Pressan - 29.04.1993, Blaðsíða 13

Pressan - 29.04.1993, Blaðsíða 13
S K O Ð A N I R Fimmtudagurinn 29. apríl 1993 PRESSAN 7 3 HVERS VEGNA Á að kippafótunum undan smábátun- um, hagstœðustu útgerðinni? ÞRÖSTUR ÓLAFSSON ER AÐSTOÐARMAÐUR UTANRÍKISRÁÐHERRA OG ANNAR TVEGGJA í TVlHÖFÐANEFND Bæði spurningin og fullyrð- ingin er út í hött. Spurningin á við eitthvert ailt annað efni og fyllyrðingin er byggð á mis- skilningi. Engum dettur í hug að reyna að kippa fótunum undan smá- bátaútgerðinni. Þvert á móti er með tillögu tvíhöfðanefndar gerð tilraun til að styrkja þetta útgerðarmunstur til ffambúðar með því að þrefalda varanlegar veiðiheimildir þeirra. Gleymum því ekki að samkvæmt gildandi lögum eiga allir smábátar að fara í kvóta haustið 1994 og fá þá úthlutað 4.300 tonnum. Tví- höfðanefndin vill liðlega þre- falda þessar veiðiheimildir úr 4.300 tonnum í 13.275 tonn, auk þess sem lagt er til að þeir, sem völdu aflamark á sínum tíma, fái viðbótarúthlutun sem nemur 825 tonnum. Allt tal um að verið sé að kippa fótunum undan greininni er lágkúruleg öfugmæli sem ekki eru í neinum tengslum við þær tillögur sem íjallað er um. Svipuðu máli gegnir um þá full- yrðingu að þessi útgerðarteg- und sé sú hagkvæmasta. Eg vona svo sannarlega að trillu- bátaútgerðin gangi vel og að þar á bæ græði menn á tá og fingri. En það er út í hött að bera sam- an einstök útgerðarmunstur meðan einn aðilinn, þ.e. króka- leyfisbátar, býr við frjálsa sókn en veiðimöguleikar annarra eru skertir verulega ár frá ári. Krókaleyfismenn þurfa að standa il!a að veiðum sínum til að hafa ekki af fyrrnefndum ástæðum yfirburðastöðu gagn- vart annarri útgerð. Af hverju er yfirleitt verið að gera tillögur um breytingar á reglum um krókabáta? Ástæð- urnar eru þessar: Að óbreyttum lögum fá þeir miðað við núverandi heildar- kvóta úthlutað 4.300 þorskígild- istonnum haustið 1994. Það yrði rothögg fyrir greinina. Þó var þessi tonnafjöldi ákveðinn í samkomulagi að sögn og byggður á aflareynslu smábáta á sínum tíma. Hin meginástæðan er sú að á grundvelli bráðabirgðaákvæða var krókabátum heimilt að afla sér viðbótaraflareynslu fram til haustsins 1994 til að ákveða nánar hlutdeild hvers og eins í þeim 4.300 tonnum sem verða til skiptanna haustið 1994. Krókabátum hefur fjölgað um 876 (þar af 220 á höfuðborgar- svæðinu) frá 1982. Þeir eru nú 1.125, þar af eru alvöruveiði- menn milli 4-500. Afgangurinn er áhugamenn sem hafa tekjur af annarri vinnu eða starfsemi. Þessi fjölgun hefur meðal ann- ars leitt til þess að afli þeirra hef- ur stóraukist á undanförnum árum, þar sem þeir, einir báta, hafa búið við ffjálsa sókn. Með- an aflamark báta yfir 10 tonn- um hefur minnkað um meira en helming frá viðmiðunarár- um gildandi laga hefur á grund- velli þessa bráðabirgðaákvæðis afli báta undir 10 tonnum auk- ist úr tæplega 13 þúsund tonn- um árið 1982 í 38 þúsund tonn fiskveiðiárið 1991/92 og afla- hlutdeild þeirra vaxið úr 3,3 prósentum í 14,4 prósent á sama tímabili. Meðan talið er nauðsynlegt til verndunar fiskstofnum að ákveða það heildaraflamagn sem sækja má árlega úr sjónum rýrnar hlutur allra annarra sjó- manna að sama skapi og hlutur krókakarla er aukinn. Tillögur t\'íhöfðanefndar færa krókabát- um stórauknar varanlegar afla- heimildir um leið og þær koma í veg fyrir að stærri bátar geti keypt upp kvóta þeirra. Þótt frjáls sókn krókabáta sé vissulega draumastaða, og gam- an væri að geta