Pressan - 04.11.1993, Blaðsíða 10

Pressan - 04.11.1993, Blaðsíða 10
S K OÐ A N I R Fimmtudagurinn 4. nóvember 1993 10 PRESSAN PRBSSAN Útgefandi Blað hf. Ritstjóri Karl Th. Birgisson Ritstjórnarfulltrúi Sigurður Már Jónsson Markaðsstjóri Sigurður I. Ómarsson Ritstjóm, skrifstofur og auglýsingar: Nýbýlavegi 14 -16, sími 64 30 80 Faxnúmer: Ritstjóm 64 30 89, skrifstofa 64 3190, auglýsingar 64 30 76 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn 64 30 85, dreifing 64 30 86. tæknideildJ54 30 87 Áskriftargjald 798 kr. á mánuði ef greitt er meö VISA/EURO en 855 kr. á mánuöi annars. PRESSAN kostar 260 krónur i lausasölu Eftirlit á stjórn- málaflokkana Þingflokkur Kvennalistans hefur á Alþingi fylgt eftir ósk- um nokkurra háskólakennara og farið fram á að undirbúin verði löggjöf um fjármál og starfsemi stjórnmálaflokkanna. Það er löngu tímabært að settar séu strangar reglur um flokkana sem eru í reynd ríkisstofnanir eins og PRESSAN hefur ítrekað bent á. í úttekt á fjármálum flokkanna, sem PRESSAN gerði í vor, kom í ljós að stjórnmálaflokkarnir veltu á síðasta ári um 130 milljónum króna, sem meira og minna var opinbert fé. Áberandi var að 97 prósent af tekjum Kvennalistans árið 1992 komu frá skattgreiðendum. Nokkru lægra var þetta hlutfall sama ár áætlað hjá Sjálfstæðisflokki og Alþýðuflokki og eilítið lægra enn hjá öðrum. Með öðrum orðum: Stjórn- málaflokkarnir, sem kalla sig frjáls félagasamtök, eru á ffarn- færi hins opinbera. Ekkert effirlit er með því hvernig þessu fé er varið og flokk- arnir eru misviljugir að láta í té upplýsingar um fjárreiður sínar. Kvennalistinn og Alþýðubandalagið hafa þó reikninga sína opna þeim sem eftir leita, en Sjálfstæðisflokkurinn liggur á lítilvægustu upplýsingum eins og ormur á gulli. Honum á ekki að líðast ffernur en öðrum þiggjendum almannafjár að eyða milljónum af skattfé á ári hverju án þess að skattgreið- endur fái að vita hvert það rennur. PRESSAN hefur einnig itrekað bent á hvers konar neðan- jarðarstarfsemi fer fram þegar flokkarnir afla sér fjár. Þar er öllum brögðum beitt og ekki öllum löglegum. Fyrir því liggja orð ffammámanna í Framsóknarflokki, Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki um að gefnir hafi verið út falsaðir reikningar fyrir auglýsingar í flokkssnepla sem aldrei birtust. f þessum sömu stjórnmálaflokkum alast svo upp mennimir sem síðar taka að sér umsýslu með milljörðum af almannafé. Varla er að vænta affeka á þeim vettvangi þegar þeir komast upp með árum saman að sniðganga alminleg bókhaldsskil og einfaldar siðareglur viðskipta á flokkskontórnum. Ekki er vitað til þess að skattyfirvöld hafi sýnt málinu áhuga, þótt færa megi að því sterk rök að skattgreiðendur eigi hér ekki minna undir en til dæmis hjá íþróttafélögum, sem rannsökuð hafa verið. Fjórir flokkar — allir nema Sjálfstæðisflokkurinn — hafa lýst sig reiðubúna til að koma upp effirliti með fjárreiðum sínum. Nú hafa þeir tækifæri til að standa við þau orð og samþykkja tillögu Kvennalistans. í ljósi reynslunnar er hins vegar fýllsta ástæða til að fylgjast grannt með að það verði al- vörureglur undir faglegu eftirliti, en ekki áferðarfalleg leið til að halda áffam að skjóta tugmilljónum árlega ffamhjá augliti kjósenda. BLAÐAMENN: Bergljót Friðriksdóttir, Guörún