Pressan - 04.11.1993, Blaðsíða 28

Pressan - 04.11.1993, Blaðsíða 28
SUPER-BETA 28 PRESSAN Fimmtudagurinn 4. nóvember 1993 Óskráð — ný þáttaröð Enga smáborgara (akk! Það er rífandi gangur í innlendri dagskrár- gerð hjá RÚV. Mest fer fyrir umræðuþáttum þar sem þátttakendur eru karlmenn (með svipaðar stjórnmálaskoðanir). Nú eru nýir þættir með umræðusniði að hefja göngu sína. Karlar eru í aðalhlutverkum en búast má við öðruvísi viðhorfum. Á sunnudagskvöld hefst ný þátta- röð í Sjónvarpinu. Hún ber nafnið i»6skráð“ og þar er fjallað um fólk sem fæst við óhefðbundin störf sem ekki hafa verið skráð á spjöld at- vinnusögunnar. I fyrsta þættinum ræðir Einar Kárason við Þorstein S.K. Norðdahl, sem er betur þekktur undir nafninu Valdi koppasali. Það er kvikmyndafyrirtækið And- rá sem stendur að baki þáttagerð- inni. Kári Schram kvikmyndagerð- armaður: „Já, þessi hugmynd spratt upp úr hallæri, það er að okkur sýn- ist sem sjónvarp hafi sniðgengið ákveðna vinkla á mannlífið. Maður hefur alltaf vitað af merkilegu fólki sem ekki hefur notið þeirrar athygli sem því ber. Við erum að leita að öðruvísi fólki sem hefúr önnur við- horf en gengur og gerist hjá hinum íslenska smáborgara.“ Þau sem standa að Andrá eru bræðurnir Kári og Kristján Schram og Elísabet Ronaldsdóttir. Fyrirtæk- ið er að verða fimm ára og að sögn Kára er nóg að gera. Andrá gerði til dæmis „Dagsverk", heimildamynd um Dag Sigurðarson. „Það má segja að hugmyndafræði- lega sé „Óskráð“ framhald af „Dags- verki“. Alltént er það ffamlenging á þeim stíl sem þar var lagður upp. Við leitumst við að finna önnur sjónarhorn og hafa efnistök í sam- ræmi við það. Við reynum að bjóða upp á nýjungar í þáttagerð; að það sé fútt í þessu, og þá er mikilvægt að efnið sé eitthvað sem okkur sýnist áhugavert. Markmiðið er að Andrá verði „kanall“ fyrir sérstæða þátta- og kvikmyndagerð." Hvort sem það gengur eftir eða ekki er ljóst að efni þáttanna er for- vitnilegt. Þættirnir Óskráð verða fimm og eru þeir allir fullfrágengnir. 1 næstu þáttum ræðir Einar Orn Benediktsson við Ólaf Ásberg pizzusendil; Tolli ræðir við Guð- mund Björnsson, meindýraeyði borgarinnar; Einar Örn ræðir við Þorstein Hreindal, umsjónarmann hasshundsins, og Illugi Jökulsson ræðir við Leoncie Martin, indverska prinsessu. Hver þáttur er um 25 mínútur að lengd. KRISTJÁN. KÁRI. ELÍSABET. Standa fyrir öðruvísi þáttagerð. • Óprúttinn leigjanda ★★★ Padfic Heights á RÚV á föstu- dagskvöld. Þetta er flott mynd þrátt fýrir Michael Keaton. En hvernig er það með hann Guðna Kolbeins og þýðingar hans á titlum bíómynda. Guðni er náttúrulega landsfrægur spaugari og allt það en Óprúttinn leigjandi? Við erum að tala um spennu- mynd „for crying out loud“. • Ógnaræði ★★★★ Experiment in Terror Á Stöð 2 á föstu- dagskvöld. Háspennutopptryllir sem allir hafa beðið eftir. • Pál Benediktsson ★★★★ fféttamann á RÚV. Þrátt fýrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að klæða alveg af honum svip- mót gamla sæúlfsins — maður á von á því á hverri stundu að sjá hann með augnlepp- inn og tréfótinn og páfagaukinn á öxlinni að kyrja sönginn þama „Hæ hó og romm- flaska með“... • Lögguna og hundinn ★★★ Turner og Hooch á Stöð 2 á laugardagskvöld. Tom Hanks leikur snyrtipinna sem passar sóða- legan hund. Og það sleppur vel! • Andlit morðingjans ★★★ Perfect Wit- ness á Stöð 2 á laugardagskvöld. Maður verður vitni að morði og þarf að gera upp við sig hvort hann ber vitni og setur sig í hættu. • í ljótum leik ★★★ State of Grace á Stöð 2 á laugardagskvöld. Fín löggu- og glæponamynd. • Safriarann ★★★ The Collector