessum tveimur mönnum þyki það jafn mikilvægt atriði og Ólöfu hvort hún hefur verið yfirmaður dómaranna í lengri eða skemmri tíma. Ég verð oft fyrir því að fólk les ýmislegt í blaðinu mínu sem ekki stendur þar. Ég hef meira að segja orðið fyrir því að siða- nefnd blaðamanna hefur lesið sitthvað úr greinum blaðsins sem ekki hefur verið þar. Blaða- menn geta aldrei gengið svo ffá greinum sínum og fréttum að engum takist að sjá yfir atriði í þeim eða misskilja þær á annan hátt. Það eina sem blaðamenn geta gert er að skrifa það sem þeir vita sannast á sem skýrast- anhátt. Og það hafa blaðamenn PRESSUNNAR gert í umfjöll- un sinni um seinagang dómar- anna tveggja í Hafnarfirði. Og þótt Ólöf Pétursdóttir skilji ekki tilganginn þá hleypti dóms- málaráðuneytið af stokkunum sérstakri rannsókn á störfum dómaranna í kjölfar skrifa blaðsins á sínum tíma. Og þegar saksóknari hefur gefið út stefiiu á annan dómarann vegna þessa seinagangs þá segir PRESSAN ffá því og skiptir engu þótt við- komandi dómari sé kominn með nýjan yfirmann. Það er aukaatriði. Gunnar Smári Egilsson STJÓRNMÁL Raddir hluthafanna Fróðlegt var að fylgjast með fréttum fjölmiðla af aðalfundi Islandsbanka á dögunum. Þar mættu langflestir hluthafar og létu sumir óspart í sér heyra um rekstur bankans. Ég skal ekkert segja um málflutning þeirra en þetta atvik sýndi glöggt, hver eru helstu rök fyrir einkavæð- ingu ríkisbankanna: Þá og því aðeins er haft nægilegt aðhald og effirlit með rekstrinum, að tilteknir menn hafi hag af því að hafa aðhald og eftirlit með hon- um. Berum sem snöggvast saman aðstöðu ríkisstofhana og einka- fyrirtækja. Ríkisstofnanir gefa út ársreikninga um afkomu sína. Hið sama gera almenn- ingshlutafélög í eigu einstak- linga. Sá hængur er á ársreikn- ingum ríkisstofnananna, að enginn einstakur aðili hefur neinn hag af því að kynna sér þá nákvæmlega. f einkafyrirtækj- unum vaka hluthafarnir hins vegar yfir sínum hlut; þeir vilja arð; þeir hafa sjálfir beinan hag af vel reknum fyrirtækjum. Þess vegna verður sjálfkrafa til stétt ötulla og árvakra eftirlitsmanna (sem ekki eru á launum ffá hinu HANNES HÓLMSTEINN^ GISSURARSON opinbera) með rekstri einka- banka. íslensk fyrirtæki hafa líklega ekki verið eins vel rekin og vera skyldi fram á síðustu ár. Ein meginástæðan hefur einmitt verið, að hér hefur ekki verið öflugur hlutafjármarkaður; hér hefur ekki verið til fjölmennur hópur hluthafa, sem fjárfesta í fyrirtækjum og sætta sig ekki við h'tinn arð. John Kenneth Galbraith vakti mikla athygli fyrir tveimur ára- tugum með kenningum um það, að stjórnendur fyrirtækja hefðu tekið ráðin af eigendum þeirra. Á kenningu hans var hins vegar sá mikli galli, að eig- endur hlutafjár í fyrirtækjum hafa tvö ráð undir rifjum sínum til þess að aga stjórnendur. Annað er að mæta á aðalfundi, gagnrýna stjórnendur og krefj- ast meiri arðsemi af hlutafé sínu. Hitt er að selja hluti sína í lítt arðbærum fyrirtækjum og kaupa síðan hluti í betur rekn- um og arðbærari fyrirtækjum. En þetta ráð er aðeins tiltækt, þar sem er öflugur hlutafjár- markaður og margra kosta völ. Hluthafar