Pressan - 29.04.1993, Síða 23

Pressan - 29.04.1993, Síða 23
Fimmtudagurinn 29. apríl 1993 PRESSAN 23 GuðmundurJónsson 59 ára fyrrum sjómaður en starfar núá víraverkstæði. menn verkakvenna- og verka- karlalaun, þau eru allt of lág.“ 5. „Ég ætla að verja honum með göngu hér í bæ og síðan held ég tölu í DagsbrúnarkafFi.“ Guðbergur Guðnason „Þarfaðjafna lífskjörin" 1. „Það er ákaflega vont að svara þessari spurningu með jái eða neii, en ég get þó sagt að á síð- ustu tíu árum hefur hún að minnsta kosti skilað ff ekar litlu." 2. „Mesta hagsbótin er að mínu mati að hafa náð niður verð- bólgunni og fengið þannig stöð- ugleika í þjóðfélagið. Það er sú hagsbót sem hefur skilað mestu.“ 3. „Ég er ekki bjartsýnn á bata á næstunni, að minnsta kosti ekki á næstu misserum. Hins vegar er ég viss um að þetta batnar þegar ffá líður.“ 4. „Ég tel brýnast að bæta kjör þeirra lægstlaunuðu, þó svo að það verði á kostnað þeirra sem hærra eru launaðir. Það geta all- ir haft það gott hér á landi, aðal- atriðið er bara að skipta tekjun- um jafnar á milli fólksins. Allir atvinnulausir ættu svo að eiga kost á atvinnuleysisbótum. Þær ættu að vera að hálfu ákveðin upphæð, sem væri sú sama fýrir alla, og að hálfu hlutfall af laun- um.“ 5. „Ég ætla að ganga, en þó bara einn úti í náttúrunni.“ Maqnús L. Sveinsson „Lifi í þeirrí von að launin hækki" 1. „Ef litið er á þá áratugi sem verkalýðshreyfingin hefur starf- að hafa fjölmargir áfangar náðst. Má þar nefna að hreyf- ingin hefúr tryggt ákveðna lág- markskauptaxta, þótt þeir séu að vísu allt of lágir. Þá hefúr vinnutími styst og orlofi verið komið á. Ennffemur hafa áunnnist réttindi á greiðslum vegna veikindaforfalla og svo hefur hreyfingin haft víðtæk áhrif á margskonar lagagerð sem lýtur að velferð og kjörum manna.“ 2. „Það þýðingarmesta er líklega ramminn utan um launin og svo heilbrigðiskerfið. Þá má ekki heldur gleyma ákvæðun- um um lífeyrissjóðina, sem eru mjög mikilvæg.“ 3. „Auðvitað lifir maður alltaf í þeirri von, en því er ekki að neita að við heyjum núna harða varnarbaráttu. Auðvitað von- umst við eftir að komast upp úr þessari efnahagslægð og að hag- ur almennings fari að batna.“ 4. „Það er engin spurning um það að brýnasta verkefnið er að bæta núverandi atvinnuástand. Það er langsamlega efst á blaði. Atvinnuleysið er alvarlegasta kjararýrnunin sem þjóðin verð- ur fyrir.“ MagnúsL.Sveinsson formaður Verslunar- mannafélags Reykjavíkur. 5. „Verslunarmannafélagið verður með opið hús eftir fúnd- inn á Lækjartorgi og þar verð ég. Að því loknu mun stjórn VR koma saman, ásamt staífsfólki, og veita ákveðnum starfsmanni viðurkenningu.“ Guðmundur Jónsson „Verkalýðsfor- ingjamirgera ekkertafviti" 1. „Engum. Mér finnst ég ekki lifandi hér og endarnir ná engan veginn saman hjá mér, þrátt fyrir að ég sé með aðeins hærri laun en þeir lægstlaunuðu.“ 2. „Það er tvímælalaust þegar ég fór af síðutogara yfir á skuttog- ara árið 1972. Það var ótrúlega mikil breyting til batnaðar.“ Guðbergur Guðnason 69 ára verslunarmaður í Jes Zimsen. mai/ Frídagur verkalýð sins ÁSTA KARLSDÓTTIR 41 árs hjúkrunarfræðingur á göngudeild Vífilsstaða. 7. Hvaða árangrí hefur kjarabarátta undanfarínna ára skilað? 2. Hver er mesta hagsbótin síðan þú byrjaðir að vinna? 3. Telurðu að kjör þín eigi eftir að batna á komandi ár- um? 4. Hvað er mest að- kallandi í kjaramál- um? 5. Hvernig hyggstu verja 1. maí? 3. „Ekki með þessu áffamhaldi. Verkalýðsforingjarnir og núver- andi stjórnvöld gera ekki neitt af viti fyrir þá lægstlaunuðu.“ 4. „Að bæta lífskjörin. Ég get þó ekki ráðlagt þessum herrum hvernig þeir eiga að fara að því, en eitt er víst, að núverandi ástand er fyrir neðan allar hell- ur.“ 5. „Ja, ég veit ekki hvort ég ætla í göngu, en ég fer þó örugglega niður á torg og fylgist með ræðuhöldunum eins og ég geri oftast.