Pressan - 02.12.1993, Side 30

Pressan - 02.12.1993, Side 30
30 PRESSAN SJONVARP O G BIO Fimmtudagurinn 2. desember 1993 Jólajóla strax í sumar Jolin í Sjónvarpinu Kvikmyndagerö þarf tíma. Starfsfólk Sjónvarpsins þarf að setja sig í jólaskap strax að sumarlagi þegar verið er að vinna barnaefni sem er sýnt nú í desember. SNORRISVEINN FRIÐRIKSSON. „Einhverjir sem hjálpa okkur að komast í jóla- skap.“ Sá hópur manna sem bíður jólanna af meiri áfergju en börnin er auðvitað kaup- menn. Þeir geta ekki beðið eft- ir að fá að stilla upp jólaskrauti í von um að landsmenn verði fyrr á ferðinni með jólainn- kaupin. Tilmæli frá sjálfum biskupnum um að menn fari sér hægt í þessum efnum eru eins og að skvetta vatni á gæs. En það voru þó ekki kaup- menn sem voru fyrstir til að komast í jólaskap. Annar hóp- ur fólks var farinn að raula „Göngum við í kringum ...“ strax í júní. Það er starfsfólk Sjónvarpsins, sem þarf að leggjast í undarlegt ferðalag um tíma og stemmningu. Að þessu sinni er jóladaga- talið sænskir leikbrúðuþættir byggðir á Múmínálfunum. Þættirnir eru endurunnir hjá RÚV. Edda Heiðrún Back- man, Jóhann Sigurðarson, Kristbjörg Kjeld og Örn Ámason annast leiklestur en tónlistin er eftir Pétur Hjalte- sted. Á eftir Jóladagatalinu eru stuttir föndurþættir þar sem Guðrún Geirsdóttir sýnir hvernig má búa til jólaskraut með auðveldum hætti. Þeir þættir voru unnir í júní. Myndlistarmaðurinn Snorri Sveinn Friðriksson er yfir leikmyndadeild Sjón- Bíó Möst: 9 Ung í annað sinn ★★★★ Used People Samleikur Marcellos Mastroianni og Shirley MacLaine er afar nákvæmur og fínlegur. Það er sérstakt ánægjuefni að þessum gömlu brýnum skuli gefast tækifæri til að gleðja kvikmynda- húsagesti enn einu sinni. Sögubíói 9 Hin helgu vé ★★★1/2 Höfuðkostur þessarar mynd- ar er falleg og raunsönn lýs- ing á því hvernig drengur breytist í pilt, hvemig móðir- in þokar fyrir holdlegri ímynd heimasætunnar, hvernig það er að vakna upp við verk í líkamshluta, sem hing- að til heftir verið til friðs. Regnboganum 9 Svefnlaus í Seattle ★★★ Sleepless in Seattle Gáfaðir asnar rnundu sjálfsagt tengja það hræðslunni við AIDS, að nú séu kvikmyndir um hið eilífa par vinsælar. Miklu líklegra er að hrun hinnar þröngsýnu skynsemishyggju eigi hér hlut að máli. Stjörnubíói Svona la la 9 Rísandi sól ★★1/2 Rising Sun Reynt er að láta Connery vera fulltrúa taóískrar speki í anda Sun Tzu, sem kennir að best sé að sigra án bardaga. Þessi speki hverfur út í veður og vind þegar hann fer að slást og skjóta. Bíóhöllinni 9 Fyrirtækið ★★ The Firm I raun er ekki hægt að segja að myndin sé illa leikin, í henni eru engar persónur sem gefa til- efni til leiks. Bíóhöllinni Varist 9 Fantinn ★ The Good Son Leikstjórinn og handritshöfúndur hans eru kunnir aulabárðar, sem hafa ekkert gert annað en auvirðilegt rusl. Bíóborginni varpsins. Hvernig horfir það við honum að vinna jóladag- skrá utn mitt sumar? „Við erum vanir ýmsu, jól- um á miðju sumri og hverju sem er ef því er að skipta. Annars geta jólin komið til manns með ýmsum hætti. Erfiðasta en jafnframt eftir- minnilegasta jóladagskrá sem ég hef komið að voru upptök- ur á jólatónleikum í Skálholts- kirku í október árið 1979. Þeg- ar við vorum að undirbúa messuna biluðu öll tæki sem bilað gátu. Við skildum ekkert í því hvað olli. Upptökubíln- um hafði verið lagt bakatil við kirkjuna og sögusagnir um að þar væri fjölskylda Brynjólfs biskups grafin rifjuðust upp. Við færðum bílinn og allt fór í lag. Næst gerist það að ég þurffi að hagræða á altarinu, setja upp kerti og slíkt, og opnaði biblíuna af handahófi — þá blasti við Jólaguðspjall- ið. Ég ætlaði varla að trúa mínum eigin augum. Það eru svona einhverjir sem hjálpa okkur að komast í jólaskap á ýmsum tímum árs. En hvort það var Brynjólfur eða einhver annar sem vildi að við færðum bílinn, það er önnur saga.