á Stöð 2 á laugardagskvöld. Terence Stamp leikur fiðrildasafriara sem hyggst fullkomna safh sitt. Byggt á magnaðri bók eftir John Fowles. • Hjólkoppa tii sölu á RÚV sunnudagskvöld. Ný þáttaröð um fólk sem stundar óhefðbundin störf. Einar Kárason ræðir við Valda koppasala. Athyglisvert ef bók Einars, „Heimskra manna ráð“, er höfð í huga. Varist: • Tálbeituna ★ Ladykillers á Stöð 2 fimmtudagskvöld. Morð- ingi er á höttunum eftir körlum sem dansa í fatafelluklúbbi. Ihgga býðst til að vera tálbeita. Er hugsanlegt að eitthvað sé nýtt í þessu? Þetta er skrýtinn skrntti. Mánaðamót — útborgun — glæsileg helgi framundan og hvað gerist ekki? Allt vaðandi í myndum sem hœgt er að drepa tímann með. Þetta er öfugsnúið. Síðasta helgi var hreinasta drep. Bíó TMöst: • Svefnlaus í Seattle ★★★ Sleepless in Seattle Breyttir tímar eiga sjálfsagt einhvern þátt í því að nú þykir manni þessi mynd góð. Gáfaðir asnar mundu sjálfsagt tengja það hræðslunni við AIDS, að nú séu kvikmyndir um hið eilífa par vinsælar. Miklu líldegra er að hrun hinnar þröngsýnu skynsemishyggju eigi hér hlut að máli. Stjömubíói • Píanóið ★★★★★ The Piano Það sem gerir þessa mynd betri en flestar aðrar góðar myndir er efnisval og efhistök, handrit og frábær leik- stjórn ungrar konu, Jane Campion. Myndin fjallar um ólæsi hinna læsu og málleysi þeirra talandi um leið og henni tekst að segja hið ósegjanlega. Regnboganum • Flóttamaðurinn ★★★ The Fugitive Áhorf- andinn stendur allan tímann með flóttamanninum, sem verður einskonar sambland af greifanum af Monte Christo og Jósep K. Ofsóttur af glæponum og hinu opinbera. Flóttamaðurinn er m.ö.o. í svipaðri stöðu og almenningur. Myndin er ótrúlega spennandi og kemur manni hvað eftir annað á óvart eins og vera ber í góðri spennumynd. Bíóhöllinni • Indólona ★★★★ Þessi kvikmynd er ótrúlega vel gerð. Leik- ur er yfirleitt frábær, myndataka stórkostleg, sviðsetning og leik- munir aðdáunarverð. Hvað ætli þurfi að líða mörg ár þar til Hollywood verður fær um að gera mynd af þessari stærðar- gráðu um framhaldið? Háskólabíói -Svona la la • Fyrirtækið ★★ The Firtn Niðurstaðan er eitthvað á þá leið að eigin hagsmunir lögmanns- ins komi fyrst, þá hagsmunir skjólstæðinganna, sem eru ma- fíufantar í þessu tilviki. Síðan megi dauðinn, djöfullinn og FBI eiga hina spilltu lögfræðinga á stofunni. Þetta er vond siðfræði og trúlega vond lögfræði líka. I raun er ekki hægt að segja að myndin sé illa leikin, í henni eru engar persónur sem gefa tilefni til leiks. Bíóhöllinni KVIKMYNDIR Undiralda í sveitinni „Höfuðkostur þessarar myndar erfalleg og raunsönn lýsingáþví hvernig drengur breytist ípilt, hvernig móðirinþokarjyrirholdlegri ímynd heimasœtunn- ar, hvernigþað er að vakna upp við verk í líkams- hluta, sem hingað til hefur verið tilfriðs. “ HIN HELGU VE REGNBOGANUM ★★★1/2 Að vera sendur í sveit, um það fjallar kvikmynd Hrafhs Gunnlaugssonar, Hin helgu vé, á yfirborðinu. Undir niðri er dýpri tónn sem ekki er víst að þeir heyri, sem ekki lentu í þessu. Auðvitað var sveitadvöl barna goðsögn, sem var borin upp af þeirri fáránlegu hug- mynd að sveitastörf væru göf- ugri en önnur störf og sveita- fólk betri manneskjur en bæj- arbúar. Þess vegna ímynduðu margir foreldrar sér að sveita- dvöl barna væri ómetanleg. Margir foreldrar, sem voru raunar nýfluttir á mölina með þúsundára sveitamenningu í hausnum, uppfullir af sektar- kennd yfir því að hafa rofið hið ósýnilega vistarband og fullkomlega skilningsvana á lýðræðislegt markaðsþjóðfé- lag, töldu hollt fýrir bömin að alast upp við sömu skilyrði og þeir, því hverjum