Pressan - 29.04.1993, Síða 4
4 PRESSAN
Ú R RÉTTARSÖLUM
Fimmtudagurinn 29. apríl 1993
íucztifCáfcjir
Gragnrýni
missir
marks
„Og þannigfór að búið var að
safna saman „andstœðing-
um“ ráðherrans í Hrafns- og
Heimismálinu svokallaða til
að reyna að sauma að hon-
um... Enþaðtóksteinfald-
lega ekki betur til en svo að
þeir tóku smám saman á sig
mynd hinna aumkunarverðu
sem vafðist tunga um tönn í
margendurteknum tilraunum
sínum til að niðurlœgja ráð-
herrann. Tilraun til aðgera
einhverja lögfrœðistofu á
Skólavörðustíg vanhœfa
vegna kunningsskapar lög-
frœðinga þar við forsœtisráð-
herrafór beint í vaskinn og
sömuleiðis saga utn tiigreind
símbréfanúmer í Hekluhús-
inu ogáttu aðgefa til kynna
spillingu oghagsmunatengsl
núverandiframkvœmdastjóra
Sjónvarps, Hrafns Gunn-
laugssonar, við þá sem þar
ráða húsum."
Guðmundur Helgason í DV.
Ólafur Hannibalsson blaða-
maður:
„Skrif Guðmundar þessa
Helgasonar hljóma grunsam-
lega lík því sem gerist, þegar
búktalarinn Hannes talar í
gegnum brúðuna Hólmstein.
Fangelsi í
niður-
níðslu
„Húsnœðismdlin telégheldur
lakleg. Það er til skammar og
mikillar vanvirðu að Síðu-
múlafangelsið og Hegningar-
húsið séu enn ínotkun...
Aldrei var œtlast til að Síðu-
múlafangelsið yrði notað sem
einangrunarfangelsi og Hegn-
ingarhúsið er að nálgast að
verða 130ára...“
Jón Bjarman, fyrrum fangaprestur, í
DV.
Haraldur Johannessen
fangelsismálastjóri: „At-
hugasemdir um húsnæðismál
fangelsanna eru gömul og ný
sannindi, og sjálfur hefur ég
gagnrýnt ásigkomulag þessara
Enginn verður vanhæfur við
það eitt að vinur hans verður
forsætisráðherra. Þegar hins
vegar forsætisráðherra og for-
stöðumanni sjálfstæðrar ríkis-
stofnunar lendir saman og
báðir njóta ráðgjafar aðila á
sömu lögmannsstofu er þessi
lögmannsstofa farin að gæta
gagnstæðra hagsmuna. Starf-
semin er ekki lengur hafin yfir
tortryggni og spurning um
vanhæfni risin. Jafnveí full-
komið traust útvarpsstjóra á
Kristjáni Þorbergssyni nægir
ekki, því gagnvart almenningi
þarf þetta samband að vera
hafið yfir allar grunsemdir."
bygginga undanfarin ár. Unn-
ið er að verulegum breytingum
í þessum efitum og nægir að
vísa til álits fangelsismála-
nefndar frá síðasta ári svo og
stefnumörkunar dómsmála-
ráðherra sem hann boðaði í
framhaldi af skýrslu nefndar-
innar. Ákveðið hefur verið að
byggja ný fangelsi til að leysa
húsnæðisvandann, eitt á svæð-
inu unhverfis Litla-Hraun og
annað í Reykjavík. Þá hafa
þegar verið gerðar breytingar á
fangelsinu á Akureyri og hafh-
ar eru endurbætur á Kvía-
bryggjufangelsinu, sem von-
andi lýkur á þessu ári.“
Þröngt um
leikhúsin
„íhuga Víkverja hafa menn
hins vegargengið of nœrri
Borgarleikhúsinu að utan.
Sérstaklega sker íaugun að sjá
út umglugga Víkverja, hversu
klemmtþað erþeim megin,
sem að Borgarkringlunni
snýr. Þar er húsið líkt og
vœngbrotin álft. Er reyndar
ekki einleikið, hvernigfer með
leikhús okkar, því það sama
gildir um Þjóðleikhúsið ogþó
miklu meir. Aðþvíer svo
þrengt á alla vegu, aðþað hef-
ur ekkert umhverfi til að setja
svip sinn á.“
Þorvaldur S. Þorvaldsson,
forstöðumaður borgar-
skipulags: „Égermjögósam-
mála Víkverja. í Kringlunni er
verið að reyna að koma upp
miðbæ og því er nauðsynlegt
að byggja þar nokkuð þétt.
