Pressan - 14.10.1993, Side 28
Engar áhyggjur, þetta var ekkert alvarlegt. Fingur mínir
renna ekki til á lyklaborðinu á tölvunni enn. Kæri Von Fritz
a La Kúst, upp meö kaupmáttinn, minn fylgir á eftir og gef-
ur þér sitt X í næstu kosningum. Annars er ástandið alvar-
legt! Sumir eru ekki búnir að fá það lengi.
Síðan þegar þeir eru loksins að fá það, kannski eftir tíu
mánaða bið, alveg í spreng, þá kvarta þeir sem ætluðu að
gefa þeim það. Bera því við að þeir hafi ekki verið alveg
nógu þurfi. Orðlaus. Ekki hafa þeir prófað að vera án þess í
tíu mánuði, ég mundi sturlast. Vitandi lika að allir í kring-
um mig væru að fá það óþvegið, í eiginlegum skilningi.
Fyrr má nú særa en drepa. Og það virðist næstum því
betra að drepast en að komast og fá þaö á íslandi.
Tveir örkumlaðir menn komu frá Bosníu, vantaði á þá
nokkra líkamsbúta hist og her á anatómíunni. Skítt með
það. Fyrir okkar mætu og menntuðu heilbrigðara var þetta
ekki nóg. Það á aö kvarta og klaga í útlendinginn. Þeir
væru ekki með nógu stórt bátti og því væri svoldið erfitt
að láta þá fá það. Lækningu og eða bata.
Hippókrít-arkort! Ráð væri að Gvendur Áá Stefáns færi
að skera undan einhverjum af þeim sem ráða til þess eins
aö þeir hættu að hugsa með klofinu og nýttu blóðið fyrir al-
menna heilastarfsemi. Síöan væri hægt að gefa ráðamönn-
um þessi heilbrigðiskort. Almennur sparnaður mundi skap-
ast því þau yrðu varla fleiri en hundrað. Við hin væmm að
minnsta kosti viss um að ráðamenn hefðu staðist heil-
brigöistestið og heilinn í þeim fúnkeraði normalt eða næði
lágmarksgetu. Fengi alltént nóg af blóði, sem er nauðsyn-
legt eðlilegri heilastarfsemi.
Hvernig er örkuml í fleirtölu? Þeir virðast aldrei fá nóg.
Hvenær er löpp ekki löpp? Þegar það er búið aö sprengja
hana af, þá er hún út um allt.
Ég er nokkuð dús við þefinn í kamesinu mínu, ég hef
ekki geð í mér til að bera hann saman við rafmagnslausa
líkgeymsluna í Sarajevo.____________________________________
Einar Ben.
BÓKMENNTIR
Tvœr unglingabœkur — leiðindi og skemmtun
Gekk
Sigurður Flosason
saxófónleikari sendi á
dögunum ífá sér nýjan
djassgeisladisk og ber
hann nafnið „Gengið á
lagið“. Öll lögin á
geisladiskinum eru eft-
ir Sigurð, nokkur eldri
sem hann hefur samið
síðustu árin, en hin
glæný. Fjórir valin-
kunnir hljóðfæraleik-
arar koma fram ásamt
Sigurði, þeir Eyþór
Gunnarsson, sem leik-
ur á píanó, Pétur Öst-
lund trommuleikari,
sænski trompetleikar-
inn Ulf Adáker og
Daninn Lennart Gin-
man, sem leikur á
kontrabassa. Útgefandi
geisladisksins er út-
gáfúfélagið Jazzís, sem
nýverið var komið á
fót í því augnamiði að
auka veg íslenskrar
djasstónlistar.
Sigurður Flosason er
einn stofnenda Jazzís,
en að félaginu standa
annars vegar djassdeild
FlH og hins vegar
Jazzvakning. „Með
stofnun félagsins erum
við, sem höfum
ánægju af djasstónlist á
íslandi, að reyna að
bjarga okkur sjálfir,“
segir Sigurður. „Það
hefur reynst mjög erf-
itt fyrir okkur djass-
leikara að fá tónlist
okkar gefna út og því
töldum við einu færu
SlGURÐUR FLOSASON SAXÓFÓNLEIKARI. Nýbúinn að senda frá sér djassgeisladisk sem inniheldur
bæði gamalt og nýtt.
