Pressan - 29.04.1993, Síða 12

Pressan - 29.04.1993, Síða 12
SKOÐA NIR 1 2 PRCSSAN Fimmtudagurinn 29. apríl 1993 PRESSAN Útgefandi Blað hf. Ritstjóri Gunnar Smári Egilsson Ritstjórnarfulltrúi Sigurður Már Jónsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Nýbýlavegi 14 - 16, sími 64 30 80 Faxnúmer: Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar 64 30 76 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn 64 30 85, dreifing 64 30 86, tæknideild 64 30 87 Áskriftargjald 700 kr. á mánuðief greitter með VISAÆURO en 750 kr. á mánuði annars. PRESSAN kostar 230 krónur í lausasölu Heppnir ftalir og gæfulausir íslendingar ftalir eru nokkuð heppin þjóð. Eftir að hafa lifað lengi með spilltum stjórnmálamönnum og ólukkunni þeim samfara hefur gæfan snúist á sveif með ítölsku þjóðinni. Þrátt fyrir að allir vissu að ítalskir stjórnmálamenn væru gegnumspilltir þá var það dauð vitneskja. Hún breytti engu. Það var ekki fyrr en einhver stjórn- málamaðurinn sem sakaður var um spiUingu reyndi að verja sig með því að benda á aðra verri að boltinn fór að rúlla og allur óþverrinn kom í ljós. Samtrygging stjórnmálamannanna féll. Þjóðin hafði svo sem misst allt traust á þeim fyrir löngu. En eftir að þeir höfðu kjaftað hver um annars spillingu voru þeir ekki boðlegir lengur. Ef þeim hefði verið stillt upp á kjörseðil hefði þjóðin gert uppreisn. Þess vegna er eina ráð ítalskra stjórnmála- manna að gera sátt við þjóð sína og falast eftir nýrri byrjun. Þeir ætla ekki bara að skipta um nafri á flokkum og kljúfa aðra, held- ur bjóða þeir þjóð sinni upp á breytingar sem hugsanlega munu torvelda að spillingin haldi áfram. Við íslendingar höfum ekki upplifað neitt þessu líkt. Við ber- um reyndar ekkert meira traust til okkar stjórnmálamanna en Italir til sinna. Við vitum líka fullvel að okkar stjórnmálamenn verja góðum hluta af þeim fjármunum sem þeim er treyst fyrir í eigin þágu; annaðhvort til að kaupa sér atkvæði, fresta því að þeir glati þeim eða til að launa vinum og félögum einhverja per- sónulega greiða. Það hefiir hins vegar ekki enn gerst á íslandi að stjórnmálamaður eða -flokkur sem verður uppvís að spillingu og skömm dragi fram í dagsljósið sambærileg dæmi eða verri af hinum flokkunum. Samtrygging stjórnmálaflokkanna á íslandi heldur ennþá. Sjálfstæðismenn telja sig þannig ekki hafa hag af því að benda á að menntamálaráðherra Alþýðubandalagsins hafi keypt sýn- ingarrétt af kvikmyndagerðarmanni í Alþýðubandalaginu fýrir hærri upphæð en menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins keypti af sínum kvikmyndagerðarmanni. Flokkurinn vill ffekar sitja einn uppi með sökina en að almenningur setji spurningar- merki við allt kerfið og spyrji sig hvers vegna í ósköpunum bíó- myndir séu keyptar og seldar inni í lokuðum ráðherrakontórum. Sjálfstæðismenn telja betra að bíða af sér óveðrið en missa hugs- anlega af möguleikanum á að gera flokksmönnum sínum góða greiða í framtíðinni þegar enginn sér til. Af sömu ástæðu hafa íslenskir stjórnmálamenn aldrei tekið undir kröfur almennings um að þeir beri ábyrgð á ákvörðunum sínum og gjörðum. Þeir vita sem er að um leið og látið er undan almenningi einu sinni og einhver sökudólgurinn látinn segja af sér verður erfiðara