Kristjánsdóttir, Jakob Bjarnar Grétarsson, Jim Smart Ijósmyndari, Kristján Þór Árnason myndvinnslumaöur, Páll H. Hannesson, Pálmi Jónasson, Sigriður H. Gunnarsdóttir prófarkalesari, Snorri Ægisson útlitshönnuöur, Þorsteinn Högni Gunnarsson. PENNAR Stjórnmál: Andrés Magnússon, Árni Páll Árnason, Einar Karl Haraldsson, Guömundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hreinn Loftsson, Möröur Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Össur Skarphéöinsson. Listlr: Einar Örn Benediktsson, mannlíf, Guömundur Ólafsson, kvikmyndir, Gunnar Árnason, myndiist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Martin Regal teiklist. Telknlngar: Ingólfur Margeirsson, Kristján Þór Árnason, Snorri Ægisson, Einar Ben. AUGLÝSINGAR: Ásdís Petra Kristinsdóttir, Pétur Ormslev. Setning og umbrot: PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerö og prentun: ODDI STJORNMAL Glataða kynslóðin Það er bæði gömul saga og ný að kynslóðir hafa misjafhar aðstæður til að koma undir sig fótunum. Þegar litið er til baka er það nú samt oftast þannig að aðstöðumunurinn jafnast út á þann hátt að erfitt er að sjá að ein kynslóð beri óhæfilega skarðan hlut frá borði eða hljóti óhæfilegan ávinning. Undantekningar ffá þessu eru kynslóðir sem lenda hvor sínum megin við um- fangsmiklar breytingar í sam- félaginu, umskipti í atvinnu- háttum eða efnahagslífi. Þannig var um aldamóta- kynslóðina í samanburði við eftirkomendur. Aldamóta- kynslóðin vann hörðum höndum að því að skapa sér lífvænlegar aðstæður á erfið- um tímum. Eftirkomendurn- ir, þeir sem nú eru í kringum eftirlaunaaldurinn, nutu hins vegar góðs af þeim uppgangi sem varð í efnahagslífinu í stríðinu og eftir stríð. Þegar aldamótakynslóðin nálgaðist eftirlaunin varð hins vegar ljóst að verðbólgan hafði étið upp spariféð, kynslóðin sem stritaði til að spara sat uppi með fáeinar krónur í ellinni. Eftirkomendurnir höfðu fengið fé foreldra sinna gefins í formi lífeyrissjóðslána og bankalána. Nú ber svo við að komin er ffam ný kynslóð sem virðist á góðri leið með að hljóta með réttu titilinn hin glataða kyn- slóð. íslendingar á aldrinum 20-35 ára borga námslánin sín til baka, þeim mun meira sem yngri eru. Húsnæðislánin bera markaðsvexti ofan á lánskjaravísitölu, en lánskjara- vísitalan er allt önnur stærð en framfærslu- eða launavísitala. Húsnæðiskostnaðurinn er því umtalsverður baggi. Lífeyris- sjóðslánin bera að sjálfsögðu háa vexti, enda voru lífeyris- sjóðirnir tómir eftir að eftir- komendurnir sem fyrr voru nefndir létu þar gamminn geisa. Skattbyrðin eykst til að greiða fyrir eyðslu í óráðsíu og gæluverkefhi fyrri ára. ÁRNI PÁLL ÁRNASON í það minnsta einn lífeyris- sjóður hér í landinu hefur stigið stórt skref í rétta átt í þessu efni. Hann hefúr hrein'- ■» lega skorið niður lífeyri til þeirra sem fengu óverðtryggt lán úr sjóðnum og lítur því réttilega svo á að sú gjöf sem í láninu fólst að hluta hafi verið íýrirframgreiðsla á lífeyri. Eft- irkomendurnir hafa væntan- lega húsin sín nú til að éta og geta því lifað á arðinum af þeirri gjöf sem þeir fengu. Það er ekkert réttlæti í því að þeir sem nú greiða í lífeyrissjóði og þurfa að sæta háum vöxtum hjá sjóðunum standi undir greiðslu verðtryggðs lífeyris til þeirra sem tæmdu sjóðina á sinni