Pressan - 29.04.1993, Side 18

Pressan - 29.04.1993, Side 18
18 PRESSAN BÁG FRAMMISTAÐA Fimmtudagurinn 29. apríi 1993 Lífið kemur með kaffif Það sagði mér einhver um daginn að kaffistof- an á Kjarvalsstöðum hefði skánað heil ósköp. Það er gott. Kaffistofan í Listasafni Islands er víst hreint ágæt líka. Og það er ekki síður gott. Þeg ar Listasafnið var í Þjóðminjasafninu var þar engin kaffistofa. Fólk skoðaði þá ís- lenska myndlist án þess að geta hresst sig á kaffi. Eftir að listasafnið flutti í bæ- inn og fékk kaffistofu hefur fólk almennt orðið ánægðara með safnið og myndlistina. Það fer hins vegar enginn í Þjóðminjasafnið fremur en fyrri daginn — nema þá börn í skyidunámi. Sama er . að segja um Kjarvalsstaði. Eft- ir að kaffistofan batnaði er fólkglaðara. Á þetta er bent í tilefni af áhyggjum fólks af miðbænum og lífinu þar og dauðanum. Flestallar verslanir eru flúnar úr Kvosinni og upp í Kringlu. Það fer því enginn í verslunar- hugleiðingum í Kvosina. Það eina sem eftir er í Kvosinni er Alþingi (er í um tíu húsum), bankar (í um fjórum húsum) dómstólarnir (í einu húsi), stjórnarráðið (í um þremur - húsum), borgarskrifstofur (í um tveimur húsum) og svo ýmiskonar starfsemi önnur (i restinni af húsunum). Fyrir ut- an nokkra leiktækjasali er ekki mikið líf í þessum síðast- töldu húsum, utan hvað nokk- ur kaffihús, veitingahús og — barir blómstra með ágætum. Gallinn við þetta, það er mið- bæinn, er að annars vegar höfum við þingið, dómsalina og bankana og hins vegar kaffihúsin og barina. Þótt þetta tvennt sé í sama bæjar- hlutanum er það sitthvor hluturinn. Þegar maður fær sér kaffi á kaffistofunni á Kjar- valsstöðum heldur fólk að hann sé að skoða myndiist. Ef sami maður fær sér kaffi niðri í bæ veit fólk að hann er að slæpast. Lausnin á dauðanum í mið- bænum er því ef til vill sú að þingið, dómstólarnir, bank- arnir, bæjarskrifstofurnar og allar hinar stofnanirnar opni kaffistofur sínar fyrir almenn- ingi. Þá gæti maður sest inn á skrifstofur fjárlaganefndar í Austurstræti, fengið sér sérri- tertu og kakó og fylgst með sveitarstjórnarmönnum grenja út styrk til hafnarfram- kvæmda. Eins væri hægt að tylla sér á kaffistofuna í gamla Útvegsbankahúsinu og fylgj- ast með góðu skilnaðarmáli og gæða sér á hjónabands- sælu með. Opnar kaffistofur og opnir fundir hjá Reykjavík- urborg hefðu svipuð áhrif. Fólk kæmi með lif í miðbæinn og umræður um sveitarstjórn- armál yrðu líflegri — meðal almennings. Það má búast við að þeir sem koma biðjandi á fundi fjárveitingavaldsins hjá ríki og borg væru ekki jafn- upplitsdjarfir ef þeir þyrftu að krjúpa í augsýn almennings. *'Tvífarar Atidrei Lavrov er markmaður í rússneska landsliðinu í handbolta. Hann er alltaft vörn. Staða hans erþannig að sókn kemur ekki til greina. Þegar aðrir sœkjafram situr hann eftir, tilbúinn að verjast. Gunnlaugur Stef- ánsson er landsbyggðarþingmaður krata. Hann er líka alltafí vöm. Þegarfélagar hans afþéttbýlissvœðunum sœkjafram ogheimta niðurskurð áframlögum til land- búnaðarþarf Gunnlaugur að verjaþaðfyrirsínu heima- fólki. Hann hefur aldreifceri á sókn. Þess vegna er hann orð.inn alvegeins ogLavrov. Raunávöxtun hlutabráfa 1992 neikvæð um 14 prósent hjá 28 fyrirtækjum SALA HLUIABREFA HRUNDI UM EINN MILLJARD Hlutabréfí Eimskip, Flugleiðum og olíufélögunum hreyfðust varla í fyrra, Fátt bendir til að árið í ár verði betra. Talið er að sala verð- bréfafyrirtækja á hluta- bréfum hafi dregist sam- an um nærri 1 milljarð króna á síðasta ári. Tölur yfir afkomu helstu fyrir- tækja á Verðbréfaþingi og opnum tilboðsmark- aði