Pressan - 02.12.1993, Blaðsíða 6
F R E TT I R
6 PRESSAN_________
Guðni H. Guðnason,
eigandi æfingastöðvarinnar Colob
Fimmtudagurinn 2. desember 1993
GUÐNIH. GUÐNASON. Enginn efast um áhuga hans á bardagalist og hugrækt — það er hins vegar verra með gráðumar. Þær finnast ekki.
SKAMIWTAR SJALFUM SER FERIL
OG GRÁÐUR í EIGIN SÖFNUDI
Félagar í Svíþjóð kannast ekki við „lífvarðarferH“ þar. Engar staðfestingar á svörtu belti í karate eða júdó né námsferli í sálarfræði við erlendan háskóla.
Eftir fremur óvænta uppá-
komu um síðustu helgi, þar
sem í sjónvarpi mátti sjá unga
pilta slást í ímefaleikahring
með hanska, hefur starfsemi
Guðna H. Guðnasonar, eig-
anda Colob-stöðvarinnar í
Ármúla, verið í rannsókn.
Guðni segist byggja á austur-
lenskri bardagahefð í starf-
semi sinni, við litla hrifningu
annarra íþróttamanna, sem
segja hann þvert á móti
byggja á blekkingum. Hafa
samtök karate- og júdó-
manna sent frá sér tilkynning-
ar þar sem þeir sverja af sér öll
tengsl við Guðna, sem þeir
segja próflausan og réttinda-
lausan.
Margt vekur athygli þegar
ferill og störf Guðna eru skoð-
uð og fátt af því sem hann
segir sjálfur stenst nánari at-
hugun. Hann segist hafa búið
til eigið kerfi, „algerlega minn
stíl“, eins og hann segir sjálf-
ur, sem sé afbrigði sem hann
hafi þróað upp úr austur-
lenskri bardagalist effir tutt-
ugu ára feril í mörgum af-
brigðum þessarar bardagalist-
ar. Stílinn heitir fujuka-do
sem er „nútímakerfi byggt á
tækni ýmissa gamalla bar-
dagalista“ — eins og segir á
auglýsingaspjaldi frá honum.
Gagnrýnendur Guðna segja
að hann hafi bara soðið þetta
nafn upp úr nöfhunum kung-
fu, júdó og karate. Því neitar
Guðni ekki. 1 viðtali við DV
fyrr á árinu segist hann
blanda saman hugrækt og
bardagalist og hafa búið til
„... kokkteilblöndu af öllu því
besta í þeim bardagastílum
sem ég hef verið að æfa“.
Það er í samræmi við það
sem hann hefur úthlutað
sjálfum sér, gráðuna 10 dan,
sem aðrir bardagalistamenn
segja að sé tóm vitleysa. Varla
séu til menn sem hafi náð
þessu, en Guðni segir á móti
að hann hafi skilgreint sjálfan
sig á þessum styrkleika í eigin
stfl.
Fimmtán ára gömul íslensk að-
ferð varð að 2.000 ára gömlu
fyrirbæri
En ferill Guðna byggist á
ýmsum eyðum sem hann á
erfitt með að fylla upp í. Fyrir
ellefu árum fór hann til Sví-
þjóðar í samfloti með Herði
Harðarsyni, hreyfilista- og
myndlistarmanni. Hörður
hafði ásamt Hauki tvíbura-
bróður sínum þróað kerfi hér
heima sem þeir kölluðu kime-
wasa og þótti athyglisvert.
„Þetta var unnið úr ýmsum
áttum sem hreyfilistakerfi og
við notuðum það fyrst og
ffemst sem listform. Þetta var
þó sjálfsvarnarkerfi á vissan
hátt,“ sagði Haukur, en þeir
bræður höfðu verið í júdó áð-
ur og margfaldir Islands-
meistarar þar.
Hjá þeim hófst ferill
Guðna, sem var nemandi
þeirra. Síðasta haust auglýsti
Guðni hins vegar kennslu þar
sem hann sagði að kimewasa
væri 2.000 ára gamalt bar-
dagakerfi, þó að allir viti að
þeir bræður Haukur og
Hörður þróuðu kimewasa. 1
samtali við þá kom ff am mikil
óánægja með þetta frum-
hlaup Guðna, enda hætti
hann að auglýsa kimewasa
þegar hann var beðinn um
það.