“ Óskar Vigfússon „Afkoma sjómanna mun fara versnandi" 1. „Kjarabaráttan hefur ekki fært okkur mikið undanfarin ár, en hins vegar má telja að við höfum háð varnarbaráttu. Það er að segja að verkalýðshreyf- ingunni hefur tekist að halda í horfinu.“ 2. „Ég tel að styttingkauptrygg- ingartímabils sjómanna úr fjór- um mánuðum í einn hafi verið mesta hagsbótin sem ég hef staðið að. Þá held ég að stofnun fiskmarkaðanna, uppboðs- markaðanna, hafi verið sjó- mönnum mikil kjarabót. Þessi tvö atriði eru mér efst í huga.“ 3. „Nei, því miður held ég að því verði öfugt farið. Sjómanna- stéttin þarf að sætta sig við að afkoma hennar fer eftir því verðmæti sem fæst fyrir afúrðir okkar á erlendum markaði. Öll lfkindi sýna okkur í dag, að minnsta kosti um stundarsakir, að við verðum að sætta okkur við lægra markaðsverð á afúrð- um okkar. Þar með rýrna kjör sjómanna. Auk þess stöndum við frammi fyrir því að fýrir fá- einum árum sóttum við allt að 400 þúsund tonn af þorski í sjó- inn, en nú verðum við að sætta okkur við 175 þúsund tonn á næsta ári. Auðvitað hlýtur þetta að hafa stórkostleg áhrif á kjör sjómanna, sem ogþjóðarbúsins í heild sinni.“ 4. „Að verkalýðsforystan breyti algerlega um baráttuaðferðir. Ég vil þó ekki fara nánar út í það hér.“ 5. „Ég hyggst verja honum á þann hátt að taka þátt í þeim baráttudegi eins og sönnum verkalýðsforingja sæmir.“ Ásta Karlsdóttir „Launin geta vart lækkaðenn fiekar" 1. „Kjarabarátta okkar hjúkrun- arffæðinga hefur engu skilað eftir að við gengum út úr heild- arsamtökunum, BSRB, fýrir tæpum þremur árum, og raun- ar hafði hún litlu skilað fram að því.“ 2. „Mesta hagsbótin í mínum huga er að verðbólgunni sé haldið niðri. Þannig öðlast maður betra verðskyn og því er auðveldara að hafa yfirsýn yfir sín eigin íjármál.“ 3. „Já, maður verður að gera það. Ég held að við hjúkrunar- fræðingar séum nú komnir á botninn þannig að launin hljóta að hækka í framtíðinni. Verður maður ekki að vera bjartsýnn?" 4. „Ég vildi helst geta lifað af laununum og borgað skuldir mínar. Ég fer ekki ffarn á miklu meira en það. Maður verður að geta lifað mannsæmandi lífi af laununum og því verða þau að hækka.“ 5. „Ég á ekki von á að fara í kröfugöngu á fýrsta maí, annars fer það effír veðrinu hvað mað- ur tekur sér fýrir hendur.“ Ögmundur Jonasson „íslendingar em rík þjóð" 1. „Til að meta árangurinn þyrftum við að vita hvað hefði gerst ef samtök launafólks hefðu ekki beitt sér. Stundum tekur fólk réttindi á borð við or- lof, fæðingarorlof, ff í vegna veikinda, lífeyrisréttindi og svo ffamvegis sem eitthvað gefið, einskonar náttúrulögmál. Þetta er af og ffá og enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Samtök launafólks hafa háð varnarbaráttu til að standa vörð um þessi réttindi. Ástæðan fyrir nýtilkominni áráttu að bjóða alla hluti út til svokallaðra undirverktaka er að reyna að koma fólki út úr því réttindakerfi sem samtök launa- fólks hafa smíðað.“ 2. „Ég get nú ekki talað af reynslu margra áratuga, en á mörgum sviðum er betur búið að fólki en var fyrir tveimur ára- tugum eða svo þegar ég kom út á vinnumarkaðinn. Ekki leikur vafi á því að samtök launafólks eiga mjög dijúgan ef ekki drýgstan hlut af öllum þjóðfé- ÖGMUNDUR J0NASS0N formaður BSRB. lagsöflum í að stuðla að slíkum umbótum íþjóðfélaginu al- mennt. Hið sama gildir um rétt- indiogkjöríþröngumskiln- ingi.“ 3. „Enda þótt við eigum við vandamál að stríða vegna er- lendra skulda og samdráttar eru íslendingar rík þjóð. Ef við ber- um gæfu til að skipta verðmæt- unum á réttlátari hátt verður hægt að bæta kjör tækjulægri hluta samfélagsins.“ 4. „Að kveða atvinnuleysis- drauginn niður og snúa þeirri ójafúaðarstefnu, sem nú er fýlgt í allt of ríkum mæli, inn á braut jafnaðar eða jöfnunarstefnu." 5. „Ég fer að sjálfsögðu í 1. maí- göngu.“ Bjarki Pétursson 34 ára dekkjaviðgerðarmaður hjá Sólningu.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.