leyft sér þann munað, hefur hún við núver- andi aðstæður þá tvo megin- annmarka, að gera afar erfitt fyrir um ákvörðun á leyfilegum heildarafla og gerir að engu markvissa stjórnun á sókn á fiskimiðin. Hinn annmarkinn er sá að meðan heildarafli krókabáta eykst er það afli sem óhjá- kvæmilega er tekinn af öðrum sjómönnum. Þeirra hlutur rým- ar að sama skapi. En þeir hafa því miður enga talsmenn í þessu máli. Sjávarútvegsfyrirtæki um allt land berast nú í bökkum, ekki síst vegna skertra veiðiheimilda. Sérhver viðbótarskerðing gæti riðið þeim að fullu. Viljum við það? „Engum dettur í hug að reyna að kippafótunum undan smábátaút- gerðinni. Þvert á móti er með tillögu tvíhöfðanefndar gerð tilraun til að styrkja þetta út- gerðarmunstur til frambúðar með því að þrefalda veran- legar veiðiheimildir þeirra. “ STJÓRNMÁL Á sveitina... Bæjarútgerðir voru bám síns tíma, settar á fót þegar hart var í ári og íslenskt fjármálakerfi í raun ekki til. Einstaklingar og/eða samtök þeirra höfðu í fæstum tilfellum bolmagn til að standa undir miklum fjárfest- ingum, þó til hafi verið glæsileg- ar undantekningar eins og ævi Thors Jensen, sem líklega er mestur íslenskra athafhamanna á þessari öld, sannar. En á síðustu misserum hefur orðið breyting á, þótt ekki sé farið eins að og fýrr. Nú taka bæjar- og sveitarfélög þátt í út- gerð og fiskvinnslu með því að leggja ffam hlutafé og á stund- um veðsetja allt bæjarfélagið til að standa við skuldbindingar. Þannig festa sveitarstjórnar- menn umbjóðendur sína enn fastar í vítahring sem þeir ætl- uðu að rjúfa: Hlutafé er upphaf- lega lagt fram til að styrkja og jafnvel bjarga útgerð og fisk- vinnslu og þar með atvinnu margra en ekki tekst betur til en svo að fyrirtækinu er komið fyr- ir horn um stundarsakir og enn á ný standa menn ffammi fyrir ÓLI BJÖRN KÁRASON erfiðleikum. Það eina sem hefur breyst er að bæjarfélagið er skuldum vafið og í ábyrgðum sem enginn kann skil á. Og ekki nóg með þetta heldur eru bæj- arfélög farin í keppni hvert við annað um kaup á gjaldþrota út- gerðum með kvóta. Á síðasta ári lagði Horna- fjarðarbær fram 100 milljónir króna í útgerðarfyrirtæki stað- arins, Borgey. Það fé virðist glatað, enda tapaði fýrirtækið 182 milljónum króna á síðasta ári og samkvæmt upplýsingum fjölmiðla eru skuldir þess 1.300 milljónir króna og eigið fé að- eins 2,5%, sem þýðir í raun að eigið fé er ekkert. Þessar 100 milljónir eru 90% af útsvars- tekjum bæjarins, að því er ffam kemur í DV síðastliðinn mánu- dag. Auðvitað vakti ekki annað fyrir forráðamönnum bæjarins en að renna styrkari stoðum undir atvinnulífið, en djarf- mannlega var teflt. Sú spuming hlýtur að vera áleitin hvort ekki hefði verið hægt að verja þess- um 100 milljónum betur en gert var. Aðeins Hornfirðingar geta svarað þeirri spurningu eða leit- að svara við henni hjá bæjar- stjórnarmönnum. Þeir á Höfn eru ekki einu sveitarstjórnarmennirnir sem leggja ffam fjármuni og ábyrgð- ir bæjarbúa í atvinnufýrirtæki, sem ættu í eðlilegu landi að vera í eigu einstaklinga og samtaka þeirra og rekin á þeirra ábyrgð. Langt í frá. Flest sveitarfélög taka þátt og veita fjárhagslega ábyrgð til fyrirtækja hvort held- ur er í sjávarútvegi eða öðrum greinum. En nú eru sveitarfélög einnig farin að yfirbjóða hvert annað. Ég minnist þess ekki að þau hafi áður tekið beint eða óbeint þátt í keppni við annað sveitarfélag, sem berst fyrir lífi sínu, um að ná eignum