Pressan - 22.12.1993, Side 22

Pressan - 22.12.1993, Side 22
E N G L A R A 22 PRESSAN . Miövikudagurinn 22. desember 1991 JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR félagsmálaráðherra Burtséð frá átökunum í Alþýðuflokknum hefur það sýnt sig að það er ekki auðvelt hlutskipti að vera kona í valdhrokanum í ríkisstjórninni. Vinsælasti ráðherrann og að margra dómi engill í mannsmynd. ÓSKARMAGNÚSSON forstjóri Hagkaups Stýrir fyrirtæki sem reynir nýjar leiðir við að selja ódýran mat í vaxandi fátækt. Slyngur, en samt alltaf eins og sakleysið uppmálað. ANNA MJÖLL ÓLAFSDÓTTIR söngkona Líkt og Elísabet Taylor var hún afar góð við vin sinn Michael Jackson á árinu. Það mundu aðeins englar gera. Svo lítur hún svona út. Eins og engill. Hvernig lítur engill út í huga okkar? Vafalaust hrokkinhærður, Ijóshærður, kynlaus snáði með björt augu og hjarta úr gulli. Og ekki má gleyma því að hann spilar á hörpu. Það reynd- ist PRESSUNNI enda ekki auðvelt að komast yfir fullorðinsenglabúning. Það tókst þó að lokum og það tókst líka að fá eðalmennin Halldór Blöndal, Erlu Rafnsdóttur, Svövu Johan- sen og Eyþór Arnalds - - sem eru í okkar huga Englar ársins, ásamt nokkrum í viðbót - - til að klæðast þeim. Hefðu þau gengið um göturnar eins og þau birtast hér á myndunum má búast við að þau hefðu — líkt og þingmennirnir sem birtust á forsíðu PRESSUNNAR í sum- ar íklæddir hippafötum — stöðvað alla umferð. Englar dagsins í dag eru væntanlega ekki bara þeir sem leika hlutverk Móður Teresu daginn út og inn. Ef svo væri færu fáir íslending- ar til himna. Englar íslands eru bara fólk sem er duglegt, elskað af einhverjum, lætur gott af sér leiða (ef til vill eitthvað smáslæmt líka) og er áberandi í umhverfi sínu. Þetta eru svo- kallaðir „survivors", sem því miður er ókleift að þýða vel yfir á íslensku en nær yfir þá sem standa af sér alla vinda, hvursu hvassir sem þeir kunna að vera. Þeir skila sér heilir til baka. Og ef til vill meira en það. Þetta eru dægurhetjur síðasta árs. Englar íslands.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.