Pressan - 29.04.1993, Side 29

Pressan - 29.04.1993, Side 29
HVITIR M E N N GETA EKKI TROÐIÐ Fimmtudagurinn 29. apríl 1993 PRESSAN 29 Nýjar stjörnur í „körfunni" Ekkert svaka- lega stórir en vel þykkir Karfan á miklum vinsældum að fagna um þessar mundir á íslandi og birtast þær í ýmsum myndum. Það nýjasta í æðinu er leikur sem kallaður er tveggja manna karfa. Þessi íþrótt er til orðin vegna hinna gífurlegu vinsælda körfuboltans og hafa forsvarsmenn tveggja vegg- sportsfýrirtækja, World Class og Veggsports, sett upp körfu- boltaspjöld í íþróttasölum sín- um. Nýverið var svo haldið mót í greininni í Veggsporti og fór þátttakan fram úr björtustu vonum; tæplega eitt hundrað manns skráðu sig til leiks. Sigurvegarar þessa fyrsta „tveggjamannakörfú-móts“ á íslandi voru þeir Jón Páll Gestsson og Sólberg Bjama- son. Þeir hafa báðir iðkað körfúbolta um talsverðan tíma og frá því körfúr voru settar upp í World Class, skömmu fyrir síðustu áramót, hafa þeir æft tveggja manna körfu um það bil fjórum sinnum í viku. Sólberg, sem starfar sem lögregluþjónn, æfði körfú fyrir allmörgum ár- um, en nú æfír hann með körfuboltaliði lögreglunnar, sem er að fara til Grikklands að keppa á Evrópumóti lögreglu- þjóna. Þeir félagar Jón Páll og Sól- berg eru ekki háir í loffinu, að minnsta kosti sé miðað við körfúboltamenn, en Jón Páll er 182 sm og Sólberg 185. PRESS- AN hafði samband við Jón Pál og spurði hann fyrst hvernig svona „tittir“ færu að því að vinna körfuboltamót og þar með marga mun hærri og van- ari menn. „Við erum nú ekkert svakalega stórir en við erum vel þykkir. Ég er 96 kg og hann er 104, þannig að andstæðingarnir komust ekki svo mikið að, — við héldum þeim bara vel fyrir aftan okkur,“ segir Jón Páll. Að- spurður segist Jón Páll vera fjarri því að geta troðið, hins vegar sé Sólberg mun nær því — enda nokkrum sentímetrum stærri. Nú er bara að bíða og sjá hvort þeir félagar krækja sér í íslandsmeistaratitilinn í grein- inni, en fyrirhugað er að halda íslandsmót í tveggja manna körfú í ágúst næstkomandi. JÓN PÁLL GESTSSON 0G SÓLBERG BJARNASON Engir körfuboltarisar en vel þykkir og öflugir. I úrslitakeppninni í hand- knattleik hafa áhorfendur feng- ið að sjá frábær tilþrif júgóslav- nesks leikmanns í liði ÍR, Bran- islavs Dimitrijevic. Honum ferst sérlega vel úr hendi að stjórna sóknarleik ÍR og á engan er hallað þótt hann sé sagður besti leikmaður IR í vetur. Dimitrijevic, sem er 32 ára Serbi, hefur leikið hand- knattleik víða í Evrópu, meðal annars í fýrstudeildarliðum í Sviss og á Spáni. Hann lék í átta ár með Rauðu stjörnunni og var þá viðloðandi landsliðið um tíma. Dimitrijevic, sem gekk í raðir ÍR-inga fyrir þetta keppnistímabil, var þó ekki alls ókunnugur Islandi, þar sem hann kom hingað til Iands árið 1982 þegar lið hans keppti við Víkinga í Evrópukeppninni. BRANISLAV DlMITRIJEVIC Llklega besti útlendingurinn í fyrstu deild. Madurinn á bak vid velgengni ÍR ATLI ElNARSSON Æfirsjálfur á Flórída þessa dagana. ATLIEINARSSON ÆFIR EKKIMEÐVÍKINGI... PRESSAN greindi frá I því ekki alls fyrir löngu að Atli Einarsson, sóknarmaðurinn knái úr Vík- ingi, ætlaði sér að komast ffá fé- laginu. Atli hefur ekki æft með Víkingi að undanförnu, en hins vegar er hann samningsbund- inn liðinu og getur þarafleið- andi ekki skipt um félag nema með leyfi þess. Um páskana fóru Víkingar í æfingabúðir til Þýskalands, en Atli sat þá heima. Þessa dagana er hann hins vegar í Flórída þar sem hann stundar æfingar. Ef ekki nást sættir milli Atla og Víkings má gera