að standast kröfurnar næst. Þess vegna skipt- ir engu máli hversu spilltir íslenskir stjórnmálamenn eru eða hversu miklum fjármunum þeir sóa; þeir munu aldrei missa stöðu sína. íslendingar hafa því ekki enn notið þeirrar lukku að einhver stjórnmálamaðurinn gleymi sér og taki upp á að veija sig með því að ýmsir aðrir séu miklu verri. Það á eftir að koma í ljós hvort þeir sem fyrir því verða svara í sömu mynt og benda á enn aðra. Ef það hins vegar gerist einhvern tímann í framtíðinni kann það að enda með því að stjórnkerfið á íslandi verði sett í löngu tímabæra sótthreinsun; völd stjórnmálaflokkanna verði skýrt afmörkuð og upphugsað virkt effirlitskerfi með ákvörðun- um þeirra og ráðstöfunum á skattpeningum almennings. BLAÐAMENN Bergljót Friðriksdóttir, Friðrik Þór Guðmundsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Jón Óskar Flafsteinsson útlitshönnuður, Jónas Sigurgeirsson, Jim Smart Ijósmyndari, Karl Th. Birgisson, Kristán Þór Árnason myndvinnslumaður, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkatesari, Telma L. Tómasson. PENNAR Stjórnmál: Árni Páll Árnason, Einar Karl Flaraldsson, Guðmundur Einarsson, Flannes Flólmsteinn Gissurarson, Flreinn Loftsson, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Össur Skarphéðinsson. Listir: Gunnar Árnason, myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Martin Regal leiklist. Teikningar: Ingólfur Margeirsson, Jón Óskar, Kristján Þór Árnason. Setning og umbrot: PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerð og prentun: ODDI STJÓRNMÁL Kreppa í kreppu Það eru nú um tvö ár síðan krepputal varð ráðandi í ís- lensku þjóðlífi. Arin þar á und- an hafði smátt og smátt verið að síga á ógæfuhliðina í efnahags- lífinu. Krepputalið jókst stig af stigi og brátt fóru menn að tala um bölmóð. Það var nokk sama hvert litið var; allir höfðu helstar áhyggjur af kreppunni. Nú er svo komið að þjóðartekjur hafa dregist saman stöðugt í rúman hálfan áratug. Slíkan samdrátt er erfitt að þola, enda hafa menn reynt að milda áhrifin með fjárlagahalla og lántökum. Fyrirtæki og einstaklingar hafa orðið gjaldþrota. Kreppan okk- ar hefur varað lengur en krepp- an í Bretlandi. Þar í landi er svo komið að hagffæðingar spá því að þrátt fyrir að efnahagslegar forsendur séu að skapast fyrir hagvexti geti langur tími liðið áður en hann lætur á sér kræla. Ein helsta ástæðan fyrir þessu sé eftirspurnarkreppa. Mikill hluti fólks sé í þeirri aðstöðu að auk- inn kaupmáttur og lægri vextir nægi ekki til að koma eftirspurn af stað. Stórir hópar fólks sem keypti húsnæði á níunda ára- tugnum eru t.d. í þeirri stöðu að áhvílandi skuldir eru mun meiri en söluverð eignanna. Það fólk mun ekki fara að eyða strax og betur árar, heldur fremur reyna að grynnka á skuldunum. Við eftirspurnarkreppuna bætist svo sú staðreynd að langur tími í efnahagslegri lægð getur valdið deyfð og ótta, sem aftur hindrar menn í að láta hendur standa ffam úr ermum. Langvarandi samdráttur hér- lendis ætti að valda því að hér væri svipað umhorfs, einstak- lingar og fyrirtæki væru farin að halda að sér höndum, enda þröngt í búi. Það má sjá mörg merki þess að brugðist hafi ver- ið við samdrætti. Aukinn agi í ríkisrekstri veldur því að færri ÁRNI