Pressan - 29.04.1993, Side 7

Pressan - 29.04.1993, Side 7
F R E TT I R Fimmtudagurinn 29. apríl 1993 PBFSSAN 7 Hvar eru Harry Thomas Hillsman og Explorer-jeppinn hennar Dagbjartar? ANTHONYKARLOG KATRÍN BALDURSÁ STÖÐ2... Ekkert virðist nú geta komið í veg íyrir að stærstu lánardrottn- ar Borgarkringlunnar hf. leysi til sín fasteignir félagsins við Kringluna 4 til 6, en PRESSAN fjallaði ítarlega um vandræði fé- lagsins fyrir rúmum mánuði og síðustu daga hafa Morgunblað- ið og Stöð tvö birt fréttir efhis- lega á sömu lund. Við þetta má bæta að embætti slökkviliðs- stjórans í Reykjavík hefur gert ítarlegar kröfur um kostnaðar- samar umbætur á brunavörn- um Borgarkringlunnar. í frétt PRESSUNNAR 11. mars kom fram að á fyrstu tveimur veðréttum hvíldi um milljarður króna og að „pakki“ lánardrottna á öðrum veðrétti væri um það bil að láta sverfa til stáls til að tryggja hagsmuni sína. Uppboðsmeðferð er hafin fyrir nokkru og hafa Lands- banki, Islandsbanki, Iðnlána- sjóður og Iðnþróunarsjóður sameinast um að leysa til sín eignimar. í febrúar 1991 náðist sam- komulág um lán ög skuldbreyt- ingar við fjölmarga lánardrottna vegna byggingar Borgarkringl- unnar, aðila sem eru einu nafni kallaðir „pakkinn". Meðal ann- ars lánaði Iðnþróunarsjóður 140 milljónir, Iðnlánasjóður sömu upphæð, íslandsbanki 131 milljónir og Landsbanki sömu upphæð. Aðrir í „pakkan- um“ lánuðu 95 til 100 milljónir. Alls voru þetta um 700 milljónir að núvirði, en lítið sem ekkert hefur verið greitt af þessum lán- um og þegar vextir og dráttar- vextir bætast ofan á er um nærri 900 milljónir að ræða. Á fyrsta veðrétti eru síðan lán upp á tæpar 200 milljónir. Fyrir utan þrýsting frá þess- um aðilum setur tvennt til við- bótar strik í reikning Borgar- kringlunnar: Leigjendur hafa knúið fram lækkun á leigu, sem um leið minnkar tekjur félags- ins, og slökkviliðsstjórinn í Reykjavík hefur ítrekað sent kröfur í mörgum liðum um miklar úrbætur í brunavörnum fasteignanna: Eitthvað hefur PRESSAN greindi ítarlega frá vandræðum Borgarkringl- unnar 11. mars síðastliðinn og undanfarna daga hafa aðrir fjölmiðlar höggvið í sama knérunn. Þegar Dagbjört Bjarnadóttir sendi sem svarar 17.650 dollur- um inn á bankareikning Harrys Thomas Hillsman í Bandaríkj- unum í mars 1992 hafði hún ástæðu til að vera bjartsýn á að nokkrum dögum síðar kæmi til landsins Ford Explorer-jeppi árgerð 1991. Hún naut aðstoðar og milligöngu Vals Blomster- berg heildsala, framkvæmda- stjóra Casa og heildsölunnar Hagvers, og taldi málið í góðum höndum. Enn hefur þó hvorki sést tangur né tetur af jeppan- um, ekki reynist unnt að ná sambandi við Hillsman og Val- ur sver af sér alla ábyrgð. Sendi milljón en enginn jeppi kom með Hofsjókli Að sögn Dagbjartar sam- þykkti Valur í mars á síðasta ári að hafa milligöngu um kaup hennar á biffeið í Bandaríkjun- um og fékk hann til verksins ytra Harry T. Hillsman. Sá hafði flutt inn tugi ef ekki hundruð notaðra bifreiða til íslands. F0RD EXPL0RER SP0RT, hér reyndar árgerð 1993. Nýrsvona jeppi kostar á íslandi 3,3 milljónir, en notaður 1991 færi líklega á 2,3 milljónir. Fyrir ári greiddi Dagbjört sem svarar 1,1 milljón fyrir svona jeppa — en fékk engan. Vænlegur jeppi af tegundinni Ford Explorer sport fannst fljót- lega og hún var beðin að senda peninga strax og þá færi jepp- inn með Hofsjökli 16. mars og kæmi til landsins 20. mars. Hún sendi 17.500 dollara út eða sem svarar rúmri milljón króna. En enginn bíll kom. Þegar haft var samband við skráðan eiganda jeppans ytra sagði sá að Hills- man hefði greitt 3 þúsund doll- ara inn á, en ekkert hefði heyrst frá honum síðan. Leit sá á doll- arana 3 þúsund sem „kostnað" sem hann hefði orðið fyrir. „Ég hef reynt, með aðstoð lögffæðinga ytra, að hafa uppi á þessum Hillsman en án árang- urs. Það myndi kosta gífurlega fjármuni að hafa uppi á honum og höfða mál. Það eru þegar farnar 200 þúsund krónur vegna þessara tilrauna," segir Dagbjört. Hún segir um leið að Valur verði að axla sína ábyrgð. VALUR BL0MSTERBERG„Allt fráþví vandræðin komu upp hef ég gert allt sem ég hefgetað til að hjálpa henni, en ég ber enga fjárhagslega ábyrgð áþessu." Valur: Mín fjárhags- lega ábyrgð er engin „Valur var milligöngumaður í málinu og að mínu mati ber hann ekki síður fjárhagslega ábyrgð, en hann neitar öllu slíku. Lögfræðingur á mínum vegum sendi honum bréf þar sem honum var bent á að gögn málsins sýndu að hann væri viðsemjandi og um leið seljandi, en því er neitað. Hann vísar öllu á Hillsman, sem hann segir að hafi ient í vandræðum vegna innflutnings á fiski og vegna barnsburðar eiginkonu sinnar. Ég taldi mig ekki vera að fjár- festa í ófæddu barni þessa fólks, heldur í jeppa.