Engar upplýsingar að hafa um
fjögurra ára „Irfvarðarferil"
Fyrir nokkru komst Guðni
í sviðsljósðið þegar hann boð-
aði stofnun „lífvarðaskóla"
sem hann sagði að byggðist á
sinni eigin reynslu, en hann
segist hafa starfað um íjögurra
ára skeið sem lífvörður í Sví-
þjóð. Hann vill hins vegar
ekki útlista nánar í hverju það
var fólgið eða hvar starfið fór
fram, — segist hafa unnið
víða um Svíþjóð. „Það eru
trúnaðarupplýsingar hjá
hvaða viðskiptavinum maður
hefur unnið. Það þekkist
nefnilega að menn verði fórn-
arlömb hryðjuverka ef fféttist
að þeir hafi lífverði,11 sagði
Guðni þegar hann var beðinn
umdæmi.
Þeir sem gleggst þekkja feril
Guðna í Svíþjóð segja að þetta
sé bull. Allan tímann sem
Guðni dvaldi í Svíþjóð bjó
hann í Linköping og Gauta-
borg. Þar kynntist hann Peter
Olming og ráku þeir æfinga-
stöð saman um skeið. „Þetta
er tómt bull,“ sagði Peter þeg-
ar hann var spurður hvort
hann þekkti lífvarðarferil
Guðna og bætti við: „Þegar
hann var hér sagði hann okk-
ur að hann hefði unnið sem
lífvörður á Islandi og rekið líf-
varðaskóla þar. Það er mín
reynsla að ekki sé hægt að
trúa orði af því sem hann seg-
ir,“ sagði Peter, sem vinnur
nú sem næturvörður í Lin-
köping. Eftir því sem næst
verður komist eru einu af-
skipti Guðna af slíkum störf-
um þau að hann fór í viðtal
vegna öryggisgæslu hjá Saab-
verksmiðjunum.
Að sögn Harðar kom
Guðni fram með honum á
hreyfilistasýningum fyrst eftir
að komið var til Svíþjóðar, en
síðar auglýsti hann námskeið
og tók nemendur. Var þá
helst að kenna kimewasa. Um
leið sagði hann öllum að
hann væri með svarta beltið í
karate og júdó. Hörður segist
sjálfur hafa gert athugasemdir
við þær blekkingar og það
hafi fleiri gert.
Fljótlega eftir það hætti
starfsemin í Linköping og
Guðni fluttist til Gautaborgar.
Þar gerði hann tilraun til að
koma undir sig fótunum með
námskeiðahaldi og stofnun
skóla, en Peter taldi að það
hefði haft slæmar afleiðingar
fyrir hann fjárhagslega. Á síð-
asta ári flutti hann síðan aftur
til íslands.
Sérfræðingur á öllum sviðum
mannltfsins
Fyrst í stað tilkynnti Guðni
að hann ædaði að stofria líf-
varðaskóla og kom meðal
annars fram í útvarpsviðtali
vegna þess. Námskeiðið átti
að standa í sex vikur og kosta
250 þúsund krónur og ætlaði
Guðni að kenna mörg athygl-
isverð námsefni sjálfur, s.s.
glæfraakstur, meðferð
sprengiefria og meðferð skot-
vopna. Óljóst er hvort aðsókn
var nokkur, fýrir utan einhver
námskeið fyrir starfsmenn
Vöktunar, enda ljóst að um-
fangsmikil leyfi þarf frá lög-
reglustjóraembættinu fyrir
sumum þeirra. Guðni aftekur
hins vegar að hugmyndin um
skólann sé dottin upp fýrir, en
ber fýrir sig aðstöðu- og tíma-
leysi.
Auglýst þekking Guðna er
víðfeðm. Fyrir utan að bjóða
upp á kennslu í flestum grein-
um austurlenskrar bardaga-
og sjálfsvarnarlistar kennir
hann margskonar hugrækt.