gjald- þrota fyrirtækis. Skiptastjórar þrotabús Einars FJÖLMIÐLAR Hannes gefurfjölmiðlunum 9,9995fyrir Hrafnsmálið Það fór lágt að fjölmiðlarnir í landinu þreyttu sérstakt próf hjá Hannesi Hólmsteini Gissur- arsyni nokkrar undanfarnar vikur. Það kom ekki í ljós fyrr en í fyrradag að Hannes birti einkunnir sínar í kjallaragrein í DV. Ef einhver tæki mark á skoðunum Hannesar á fjölmiðl- um yrði þessa þriðjudags sjálf- sagt minnst lengi sem sigurdags blaðamanna. Ur öllum þeim dálkkílómetrum sem skrifaðir hafa verið um Hrafnsmálið og úr öllum þeim klukkutímum sem hefur verið út- og sjón- varpað fann Hannes fjögur dæmi sem voru aðfinnsluverð. í raun voru dæmin aðeins þrjú þar sem fjórða dæmið komst aldrei í loftið (það fjallaði um löngun Sigrúnar Stefánsdóttur til að taka viðtal við Hrafn Gunnlaugsson eftir að hafa klappað stjómarandstæðingum lof í lófa fyrir ræður sínar um Hrafh niðrá þingi). Aðfinnslurnar þrjár, sem urðu að fjölmiðlaefni, falla í skaut Rtkissjónvarpinu, DV og PRESSUNNI. Hannes skammar Ríkissjón- varpiö fyrir að hafa ekki sýnt fagnaðarlæti opinberra starfs- manna á þingpöllum þegar greint var frá utandagskrárum- ræðunni um ráðningu Hrafris. Hannes segir þetta fólk hafa verið að brjóta stjómarskrána í vinnutímanum með því að trufla hið friðheilaga Alþingi að störfum. Ég er sammála Hann- esi um að lætin á þingpöllum hafi verið fféttnæm. Ekki vegna þess að ég vilji vita hver var í vinnunni og hver ekki, því þótt ég greiði þessu fólki laun vil ég ekki banna þvf að láta í ljós skoðanir sínar. Ég tel heldur ekki að fréttin hafi legið í hryðjuverkum hinna opinberm starfsmanna gegn friðhelgi þingsins. Hins vegar hefði verið forvitnilegt að sjá hvaða starfs- menn Ríkissjónvarpsins mættu á þingpafla. Það hefði sagt sína sögu um andstöðuna við ráðn- „Seinni ár hefur Hannes gefist upp á hugmyndunum og snúið sér að því að verja vini sína; Dav- íð, Hrafn, Reagan og aðra sjálfstœðis- menn, oft meira af vilja en mœtti. Greinin í DV ber vott um það. Hún segir ekkert umframmistöðujjölmiðla. Hún er hins vegar nothœf til falleinkunnar á þjóðfélagsrýninn Hannes. “ ingu Hrafns. Ég hefði því birt svipmynd af pöllunum ef ég væri Helgi Már Arthúrsson. Ég er hins vegar ekki Helgi Már og ég tel Helga Má ekki verri fyrir það. Öfugt við Hannes, sem gef- ur honum falleinkunn fyrir að vera ekki Hannes. DV svaraði sjálff á þriðjudag- inn aðfinnslum Hannesar út af frétt blaðsins um ágreining inn- an þingflokks sjálfstæðismanna. Samkvæmt DV las Hannes eitt- hvað út úr fféttinni sem ekki var þar. Hannes skammar síðan PRESSUNA fyrir að hafa ekki spurt sig álits á endurráðningu Hrafns. Honum fannst of marg- ir þeirra sem spurðir voru álits vera andsnúnir þessari ráðn- ingu. Ef ég man rétt leitaði PRESSAN álits hjá einum þrettán mönnum. Aðeins fimm treystu sér til að svara og var enginn þeirra kátur með ráðn- inguna. Þannig var það og ekk- ert við því að gera. Ef Hannes væri ég hefði hann sjálfsagt spurt sjálfan sig fimm sinum um álit á ráðningunni og fengið út almennan fögnuð og tíu þumla upp. En Hannes er ekki ég. Og ég er ekki Hannes — svo það liggi ljóst fyrir. Seinni aðfinnsla Hannesar gagnvart PRESSUNNI snerist um skussa annars vegar og skussana hins vegar. Hannes býr til samsæriskenningu um að PRESSAN sé að vega að Hrafni með því að setja skuss- arnir í fýrirsögn þegar Hrafn sagði skussar í viðtali. Ég skil ekki kenninguna og get því ekki svarið