tíð. Annað hagsmuna- mál er að afnema aðgang þeirra eldri að húsbréfakerf- inu. Það er hreint brjálæði að veita lán með ríkisábyrgð til húsnæðiskaupa fýrir kynslóð sem á um 100 milljarða í skuldlausri eign. Ljóst er að margir munu bregðast við þessu með þvi að segja að svona sé ekki hægt að fara með fólkið, það sé ekki hægt að koma eftir á og skera af lífeyri þeirra sem nú eru komnir á lifeyrisaldur. Það ber hins vegar að hafa í huga að það var á sínum tíma komið aftan að aldamótakynslóðinni. Hún fékk enga fýrirfram til- kynningu um að búið væri að sólunda peningunum hennar, menn mættu bara í bankann og sáu að sparnaður ævinnar dugði fyrir rétti dagsins á Holtinu og mánaðarlegur líf- eyrir fýrir tveimur pottum af mjólk. Yngra fólk er heldur ekki ónæmt fýrir eftiráaðgerð- um. Tökum dæmi: Húsnæðiskerfið frá 1986, sem lengi verður í minnum haft hversu vitlaust var, var „íþessu efni reynir á stjórnmálaflokk- ana ogfjölmiðla: Geta íslenskir stjórn- málaflokkar í raun mótað stefnu í nokkru sem máli skiptir? Geta íslenskir fjölmiðlamenn skilið vandamál semfel- ur í sérfleira en eitt aðalatriði og tekur meira en sex orð til að útskýra? Nú reynir á. “ orðið gjaldþrota strax 1989-1990. Árið 1991 voru sett bráðabirgðalög um hækk- un vaxta á lánum í kerfinu. Það var bara eitt vandamál í því: Þá voru í gildi lög sem kváðu á um að greiðslubyrði húsnæðislána þyngdist ekki þótt vextir yrðu hækkaðir, lánstíminn myndi bara lengj- ast. Þegar fólk hafði tekið lán í gamla kerfinu skrifaði það undir lántökusamning við Húsnæðisstofnun, þar sem m.a. var kveðið á um að ef vextir yrðu hækkaðir myndi fara um greiðslubyrði eftir fyrrgreindum lögum. Svo hvað var gert? Jú, bráða- birgðalögin afhámu þessi lög um greiðslubyrðina, svo hægt væri að auka greiðslubyrði lántakenda. Sem sagt: Ríkis- valdið setti lög sem breyttu samningi þúsunda íbúða- kaupenda við lánveitandann einhliða. Þegar horft er til baka er ljóst að eftirkomendur alda- mótakynslóðarinnar, yngstu lífeyrisþegarnir, högnuðust verulega á verðbólgutíman- um. Þær kynslóðir sem á eftir komu gerðu það einnig í mis- miklum mæli. Síðan fer að koma ákveðin tilhneiging til að menn borgi sitt, allt þar til komið er að yngstu kynslóð- unum, sem fá það hlutverk að borga fýrir allt fjörið. Nýlega hefur komið ffarn að umræða um þessi mál er að hefjast innan stjórnmálaflokkanna, því misgengi af þessum toga verður að leiðrétta. f þessu efni reynir á stjórnmálaflokk- ana og fjölmiðla: Geta íslensk- ir stjórnmálaflokkar í raun mótað stefnu í nokkru sem máli skiptir? Geta íslenskir fjölmiðlamenn skilið vanda- mál sem felur í sér fleira en eitt aðalatriði og tekur meira en sex orð til að útskýra? Nú reynir á. Það sem er grátbroslegast við alla þessa sögu er það að þegar við, glataða kynslóðin, komumst á eftirlaun og erum loksins búin að borga náms- lánin fýrir aUa hina, lífeyrinn fýrir alla hina og húsnæðið fýrir alla hina, þá verðum við að óbreyttu að finna einhvem til að níðast á. Það eru nefni- lega allar horfur á að ekkert verði eftir í lífeyrissjóðunum þegar að okkur kemur, því aldurssamsetning þjóðarinnar er slík að það eru fjölmenn- ustu kynslóðimar sem standa nú í þessu basU._____________ Höfundur er lögfræðingur. FJÖLMIÐLAR Kjarni málsins er ekki hér - kjarni málsins í 