“ Tilraunir PRESSUNNAR til að finna Hillsman ytra voru árangurs- lausar. Valur Blomsterberg neitar því að hann hafi verið virkur milligönguaðili í málinu, hvað DAGBJÖRT BJARNADÓTTIR „ Valur vísar öllu á Hillsman, sem hann segir að hafi lent í vand- ræðum vegna innflutnings á fiski og vegna barnsburðar eiginkonu sinnar. Ég taldi mig ekki vera að fjárfesta íófæddu barniþessa fólks, helduríjeppa." þá seljandi. „Ég tók að mér að koma henni í samband við þennan mann og eftir það var hún í beinu sambandi við hann. Nafn mitt og fyrirtækis míns hefur samkvæmt gögnum verið notað í heimildarleysi. Allt frá því vandræðin komu upp hef ég gert allt sem ég hef getað til að hjálpa henni, en ég ber enga fjárhagslega ábyrgð á þessu. Eg hitti hann ytra þegar ég átti þar leið um og hann lofaði bót og betrun. Hann lenti víst í geysi- legum vandræðum, annars veg- ar vegna gjaldþrots Flugfax hér á landi og hins vegar vegna barnsburðar.11 Sviii Vals sendi Harry Hillsman líka peninga Valur vísar á bug öllum fjár- hagslegum kröfum á sig. „Sjálf- sagt má tala um einhverja mór- alska ábýrgð mína og mér þykir mjög Ieitt hvernig fór, en ég var bara að reyna að gera henni greiða. Ég var ekki viðsemjandi og tók ekki við neinum pening- um. Eftir því sem næst verður komist er Dagbjört ekki ein um að hafa farið halloka í við- skiptum við Harry þennan Hillsman. Svili Vals, Sig- urður Ein- arsson, mun hafa greitt um 12 þúsund dollara og átt að fá sér- smíðaðan pick-up-bíl, en ekkert gerðist. Dagbjört segist nú íhuga að fara í mál við Val og ætlar að skoða þann möguleika vel. „Ég vil vera viss um að það sé líklegt til árangurs, því ef málið skyldi tapast og þurfa tvö dómsstig til þá er það kostnaður upp á vart minna en 300 þúsund.“_______ Friðrik Þór Guðmundsson saxast á list- ann, en þó er ljóst að það kostar drjúgan skilding að uppfylla allar kröfumar, ella stendur félagið frammi fyrir því að emb- ættið standi við hótanir sínar um lokun hússins. Það er ekki síst þetta sem kallar á yfirtöku lánastofnananna á fasteignun- um. Friðrik Þór Guðmundsson GUFABIUPP FEKK17.500 DOLLARA OG Nýliðar á fréttadeild Bylgjunnar og Stöðvar 2 í sumar verða knatt- spyrnukappinn og Valsarinn A n t h o n y Karl Gregory og fjölmiðla- konan Katrín Baldursdótt- ir. Anthony Karþ sem er stjórnmála- fræðingur að mennt frá Há- skóla íslands, hefur aldrei áður unnið við fjölmiðla. Öðru máli gegnir um Katrínu, sem starfaði um tíma sem blaðamaður á DV og síðar á dægurmáladeild Rásar 2. Frek- ari mannabreytinga er að vænta á fréttadeild Bylgjunnar og Stöðvar 2 þegar líða tekur á haust, er Kristín Helga Gunn- arsdóttir fer í barneignarffí og Þórir Guðmundsson heldur utan til framhaldsnáms. GLEYMDIST AÐ BJÓÐA EDDUHÓTELIN ÚT... Meðal fólks í ferða- mannaiðnaðinum gæt- ir nú nokkurrar undr- unar með það hvernig staðið hefur verið að málum með Edduhótelin. Á sínum tíma, þegar Ferðaskrifstofu Islands var breytt í hlutafélag, var til- kynnt að félagið fengi samning við Edduhótelin til tveggja ára til að koma fyrirtækinu vel af stað, eða nokkurs konar kaup- auka. Um leið var gefið upp að samningurinn yrði boðinn út þegar þessi reynslutími væri liðinn. Nú blasir hins vegar við að samningur þessi hefur ekki verið boðinn út. Eru fyrir því heimildir að samningurinn hafi þvert á móti verið endurnýjað- ur við Ferðaskrifstofu Islands og henni þar með færð 100 milljóna króna gjöf á ársgrund- velli. Þar sem Edduhótelin heyra undir menntamálaráðu- neytið berast böndin að Ólafi G. Einarssyni menntamála- ráðherra, en þar mun samning- urinn liggja niðri í skúffu, und- irritaður til ársins 1997.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.