Auk þess kom ekkert annað til
greina, svo unnt væri að
byggja torgið sem þarna er og
setur óneitanlega svip sinn á
kjarnann. Byggðin umhverfis
Borgarleikhúsið er að mínu
viti eðlilegborgarmynd og
sama er að segja um Þjóðleik-
húsið. Erlendis standa leikhús
mjög þétt inni í borgarkjarn-
anum en eru þó ævinlega opin
á einn veg, eins og raunin er
með bæði leikhúsin í Reykja-
vík.“
Ung kona ðryrki eftir fall úr glugga
geðdeildar Borgarspítalans
FÉU. SEX METRA NIÐUR ÚR GLUGGA GEÐDEILDAR BORGARSPÍT-
ALANS Vaktmaður sjúkrahússins fann konuna fyrir
hreina tilviljun.
Það óhapp átti sér stað á geð-
deild Borgarspítalans í janúar
1987 að ung kona sem þar var
vistuð féll út um ólæstán glugga
á annarri hæð, tæpa sex metra.
Atvikið varð undir morgun og
urðu starfsmenn sjúkrahússins
einskis varir. Konan fannst síð-
ar fyrir hreina tilviljun og var
hún þá illa haldin af verkjum og
kulda. í ljós kom að hún var illa
brotin á fæti, auk þess sem
hryggjarliðir höfðu laskast, og
hlaut hún 35 prósent varanlega
örorku.
Konan höfðaði skaðabótamál
á hendur borgarsjóði Reykja-
víkur í ljósi þess að glugginn var
ólæstur er óhappið varð og því
væri um gáleysi af hálfu starfs-
manna spítalans að ræða. Ekki
var fallist á það í héraði að slysið
hefði orðið vegna trassaskapar
starfsmanna geðdeildar og í
júní 1990 sýknaði bæjarþing
Reykjavíkur borgarsjóð af öll-
um kröfum. Málinu var áfrýjað
og flutt í Hæstarétti í gær, mið-
vikudag, þar sem krafist var
rúmlega fimm milljóna í skaða-
bætur til handa konunni.
Orðin bláleit af
kulda
Málsatvik voru þau að konan
var lögð inn á geðdeild Borgar-
spítala 13. janúar 1987. Geðræn
vandamál hennar Iýstu sér
meðal annars í ofsóknarhug-
myndum og mikilli hræðslu og
töldu bæði foreldrar konunnar
og starfsfólk deildarinnar ráð-
legast að hún yrði lögð inn,
enda þótt hún væri því sjálf
mótfaÖin. Degi síðar, aðfaranótt
15. janúar, vaknaði konan urn
miðja nótt, með óráði og undir
áhrifum lyfja. Undir morgun,
að því er talið er, ráfaði hún inn
í nærliggjandi herbergi þar sem
geymt var lín, án þess að starfs-
fólkið yrði þess vart. Á herberg-
inu reyndist vera opnanlegur
gluggi, sem konan setti sig út
um og féll niður á gangstétt fýrir
neðan.
Nokkru síðar, eða um hálf-
sjöleytið, sá vaktmaður sem var
á gangi um sjúkrahúsið fyrir
hreina tilviljun til konunnar út
um glugga þar sem hún lá á
milli bíla á bifreiðastæði austan
við spítalann. Fram kemur í
skýrslu vaktmannsins, Reynis
Karlssonar, hjá Rannsóknar-
lögreglu ríkisins, að konan hafi
verið orðin bláleit af kulda er
hann fann hana og ekki hafi
stoðað neitt að tala við hana.
Gert var að sárum konunnar,
en hún reyndist brotin á öðrum
hæl og auk þess voru hryggjar-
liðir brotnir og úr lagi gengnir.
Konan hlaut örorku af völdum
slyssins sem metin hefur verið
100 prósent í þrjá mánuði, 65
prósent í aðra þrjá mánuði og
35 prósent varanleg örorka.
Gluqqinn án öryqq-
islæsmgar
Konan skýrði frá því fyrir
dómi að umrædda nótt hefði
hún verið á stjái á ganginum og
orðið gripin gífurlegri hræðslu
við fólk, sem henni fannst vera
alls staðar á eftir sér. Eina hugs-
un sín hafi verið að komast út af
spítalanum. Undir morguninn
hafi dyr út af deildinni verið
opnaðar stutta stund og hafi
hún þá reynt að komast út, en
vaktmaður hafi stuggað við
henni og læst. Hún hafi þá heyrt
glugga í nærliggjandi herbergi
skella til og ffá og farið þangað
inn. Að sögn konunnar var eng-
in öryggislæsing á glugganum
og því hafi hún hæglega getað
opnað hann og smokrað sér út.
