Pressan - 04.11.1993, Blaðsíða 32

Pressan - 04.11.1993, Blaðsíða 32
HLUSTUM ALLAN SÓLARHRINGINN SÍMI 643090 I Iraín Gunnlaugsson er kát- ur þessa dagana, enda hefur kvik- mynd hans, „Hin helgu vé“, fengið ágæta dóma. Mynd- in þykir sanna að méÓ Hrafni bærist hlýjar og fallegar til- finningar. Sænska kvikmyndastofnunin hefur reyndar staðfest þetta, því fyrirhugað er að myndin verði notuð sem kennslugagn í sænsk- um skólum næsta vetur. Eitthvað hefur Hrafn þó verið uggandi um ‘ ' ^viðtökur, einkum hjá Rás 2. Hefð er fyrir því að stofnuninni berist boðsmiði ef viðburður á borð við frumsýningu á nýrri íslenskri kvikmynd stendur fyrir dyrum, en svo var þó ekki í þetta skiptið. Ólafur H. Torfason, kvik- myndagagnrýnandi á Rás 2, komst þó yf- ir miða og flutti gagnrýni á laugar- daginn var. Ólafur fór fremur lofsamlegum orðum um myndina en þau voru þó ekki Hrafni að skapi. Hann sendi Ólafi símbréf þar sem m.a. kom fram að hann kærði sig ekkert um að láta hrokagikki klappa sér á koU- inn. Það fylgir sögunni að Ólafur hafi áður farið óvægnum orðum um „Hvíta víkinginn“ og það fór illa í Hrafn. Ennfremur segir í faxinu að ástæðan fyrir því að Ól- afi var ekki boðið á ffumsýning- una sé einfaldlega sú að hann skorti bæði dómgreind, þekkingu og skilning til að fjalla um kvik- myndir. Hrafn ffábiður sér ffek- ari afskipti Ólafs af myndum sín- um. (Ólafur á að baki þriggja ára nám í kvikmyndun í Kaup- -^.mannahöfn. ) Hrafn vill augsýni- lega hafa eitthvað um það að segja hverjir gagnrýna verk hans. Nú fer málið að flækjast, því þeir í Dagsljósi hafa verið á höttunum eftir einhverjum til að gagnrýna „Hin helgu vé“ en ekki haft erindi sem erfiði. Þeir höfðu m.a. sam- band við Ólaf, sem færðist undan, sagði þeim frá faxinu og benti þeim að auki á að hann tengdist Hrafni á þann hátt að fram- kvæmdastjóri myndarinnar, Kristján Hrafnsson (sonur Hrafns), hefði búið með dóttur sinni í tvö ár og teldist þvl nánast tengdasonur sinn. Umfjöllun hans um „Hin helgu vé“ væri því ærin þegar. Dagsljóssmenn kom- ust að þvi effir fúndahöld að Ól- afúr væri líklega ekki rétti maður- inn til að fjalla um kvikmynd Hrafhs í sjónvarpinu... ýútkomin bók Gylfa Þ. Gíslasonar um Viðreisnarárin hefur lífgað umræð- ur um samanburð á milli Viðreisnar- stjórnar og Viðeyjar- undurs. I næstu viku æda frjálslyndir jafn- aðarmenn að svara spurningunni í eitt skipti fyrir öll á opn- um fundi með Gylfa sjálfum og öðrum Viðreisnaraðdáanda, Styrmi Gunnarssyni. Þriðja hjól undir vagni verður Gunnar Helgi Kristinsson, til að Ijá umræðunni akademískan vinkil og kannski að ná glýjunni úr augum annarra ræðumanna... Jakob Magnússon hefur verið afar umdeildur í starfi sínu sem menningarfulltrúi í London allt frá því hann var settur í embættið haustið 1991. Þá var hajatí' settur til tyeggja ára og^sá-^amningur rann út nú í háust. Jón Baldvin Hannibalsson og embættismenn í utanríkisráðuneytinu meta störf hans hins vegar mikils, því ákveð- ið var að framlengja starfssamn- ing hans um eitt ár og mun hann því sitja ffam á næsta haust hið minnsta. Ráðuneytið taldi kostn- aðinn óverulegan af embættinu og því