á
LEIFESPER ANDERSEN:
BRENND Á BÁLI
★
MATS WAHL: HÚSBÓNDINN
★★★★
MÁL OG MENNING 1993
KOLBRUN
Sjálfsfróunaráráttan er farin að valda mér miklum
áhyggjum. Þetta viröist alltaf stefna í eitthvað en síðan
kemur ekki neitt: ekki blístur eða stuna eða vott hljóð.
Bara ekki neitt! Þetta hlýtur að vera einhver ónáttúra. Og
ég sem er með nýjasta þingmannatalið fyrir framan mig.
Eða ætti ég að kalla það þingmannahjal. Þau hafa virkaö
vel hingað til fyrir mig. Öll hin gömlu bindin eru saman-
klesst uppi í bókaskáp, sæta anganina leggur frá skápn-
um. Eina sem eyðileggur þessa angan er daunninn frá log-
andi tóbaksglóðinni, samt heyrist frá útvarpinu hið gullfal-
lega Adagio eftir Albinoni.
Allar aðstæður eru eins og best veröur á kosið. Það er
eitthvað að! Enginn nágranni er að gægjast meö kfki, kon-
' an farin að sofa, ég er einn og ætti aö geta flaggað í það
minnsta í hálfa. Er ég búinn að vinna of mikið? Ég hef
heyrt að vinnuálag skapi dofa og deyfö. Bæði í blóðrás og
kirtlum.
Andskotinn! Nú fer ég að trúa þessum elskum sem eru
fyrir framan mig í þessu þingmannahjali, að kaupmáttur sé
farinn aö rýrna og menn þurfi að vinna meira. Til þess eins
aö borga helstu reikninga. Ég sé fram á að ég slaki á
sultarólinni um vömbina á mér og vefji henni um tippið
næst, og ég sagði næst, þegar ég fæ standpínu. Stoppa
bara blóðið f að fara aftur til heilans. Og til hvers líka? Svo
að heilinn geti haldið áfram að hafa áhyggjur af hreyfing-
um á hlutabréfamarkaöi VÍB.
Nó vei. Ég vil mitt... núna.
Augnablik, það virðist eitthvað vera að gerast, mig
svimar í það minnsta.
Danski rithöfundurinn Leif
Esper Andersen vann tii verð-
launa fyrir bók sína Brennd á
báli. Efnið er hið áhugaverð-
asta. Unglingsdrengur flýr
þorp sitt eftir að móðir hans,
sem stundað hefúr lækningar,
er sökuð urn galdra og
brennd á báli. Á flótta sínum
hittir drengurinn gamlan
mann, læknisíróðan. I bókar-
lok bíða gamla mannsins
sömu örlög og móðurinnar;
honum verður kastað á bál.
Og drengurinn er enn á
flótta.
Þetta er sérlega drungaleg
og þunglyndisleg saga og
uppeldisgildið vegur þarna
allmiklu þyngra en skemmt-
anagildið, sem er nær ekkert.
Hér er varað við hjátrú, for-
dómum og þekkingarleysi og
allt kemst það sæmilega tii
skila, en ósköp er maður
mæddur eftir lesturinn.
Hér ríkir engin frásagnar-
gleði. Frásögnin er nákvæm
en fremur lífvana, það er ein-
hver mjög ábyrgur og með-
vitaður tónn í bókinni allri,
en hann hljómar ekki sann-
færandi og gerir bókina til-
gerðarlega.
Gamli maðurinn og dreng-
urinn eru mestallan tímann
einir á sviðinu og höfundur
segir okkur að á milli þeirra
myndist sterk tengsl en orð
persónanna endurspegla eng-
an sérstakan trúnað eða
væntumþykju. Samtöl þeirra
eru stirð og persónurnar
daufgerðar. Þetta er allt ffem-
ur niðurdrepandi og lítt
skemmtilegt.
Húsbóndinn eftir Mats
Wahl er nær allt sem bók
Andersens er ekki. Wahl
kann svo sannarlega að segja
sögu.
Saga hans gerist í upphafi
19. aldar og segir frá ung-
lingsdrengnum Kalia sem
ræður sig í vist hjá Pétri
Gothberg og fjölskyldu hans.
