Pressan - 01.04.1993, Blaðsíða 29

Pressan - 01.04.1993, Blaðsíða 29
FJARHAGSVANDRÆÐ PRESSAN 22" Fimmtudagurinn l.apríl1993 HSÍtapaði um 20 milljónum á „Fjarkanum" JÓN HJALTALÍN MAGNÚSSON HSÍtapaði um 20 milljónum á skafmiðahappdrættinu Fjarkanum. Jón hann mun hafa verið einn affrumkvöðlum þess framtaks. sendingarnar, þar sem sam- bandið fékk helming fjárins, og svo virðist happdrættið, sem nú stendur yfir, hafa tekist þokka- lega. Að sögn Gunnars fram- kvæmdastjóra er þó öruggt að næstu mánuðir verða sam- bandinu sérlega erfiðir. Það skuldar nú um 15 milljónir í skammtímaskuldir og öll lengri lán eru tryggð með auglýsinga- samningum og tekjur sam- bandsins því litlar. Hins vegar fullyrðir Gunnar að engin lán séu í vanskilum.____________ Jónas Sigurgeirsson Skuldastaða HSÍ er afar slæm um þessar mundir. Á síðasta ári fékk sambandið 20 milljónir króna frá ríkinu sem notaðar voru til að greiða skuldir þess, sem þá voru sagðar um 40 milljónir. Nú er Ijóst að skuldirnar voru mun hærri eða um 70 milljónir króna. Spyrja má hvort forsvarsmenn HSÍ hafi sagt rangt til um skuldirnar eða ekki gert sér grein fyrir umfangi þeirra. HSÍ fékk á síðsta ári 20 millj- óna króna framlag frá ríkinu gegn því að ríkið slyppi við að leggja fram 300 milljóna króna framlag í byggingu íþróttahallar undir heimsmeistarakeppnina. Skipuð var skilanefnd, sem í sátu Sigurður Tömasson, Guðjón L. Sigurðsson og Val- ur Páll Þórðarson, sem hafði það verk með höndum að nýta peningana sem best til að greiða útistandandi skuldir. Gerði hún hálfgildings nauðasamninga við kröfueigendur og náði þannig að greiða skuldir sem námu á bilinu 34-35 milljónum króna. Ef skuldir HSÍ hefðu um þetta leyti verið 40 milljónir, eins og forsvarsmenn þess gáfu í skyn, væri staða sambandsins viðun- andi í dag. En samkvæmt árs- reikningi 1992 eru skuldir HSÍ nú rúmlega 30 milljónir króna og því ljóst að áður uppgefnar tölur voru rangar. 20 milljóna tap á skafmíðum „Vandamálið var þegar talað var um einhverja 40 milljóna sambandið 60 prósenta eignar- hlut í Mark og mát og þar sem það var samvinnufélag féllu skuldirnar á þessi tvö sérsam- bönd í samræmi við eignar- hluta. Það er undarlegt að nokkurra ára gamlar skuldir Mark og mát voru ekki teknar inn í reikninga sambandsins fýrr en á síðasta ári. Hins vegar má ætla að forsvarsmenn HSÍ hafi vitað af tilvist þessara skulda — að minnsta kosti stærstum hluta þeirra — um nokkurt skeið. „Ég held að menn hafi ekki vísvitandi verið að segja ósatt um skuldastöðu sambandsins," sagði Gunnar þegar PRESSAN spurðist fyrir um málið. 15 milljóna skamm- tímaskuldir HSÍ hefúr staðið í fjáröflunar- átaki sem virðist ætla að koma þokkalega út. Sambandið hefúr sent bréf til sveitarfélaga með ósk um stuðning og hafa nokk- ur þeirra brugðist vel við. HSÍ hafði einnig samvinnu við RÚV um að það kostaði beinu út- JÓN ÁSGEIRSS0N Núverandi formaður HSÍ tók við slæmu búi. Spurn- ing hins vegar hvortþað hefur nokkuð batnað. króna skuld, þær tölur voru engan veginn réttar,“ segir Gunnar K. Gunnarsson, framkvæmdastjóri HSÍ. „Þá voru meðal annars ekki öll kurl komin til grafar í hinu svokall- aða Mark og mát-ævintýri, en það dæmi hefur sennilega kost- að HSÍ um það bil 20 milljónir GunnarK.Gunnarsson Framkvæmdastjóra HSÍ var sagt upp störfum eins og frægt er orðið. Hann hefur manna besta yfirsýn yfir skuldir sambandsins. króna.