veita stjórnendum fyrirtækja sinna aðhald með því að lesa ársreikninga gaumgæfi- lega og kvarta undan mistökum á aðalfundum. En þeir veita ekki síður aðhald með kaupum og sölum á hlutabréfum á frjáls- um markaði. Segja má, að verð- breytingar á hlutafjármarkaði séu eins og einkunnir, sem gefnar eru á hverjum degi um frammistöðu stjórnenda ein- stakra fyrirtækja: Þegar hluta- bréf lækka í verði er einkunnin lág; þegar þau hækka aftur hef- ur einkunnin hækkað. Hér á landi hafa þessar einkunnir ekki legið fyrir. Reynslan hefur ekki fengið að sinna kennslustarfi sínu, og afleiðingin hefur orðið, að nemendurnir í hinum mikla skóla lífsins hafa slegið slöku við. Stjómendur Landsbanka eru líklega ekki verri stjómendur en hinir, sem reka íslandsbanka. fréttirnar afhinum ■ugu umrœðum á indi fslandsbanka sýna, hversu brýna nauðsyn ber til að einkavœða ríkisbankana tvo sem allra fyrst. Eins og Aristóteles sagði ígagnrýni sinni á sameignarhugmyndir Platónsfyr- ir tvö þúsund árum: Það, sem allir eiga, hirðir enginn um. “ En þeir starfa áreiðanlega ekki við sama aðhald og eftirlit og það hefur sín áhrif, þegar til lengdar lætur. (Ég held hins vegar, að það sé þjóðsaga, að Búnaðarbankinn sé vel rekinn: Hann er að sumu leyti svipað fyrirtæki og Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins og fslenskir að- alverktakar, aðallega þjónustu- og innheimtustofhun við opin- bera eða hálfopinbera aðila.) Fréttirnar af hinum fjörugu um- ræðum á aðalfundi fslands- banka sýna, hversu brýna nauð- syn ber til að einkavæða ríkis- bankana tvo sem allra fyrst. Eins og Aristóteles sagði í gagn- rýni sinni á sameignarhug- myndir Platóns fyrir tvö þús- und árum: Það, sem allir eiga, hirðirenginn um. Höfundur er dósent. A UPPLEIÐ t ORRIVIGFUSSON KAUPSÝSLUMAÐUR - Þótt gömlu stjórnar- menn- irnir í Is- lands- banka hafi talið að þeir væru æviráðnir sóttist Orri eftir kjöri og náði því. Eini gallinn er sá að hann fékk ofmörg atkvæði. Það hefði verið nær að ráðstafa þeim tileinhvers sem þurfti á þeim að halda til að ná kjöri. HALLDÓR BLÖNDAL SAMGÖNGURÁÐHERRA Þrátt fyrir að ungu sjálfstæð- ismennirn- iríReykja- vik hlæi að honum er hann eini ráðherra sjálfstæðismanna sem hefur haft einhvern dug til að einkavæða þær stofnanir sem heyra und- irhann. TÓMASINGIOLRICH FORMAÐUR ÚTVARPSLAGANEFNDAR Honum tókstað fara i gegn- um um- ræðuþátt um framtið sjónvarps án þess að verða rek- inn fyrir ummæli sín. A NIÐURLEIÐ ÓLAFUR G. EINARSSON MENNTAMÁLARÁÐHERRA Það er sama hvað Ólafur segir um brottrekstur Hrafns: Hann mun alltaf bera ábyrgð á Heimi Steinssyni úrþví hann réð hann sem útvarpsstjóra. SIGURÐUR MARKÚSSON STJÓRNARFORMAÐUR SAMBANDSINS Þaðernú endanlega Ijóst að þeim sam- vinnumönn- um varekki treystandi tilnokkurs hlutar í viðskiptum ann- ars en að semja við sjálfa sig um eftirlaunin. STEINGRÍMUR HERMANNSSON BANKARÁÐSMAÐUR LANDSBANKANS Hann mætti ekki við há- tiðlega und- irritun árs- reikninga Landsbank- ans, sjálf- sagt í einhverskonar mót- mælaskyni. Það tók hins vegar enginn eftir þvi.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.