Pressan - 02.12.1993, Qupperneq 2
I
2 PRESSAN
FYRST OG FREMST
Fimmtudagurinn 2. desember 1993
ÞORGEIR BALDURSSON. Forstjóri Odda er talinn eiga mikinn þátt í kaupum
Fróða á Samútgáfunni-Korpus. MAGNÚS HREGGVIÐSSON. Sendi tilboðin ekki
til Samútgáfunnar, heldur til prentsmiðjunnar
Oddi vill hcalda
líftóru í tímarit-
um
Kaup Fróða hf. á útgáfurétti
tímarita Samútgáfunnar-
Korpus komu þeim ekki á
óvart sem fylgst höfðu með
fyrirtækinu síðustu mánuði.
Nokkra undrun vakti þó
hversu slæm staða þess var, en
ekki eru nema tuttugu mán-
uðir síðan fyrirtækin runnu
saman í eitt. Það var stærsti
kröfuhafinn, Prentsmiðjan
Oddi, sem hafði á endanum
mest um söluna á útgáfunni
að segja og talið er hafa vakað
fyrst og fremst fyrir Odda-
mönnum að tryggja sér fram-
tíðarviðskipti um prentun á
tímaritunum. Ekki var um að
ræða opna leit að tilboðum,
heldur fyrirspurnum beint
einkum til þeirra sem þegar
eru í viðskiptum við Odda.
Þannig var Frjálsri fjölmiðlun,
útgáfufyrirtæki DV, ekki gef-
inn kostur á að koma að mál-
inu, en þar á bæ eru vanga-
veltur um að auka umsvifin á
tímaritamarkaði. Það er talið
til marks um hvernig Samút-
gáfan-Korpus hafði misst
sjálfsforræðið til Odda að
kauptilboð í útgáfú fyrirtækis-
ins voru ekki send á skrifstofu
þess í Ármúla, heldur beint á
skrifstofur prentsmiðjunnar.
Nýdanskir í fýlu
vio Hemma Gunn
Glöggir áhorfendur
Hemma Gunn sáu hljóm-
sveitina Nýdanska „mæma“
frumsamið lag í síðasta þætti.
Áður var það viðtekið að
hljómsveitir „mæmuðu“ eða
þættust spila tónlist sem var
búið að taka upp áður í þætti
Hemma. Nú þykja það hins
vegar ekki góðar tvíbökur,
enda telst atriðið þá ekki
nema að hálfu leyti í beinni
útsendingu. Því þótti það
undarlegt að sviðsvön hljóm-
sveit á borð við Nýdanska
treysti sér ekki til að spila á
hljóðfæri sín nema í þykjust-
unni. Enda er forsaga að mál-
inu. Það þykir ekki ónýtt nú
þegar jólaauglýsingaslagurinn
stendur sem hæst að komast í
þáttinn hjá Hemma. Eins og
menn muna hefúr Björn Jör-
undur verið aðalgestur
Hemma og auðsótt mál að
hljómsveitin fengi að spila lag
í þættinum. Nýdönsk átti að
spila annars staðar seinna um
kvöldið og var eitthvað að
vandræðast með hljóðfæri sín.
Það var því ákveðið af að-
standendum þáttarins að
grípa til gamla góða „mæm-
bragðsins“. Nýdönskum barst
það til eyrna og brugðust þeir
við því með að segja að þeir
þyrftu ekkert á þessum þætti
að halda, Hemmi gæti bara átt
sig. Nú fór í verra, því það var
þegar búið að auglýsa þá í
þættinum. Það var svo á síð-
ustu stundu að Egill Eðvarðs-
son útsendingarstjóri hringdi
til þeirra drengja og sagði
þeim að annaðhvort stæðu
þeir við skuldbindingar sínar
eða.... Útkomuna sáu sjón-
varpsáhorfendur á miðviku-
dagskvöld fýrir rúmri viku.
