Pressan - 29.04.1993, Síða 22
22 PRESSAN
Fimmtudagurinn 29. april 1993
__#•
SITIdauglýsingar
Fatabreytingar
Fatabreytingar og
viðgerðarþjónusta
Klapparstíg 11 sími 16238
Íbúðí
miðbænum
Til sölu 4ra herb., 100 fer-
metra risíbúð á besta stað í
miðbæ Reykjavíkur.
Hagstæð langtímalán
áhvílandi.
Upplýsingar í síma
65 39 73 eftir kl. 17
Óskast keypt
2 gamlir hægindastólar,
innskotsborð, náttborð og
bókahillur auk stakra
teppamotta. Sími 13455
Til sölu
Ódýr, björt 4ra herb. íbúð í
Njarðvík. Möguleiki að
taka nýlega bifreið upp í
verðið
S: 92-12872.
Kvöld og helgar
ísskápur og sófi
Þriggja sæta plusssófi og
Candyísskápur til sölu.
Verð kr. 5000 + 5000 eða
7500 fyrir hvorttveggja.
Upplýsingar í síma 622229
Daihatsu
Charade
Árg. '88 til sölu, 4ra dyra,
sjálfskiptur, ekinn aðeins
31,000 km. Einnig Yamaha
YZ 250 árg. '88, motor-
crosshjól í góðu lagi.
Upplýsingar í síma 78478
Óskast
Óska eftir að kaupa
sófasett, helst leðurlux eða
leður. Einnig gervi-
hnattadiskur.
Uppl. í síma 623885
íbúð óskast
Reglusöm og skilvís 26 ára
gömul stúlka óskar eftir að
taka á leigu einstaklings-
eða tveggja herbergja íbúð
frá 1. júni til lengri tíma.
Helst í vesturbæ
Reykjavíkur.
Heimilisaðstoð kemur vel
til greina.
Upplýsingar í síma
263750 tilkl. 16:30 eða
hs. 624221 e. kl. 17. Sigrún
5 einfaldar leiðir
til að afla aukatekna
(eða stunda fulla vinnu
í Kolaportinu)
Hreinsa út úr fataskápnum og kompunni og
selja í Kolaportinu.
Á síöastliðnu ári voru gerðar nokkrar kannanir sem
sýndu ótvírætt aö sölufólk þénaöi aö meðaltali
30.000.- krónurá dag með sölu á fatnaði og alls-
konar kompudóti. Helgin öll getur því reynst
fjölskyldum, vinnufélögum, félagasamtökum,
saumaklúþþum og öðrum hópum mjög drjúg
tekjulind.
Bjóða innflytjendum, verslunum og framleið-
endum að selja gamla lagera í umboðssölu í
Kolaportinu.
Rest þessara fyrirtækja, sem skipta þúsundum, eiga
gamla lagara af allskyns varningi sem þau vilja mjög
gjarnan koma í sölu. Fyrir duglega seljendur er þetta
yfirleitt áhættulaus atvinna og tekjur oft mjög góðar.
Ath! Aö meöaltali koma um 20 þúsund gestir í
Kolaportiö um hverja helgi.
Kaupa gamla lagera af fyrirtækjum og selja
í Kolaportinu.
Slíkt er oft auglýst í blööum, t.d. í smáauglýsingum
DV. Þetta getur haft nokkra áhættu í för meö sér, en á
móti kemur að þá er reiknað með mun meiri
álagningu, og því jafnframt meiri gróðavon.
Búa til eða framleiða vöru til að seija í
Kolaportinu.
Þeir sem hafa hitt á réttu hlutina hafa gert það mjög
gott í Kolaportinu og stunda verslun með vörur
sínar jafnvel árið um kring.
Flytja Inn vörur til að selja beint tll neytenda
í Kolaportinu
Kolaportiö aöstoðar gjarnan fólk viö að koma sér af
staö meö slíka starfsemi, en einnig er auðvelt að
fara á vörusýningar erlendis og finna sniðugar vörur.