“ Hér á Gunnar við skaf- miðahappadrætti HSf og Skák- sambandsins sem nefndist Fjar- kinn og mistókst hrapallega. Þetta var eitt af hugarfóstrum Jóns Hjaltalíns Magnússon- ar, þáverandi formans HSI, og Einars S. Einarssonar hjá VISA og Skáksambandinu. Átti VANREIKNUDU SKULDIRNAR UM 30 MILLJONIR^^H Heimsmeistarakeppnin íhandbolta 1995 Gert ráð ffyrir 60 milljóna hagnaði í upphafi Skiptar skoðanir eru hvort íslendingar eigi að halda heimsmeistarakeppnina í handbolta árið 1995. Telja sumir að fram- kvæmdin sé tómt rugl og byggð á loftköstulum og enn aðrir ganga svo langt að fullyrða að keppni sem þessi geti aldrei skilað hagnaði á íslandi. Þá er einnig spurning hver eigi að greiða afhenni fyrirsjáanlegt tap. Víst er að það verður ekki HSÍ, þarsem skuldir sambandsins eru nú yfir 30 milljónir króna. Forysta Handknattleikssam- bands íslands hefúr lagt mikið á sig til að fá að halda heims- meistarakeppnina 1995 hér á landi. f upphafi var gert ráð fyrir 60 milljóna króna hagnaði, en nú er aðeins gert ráð fyrir 10-20 milljóna króna hagnaði. Hann- es Þ. Sigurðsson, sem sæti á í framkvæmdastjórn ÍSÍ, sagði í samtali við PRESSUNA að hann hefði í þrígang skoðað fjárags- áætlanir keppninnar og alltaf hrist höfúðið yfir þeim. „Ég hef verið tengdur handboltanum í tæp fjörutíu ár og gegnt þar ýmsum trúnaðarstörfum, var meðal annars landsliðsnefndar- formaður til margra ára, en ffá byrjun var ég lítið hrifmn af HM-hugmyndinni. Ég held að við höfum ekki nokkurn mögu- leika á að halda þessa keppni án þess að hún komi út með miklu tapi,“ segir Hannes og bætir því við að hann hafi hingað til ekki lagt sig fram við að draga úr bjartsýni manna. „Ef hægt væri að tryggja keppninni fjárhags- legan grundvöll þá væri þetta auðvitað alveg sjálfsagt, en ég get ekki séð að svo verði.“ IHF getur enn breytt um keppnisstað Flestum er enn í fersku minni ævintýrið vegna fyrirhugaðrar byggingar íþróttahallar sem varð að kosningamáli í Kópa- vogi og Hafnarfirði. Húsið átti að rúma yfir sjö þúsund manns og uppfylla þannig lágmarks- staðla Alþjóðahandknattleiks- sambandsins, IHF. Þar sem hætt var við þá framkvæmd liggur ekki endanlega fyrir hvort heimsmeistarakeppnin verður haldin hér á landi. IHF þarf þá að veita undanþágu ffá reglum, en ekki fæst úr því skorið fyrr en eftir nokkrar vik- ur. Á þessum tímapunkti getur IHF því breytt um keppnisland og raunar kom það ffam í máli Erwins Lanc, forseta’IHF, á blaðamannafúndi sem haldinn var í Svíþjóð að ef íslendingar „uppfylltu öll skilyrði IHF“, án þess að gera nánari grein fyrir hvaða skilyrði það væru, fengju þeir að halda keppnina. Þá bætti hann því við að fjölmörg önnur lönd væru tilbúin til þess. Samkvæmt þessu eru örlög keppninnar enn í höndum IHF. HSÍ gerir ráð fyrir 43 þúsund áhorfendum Samkvæmt fjárhagsáætlun- um HSÍ vegna keppninnar er gert ráð fyrir 43 þúsund áhorf- endum