Fram kom að konan gerði sér
engan veginn grein fyrir því
hvað fallhæðin var mikil, hún
hafi aðeins hugsað um að kom-
ast á brott.
í undirréttardómi segir að
með hliðsjón af framburði
stefndanda, atvikum öllum og
ástandi gluggans megi telja lík-
legt að hann hafi ekki verið fast-
ur í öryggislæsingu er konan
kom að honum. Síðar við vett-
vangskönnun hafi verið búið að
setja læsingu á gluggann, sem
aðeins var hægt að opna með
lykli. Við nánari athugun hafi
komið í ljós að öryggispinni í
gluggakarmi, sem koma ætti í
veg fyrir að glugginn opnaðist
meira en nokkra sentímetra,
virkaði ekki. Eftir að öryggis-
pinni hafi verið stilltur hafi læs-
ingin virkað eins og til var ætl-
ast.
I bréfi Ingvars Kristjáns-
sonar geðlæknis til fram-
kvæmdastjóra Borgarspítalans
kemur meðal annars fram að
konan hafi greinilega verið
haldin ofsóknarhugmyndum
þegar hún var lögð inn á deild-
ina. Ekki hafi það þó verið talið
merki um sjálfsvígs- eða ofbeld-
ishugmyndir. Að morgni næsta
dags, það er að segja daginn
sem slysið varð, hafi verið
ákveðið að viðhafa „sérstaka
aðgát við umönnun sjúklings".
Hannes Pétursson, yfirlæknir
geðdeildar, skýrði frá því fýrir
dómi að með því væri átt við að
starfsmenn deildarinnar gættu
þess að hafa útidyr lokaðar.
Læknar þeir er komu að málinu
töldu ekki ástæðu til að hafa
konuna undir stöðugu eftirliti
gæslumanns deildarinnar.
Engin rannsókn af
haífu spítalans
Borgarspítalinn fór ekki fram
á að rannsókn yrði gerð á slys-
inu og tilkynnti það hvorki til
vinnueftirlits né lögreglu. Því
var ekki farið að kanna málið
fyrr en faðir konunnar kærði
það til Rannsóknarlögreglu rík-
isins, tveimur dögum eftir
óhappið, og var þá tekin skýrsla
af starfsmönnum spítalans.
Lögmaður konunnar færði
fýrir dómi rök fyrir skaðabóta-
kröfu á hendur borgarsjóði.
Fram kemur í máli hans, að
konan hafi verið lögð inn á geð-
deild Borgarspítalans mjög illa
haldin af geðveiki. Hún hafi
þurft á gæslu að halda og það
hafi verið í verkahring starfs-
fólksins að sjá til þess að hún
færi sér ekki að voða. Raunin
hafi orðið allt önnur og konan
hafi augsýnilega getað gengið
um húsnæðið eftirlitslaust.
Starfsmenn hafi ekki orðið þess
varir að konan var horfin af
deildinni og megi teljast mikil
mildi að hana kól ekki í hel á
stéttinni fýrir utan spítalann.
Lögmaður vísaði til megin-
reglu skaðabótaréttarins, svo-
kallaðrar „culpareglu“, þar sem
tjón stefnanda væri sennileg af-
leiðing saknæmrar og ólög-
mætrar hegðunar starfsmanna
Borgarspítalans, og væri þá átt
við trassaskap þeirra, hirðu- og
kæruleysi við læknismeðferð,
gæslu og eftirlit með mikið
veikum sjúklingi, auk van-
rækslu varðandi öryggislæsing-
ar á gluggum. Lögmaður taldi
réttlátar skaðabætur 7,5 millj-
ónir.
Fram kom í máli lögmanns
stefnda að hann teldi enga van-
rækslu felast í því af hálfu starfs-
manna spítalans þótt stefnandi
hefði með einhverjum hætti
komið ffam þeim vilja sínum að
fara út um gluggann. Geðsjúk-
dómar væru öðrum sjúkdóm-
um fremur óútreiknanlegir og
gætu tekið óvænta stefnu. Til
þess væru sjúkrahús að lækna
fólk og geðdeild Borgarspítalans
væri ekki þannig útbúin að
ókleift væri að brjótast út af
henni. Óhugsandi væri að sök
væri að finna hjá starfsmönnum
spítalans er leiddi til skaðabóta-
skyldu. Því bæri að sýkna borg-
arsjóð af öllum kröfum.