Gothberg þessi býr á lítilli
eyju og drýgir tekjur sínar
með sjóránum og morðum.
Dætur Gothbergs, nokkru
eldri en Kalli, taka þátt í þess-
ari óskemmtilegu iðju föður
sins og njóta hennar mjög,
enda eru þær hin mestu
flögð. Þarna eru flögðin sem
kvikmyndagagnrýnandi
P.RESSUNNAR, Guðmundur
Ólafsson, saknar svo mjög úr
kvikmyndum og bókum og
hefur auglýst eftir. Hér eru
flögðin tvö og valsa um með
exi og höggva mann og ann-
an meðan sæluhrollur fer urn
lesandann.
Gothberg og fjölskylda
hans eru þessi tegund ill-
menna sem lesandinn fer
ósjálfrátt að halda með. Þetta
„Gothberg býr á lítilli eyju og drýgir tekjur stnar með sjórán-
um og morðum. Dœtur Gothbergs taka þátt íþessari
óskemmtilegu iðjuföður sins og njóta hennar mjög, enda
eru þœr hin mestu flögð. Þarna eruflögðin sem kvikmynda-
gagnrýnandi PRESSUNNAR, Guðmundur Ólafsson, saknar
svo mjög úr kvikmyndum og bókum og hefur auglýst eftir. “
er litríkt fólk og bráð-
skemmtilegt en hefur vita-
skuld enga sómatilfinningu
eins og iðja þess bendir til.
Þetta eru hin sympatísku ill-
menni sem svo mikil ánægja
er að lesa um.
Mats Wahl nýtur þess
greinilega jafnmikið að segja
söguna og lesandinn að lesa
hana. Frásögnin er fúll af fjöri
og spennu. Þetta er saga sem
lesandinn lifir sig inn í. Hún
er dulítið óhugguleg. Þarna
eru axarmorð og flóttatil-
raunir og eitthvað af kynferð-
islegu káfi (það eru flögðin
vergjörnu að þreifa á ung-
lingspiltinum). En það er allt
í hollum hasarstíl og jafnvel
siðprúðasta lesanda ætti ekki
að verða meint af. Þetta er
bók fyrir hina fjölmörgu að-
dáendur Gulleyju Roberts
Louis Stevenson.
Bókin er sérlega vel þýdd,
en það er Hilmar Hilmarsson
sem á heiðurinn af þýðing-
28
PRESSAN
ISLENSKUR DJASS
Fimmtudagurinn 14. október 1993
lagið
leiðina að reyna að
standa að útgáfunni
sjáifir. Við erum þeirr-
ar trúar að það komi
íslenskri djasstónlist
hvað mest til góða ef
verk hinna ýmsu og
ólíku tónlistarmanna
eru kynnt hér og er-
lendis undir einu og
sama nafninu.“
Að sögn Sigurðar er
hafin áskriftasöfnun í
tengslum við útgáfufé-
lagið nýja, en meining-
in er að þrír djassdiskar
komi út á ári á vegum
Jazzís og er Gengið
á lagið sá fyrsti í
röðinni. Út-
gáfuflokk-
arnir verða
þrír og til-
heyrir disk-
ur Sigurðar
þ e i m
fyrsta, sem
tekur til
nýrrar ís-
lenskrar djass-
tónlistar. Annar
fiokkur inniheldur
endurútgefið gamalt
efni og verður fyrsta
útgáfan tveir diskar
sem gefnir verða út í
mars til minningar um
Guðmund Ingólfsson
heitinn. Þriðji flokkur-
inn nær yfir diska sem
líklegir eru til að
stækka áheyrendahóp
djasstónlistarinnar, en
ekki mun víst af veita.
Þegar Viðar Egg-
ertsson setti
upp Drög aö
svínasteik
var svínið
eitt á leik-
sviðinu all-
an tímann.
Ekki ósvip-
að og Hann-
es Hólm-
steinn nýtur
þess að vera í
I sviðsljósinu. Það
* vantar bara að Hann-
| es sleppi fram af sér
| beislinu og leyfi sér
J að skella upp úr. Þá
sæist varla hvor væri
I hvor.
I
I
I
I________