hér á landi. í Svíþjóð var gert ráð fyrir um 150 þúsund áhorfendum en aðeins um 97 þúsund létu sjá sig. Ef dregnir eru frá áhorfendurnir að opn- unarleiknum (um 10 þús.) og úrslitaleiknum (um 14 þús.) sést að á alla aðra leiki keppn- innar mættu að meðaltali um 1.450 manns. Leikir heima- manna, Svía, vega meðaltalið talsvert upp, en á mörgum leikj- um fór áhorfendafjöldi niður í um 100 hræður. Þrátt fyrir hina dræmu aðsókn í Svíþjóð varð hagnaður af keppninni upp á um fjóra tugi milljóna, en sam- kvæmt nýjustu áætlunum HSÍ er gert ráð fyrir 5-10% hagnaði af veltunni, sem áætluð er 200 milljónir króna. Það gerir því hagnað upp á 10-20 milljónir króna af keppninni, þó svo áætlað sé að áhorfendur verði helmingi færri en í Svíþjóð. Raunar eru allar áætlanir úr lausu lofti gripnar enn sem komið er, þar sem eftir á að semja um sjónvarpsútsendingar og sölu auglýsingaspjalda í íþróttahúsunum, en verð þeirra fer eftir því hve víða keppninni verður sjónvarpað. Þó má geta þess að einhverjar auglýsingar hefúr HSÍ nú þegar selt og inn- heimt fyrir keppnina. Sjónvarpsrétturinn og aug- lýsingaspjöldin eru tveir stærstu tekjuliðirnir og því má spyrja hvort áætlanir án þeirra liða séu til nokkurs gagns. Þá segja heimildir blaðsins að mikillar bjartsýni gæti í áhorfendafjölda- áætlunum, og er reiknað með nokkrum hundruðum áhorf- enda á hvern leik, en spyrja mætti hversu margir íslending- ar hefðu áhuga á að sækja leiki á borð við Egyptaland og Banda- ríkin! í tillögunum er reiknað með að meðaiverð hvers að- göngumiða verði eitt þúsund krónur, en væntanlega verður dýrara á fslandsleikina og óspennandi leikir greiddir nið- ur. Þá má ekki gleyma hagnaði annarra aðila vegna keppninn- ar, svo sem matsölustaða og hótela. Ef til vill eru það þeir sem hagnast mest á því að fá keppnina til landsins í apríl, eins og áætlað er, þar sem ferða- mannatímabilið er þá enn ekki hafið. 24 lið í stað 16 Ein meginforsenda þess að IHF ákvað að halda keppnina á fslandi var sú hugmynd Jóns Hjaltalíns Magnússonar, fyrr- LEIKMANNAMYNDIRAFISLENSKUM KNATTSPYRNUMÖNNUM? tSamkvæmt samstarfssamningi sem Prentsmiðjan Oddi og KSf gerðu nýverið fær Oddi rétt til að prenta leikmanna- myndir af leikmönnum í öllum karla- og kvennalandslið- um íslands í knattspyrnu. Að sögn Hilmars Baldurssonar hjá markaðssviði Odda er ekki enn búið að ákveða endanlega hvernig þessi myndaffamleiðsla verður útfærð en ýmsar hugmyndir eru á borðinu. Þá er einnig til umræðu innan prentsmiðjunnar að prenta myndir af öllum fyrstudeildarleikmönnum og jafhvel fleirum. Verð- ur fyrirkomulagið þá svipað og er erlendis, en myndir af ítölskum knattspyrnumönnum og bandarískum körfuboítamönnum hafa verið á boðstólum hér á landi um nokkurt skeið og selst grimmt. Fróðlegt verður að sjá hvaða knattspyrnumanni hlotnast sá heiður að verða verðmætastur (fágætastur) og einnig getur orðið spenn- andi að sjá hver verður fyrir því að vera í nánast hverjum mynda- pakka og þar með notaður sem skiptimynd meðal safhara. Hannes Þ.Sigurðsson Hristir höfuðið þegar hann líturyfir fjárhagsáætlanir heimsmeistarakeppninnar. verandi formanns HSÍ, að