Ætlaði ekki að fara
sér að voða
Bæjarþing Reykjavíkur
komst að þeirri niðurstöðu að
konan hefði aðeins haft eitt í
huga umræddan morgun, það
er að segja að koma sér út um
gluggann. Því skipti ekki meg-
inmáli hvort hann hefði verið
fastur í öryggispinna eða ekki,
þar sem ásetningur konunnar
hefði verið sá fara þar út. Ekki
yrði á það fallist að kenna mætti
um trassaskap starfsmanna
spítalans og því bæri að sýkna
borgarsjóð.
Málió var flutt í Hæstarrétti í
gær, miðvikudag, og fór lög-
maður konunnar, Andri
Árnason, ffam á rúmar fimm
milljónir í skaðabætur. Gagn-
rýndi hann ályktun þá sem hér-
aðsdómur byggði á, þ.e. að kon-
an hefði farið út um gluggann
hvort sem hann hefði verið
læstur eða ekki. Ósannað væri
með öllu að konan hefði kunn-
að á öryggislæsinguna hefði
glugginn verið læstur. Sam-
kvæmt skýrslu lækna var engin
ástæða til að ætla að konan
hefði í hyggju að fýrirfara sér.
Glugginn hefði verið ólæstur og
því hefði hún treyst því að hún
myndi ekki fara sér að voða.
Það eina sem fyrir henni vakti
hefði verið að strjúka af spítal-
anum._______________________
Bergljót Friðríksdóttir
debet gunnlaugur stefánsson kredit
„Hann hefúr einna helst félagslegar taug-
ar í þingflokki Alþýðuflokksins og hann er
vakandi fýrir hagsmunum landsbyggðar-
innar. Þá á hann það til að vera ákveðinn í
að ná málum sínum fram,“ segir Kristinn
H. Gunnarsson, sem situr með Gunn-
laugi í félagsmálanefnd Alþingis.
„Gunnlaugur stendur ávallt við orð sín og
lýkur þeim verkum sem hann tekur að sér.
Hann er einnig mjög hreinskiptinn og
traustur og góður vinur vina sinna,“ segir
Guðmundur Árni Stefánsson, bæjar-
stjóri í Hafnarfirði og bróðir Gunn-
laugs. „Gunnlaugur er duglegur maður og
ég þekki hann ekki að öðru en góðu,“ segir
Jónas Hallgrímsson á Seyðisfirði, sem
starfað hefur með Gunnlaugi á stjóm-
málasviðinu. „Gunnlaugur leggur sig fram
í því sem hann tekur fýrir hendur og það er
skemmtilegt að vinna með honum. Hann er
alltaf í góðu skapi og það er aðdáunarvert
hversu vel hann rækir sóknarbörnin," segir
Árni Mathiesen, þingmaður og vinur
Gunnlaugs úr Hafnarfirði.
Hreinskiptinn og traustur — eða
fljótfœr ogstífur þingmaður?
Gunnlaugur Stefánsson beitti sér fyrir því að fjárlaganefnd
Alþingis tæki mál Hrafns Gunnlaugssonar upp á sínum
tíma, en síðan skipti hann um skoðun og samdi um að Rík-
isendurskoðun athugaði málið.
„Gunnlaugur mætti sinna betur störfum sín-
um í fjármálanefnd og hann er of stífur í túlkun
sinni á þingskapalögunum þegar hann er þing-
forseti. Hann á það til að lemja fullfast í bjölluna
og æra þannig ræðumennina,“ segir Kristinn H.
Gunnarsson þingmaður, sem situr með Gunnlaugi í
félagsmálanefnd Alþingis. „Hann er eilítið fljót-
huga og jafhvel stundum fljótfær. Þá er hann
einnig dáh'tið „bláeygur“ á fólk, hann á það til
að treysta of mikið á náungann. Þó er ekki hægt
að segja að hann sé auðtrúa í þessu sambandi,“
segir bróðir hans, Guðmundur Árni Stefánsson, bæj-
arstjóri í Hafharfirði. „Mér hefiir oft fundist sem
Gunnlaugur sjáist ekki fýrir í málflutningi sín-
um,“ segir Jónas Hallgrímsson, framsóknarmaður á
Seyðisfirði. „Hann er fljótfær og sést eklci alltaf
fyrir í ákafanum. Þá finnst mér sem hann geti
ekki alveg gert upp við sig hvort hann ætlar að
vera sóknarprestur eða alþingismaður. Svo er
hann einnig of vinstrisinnaður fyrir minn
smekk og flestra félaga hans í þingflokki Al-
þýðuflokksins,“ segir Árni M. Mathiesen þingmað-
ur, sem situr með Gunnlaugi í umhverfis- og fjár-
málanefndum Alþingis.