Pressan - 04.11.1993, Blaðsíða 7

Pressan - 04.11.1993, Blaðsíða 7
Fimmtudagurinn 4. nóvember 1993 F R E TT I R PRESSAN 7 Ekkert útboð í bílaleiguviðskiptum Kópavogsbæjar Bæjarstjórnanmaður með milljónaviðskipti ■ *e ■ ■ fjórir mánuðir. Ljóst er að við- skiptin nema milljónum króna þótt nákvæmar tölur liggi ekki íyrir. Venjan er að leita tilboða vegna bílaleiguviðskipta en Kópavogsbær hefur gert „verð- könnun“ meðal bílaleiga í Kópa- vogi. Þar eru ekki nema þrjár bílaleigur; ALP-bílaleigan; SH- bílaleigan og Bílaleigan Gullfoss. Sú síðasttalda er svo h'til að hún hefur ekki getu til að bjóða bæn- um þau viðskipti sem hann ósk- ar og SH-bílaleigan hefur ákveð- ið að taka ekki þátt í þessum „verðkönnunum". Þar mun vera litið svo á að á meðan ekki sé viðhaft útboð eftir kúnstarinnar reglum séu viðskiptin ekki á jafnréttisgrundvelli. Með öðrum orðum, að hætta sé á að upplýs- ingar um verðtilboð SH berist til bæjarstjórnar — og þar með eig- anda ALP-bílaleigunnar — áður en af samningum verður. Málin æxluðust þvi þannig að í Kópavogi bauð aðeins einn að- ili, sem hefur haft þessi viðskipti síðustu árin, eða frá því Arnór tók sæti í bæjarstjórn. Áður hafði SH-bílaleigan haft þessi viðskipti á hendi um skeið. „Ég persónulega hefði viljað fá tilboð frá öðrum aðilum til að sýna hvað ég bauð lágt,“ sagði Arnór þegar hann var spurður að því hvort ekki kæmi ank- annalega út að hann byði einn. Þá er rétt að geta þess að um- fang verksins breyttist mjög eftir „verðkönnunina". Vegna sér- staks átaksverkefnis í atvinnu- málum, sem fór fram um allt land til að grynnka á atvinnu- leysi, þurfti bærinn á mun fleiri bilaleigubílum að halda en gert var ráð fýrir í upphafi. Mat Arn- ór það svo að umfang verksins hefði aukist um 30 til 40 prósent við það. Ekki þótti ástæða til að kanna verð upp á nýtt þrátt fýrir þessa breytingu. Sumir hafa haldið því ffam að hagkvæmara gæti verið fýrir bæ- inn að kaupa bíla en að borga sem svarar bílverði til bílaleig- unnar. Arnór sagði það einföld- un; bæði væri rekstrarkostnaður ótryggur og svo hitt að sölumál væru ákaflega óviss þannig að bærinn gæti þurft að sitja uppi með óselda bíla lengi. Sigurður Már Jónsson Nokkur umræða hefur verið í Kópavogi upp á síðkastið vegna kostnaðar bæjarins af bílaleigubílum, sem mörgum þykir hár. Hefur Guðmundur Oddsson, bæjarstjórn- arfulltrúi Alþýðuflokksins, lagt fram fýrir- spurn í bæjarstjórn um kostnað vegna bíla- halds bæjarins og er þar í senn spurt um eig- in bíla bæjarins, bílaleigubíla og leigubíla. Þá varð nokkur umræða í íþróttaráði Kópavogs fýrir viku þegar ráðsmenn fengu að sjá niðurstöðutölu vegna bílaleigubíla í sumar. Á vegum íþróttaráðs voru tveir bílar í sumar, samtals í sjö mánuði, og var reikn- ingurinn fýrir það upp á rúmlega 1.100 þús- und krónur. Þótti sumum ráðsmönnum þær tölur með ólíkindum. Það er ALP-bílaleigan sem hefur haft með höndum öll bílaviðskipti við bæinn undan- farin þrjú ár. ALP-bílaleigan er í eigu Am- órs L. Pálssonar, bæjarstjómarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins, og hefúr hann verið sakað- ur um hagsmunatengsl út af þessum viðskiptum. „Það má auðvitað gagnrýna það að menn séu í þessu, en þar sem þetta er gert með eðlilegum hætti þá tel ég að þetta sé ekki ósiðlegt," sagði Arnór. Tvennskonar verölag Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Arnóri leigði hann bænum bíla í sumar eftir tvennskonar verðlagi: Minni bílar, skutbílar og fólksbílar fýrir allt að átta farþegum vom leigðir á 2.200 krónur á sólarhring og voru kílómetragjald og virðisaukaskattur innifal- in í því. Hitt verðið, 5.400 krónur, átti við um stærri bíla, allt upp í fimmtán manna. Auk þess þurfti að greiða 500 krónur fýrir tryggingar á sólarhring og sagði Arnór að sú upphæð hefði verið látin ná yfir allan tjóna- kostnað. Þetta eru að sönnu ekki háar tölur, en Arnór telur sig hafa farið á milli 50 og 60 prósent undir listaverð og það á þeim tíma sem að öllu jöfnu væm mest viðskipti, með öðrum orðum á háannatíma. Aðrir segja að þetta breyti ekki þeirri staðreynd að útboð var ekki viðhaft og verðkönnun hafi verið „sýndar- mennska", eins og einn heim- ildamaður orð- aði það. Aðeins ein bílaleiga með Þegar mest var voru tiu bílar frá ALP í einu í notkun hjá bænum, en leigan hefur á milli 50 og 60 bíla á sínum snærum. Yfirleitt munu þeir þó hafa verið einhverju færri en leigu- tíminn varð m -e s t

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.