keppnin yrði 24 liða í stað 16. Sú hugmynd féll í góðan jarðveg hjá flestum „litlu þjóðunum“, svo sem Afríkuþjóðunum, og þær studdu því fslendingana tS að halda keppnina. Þess má geta að ein af ástæðum þess að HSÍ stóð fyrir þróunaraðstoð í Afríku var að tryggja stuðning þessara þjóða, en aðstoðin kost- aði Qárvana sambandið um 1.200 þúsund krónur á sínum tíma. Þar sem engin keppni hefur áður verið haldin með 24 liðum eru engar reglur til um leikjafyr- UM HELGINA FIMMTUDAGUR 1 . APRIL HANDBOLTI úrslit 2.deild Breiðablik - KR kl. 20.00. Baráttan um fyrstudeildar- sætið stendur fyrst og fremst á milli þessara iiða, þar sem Afturelding er þegar búin að tryggja sér sæti. Afturelding - HKN kl. 20.00. FOSTUDAGUR 2. APRÍL BADMINTON Deildarkeppni BSl fer fram í Laugardalshöllinni og stend- uryfirum helgina. LAUGARPAGUR 3. APRIL KARFA Úrslitakeppnin Haukar - Keflavík kl. 16.00. Áformað er að fjórði leikur liðanna fari fram þennan dag. Hins vegarerekki Ijóst hvort til hans þarfað koma þar sem það lið sigrar sem fyrr vinnur þrjá leiki í úrslita- jr\ keppninni. KEILA kl. 16.00. Úrslit í bikarkeppni liða bæði i karla- og kvennaflokki hefj- astkl. 16.00. Þarkomaallir bestu keilararlandsins við sögu. SUNNUDAGUR 4. APRÍL » HANDBOLTI íslandsmótið ÍBV - Þór Ak. Liðið sem sigr- ar íþessum leik er svo að segja búið að bjarga sér frá falli. HK- ÍR HK hefur leikið illa í vetur en nú er að sjá hvort Hans Guðmundsson og hans menn hafa erindi sem erfiði. ÍR-ingar eru sterkir og HK verður að sigra ætli þeir sér ekki að falla niður í aðra deild. Selfoss - FH FH-ingum hef- ur oftar en ekki gengið illa í Ijónagryfju þeirra Selfoss- manna. Hér má búast við harðri viðureign, en Selfyss- ingarnir verða að sigra ætli þeir sér að eiga möguleika á að verða meðal efstu liða. Valur - Fram Sterkt lið Vals, með landsliðsfyrirliðann Geir Sveinsson í fararbroddi, mun væntanlega sigra Frammara, sem þó geta leikið skínandi vel á góðum degi. Frammar- ar verða að sigra ætli þeir ekki að falla. Haukar - Víkingur Haukar hafa verið í mikilli uppsveiflu og eru nú með landsliðs- manninn snjalla Konráð Ol- avsson í sínum röðum. KA - Stjarnan Stjarnan, efsta lið fyrstu deildar, mætir hér KA-mönnum, sem gætu orðið þeim skeinuhættir. Al- freð Gíslason erlíklega búinn að jafna sig á meiðslunum og leikstjórnandi KA-manna, Óskar Elfar, verður betri með hverjum leiknum. Allir leikir þessarar 20. umferðar hefjast kl. 20.00. HANDBOLTI 2. deild úrslit HKN-KR kl. 20.00. Grótta - Afturelding kl. 20.00. ------------------------& irkomulag, en öllum er þó ljóst að vegna fjölgunar liðanna verður keppnin mun kostnað- arsamari en ella. Nú er hins veg- ar komið fram að fslendingar vilja aftur færa keppnina niður í sextán lið, en fá vitaskuld þvei^ nei ffá IHF. Heimildir PRESS™ UNNAR herma að fyrirhuguð keppni hér á landi verði sú eina sem haldin verður með 24 lið- um, því ákveðið hafi verið að keppnin 1997 verði með sextán liðum eins og áður hefúr verið. Innan HSÍ neita menn hins veg^ ar því að liðunum verði aftur fækkað eftir keppnina á íslandi. ii

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.