réttlætanlegt að halda starfseminni áfram. Heildar- launakostnaður vegna Jakobs er þrjár milljónir króna árlega, en auk þess fær hann úthlutað fjár- magni til að standa straum af verkefnum ýmiskonar. I fyrra var verkefnakostnaðurinn fjórar milljónir króna, einkum vegna menningarkynningarinnar í London í nóvember, og skiptist sá kostnaður á milli utanríkis- og menntamálaráðuneytis. í ár nálg- ast kostnaðurinn tvær milljónir króna í utanríkisráðuneytinu. Að auki hefur Jakob verið iðinn við að fá aðra til að bera liluta kostn- aðarins og hafa Flugleiðir styrkt marga menningarviðburði... Q jálfstæðisflokkurinn á Sel- tjarnarnesi er klofinn í herðar niður og ágreiningsmálin marg- vísleg. Einkum er það megn óánægja fjölmargra með störf Sigurgeirs Sigurðssonar bæjar- stjóra, sem setið hefur samfleytt í þrjátíu ár, en einnig urðu hat- rammar deilur um svæðið vestan Nesstofu. Nú er talið fullvíst að „uppreisnarmennirnir" muni bjóða fram sérstakan lista gegn Sjálfstæðisflokknum undir for- ystu Sigurgeirs. Þar eru fremstir í flokki Haukur Björnsson, for- maður sóknarnefndar, Vilhjálm- ur Lúðvíksson, framkvæmda- stjóri Rannsóknarráðs ríkisins, Anna Bima Jóhannesdóttir yfir- kennari, Ragnar Hall hæstarétt- arflutningsmaður, Jón Hákon Magnússon fjölmiðlamaður ásamt Guðmari Magnússyni og Magnúsi Erlendssyni, sem báðir eru fyrrum forsetar bæjarstjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ákveðið að efna til prófkjörs 22. janúar, en ekld mun vera vilji hjá andstöðuhópnum að taka þátt í þvl... I umræðunni um Morgunblað- ið í vikunni heyrist að hafin sé leit að eftirmanni Haraldar Sveins- sonar, framkvæmdastjóra blaðs- ins, sem vænst er að láti af störf- um á næstu mánuðum. Einkum eru þrír menn nefndir í þessu sambandi, þeir Hallgrímur Geirsson, núverandi stjórnarfor- maður Árvakurs, Stefán Eggerts- son, verkfræðingur og stjórnar- maður, og Öm Jóhannsson skrif- stofustjóri. Vitað er að Örn hefur lýst áhuga á stöðunni, en hann er ekld talinn eiga milda mögulcika og þess er ekld síður vænst að leit- að verði að manni utan húss til framkvæmdastjórnar. Allt að einu er talið að leitin verði mjög erfið fyrir stjórnina, enda starfið vandasamt... ¥ yrir rétt rúmri viku varð Kjartan Pálsson, bóndi á Vaðnesi í Grímsnesi, fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að riffilkúla skóf hvirfil hans. Hann varð að von- um rosa reiður og hvaðan kúlan kom er hið dularfyllsta mál, sem enn hefur eldd tekist að upplýsa. Helstu hugmyndir eru þær að sökudólgurinn sé óábyrg- ur rjúpnaveiðimaður, enda hafa menn úr þeim hópi orðið uppvís- ir að því að skjóta á annað en korrandi fiðurfénað eins og al- þjóð veit. Hitt vita færri að þarna hljóp á snærið fyrir lögreglunni á Selfossi, en sýslumaður hafði fengið vink um að á Vaðnesi færi fram heimaslátrun í stærri stíl en lögmætt er. Þetta var því ákjósan- legt tækifæri til að kanna hvort eitthvað væri að finna sem sann- aði stórfellda slátrun. Ekki mun lögreglan hafa fúndið neitt í þeim dúr. Hins vegar bendir Tómas Jónsson yfirlögregluþjónn á að heimaslátrun sé leyfileg upp að ákveðnu marld: „Ég sá að þarna hafði verið slátrað 15-20 lömbum og það er eldd meira en eðlilegt er fyrir heimili.