benda til mjög nei- kvæðrar ávöxtunar hlutabréfa í heildina séð, en á milli ára versnaði af- koma sömu fyrirtækja um nálægt 66 prósentum í heild. Fátt bendir til þess að á yfirstandandi ári fari hagur fyrirtækj- anna batnandi svo um muni eða að staða hluta- bréfa batni í samkeppn- inni við önnur verðbréf. Raunávöxtun jákvæð hjá S en neikvæð njá 23 fyrírtækjum Samkvæmt tölum Kaupþings og Talna- könnunar yfir raun- ávöxtun hlutabréfa í 28 fyrirtækjum var árið í fyrra sérlega óhagstætt eigendum hlutabréfa. Af 28 fyrirtækjum sýndu aðeins 5 jákvæða raun- ávöxtun; Tollvöru- geymslan, Marel, Olís, Essó og Hlutabréfasjóður Norðurlands. Raun- ávöxtun hlutabréfa í þessum félögum var að meðaltali liðlega 20 pró- sent. Hins vegar sýndu 23 fyrirtæki neikvæða raun- ávöxtun hlutabréfa, að meðaltali 14 prósent í mínus, en allt frá mínus Marel Olís Esso Hlutabr. Norðurl. Jarbboranir Ehf. Verslunarb. Hltbrsj. Auðlind Síldarvinnslan ísl. hlutabrsj. Skeljungur Hlutbrsj. VÍB Grandi H. Böövarsson Eimskip Sæplast HMARKS-vísitalan Alm.hlutbrsj. Útgerðarf. Akureyringa Sjóvá-Almennar Hlutabréfasjóðurinn Flugleiðir Skagstrendingur íslandsbanki Ehf. Iðnaðarb. Hampiöjan Ehf. Alþýðubankans Ármannsfell i------------1- 30% 2 prósentum hjá Jarðborunum og 2,8 prósentum hjá Eignar- haldsfélagi Verslunarbankans niður í mínus 49,8 prósent hjá Ármannsfelli. önnur fyrirtæki sem sýndu neikvæða raun- ávöxtun yfir meðaltali voru Sjó- vá-Almennar (- 15,9 prósent), Hlutabréfasjóðurinn (- 16,4) Flugleiðir (- 17,1), Skagstrend- ingur (- 18,9), Eignarhaldsfélag Iðnaðarbankans (- 20,9), Hampiðjan (- 22,8) og Eignar- haldsfélag Alþýðubankans (-29,1). f heild var raunávöxtun hlutabréfa hjá þessum 28 fyrir- tækjum neikvæð um 7,6 pró- sent. Könnun PRESSUNNAR á afkomu 20 fyrirtækja á Verð- bréfaþingi og opnum tilboðs- markaði sýnir hagnað hjá 14 fyrirtækjum upp á 920 milljónir en tap hjá 6 fyrirtækjum upp á 600 milljónir. Hjá sömu 20 fyr- irtækjum versnaði heildaraf- koman milli ára um nálægt 900 milljónum. Ástandið verður lítt betraárið 1993 í ofangreindum hópi 20 fyrir- tækja á verðbréfamörkuðum er aðeins að finna tvö fyrirtæki í sjávarútvegi, Granda og Útgerð- arfélag Akureyringa. Staðreynd- in er sú að flestöll útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki voru rekin með tilfinnanlegu tapi. ÚA sýndi að vísu smávægilegan hagnað en tap Granda varð 156 miBjónir samkvæmt samstæðu- reikningi. Af öðrum útvegsfyr- irtækjum sem töpuðu verulega á síðasta ári má nefna Árnes hf., með 241 milljónar króna tap, Haförninn, 106 milljónir, og Skagstrending, 75 milljónir. Fátt bendir til þess að hagur útgerðarfyrirtækja fari batnandi og hið sama á við um önnur helstu fyrirtæki. Hjá Eimskipa- félaginu drógust rekstrartekjur saman um 11 prósent á síðasta ári og á þessu ári er búist við 4 til 5 prósenta samdrætti magns í innflutningi og stöðnun í út- flutningi. Flugleiðir standa á tímamótum eftir miklar fjár- „Menn verða að horfa til 10 til 20 ára" Olíufélögin hafa yfirleitt get- að staðið af sér allar sveiflur, en um þessar mundir hafa erfið- leikar fyrirtækja í sjávarútvegi talsverð áhrif á rekstur olíufé- laganna og má búast við aukn- um afskriftum. Sömu erfiðleik- ar munu bitna á fyrirtækjum eins og Hampiðjunni, Marel og Sæplasti. Rekstrarafkoma Sjó- vár-Almennra og Vátryggingar- félagsins batnaði nokkuð á síð- asta ári með fækkun slysa og tjóna, en fyrstu tölur þessa árs benda til fjölgunar tjóna á ný. í heild er því ekki að sjá bjart- ari tíð framundan fyrir áhuga- aðila um hlutabréfakaup, en undantekningar eru að