Pressan


Pressan - 29.04.1993, Qupperneq 8

Pressan - 29.04.1993, Qupperneq 8
F R E TT I R S PRESSAN Fimmtudagurinn 29. apríl 1993 Framtíðarferðir sárhæfa sig í að selja öldmðu fólki dvalarréttarsamninga til 99 ára á KAMPAVINSSA| OG PENINGARNIR LAGOIRINN m LEYNIREIKNll ámöníb PRESSAN hefur heimildir fyrir því að í ráðuneytum, bönkum og hjá Neytendasam- tökunum fari fram athugun á starfsemi Framtíðarferða, sem nú síðan 30. mars eru skráðar sem hlutafélag. Þessar athugan- ir hófust vegna athugasemda frá ferðaskrifstofumönnum og Neytendasamtökunum. Auk þess hafa þungar ásakanir bor- ist á hendur fyrirtækinu frá fyrrverandi starfsmönnum þess. Eigendur Framtíðarferða hf. eru tveir, þeir Atli Bergmann og Erik G. Jensen, sem á 99 prósenta hlut á móti Atla. Þegar Erik kom hingað til lands var hann í samfloti með Ólafi Ragnarssyni og hugðust þeir setja upp slíka skrifstofu. Ólafur hefur nú snúið baki við þessum vinnubrögðum en Erik heldur því ff'am að það sé ein- göngu vegna óánægju með að hann skuli ekki hafa fengið hlut í kökunni. En það eru fleiri en Ólafur sem hafa gagnrýnt Framtíðar- ferðir. Samkvæmt heimildum blaðamanns hafa margir aðilar í ferðaheiminum undrast mjög framgang og uppbyggingu fyr- irtækisins. Fannst mönnum skjóta skökku við að slík skrif- stofa gæti risið án þess að hafa nokkurt leyfi, hvorki sem ferða- skrifstofa né fasteignasala og jafuvel án firmaskráningar. Lögfræðileg álits- qerð kvað upp úr um olögmæti fyrirtækis- ins Á vegum virts aðila í ferða- mannaiðnaðinum var gerð lög- fræðileg álitsgerð um sölustarf- semi Framtíðarferða. Það var í kjölfar þess að viðkomandi aðili hafði kynnt sér þá starfsemi sem þar fór fram og blöskrað. Álitsgerð þessi var unnin af Andra Árnasyni héraðsdóms- lögmanni 23. febrúar síðastlið- inn og lýtur fyrst og fremst að fullyrðingum sem komu ffam í dagblaðsauglýsingum Framtíð- arferða. í byrjun álitsgerðarinnar kemur fram að fyrirtækið Framtíðarferðir er hvorki skráð ■k Það hefur farið mikið Wf fyrir markaðsátaki W Framtíðarferða und- a anfarið og áætla 1 samkeppnisaðilar að ostanaðurinn við herferði- na sé á milli 12og ISmilljónir ^tlegir möguleikar' moldvirði í ferðaheiminum á undanförnum vikum, ekki síst í kjöl- far gífurlegrar auglýsingaherferðar sem hefur haldist í hendur vh þungar ásakanir um blekkjandi og sviksamleg vinnubrögð. 7* *“ ****** * '** ***** ** *****»■*■ <,' fyíi 'V- ií—f*.- - ^**************** iþíU'stiasu h)á ****** «*«*<* ** —•**»«« • <t»» <v» ótnílr&i mjfflr: 1 -í x> :<****«,;:*,« « * < ís <*»«««. *««*&**&*»*. ** hjá hlutafélagaskrá né sýslu- manni. Um eðli starfseminnar segir í álitsgerðinni: „Af fyrr- greindri auglýsingu að dæma virðist fyrirtækið Framtíðar- ferðir hafa ýmis einkenni ferða- skrifstofu eins og hugtakið er skilgreint í 12. grein og má því telja lfklegt að það falli þar und- ir.“ ... „En ef unnt er að fallast á að starfsemi Framtíðarferða falli undir ferðaskrifstofustarfsemi er um skilyrðislaust ólögmæta starfsemi að ræða þar sem Framtíðarferðir hafa ekki leyfi samgönguráðuneytisins skv. IV. kafla 1. 79/1985 til reksturs ferðaskrifstofu.“ Síðar í álits- gerðinni segir einnig að ef fyrir- tækið falli undir ferðaskrifstofu- skilgreininguna brjóti auglýs- ingar þess í bága við lög um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti. Er það niðurstaða álitsgerðarinnar að Framtíðarferðir starfi sem ferðaskrifstofa án leyfa og beiti aðferðum í andstöðu við lög til að lokka til sín viðskiptavini. Þessi álitsgerð var send sam- gönguráðuneytinu og virðast þá fyrst einhver viðbrögð hafa komið frá opinberum aðilum, en starfsemi Framtíðarferða hófst hér* síðasta haust eftir sölustarfsemi viðkomandi manna í Portúgal síðasta sum- ar. Um leið og ráðuneytið rumskaði fóru þeir Erik og Atli út í að skrá fyrirtækið hjá hluta- félagaskrá með lágmarkshluta- fé, 400.000 krónur. FRAttfTtOARFfMXfí Þeir Friðrik Brekkan og Ólafur Ragnarsson hættu sem sölumenn hjá Domino Do Sol Söluaðferðirnar