“ Fylgja því ekki ótal vatida- mál að vinna með jólin um mitt sumar? „Ja, þá vantar náttúrulega snjóinn, það er stærsta vanda- málið við að ná réttu jóla- stemmningunni. En stemmn- ing er náttúrulega nokkuð sem menn verða að skapa þegar slík verkefni eru unnin og það skiptir ekki öllu hve- nær árs hlutirnir eru gerðir, ég hef ekki orðið var við það. Svona miðlar verða einfald- lega að vera með þetta tilbúið á réttum tíma.“ Sjónvarp Sjáið: Á faraldsfæti ★★★ Acrídental Tourist á RÚV á föstudags- kvöld. Kasdan er ffumlegur leikstjóri og Hurt er ffábærlega þunglyndur í hlutverki manns sem skrifar ferðahandbækur. 9 Tryllta ást ★★★ Wild at Heart á RÚV á laugardags- kvöld. Frábær hápunktur þegar Cage syngur: „Treat me like a fool, treat me rnean and cruel, but love me...“ 9 New Jack City ★★★★ á Stöð 2 á laugardagskvöld. Verulega harðsvíruð mynd. Ice T, rapparinn hallærislegi, leik- ur að vísu í myndinni en það má samt hafa gaman af henni. 9 Þjóðtrú og sagnir í Borgarfirði eystra á RÚV á sunnudagskvöld. Endursýnt frá 1988 og 1989, dagskrárgerð: Baldur Hermannsson. Þriðja endursýningin! Hlýtur að vera ffábært! Það má velta því fyrir sér hvort þessir Borgfirð- ingar hefðu verið svo áfjáðir í að koma fram í myndinni ef þeir hefðu vitað að Baldur var byrjaður að brugga „Þjóð í hlekkjum hugarfarsins". Varist: 9 Meinsæri ® Russicum Á Stöð 2 á föstudagskvöld. Bandarískur ferðamaður er myrtur á Vatíkantorginu og það verður til að páfi íhugar að fresta ffiðarferð sinni til Moskvu. Hvernig tengjast þessir atburðir?... Hverjum er ekki sama? 9 Guðniund Guðmundsson ® „hand- boltasérfræðing" Stöðvar 2. Það er merkilegt hvað Heimi eru mislagðar hendur við að velja íþróttaspekúlanta í lýsingar. Allt eins og Magnús Jónatansson telur Guðmundur aug- Ijóslega að íþróttir séu eitthvað sem beri að taka alvarlega? Guðmundur ætti að velta því fýrir sér af hverju Ómar Ragnarsson var svona vinsæll íþróttafhéttaritari. Af því að hann var svona fýndinn? Varla. Réttast væri að láta Einar Bolla í þetta allt saman. Breskir fantar og bandarískir KVIKMYNDIR UNGIR AMERIKANAR — Young Americans Háskólabíói ★★★ GUÐMUNDUR ÓLAFSSON Enn eina ferðina er Harvey þessi Keitel kominn á stúfana og nú í breskri glæpamynd, sem leikstýrt er af 25 ára ung- lingi, Danny Cannon. Það er meira hvað sá maður leikur þessa dagana og yfirleitt stór- vel. Keitel er fæddur og upp- alinn í Brooklyn, gekk í sjó- herinn 16 ára og þjónaði þar til 22 ára aldurs. Lærði þá hraðritun og skellti sér í leik- listarkúrsa. Þegar hann var 25 ára (1965) svaraði hann aug- lýsingu frá 22 ára verðandi leikstjóra, sem var að gera einkennilegar skólamyndir (og hægt er að fá leigðar á myndbandaleigunni á Klapp- arstígnum). Þetta var Martin Scorsese. Þeir urðu heims- frægir vegna mynda sem þeir gerðu um og eftir 1970 (Me- an Street, Alice Doesn’t Live Here Anymore, Taxi