Þegar hann var spurður hvort
hann ætti við jóga svaraði
hann: „Ekki beinlínis, heldur
vesturlenska hugrækt.“
Af samtölum við Guðna
má ráða að hann sé hugfang-
inn af margskonar dulhyggju
þótt hann neiti algerlega öll-
um tengslum við nýaldarfólk.
Heimildir eru fyrir því að
hann vilji kenna „hvítagald-
ur“ og úttalaði hann sig um
það meðal annars í viðtali við
Morgunblaðið í september. í
því sama samtali íjallaði hann
um margskonar heilsumeð-
ferð sem hann hygðist bjóða
upp á, svo sem kristallaheilun,
árunudd og orkupunkta-
nudd. Allt eru þetta kunn ný-
aldarfyrirbæri. 1 samtali við
blaðamann vildi hann ekki
fjalla um það nánar.
Námskeið fyrir fórnarlömb
nauðgunar
Þá hefur Guðni auglýst
námskeið í sjálfsvamarlist fyr-
ir eldri borgara við misjafriar
undirtektir karate- og júdó-
manna. Þeir segja einfaldlega
að það sé tóm vitleysa að
kenna öldruðu fólki sjálfs-
vamarlist. Það sé mun líklegra
til að skaða sjálft sig en árásar-
manninn við beitingu vamar-
bragða.
Guðni hefur einnig auglýst
sjálfsvarnarnámskeið fyrir
konur eftir „... kerfi sem ég
hef sett saman. Þar er t.d.
unnið með vöm gegn nauðg-
un og sálfræði tengda henni.
Við skoðum alla möguleika í
kringum hugsanlega árás,
hvernig best sé að bregðast
við, og förum jafnvel í það
hvað hægt sé að gera ef
nauðgari nær að koma ffarn
vilja sínum,“ eins og hann
sagði í fýrrgreindu samtali við
Morgunblaðið.
Eftir því sem næst verður
komist kennir Guðni þetta
sjálfur og byggir þá meðal
annars á „sálfræðinámi mínu
við Gautaborgarháskóla“.
Hann sagði sjálfur að hann
hefði aldrei lokið neinum
prófum þar en aðrar heimild-
ir segja að háskólaganga hans
hafi fyrst og fremst falist í
stopulli námskeiðasókn.
Áð lokum má nefna enn
eitt námskeiðið sem hann
ætlar að halda og byggist á
kynlífsfræði sem hann lagði
— að eigin sögn — stund á
við Gautaborgarháskóla. Það
er námskeið í erótík fýrir pör,
nokkurs konar sjálfshjálpar-
námskeið.
Skjól fyrir utangarðsunglinga
Þegar gengið er um æfinga-
stöðina í Armúla með Guðna
kemur fram að hann hefur
miklar fýrirætlanir. Hann seg-
ist ætla að hafa þar nokkurs
konar félagsmiðstöð fyrir
utangarðsunglinga og boðaði
meðal annars að þar yrði opið
hús yfir jólin með fastri dag-
skrá. Sagðist Guðni vera
sannfærður um að hægt væri
að koma unglingum á rétta
braut með slíku samspili hug-
ræktar og bardagalistar-
kennslu. Sagðist hann hafa átt
viðræður við forráðamenn
forvarnadeildar lögreglunnar
og starfsmenn útideildar um
það. Ekki náðist samband við
þá til að fá staðfestingu á slflcu
samstarfi.
í samtali við Guðna og
Heiðar fýlgismann hans, sem
blandaði sér í samtalið, kom
greinilega fram að þeir sækja
sér fyrirmyndir víða. Var
gjarnan vitnað í leikarann
Bruce Lee og heimspeki
„Ninja Turtles“-myndanna.
Guðni kallar reyndar nám-
skeið fyrir 6 til 12 ára börn
„Turtle Kung Fu“ eða skjald-
bökuaðferð. Afdrif þessara
fýrirætlana munu hins vegar
að nokkru ráðast af lögreglu-
rannsókninni sem nú stendur
yfir vegna bardagans um síð-
ustu helgi.
Siguröur Már Jónsson