PÁLL ÁRNASON stofrianir eyða umffam jjárlaga- heimildir, fyrirtæki og stofrianir hafa hagrætt í rekstri og minnk- að kostnað, sparað aðkeypta þjónustu og fækkað starfs- mönnum. Atvinnuleysið hefur haldið innreið sína. Hagtölurnar halda hins vegar sífellt áffam að koma á óvart og sannfæra mann um að íslend- ingar eru ekki hannaðir eftir Jögmálum hagfræðinnar. Ný- lega kom í ljós að enginn sam- dráttur hefur orðið í innflutn- ingi nýrra bíla fýrstu þrjá mán- uði ársins. Flugeldasalan um síðustu áramót var rétt eins og í góðu meðalári og allra handa þjónustufyrirtæki eru sett á legg. Og er þá nokkuð að undra þótt menn spyrji sem svo: Hvers vegna? Er engin kreppa? Er búið að hafa okkur að fi'flum? Hagtölur benda til að heimilin fjármagni neyslu sína í auknum mæli með lánum. Sumir sjá kannski enga aðra leið til að halda heimilinu á floti, en aðrir velja frekar að steypa sér í skuldir en að slá af og endur- skipuleggja eyðsluna. í nýút- kominni könnun um atvinnu- leysi á Islandi kemur fram að um 30 prósent atvinnulausra hafi tekið lán til að fjármagna neyslu sína, en aðeins 26 pró- sent höfðu dregið úr skemmt- unum og afþreyingu, 6 prósent dregið úr akstri og ferðalögum, 3 prósent dregið úr kaupum á dagblöðum og agnarsmátt 1 prósent hafði sagt upp áskrift- inni að Stöð 2 í sparnaðarskyni. Þannig virðist vera rík til- hneiging til að slá hvergi af, láta „Hagtölurnar halda hins vegar sífellt áfram að koma á óvart og sannfœra mann um að íslendingar eru ekki hannaðir eftir lög- málum hagfrœðinnar. Nýlega kom í Ijós að enginn samdráttur hefur orðið í innflutningi nýrra bílafyrstu þrjá mánuði ársins. Flugeldasalan um síðustu áramót var rétt eins og ígóðu meðal- ári ogallra handa þjónustufyrirtæki eru sett á legg. “ sem ekkert hafi í skorist og fá sér neðan í því og fara á rúntinn fyrir lánsfé. Og því ekki það? Bankaráðsmenn í Landsbanka Islands, nýkomnum á lappirnar eftir veruleg framlög úr ríkis- sjóði, eru í það minnsta með á þessum nótum og ætla sér hvergi að slá af í laxinum, á sama tíma og verið er að ræða verulegar uppsagnir starfs- manna. Það virðist skipta suma bankaráðsmenn mestu að gefa viðskiptamönnum bank- ans það fordæmi að best sé að lifa um efrii fram. íslendingar eru skorpumenn. Við virðumst gera allt í skorp- um; vinna, drekka, gleðjast og hryggjast. Allt, — pema kannski að kvarta. Enginn er búmaður nema hann barmi sér segir málshátturinn og einhvern veginn á ég erfitt með að rifja upp dæmi þess að Islendingur hafi sagt heiðarlega ffá afkomu sinni og verið sáttur við sitt. Þótt kreppan sé í áberandi kreppu munum við áfram heyra margt um hana, jafnt ffá þeim sem alltaf kvarta af göml- um vana, sem og þeim sem vilja enn um sinn stinga hausnum í sandinn og láta veisluna halda áffam._______________________ Höfundur er lögfræðingur ÁLIT ERNA HAUKSDÓTTIR KOLBEINN ARNGRÍMSSON ÞÓRARINN HÖSKULDUR TYRFINGSSON JÓNSSON JÓHANNES BERGSVEINSSON Dómsmálaráðherra hefur breytt áfengisreglugerðinni þannig aðnúer ekki lengur bannað að selja áfengi á veit■ ingastöðum milli kl. 14.30 og 18.00. Afnám vínveitingabanns á eftirmiðdögum Erna Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri Sambands veitinga- og gistihúsa: „Þetta er sjálfsagt skref til aukningar