Driver o.fl.). Til stóð að hann léki að- alhlutverkið í Apocalypse Now, en vegna missættis við leikstjórann, Francis Coppola, var Keitel rekinn öfugur út úr því hlutverki. Þá tók við tólf ára eyðimerkurganga með fá- um og mögrum hlutverkum. Engu að síður lék hann þá í ýmsum mjög athyglisverðum myndum, sem munu trúlega sumar þykja merkari þegar ffam líða stundir. Þessu tíma- bili lauk með því að Scorsese fékk hann til að leika hjá sér Júdas í The Last Temptation of Christ, eftir sögu Kasanz- akis. Síðan hefur sól þessa fyrrum sjóliða risið hratt og má hann búast við Óskars- verðlaunum í ár, annaðhvort fýrir leik sinn í Píanóinu eða Lögreglumanninum vonda. Það sem einkennir leiklist Keitels er leit hans eftir innri spennu í hlutverkum sínum, einverjum innri átökum sem persónur hans eiga í, einkum milli einstaklingsins og mennskunnar. Þannig leitast hann oft við að. túlka spenn- una milli mannsins og Guðs, allt eftir því hvernig maður- inn skynjar Guð sinn. Þess vegna verða persónur hans oftast djúpar og margræðar, en alltaf lifandi. í myndinni The Young Americans leikur hann fíkniefnalöggu frá Los Angeles, sem kemur til Lond- on að hjálpa þarlendum við að upplýsa vígaferli sem þar geisar. Ameríkani nokkur hefur komið sér fýrir í borg- inni og fær fátæka og at- vinnulausa unglinga til voða- verka. Þeir sem helst verða fyrir barðinu á unglingunum eru hefðbundnir breslcir dóp- salar og krimmar, sem ásaka lögregluna um að aðhafast lít- ið í málinu! Myndin er prýðilega leikin og vel unnin að öðru leyti. Tónlist er skemmtileg, en þar bregður fyrir söng Bjarkar „okkar“. Söguþráðurinn er kunnuglegur, en leikstjóra og handritshöfundi tekst að gæða myndina lífi og dálítilli viðkunnanlegri angurværð. í aðra röndina er verið að íjalla um „veröld sem var“, hinn hefðbundna breska glæpa- heim, sem er að breytast í miklu hrottalegri vígvöll í kjölfarið á aukinni eiturlyfja- verslun. Við er að taka hinn bandaríski glæpaheimur með sinni takmarkalausu grimmd. Á yfirborðinu er því haldið fram að breskir morðingjar og þjófar séu skárri en starfs- bræður þeirra í Bandaríkjun- um. Undir niðri er gráglettin ádeila á vestræna menningu, sem tekur hugsunarlítið við hamborgurum, sjálfvirkum þvottavélum og glæpastíl ffá stórabróður í vestri. Inn í allt þetta er svo ofið dálítið viðkvæmt rómantískt stef um ungan mann, sem missir föð- ur sinn og elskar unga stúlku. Helsti galli myndarinnar er að vondi Ameríkaninn er ekki útskýrður nægilega. Leikstjór- inn hefur greinilega ekki lært þau sannindi að illmennin eru mótorinn í öllum al- mennilegum sögum. Til þeirra verður að vanda sér- staklega og hafa þau helst góð og ill í senn, þannig að hægt sé að skilja þau. Það væri til dæmis lítið varið í Laxdælu ef ekki væri þar morðóð skepna á borð við Guðrúnu Ósvífurs- dóttur, sem maður verður jafnframt að virða sem eina merkustu konu bókmennt- anna og einlægt stendur hjarta manns nær. Kvik- myndataka í þessari mynd er hins vegar stórkostleg, það er fýllsta ástæða til að mæla með myndinni vegna hennar. „Illmennin eru mótorinn í öllum al- mennilegum sögum. Það vœri til dœmis lítið varið í Laxdœlu efekki vœri þar morðóð skepna á borð við Guðrúnu Ósvífursdóttur, sem maður verðurjafn- framt að virða sem eina merkustu konu bókmenntanna og einlœgt stendur .

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.