sjálf- sögðu til. Og á það ber að líta að hlutabréfakaup eru langtíma- fjárfesting. „Það er viðbúið að það verði alltaf sveiflur og það örvæntir enginn þótt árið í fyrra hafi verið slakt. Hlutabréfa- markaðurinn á eftir að vaxa. Ég legg á það áherslu að við erum ekki að tala um skammtímafjár- festingu, menn verða að hafa þolinmæði og horfa til 10 til 20 ára að lágmarki. Það er ekki marktækt að skoða síðustu 12 mánuðina,“ segir til að mynda Elvar Guðjónsson hjá Kaup- þingi. Og vissulega segja tölur um raunávöxtun hlutabréfa á síð- asta ári takmarkaða sögu. Hjá 12 þessara fyrirtækja var raun- ávöxtunin þannig neikvæð um 8,5 prósent að meðaltali, en á sama tíma var heildararðsemi af reglulegum rekstri sömu fyrir- tækja jákvæð um 4,2 prósent að meðaltali og arðsemi eigin fjár sömu fyrirtækja jákvæð um 3 prósent að meðaltali. festingar, en fjármagnsgjöld verða áffam mikil og ætlunin er að spara 500 milljónir á næstu tveimur árum. íslandsbanki keppist við að afskrifa útlán og afkoma bankans í náinni fram- tíð ræðst af þrýstingnum um lækkun vaxta og minnkun vaxtamunar. Það fór því saman á síðasta ári versnandi afkoma fyrirtækj- anna og hrun í sölu og gengi hlutabréfa. Með afkomu fyrir- tækjanna er þó ekki öll sagan sögð, því útkoman hefði orðið talsvert verri — og þar með arðsemin — ef ekki hefðu kom- ið til sérstakar stjórnvaldsað- gerðir eins og afhám aðstöðu- gjalds og lækkun skatthlutfalls úr 45 í 39 prósent. Ef tekið er dæmi má nefna að lækkun að- stöðugjalds þýddi um 57 millj- óna króna „spamað“ fyrir Eim- skipafélagið og lækkun skatt- hlutfallsins um 88 milljóna króna „sparnað". Ef ekki hefði komið til þessa hefði ársreikn- ingur fyrirtækisins sýnt tap upp á 185 til 190 milljónir í stað taps upp á 41 milljón. Sömu aðgerðir minnkuðu tap Flugleiða úr um 210 milljónum niður í 134 millj- HELGIK. HJÁLMSS0N forstjóri Tollvörugeymslunnar, sem sýndi hvað besta ávöxtun á nýliðnu ári; 33 prósent. Hagnaður 5,5 prósent af veltu. Langstærsti hluthafi er Eimskipafélagið með 34,3 prósent hlutafjár, en fjórði stærstur er Albert Guðmundsson sendiherra. Verulegur samdrátt- ur/söfu hlutabréfa Sem fyrr segir drógúst hluta- bréfakaup saman um nærri milljarð á síðasta ári og væri sú tala reyndar nokkru hærri ef ekki væri fyrir drjúga sölu í ein- stökum fyrirtækjum, einkum í íslandsbanka og t.d. Jarðborun- umhf. Hjá öðrum helstu fyrirtækj- um landsins var um hrun í hlutabréfasölu að ræða. Árið 1991 seldust þannig hlutabréf í Eimskipafélaginu fyrir 333 milljónir hjá verðbréfafyrirtækj- um en fyrir aðeins 82 milljónir í fyrra. Enn meira hrun varð hjá Flugleiðum; salan fór úr 343 milljónum niður í 25 milljónir og hjá olíufélögunum þremur fór heildarsalan úr 654 milljón- um niður í 99 milljónir og var raunávöxtunin þó einna hæst hjá einmitt olíufélögunum. ÁRMANN ÖRN ÁRMANNSS0N forstjóri Ármannsfells. Gengi hlutabréfa Ármanns- fells hrundi úr 2,4 í 1,2 og raunávöxtun bréfanna var neikvæð um nær 50 pró- sent. Þrátt fyrir það var greiddur út 4 prósenta arð- ur. GUNNARSVAVARSSON for- stjóri Hampiðjunnar. Raun- ávöxtun hlutabréfa varð, þrátt fyrir hagnað, neikvæð um nær 23 prósent í fyrra og yfir 10 prósent árið áður. Næstu tvö ár þar á undan var ávöxtunin í kringum núllið. Friörík Þór Guðmundsson HÖRÐUR SlGURGESTSSON for- stjóri Eimskips og stjórnar- formaður Flugleiða. Til samans töpuðu fyrirtækin 175 milljónum, en 512 milljónum fyrirskatta og óreglulega liði. Raunávöxt- un hlutabréfa Flugleiða var neikvæðum 17,1 prósent og Eimskips um 9,5 pró- sent.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.