Vanda þarf vöruvalið en margir hafa reynt þetta með
geysigóöum árangri og hafa góöar mánaðartekjur af
tveggja daga vinnuviku sinni I Kolaportinu.
r- Til athugunar fyrir seljendur í Kolaportinu!
Þeir sem selja notaða muni eru ekkl skattskyldlr. Þeir sem
selja ónotaöan varning eru ekki viröisaukaskattskyldlr nema
þeir selji fyrir meira en 185.000 krónur á ári.
í Kolaportinu getur hver sem er selt hvaö sem er innan ramma
laga og velsæmis
Ef þú hefur vilja og kraft til að bjarga þér
skaltu endilega hafa samband við skrifstofu
Kolaportsins sem allra fyrst í síma 625030 -
og Kolaportið gefur þér góð ráð!
Það er ekki eftir neinu að bíðal
Sendum viðskiptavinum okkar
og öllu launafólki árnaðaróskir
á hátíðisdegi verkalýðsins 1. maí
EIMSKIP
iF.musMHJAN
HAFNARFIRÐI
GRANDIHF
yn m a ^mir
J. 1 x m. XV.
ora
MióCkurbú
‘Flóamanna
■J
LANDSVIRKJUN
O
SIGURPLAST e
Vöndum valið
Veljum íslenskt
Bjarki Pétursson
„Lengi getur
vontversnað"
1. „Ég sé ekki að kauphækkanir
undanfarinna ára hafi skilað sér
á nokkurn hátt. Hækkar ekki
allt annað jafhóðum í þjóðfélag-
inu?“
2. „Ég á nú erfitt með að muna
eftir einhverju sérstöku. Tækin
sem við vinnum með verða jú
alltaf fullkomnari og þægilegri,
en það hefur þó ekki orðið nein
stór breyting á sjálfu starfinu
undanfarin ár.“
3. „Við þessu verð ég nú bara að
segja að lengi getur vont versn-
að. Ég tel að erfiðara sé að láta
enda ná saman nú en fyrir sjö
árum.“
4. „Vextina niður. Þeir eru alveg
að drepa mann. Ég held að af-
nám matarskattsins sé ekki sér-
lega hagstætt, þá mundi líklega
allt hækka í staðinn hjá millilið-
unum. Að minnsta kosti mun
það ekki skila sér til okkar.“
5. „Ég ætla að minnsta kosti
ekki í kröfugöngu. Ætli ég taki
það ekki bara rólega.“
GuðmundurJ.
Guðmundsson
„Atvinnuleysið
erjarðneskt
GuðmundurJ.
Guðmundsson
formaður Verkamannafé-
lagsins Dagsbrúnar.
1. „Hún hefur nú skilað býsna
miklum árangri, þótt það sé
minna en oft áður. Ýmis rétt-
indamál hafa komist á, svo sem
veikindadagar, fastráðning fisk-
verkafólks og tveir taxtar í stað
þriggja svo eitthvað sé nefnt.
Annars er þetta meira og minna
barátta við Alþingi og stjórn-
völd; ef einhver kaupmáttarauki
næst hefur hann oft verið tek-
inn af með gengislækkun.“
2. „Ætli stærsta hagsbótin sé
ekki atvinnuleysistrygginga-
sjóðurinn, þótt ömurlegt sé að
segja það. Menn eru nú ekkert
of haldnir af þessum atvinnu-
leysistryggingum, en engu að
síður eru mál þessa fólks gjör-
breýtt.“
3. „Ég tel að þróun samfélagsins
sé orðin ískyggileg. Vaxandi
fjöldi fólks verður fátækur.
Þetta hefur aukist með atvinnu-
leysinu og samhliða þessum
stækkandi hópi fólks er annar
hópur, um þriðjungur þjóðar-
innar, sem getur keypt sér all-
flest sem hugurinn girnist. Mér
virðist þessi munur á hópunum
fara gífurlega vaxandi.“
4. „Það sem er mest aðkallandi
er að útrýma atvinnuleysinu.
Það er jarðneskt helvíti. Þá er
fáiróMfBMteWió