þjónustu, sem við erum búin að biðja um í mörg ár, enda er svona bann fáránlegt og löngu aflagt í þeim löndum sem þetta tíðkuðu áður fyrr. Við auglýs- um þjónustu íslands og reyn- um að fá hingað ferðamenn í sumarfrí, til funda og ráð- stefnuhalds og það er erfitt að viðhalda svona banni, enda skilja menn ekki þessar kúnst- ir. Þá má velta því fyrir sér hvernig svona bann hefur gengið í gegnum tíðina. Ætli menn hafi sótt um leyfí fyrir hundruðum kokkteilboða? Bannið hefur mikið til verið hunsað. Ég get ekki ímyndað mér að drykkja landans aukist. Fyrir tíu árum og meira var talsverð drykkja í hádeginu, en það er liðin tíð og slíkt sést varla, þrátt fyrir bjórinn.“ Kolbeinn Amgrímsson, for- maður Félags framreiðslu- manna: „Þetta var það sem koma skyldi og ég get ekki ann- að séð en að þetta verði til batnaðar. Vínútsölur eru opnar á þessum tíma og ég get ekki séð muninn á því að hafa þær opnar eða vínveitingahús. Fólk gat náð sér í áfengi hvort sem var. Menn geta hugsað sér að þetta leiði af sér að meira beri á drukknu fólki á góðviðrisdög- um, en það myndi hverfa er ffá liði og auk þess er breytingin jafrilíkleg til að halda slíku fólki inni. Þessi breyting er í takt við það sem gerist annars staðar í heiminum." Þórarinn Tvrfingsson, for- maður SÁÁ: „Breytingin er ekki viðamikil og skiptir ekki sköpum. Menn hafa verið að hvarfla frá aðhaldsstefnunni sem var ríkjandi. Þetta er búið að vera um tíu ára þróun frá aðhaldi til frjálsræðis, sem oft hefur verið varað við, t.d. af læknum, afheilsufarsástæðum. Bent hefur verið á að ekki eigi að koma til slíkra breytinga án aðgerða á móti. Það sem hefur haldið okkur á floti þennan tíma er að mikið hefur verið lagt í meðferðarstarf, sem skil- að hefur verulegum árangri þrátt fyrir aukið frjálsræði. Það þarf að horfa á dæmið í heild sinni og því er erfitt að tala um einstakar aðgerðir sem þessa.“ Höskuldur Jónsson, for- stjóri ÁTVR: „Þetta bann hef- ur verið ákaflega gagnslítið og aðstæður oft þannig að það var illframkvæmanlegt. Ég ferðast mikið um landið og þótt við- koman á veitingastöðum sé takmörkuð veit ég að væri ég útlendingur að ferðast um landið ætti ég í miklum erfið- leikum með að skilja hvers vegna ekki mætti fá rauðvín með matnum nema á kórrétt- um tíma. Ég sé engin rök fyrir þessu, bendi á að áfengisversl- anir eru opnar á þessum tíma. Sjálfsagt er þetta bann tilkomið á þeim tíma sem ekki var mikið um hópferðir útlendinga hing- að og að þeir ferðuðust um landið að njóta veitinga." Jóhannes Bergsveinsson yfirlæknir, meðlimur áfeng- isvarnaráðs: „Undanhaldið í áfengismálum hefur þegar gengið of langt og engin ástæða til að halda lengra á þeirri braut. Því lengur sem áfengi er veitt þeim mun meira er drukkið. Áfengi er það ávana- og fikniefrii sem mestum skaða veldur hjá þessari þjóð eins og hjá flestum nágrannaþjóðum okkar. Heilbrigðisstofnanir SÞ hafa mælst til að til aldamóta dragi úr áfengisneyslu um fjórðung. Ein af neikvæðari af- leiðingum áfengisneyslu er vaxandi ofbeldi; um 80% þeirra sem ofbeldisverk fremja eru undir áhrifum áfengis og um 70% fórnarlambanna. Með til- slökunum í áfengismálum hef- ur ofbeldi aukist og flestum finnst nú nóg komið.“

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.