Kuldakast hjá
gömlum vinum
Gamli gúanórokkarinn
Bubbi Morthens fer hvorki í
grafgötur með ástina til konu
sinnar né lífsins um þessar
mundir. Opinberlega syngur
hann um hve lífið sé ljúft og I
tónlistarmyndböndum er
hann meira að segja farinn að
hleypa áhorfendum inn í
einkalíf sitt með því að sýna
börn sín og konu. Ekki er
honum þó jafnhlýtt til allra;
allir vita um fjandskap hans
og Steinars Bergs en færri vita
að Megas og hann eru ekki
ýkja góðir vinir um þessar
mundir. Megas og Bubbi hafa
löngum náð saman í tónlist-
inni meðal annars á plötunni
„Bláir draumar“ sem þeir
gerðu saman. Fatlafólið er
frægur dúett þeirra og þannig
má lengi telja. Ekki er ljóst
með hvaða hætti slettist upp á
vinskapinn, en það fór ekki
framhjá neinum sem tók á
móti þeim uppi á Rás 2 á tíu
ára afmælinu í gærmorgun að
á milli þeirra andaði köldu.
Þeir töluðust hvorki við né
vildu vera nálægt hvor öðr-
um. Menn spá því þó að ekki
muni líða á löngu þar til grær
um heilt þeirra á milli, svo
sterk séu vináttutengslin.
Baltasar fljótari til
en Diddi fiðla
A&standendur söngleiksins Hársins, sem
settur var upp viö miklar vinsældir hér á
landi snemma á áttunda áratugnum,
ákváðu síðastliðið sumar að það qæti verið
sniðug hugmynd að endurtaka leíkinn.^Sig-
urður Rúnar Jónsson, alías Diddi fiðla, var
sendur út af örkinni og samdi hann við
Nýja bíó um sal undir syningar. Síðan var
haldið af stað til Ameríku og fenginn réttur
að sýningunni. Þeaar heim kom var tekið til
við að lesa smáa Tetrið og kom þá í Ijós að
aðeins mátti setja sýninguna upp á ensku.
Það þótti ekki par sniðugt, svo aftur var
haft samband við ameriska rétthafann.
Hann benti Didda fiðlu á fyrirtæki í Kaup-
mannahöfn sem seldi réttinn til að „lókalis-
era" verkið, þ.e. hafði til sölu réttinn til að
setja Hárið upp á íslensku. Diddi hringir
þangað, en þa bregður svo við að fyrirtæki
sem ber heitið West Side River Company
var nýbúið að festa sér réttinn til að setja
Hárið upp á íslensku. Þeaar farið var að
kanna hvaða fyrirtæki þetta væri fyrir
nokkuð kom í Ijos að það var skráð á nafn
Baltasars Kormaks, sem er leikari við Þjóð-
leikhúsið. Nú gera menn því skóna að west
Side River Company sé fyrirtæki á vegum
Þjóðleikhússins, sem þarna krækti í sýning-
arréttinn rétt við nefið á Didda fiðlu og
Brynju Benediktsdóttur leikstióra. En sagan
er elcki búin enn, því amerísícu rétthafarnir
setja þau skilyrði almennt fyrir uppfærslu
Hársins að það sé ekki sett upp i stofnana-
leikhúsi heldur helst hjá „jaðarleikhópi" og
sé þannig uppruna sínum trútt. Þjóðleikhús-
ið nafi m.ö.o. eingöngu verið að „kaupa is-
lenska staðfærsluréttinn" til að koma i veg
fyrir samkeppni frá Brynju Ben, Didda fiðlu
og co. Hafi Pióðleikhúsið þar lært af reynsl-
unni frá því leikhúsið neitaði að setja upp
Litlu hryllingsbúðina fyrir nokkrum árum,
sem Hitt leikhúsið tók upp og rífleaa fimm-
tíu þúsund áhorfendur sau. Það fylgir sög-
unm að Brynja og Diddi nái ekki upp í nef
sér yfir þessu meinta framferði Þ|oðleik-
hússins.