hana af mér. Þegar ég var ungur maður dáðist ég eins og aðrir menn að Hannesi. Hann var óþreytandi við að afhjúpa hugsanavillur í pólitíkinni sem áratugum sam- an höfðu verið álitnar heilagur sannleikur. Seinni ár hefur Hannes gefist upp á hugmynd- unum og snúið sér að því að verja vini sína; Davíð, Hrafn, Reagan og aðra sjálfstæðis- menn, oft meira af vilja en mætti. Greinin í DV ber vott um það. Hún segir ekkert um frammistöðu fjölmiðla. Hún er hins vegar nothæf til fallein- kunnar á þjóðfélagsrýninn Hannes. Gunnar Smári Egilsson „Guðmundur Árni Stef- ánsson, bœjarstjóri í Hafnarfirði, segir raun- ar í samtali við Morg- unblaðið að bærinn sé víkjandi hluthafi, hvað svo sem það merkir, og því sé hér ekki um neina bœjarútgerð að rœða.“ Guðfmnssonar hf. á Bolungar- vík hafa fengið leyfi veðhafa til að ganga til samninga um sölu á tveimur togurum búsins til hæstbjóðanda. Annars vegar er það Grindavíkurbær og hins vegar hlutafélag sem á að stofha með þátttöku Hafnarfjarðar- bæjar. Guðmundur Árni Stef- ánsson, bæjarstjóri í Hafnar- firði, segir raunar í samtali við Morgunblaðið að bærinn sé víkjandi hluthafi, hvað svo sem það merkir, og því sé hér ekki um neina bæjarútgerð að ræða. Hvort sem það er rétt eða ekki hlýtur sama ástæða að liggja að baki tilboðunum tveimur sem Grindavíkurbær og Hafnar- fjarðarbær standa að, þ.e. að efla atvinnulíf staðanna. Áuðvit- að verða ekki til fleiri ný störf við það að flytja tvö skip frá Vestfjörðum til suðvestur- hornsins, heldur færast þau að- eins frá einum fjórðungi til ann- ars (þótt ekki verði lagt mat á hvort sunnanmönnum tekst betur til við reksturinn en þeim á Bolungarvík). En það er ekki skemmtUeg tilhugsun að sjá út- gerð færast frá einum stað til annars fýrir tilstilli opinberra aðila og skiptir þá engu hvort um er að ræða sveitarfélög eða ríkið. Höfum við virkilega ekk- ert lært af reynslunni?______ Höfundur er framkvæmdastjóri Almennq bókafélagsins.. Á UPPLEIÐ KRISTJÁN JÓHANNSS0N SÖNGVARI Nú þegar AP hefur gert hann að arftaka Pavarottis og Domingos mun það loða við hann endalaust — eða þar til einhver dregur upp ungan söngvara og segir hann arf- taka Kristjáns. ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSS0N F0RMAÐUR ALÞÝÐUBANDA- LAGSINS Hann hlýturað eiga ein- hvern þátt í kosningasigri Jeltsíns, einsog hann hefur átt hlut í kosningasigrum Clintons og annarra erlendra sigurvegara. VIÐAR EGGERTSS0N LEIKHÚSSTJÓRI Nú er þessi utanveltu- leikhús- maðurorð- inn leik- hússtjóri. Viðar beygði sig aldrei und- ir atvinnuleikhúsin og fær nú atvinnuleikhús til að beygja aðsínumhugmyndum. Á NIÐURLEIÐ \ BENEDIKT DAVÍÐSSON F0RSETIASÍ Það er eitt- hvað svo púkalegtað skríða efturtil ríkisstjórnarinnar og biðja um tilboðið sem hann hafn- aði með reisn fyrir tveimur vikum. ÁRNIJ0HNSEN ÞINGMAÐUR Nú vill þess virðingarfirrti þingmaður auka vinsældir sínar með því að pissa utan í Erró og fá skatt- pening til að kaupa af honum verk. Við Reykvíkingar horfum fram á að þurfa að punga út tveim- ur milljörðum í Erró-safn og segjum: Ekki meir, ekki meir. ÓLAFURG. EINARSS0N MENNTAMÁLARÁÐHERRA Það er sama hvern hann ræð- ur; það verður alltaf eitt- hvertve- sen. Ólaf- urréðHeimi ogallirvita hvernig það endaði. Ólafur réð Hrafn og menn hafa ekki jafnað sig á því ennþá. Og Ól- afur réð Guðmund Magnús- son þjóðminjavörð og nú eru bátarnirbrunnir.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.