byggðar á blekkingum Tveir af fyrrverandi sölu- mönnum hótelíbúða hjá Dom- ino Do Sol í Portúgal hættu vegna óánægju með söluaðferð- ir þær sem þar voru viðhafðar. „Jú, það er rétt að ég hætti þarna vegna óánægju með sölu- aðferðirnar," segir Friðrik Brekkan, sem vann við það í tvær vikur síðasta sumar að selja fslendingum íbúðarrétt í Domino Do Sol. Friðrik segist hafa hætt vegna þess að hann hafi ekki verið sáttur við hvem- ig staðið var að sölunni. „Ég tel að þessi sala gangi ekki upp gagnvart íslendingum nema þeir hafi aðgang að mjög lágum fargjöldum. Fyrir venjulegt fólk gengur þetta ekki upp. Þá voru brotalamir í endursölu íbúð- anna, sem skipti auðvitað miklu þegar fólk féllst á að kaupa þennan rétt,“ segir Friðrik. Ólafur Ragnarsson var mun lengur sölumaður suður í Portúgal eða alls íjóra mánuði. Hann segir að það hafi tekið sig nokkurn tíma að sjá í gegnum blekkinguna en segist þess nú fullviss að um sé að ræða sölu á röngum forsendum. „Ég hélt sjálfur lengi vel að við værum að selja fasteignir, en svo er ekki. Söluherferðin er byggð á blekkingum og missögnum og allt er þetta miklu dýrara en fólki er talin trú um.“ - Nú segir Erik að þú sért að hefna þín af því að þú haf- ir ekki fengið eignarhlut í fyrirtækinu? „Það er alrangt. Ég sagðist ekki vilja vera leppur hans með minnihluta og geta engu ráðið um starfsaðferðir,“ sagði Ólaf- ur. ÓLAFUR RAGNARSS0N & FRIÐRIK BREKKAN Gengur ekki upp nema fólk hafi aðgang að ódýrum ferð- um. Samgöngu- ráðuneytið úr- skurðaði í byrjun apríl að um væri að ræða ferða- skrifstofu og gerði fyrirtækinu að sækja um leyfi sem slík. Er sú umsókn nú til meðferðar hjá Ferðamálaráði íslands sem umsagnaraðila, að sögn Þórhalls Jósepssonar, aðstoðarmanns samgönguráð- herra. Neyddir til að draga fufíyrðingar til baka En það er einnig ljóst að margar af þeim fullyrðingum sem þeir Framtíðarferðamenn setja ffarn í auglýsingum sínum standast ekki. Hafa þeir þegar dregið nokkrar staðhæfingar, svo sem um fimm stjörnu gist- ingu og „ókeypis" vikugistingu, til baka, að tilhlutan Neytenda- samtakanna. I samtali við þá Atla og Erik kom fram að fullyrðing um að Domino Do Sol væri fimm stjörnu hótel hefði verið mistök. Hið rétta væri að það væri unn- ið að því að gera það að fimm stjörnu hóteli! Það verður gert í áföngum, en þegar salan hófst var það þriggja störnu íbúða- hótel. Þeir sem til þekkja í ferða- mennsku segja að mikili munur sé á því hvort um hefðbundið hótel er að ræða eða íbúðahótel þegar stjörnugjöf er annars veg- ar. Annar skali sé í raun í gangi, sem gerir það að verkum að íbúðahótelin eiga auðveldara með að veita sér þennan stimp- il. í upplýsingum frá Domino Do Sol-hótelinu kemur ffarn að verja á sem svarar 4 milljónum punda til að breyta því í fimm stjömu hótel. Því er ekki lokið. En allir útreikningar um verð eru sérlega flóknir og reyndist erfitt að fá ákveðnar verðhug- myndir frá Framtíðarferða- mönnum, enda virðast þeir hafa úr frumskógi verðtilboða að velja. Þeir segjast hins vegar fyrst og fremst einbeita sér að því að selja vikugistingu, m.a. til að kynna þetta fyrir fólki. Maður kunnugur ferða- mennsku, sem PRESSAN hafði samband við, ákvað að sitja einn kynningarfund hjá Fram- tíðarferðum. Hann sagðist ekki hafa getað fengið þá til að ræða verð fyrr en eftir þriggja klukku- stunda „kynningu“. Þá kom upp úr dúrnum að sú tíu vikna gisting sem hann vildi hefði kostað á milli 6 og 7 milljónir króna auk hálfrar milljónar í viðhaldskostnað á þeim tíma sem samningurinn tók til. Það eru einmitt meðal hörð- ustu ásakana ffá Ólafi Ragnars- syni að fólki sé engan veginn gerð grein fyrir þeim fjárskuld- bindingum sem það tekur á sig. Fólk fái ekki að vita að það á að greiða; viðhald, RCI-árgjald, skiptikostnað til RCI auk að sjálfsögðu fargjalda og annars sem lýtur að ferðakostnaðinum sjálfum. Það er til dæmis ljóst að við- haldskostnaðurinn getur numið

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.