“ En nú halda rjúpnaskyttur ffam sakleysi sínu og segja að skotið hafi komið ffá „heimasláturhúsi“ Kjartans bónda... Smáffétt í síðustu PRESSU um að Borgarleikhúsið væri að gera út leik- ritið „Gúmmíendur synda víst“ eftir Sú- sönnu Svavars- dóttur og Eddu Björgvinsdóttur vakti mikla athygli, einkum og sér í lagi innan Borgarleik- hússins, þar sem fféttin olli talsverðu uppnámi. Fréttin var byggð á samtali við Súsönnu, sem virðist ekki hafa haft nákvæmar upplýsingar um hvernig LR kemur að þessu máli. Edda Björgvinsdóttir vill að það komi fram að Borgarleikhúsið hefur ekki haft annað með „Gúmmíendur synda víst“ að gera en að skjóta skjólshúsi yfir leikhópinn, sem gengur undir nafninu „Fræðsluleikhúsið“, lána honum litla aðstöðu og redda síma. Af leikritinu er annars það að frétta að Amar Jónsson hefur hlaupið í skarðið fyrir mág sinn Eggert Þorleifsson. Það breytir þó engu um fyrirhugaðan ffumsýn- ingartíma, sem verður í miðri næstu viku, enda Arnar vanur maður. Þegar Edda var spurð hvernig hún gæti unnið með þessum gallharða gagnrýnanda sagðist hún ekki hafa lesið gagn- rýni í fimm ár og aldrei ætla að gera það. Það sem Súsanna gerði í frístundum kæmi sér ekkert við. „En hún er góð í alkafræðun- um.“... ^^^tikil hreyfing hefúr verið á Aðalstöðinni að undanförnu. Við sögðum ffá því nýlega er Elín El- lingsen sagði skilið við stöllu sína í morgunútvarpinu, Katrínu S. Baldursdóttur, og Katrín sat ein eftir. En nú hefur Katrín sjálf sagt skilið við Aðalstöðina. Hún var nýráðin dagskrárstjóri, en vegna ósættis gekk hún út á mánudag. Af Aðalstöðinni fylgdu henni þau Ólafur Kristjánsson auglýsinga- stjóri og Jóna Rúna Kvaran mið- ill. Síðdegis í gær var svo fúndað um deilumálin án þess að sættir næðust. Engar illdeilur eru þó manna í millum. Eftir þessa fækk- un vekur athygli að aðeins tvær konur standa að dagskrárgerð á útvarpsstöðinni sem á að heita „kvennaútvarpsstöð“. Það eru Guðríður Haraldsdóttir, stjórn- andi bókmenntaþáttar, og Þór- unn Helgadóttir, sem sinnir við- talsþáttum. Þó er líklegt að Elín Ellingsen bætist fljótt í hópinn affur, því hún hefúr í hyggju að taka að sér þætti á laugardögum, væntanlega á eftir Radíusþætti bóndans, Davíðs Þórs Jónsson- ar... Vittibráðarhlaðborð í Blómasal Helgarnar 5. - 6. og 12. -13. nóv. AÐALRÉTTIR hreindýrasteikur steiktar í salnum pönnusteiktar gœsabringur • rjúpur villiktyddað jjallalamb • villiandarsteik svartfugl • hreindýrapottréttur • súla hreindýrabollur í títuberjasósu • skarfur gœsapottréttur • ogfleira mgœmn Boröhald hefst meöfordrykk kl. 20.00 Gestir verða sjálfkrafa þátttakendur íferðahapþadrœtti Dregið verður 20. nóvember. Pdlmi Gunnarsson erj hlutverki gestgjafa, leikur "villibráðarblús" og segir lygasögurafsjálfum sér og öðrum frœgum veiðiklóm. FORRÉTTIR sjávarréttapaté • villibráðarseyði hreindýrapaté • villigœsakœfa reyksoðinn lundi • graflnn lax eða silungur reykt og sesamgrafin gœsabringa • ogfleira EFTIRRÉTTIR blábejaostaterta heit eplabaka með rjóma ostabakki • ogfleira

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.