BALTASAR KORMÁKUR OG DIDDIFIÐLA. Bítast um sýningarréttinn að Hárinu.
Gibson kemur, hann
kemur ekki, hann
kemur ...
Lengi hefur staðið til að ástralski
leikarinn Mel Gibson kæmi hingað til
lands til að vera viðstaddur frumsýn-
ingu nýjustu myndar sinnar, sem hann
bæði leikur í og leikstýrir. Forsýning
myndarinnar, sem ber titilinn A Man
Without a Face, er áæduð í Regnbog-
anum 19. desember en frumsýning
þremur dögum síðar, eða þann 22.
Enn er óljóst hvort kappinn kemst.
Það væri þá helst á forsýninguna, því
Gibson hyggst eyða jólunum með fjöl-
skyldu sinni í Ástralíu, sem er víst hin-
um megin á hnettinum.
Sótt qð Markúsi Erni
Mikils titrings gætir nú í röðum
sjálfstæðismanna eftir að skoðana-
könnun DV sýndi að Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir mundi stela borgarstjóra-
sætinu af Markúsi Erni Antonssyni án
mikillar fýrirhafnar stæði valið á milli
þeirra tveggja. í lesendabréfi í DV í
vikunni var svo kvartað yfir því, og
vitnað í umræðuþátt í útvarpinu, að
þótt sjálfstæðismenn æduðu í prófkjör
í borginni í janúar væri búið að taka
frá fýrsta sætíð fýrir Markús Örn borg-
arstjóra. Margir sjálfstæðismenn
munu sáróánægðir með þessa óvenju-
legu tilhögun á lýðræðinu og mun
þessi óánægja ná langt inn í raðir full-
trúaráðs Sjálfstæðisflokksins. Hafa
óánægðir fulltrúaráðsmenn farið á
stúfana að leita að frambjóðanda á
mótí Markúsi Erni og hefur m.a. verið
leitað til Guðrúnar Pétursdóttur, dó-
sents og lífeðlisfræðings og Tjarnar-
ráðhússandstæðings, um að gefa kost á
sér.
BJÖRN JÖRUNDUR. Hann og félagar hans móðguðust og vildu sleppa „performans" hjá Hemma. BUBBI MORTHENS. Eitthvað ekki sáttur við sinn gamla vin. MEGAS. Ekki alveg dús við Bubba.
MEL GlBSON. Óvíst hvort hjartaknúsarinn lætur sjá sig á Fróni. InARKÚS ÖRN ANTONSSON. 1. sætið frátekið fyrir hann. GUÐRUN PÉTURSDÓTTIR. Leitað hefur verið til hennar vegna borgarstjórastóls-
ins.
UMMÆLI VIKUNNAROabar vaxa epli og bananar!
„Æpýðubandalagið er litrænn tlökkur.
Ólafur Ragnar Grímsson
Það er ýmist í ökkla eða eyra ... .. « .AA0/
„Þjóðleikhúsinu færi ég hamingjuóskir og um B vlglS 111011II11111 l>l*tlgcl IJÖlgcU* lllll löö /0
leið þakkir fyrir að færa okkur þessa einstöku „Islensk þjóð má vera stolt af því að eiga annan eins listrýni og listamann og
listaverkagjöf.“ Braga Ásgeirsson.“
Súsanna Svavarsdóttir bestaskinn Sveinn Björnsson þverhaus
$ÆLL OC BLESSAÐUR!
„Það er auðvitað mjög hryllilegt að það skuli vera skuldir en þetta stjómast af
þeim aðstæðum sem menn hafa verið að skapa.“
Árni Hjörle'rfsson Hafnarfjarðarkrati
Af hverju sagðirðu það ekki strax?
Mín skoðun er sú að til staðar þurfi að vera heilbrigt og traust samband útgef-
enda og flytjenda þar sem faglegur metnaður ríki og skýr verkaskipting eins og í
allri góðri samvinnu.“
Steinar Berg krossfari