þykir sinn fugl fagur. Ekki svo að skilja að ekki hafi verið gott að vera í sveitinni, það var gott á allt annan hátt en foreldrarnir ætluðu. Um það fjalla Hin helgu vé. Móðir drengs er píanóleik- ari og er látið í það skína að hún komi honum fýrir á af- skekktum sveitabæ, tU þess að geta spilað á píanó og sinnt karlmönnum. I sveitinni kynnist hann heimasætunni, sem er gjafvaxta og baðar sig gjarnan nakin að drengnum ásjáandi og verður hún þungamiðjan í hugrenning- um hans um sumarið, enda drengurinn í þann veginn að fá hvolpavit. Við sögu kemur jafnaldra drengsins, sem svip- að er ástatt um, og mikill graðnagli, sem gengur að eiga heimasætuna þá um sumarið. Álagahóll er í túninu þar heima og er drengnum sagt að þar sé heygður víkingur mikill, sem kveikir í ef hróflað er við haugnum, hinum helgu véum. Höfuðkostur þessarar myndar er falleg og raunsönn lýsing á því hvernig drengur breytist í pilt, hvemig móðirin þokar fyrir holdlegri ímynd heimasætunnar, hvernig það er að vakna upp við verk í lík- amshluta, sem hingað til hef- ur verið til friðs. Úm leið er lýst sambandi drengsins við jafhöldru sína til samanburð- ar, sem einnig stendur á þess- um ljúfsáru landamærum bemsku og unglingsára. Tón- list er með afbrigðum falleg í myndinni og er hún notuð af skynsemi, til að undirstrika hughrif og tengsl við konum- ar í lífi drengsins. Strákurinn er leikinn af Steinþóri Matthí- assyni en stelp- an af Tinnu Finnbogadóttur. Skila þau sínu með miklum ágætum og bera af, sérstaklega ferst Tinnu vel úr hendi vanda- samt hlutverk. Heimasætan er leikin af Öldu Sigurðardóttir og sleppur hún þokkalega frá sínu, en leik- stjórinn hefði mátt leggja meira í hlutverk hennar. Valdi- mar Flygenring leikur unnusta heimasætunnar og ferst það hörmulega eða leikstjórinn hefur skapað per- sónu sem passar engan veginn í andrúmsloft myndarinnar. Töffarastælarnir í sveitinni vom eða em einfaldlega öðm- vísi. Önnur hlutverk eru smærri og misjafnlega með þau farið. Myndataka er ágæt, en eitthvað verður hinn af- skekkti sveitabær minna af- skeklctur þegar líður á mynd- ina. Dálítið er um óþarfar endurtekningar af svipuðum atriðum í myndinni, til dæm- is af hinni fagurlimuðu heimasæm, sem er óþarfi, því konur geta ekki síður verið kynþokkafullar kappklæddar í amstri dagsins. Það er með ólíkindum að Hrafni skuli hafa tekist að gera svo góða mynd fyrir fé sem vart mundi duga fyrir einni mínútu í amerískum sjónvarpsþætti. Honum tekst að lýsa nokkuð því sem gerð- ist „í sveitinni11, þegar tekin eru fyrstu skrefin frá mæðr- um okkar, helgustu véum æskunar, á vit þess synduga söngs sem lífið er. Sennilega ætluðust mæðurnar til ein- hvers annars af sveitadvölinni. Þess vegna er þessi mynd vel heppnuð, þótt finna megi ein- hverja hnökra. Hún segir frá því sem gerðist og skipti máli, hvar það gerðist er aukaatriði. Afgreiðslustúlka í fatahreins- un hefði getað komið í stað heimasætunnar ef sagan hefði gerst í borg. I lok myndarinnar sendir Hrafn rógtæknum á Alþingi tóninn. Þetta eru hans einu alvarlegu mistök. Að vísu er skiljanlegt að mönnum hitni í hamsi við aðra eins gjörn- ingahríð og þar er vísað til, þar sem ein mannvitsbrekkan krafðist þess að ríkisstjórnin segði af sér vegna tengsla við Hrafn. I fyrsta lagi er Hrafn ekki hafinn yfir gagnrýni frek- ar en aðrir menn og henni hefur hann svarað á réttum vettvangi. í öðru lagi mun þessi mynd verða skoðuð af óbornum kynslóðum. Hún mun því halda uppi minn- ingu um menn sem ella hefðu fallið í gleymskunnar dá. Það eru mistök.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.