ráð fyrir að þessi eld- fljóti landsliðsmaður leiki ekki með í fyrstu deildinni í sumar og er mikill sjónarsviptir að honum. LÁIMIÐ LEIKUR I/IÐ KEFL VÍKIIMCA Keflvíkingar, sem leika í fyrstu deild í sumar eftir nokkra fjarveru, þykja afar sterkir þessa dagana. Liðið hefur leikið nokkra æfingaleiki og verið afar sigursælt. Svo dæmi séu tekin burstuðu þeir Val 6-0 og sigr- uðu Þór frá Akureyri létt; 4-0. Sérlega góð frammistaða tveggja sóknarmanna Kefla- víkurliðsins, þeirra Óla Þórs Magnússonar og Kjartans Einarssonar, hefur vakið at- hygli, en þeir félagar hafa verið iðnir við að skora í æfingaleikj- unum. Kjartan Másson, þjálfari liðsins, sagði góðan árangur svona rétt fyrir mótið vissulega mjög ánægjulegan. Hann þakk- aði það fyrst og fremst góðum liðsanda og því að allir leik- mennirnir væru í mjög góðu formi. Það væri augljóst að leik- mennirnir hefðu mjög gaman af því sem þeir væru að gera og því væri uppskeran góð. Enn- fremur gat Kjartan þess að ekki hefði spillt fyrir liðsandanum að hópurinn vann um 1,7 milljónir króna í getraunum fyrir nokkr- um vikum, eða sem nemur tæp- Knattspyrna BLÖKKUMAÐUR LÍKLEGASTI MARKAKÓNGUR ÞÝSKU KNATTSPYRNUNNAR Antohny Yeboah er tví- mælalaust hættulegasti fram- línumaðurinn í þýsku knatt- spyrnunni og allt stefnir í að hann verði markahæsti maður úrvalsdeildarinnar. Það verður þá í fyrsta sinn sem marka- kóngstitillinn lendir hjá útlend- ingi - - ogþað svörtum Afríku- manni. Ferill Yeboah, sem er 28 ára, er einkar glæsilegur. Hann hef- ur skorað 33 mörk í 78 deildar- leikjum og áttá mörk í jafn- mörgum Evrópuleikjum fyrir lið sitt, Eintracht Franldúrt. Ye- boah er fæddur og uppalinn í Affíkuríkinu Ghana, og þar lék hann til ársins 1988. Þá var hann uppgötvaður af þýskum „njósnurum“ og gerðist leik- maður þýska annarrardeildar- liðsins Saarbrúcken, en tveim- ur árum síðar var hann seldur yfir til Frankfurt. Framtíðin virðist björt hjá Yeboah, sem fullur sjálfstrausts heldur því lega 100 þúsund krónum á mann. Aðspurður kveðst Kjartan Másson þjálfari ekki gera sér mjög háar hugmyndir um ár- angur liðsins í fyrstu deild í sumar. Þar á bæ stefni menn fyrst og fremst að því að halda sér uppi og þeir bjartsýnustu vonast í hæsta Iagi eftir að enda um miðja deild. „Það verða KR, Fram og Skagamenn sem berj- ast um titilinn og ég er hræddur um að þau verði mun ofar en önnur lið deildarinnar,“ sagði Kjartan að endingu. ffam að hann sé besti framherji þýsku úrvalsdeildarinnar. Hann ætlar sér þó að skipta um félag fyrir næsta keppnistíma- bil og hefur Bayern Múnchen þegar boðið honum hagstæðan samning. Aðdáendur Frank- furt munu án efa sakna Ye- boahs, en vinsældir hans hafa aukist þar undanfarin ár í sam- ræmi við ffábæra ffammistöðu hans. ÓLIÞÓRMAGNÚSS0N Á örugglega eftir að hrella mark- verðina í sumar. PéturOrmslev Neyðist hann til að leggja skóna á hilluna? Pétur skilji eftir sig stórt skarð í vörn Fram, geti hann ekki leikið með í sumar. ÓVÍST HV0RT PÉTUR LEIKUR MEÐ í SUMAR „Ég veit ekki á þessari stundu hvort ég get leikið í sumar,“ seg- ir Pétur Ormslev, leikmaður Fram, er PRESSAN spurði hann hvernig sumarið legðist í hann. „Ég hef átt við hnjá- meiðsli að stríða í rúmt ár og ég vona að þetta fari að lagast, en útlitið er ekki allt of bjart,“ segir Pétur ennfremur. Þessi marg- reyndi landsliðsmaður hefúr lít- ið getað æft í vetur með félögum sínum í Fram, en hann þjálfaði liðið í fyrra eins og mönnum er kunnugt. Gera má ráð fyrir að

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.