80 ár! „Það er nefnilega öðrufremur einkenni Moggans — hann þegirsvo mikið. Sá sem villfá heildarmyndina, sérstaklega í viðkvœmum og umdeildum málum, fcer hana ekki með því að lesa Morgunblaðið. “ í leiðara Morgunblaðsins á þriðjudag sagði að blaðið væri fyrst og fremst frétta- blað. Þegar ég hins vegar leit- aði að umfjöllun um frétta- stefnu þess í 24 síðna affnæl- isblaði þann sama dag var hún hvergi sjáanleg. Ekki heldur í tuttugu óg fimm mínútna auglýsingu Moggans í sjónvarpinu þá um kvöldið. Ekki eitt orð, en mikið um tækni og tölvur. Skýringin? Kannski fannst Moggamönnum engin ástæða til að tala um frétta- stefnu sína — er henni ekki hvort eð er bezt lýst eins og öðru hjá Mogganum, „vönd- uð og traust“? Þetta er hvort tveggja goð- sögn, þ.e. að Mogginn sé gott fféttablað og að fféttimar séu vandaðar. Það eru stórtíðindi þegar Mogginn tekur upp hjá sjálf- um sér að flytja fréttir sem vega að hagsmunum valda- stofnana í landinu. Þá leggjast kremlólógar undir feld og velta fýrir sér hvað Styrmir sé nú að plotta og í hvaða strengi hafi verið togað í Val- höll eða stjórnarráðinu. Það er ekki bara samsærishugsun- arháttur þeirra sem þekkja ekki til, freldur líka viður- kenning á því að Mogginn er ekki fréttablað af því tagi. Hann er ekki alvörufrétta- blað. Á sama veg er það þegar Mogginn tekur afstöðu í meiri háttar þjóðfélagsmálum. Áhugamenn bíða spenntir, ekki endilega vegna þess að Mogginn hafi öll „áhrifin“, sem honum eru oft gerð upp, heldur vegna þess að það er svo sjaldan sem Mogginn seg- ir eitthvað yfirleitt. Reykurinn úr strompum ritstjóra Morg- unblaðsins sést yfirleitt ekki fýrr en allir aðrir hafa talað málið dautt svo mánuðum skiptir. Það er nefnilega öðru ffemur einkenni Moggans — hann þegir svo mikið. Sá sem vill fá heildarmyndina, sér- staklega í viðkvæmum og umdeildum málum, fær hana ekki með því að lesa Morgun- blaðið. Blaðið tiplar í kring- um lykilstaðreyndir mála, ef það þegir þá ekki alveg. Dæmin frafa verið nefnd mý- mörg á þessum vettvangi og verða ekki endurtekin núna. Þetta er þeim mun verra sem Mogginn er umfangs- mikil stofnun í þjóðfélaginu; þess þekkjast líklega engin dæmi á Vesturlöndum að eitt dagblað sé svo yfirgnæfandi á markaðnum. Ég þekki ekki vel til í Evrópu, en í Banda- ríkjunum hafði eitt blað, The New York Times, lengi yfir- burðastöðu og þó ekki neitt í líkingu við Moggann hér. Mér verður stundum hugs- að til þess þegar blaða- mennska NYT reis sem hæst árið 1971 og blaðið birti stol- in leyniskjöl sem gengu seinna undir nafninu Pentag- on-skjölin. Það þurfti mikið hugrekki til þess að ögra for- setanum og hernum með þeim hætti, ekki sízt á íhalds- sömu og kerfislyntu blaði eins og NYT. Gæti Moggitm gert eitthvað svipað? Svarið er afdráttar- laust nei. Honum lætur betur að þegja. Þar skilur á milli góðra fréttablaða og vondra. Klisjan „ekki lýgur Mogg- inn“ er auðvitað engin tilvilj- un, en hún er ekki nema að hálfú leyti rétt; blaðið vandar sig við upptalningu stað- reynda, en vandar sig oft jafn- mikið við að þegja yfir stað- reyndum. Það þegir vísvit- andi yfir hluta sögunnar eða henni allri og það kallast á blaðamannamáli að ljúga að lesendum sínum. Það er kjami málsins. Karl Th. Birgisson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.