Pressan - 17.03.1994, Blaðsíða 2

Pressan - 17.03.1994, Blaðsíða 2
Hlín fulltrúi Til er nokkuð sem heitir Samtök norrænna tungu- málakennara. Þeir halda málþing í Kaupmannahöfn nú um helgina og fulltrúi Islands verður Hlín Agnarsdóttir, núverandi fúlltrúi leikhússtjóra á Akureyri. Hlín er að verða einn allsherjar fulltrúi. Hún kemur til með að halda fyrirlestur um leikhús og leiklistarkennslu í ffamhaldsskól- um. ísland er alveg sér á parti á Norðurlöndum hvað það varðar að hér eru settar upp sýningar í menntaskólum sem eru nánast á atvinnumannastigi. Hlín á að baki mikla reynslu sem leiklistarkennari í menntaskólum, kenndi t.d. í mörg ár í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þá hefur hún einnig sett upp fjölda sýninga í mennta- skólum. Næstu verkefni Hlínar eru á huldu en því hefur verið fleygt að hún verði með uppsetn- ingu í Borgarleikhúsinu á næsta leikári... að er mikið um að vera hjá Kjartani Ragnarssyni, ein- um af okkar fremstu leik- húsmönnum. Eins og segir á öðr- um stað í blaðinu er hann leik- stjóri „Sumargesta" sem Nem- endaleikhúsið frumsýndi í gær. En á þriðjudag heldur hann utan til Gdansk í Póllandi þar sem hann’ kemur til með að leikstýra leikriti Hrafnhildar G. Hagalín „Ég er meistarinn". Pólskt leik- hús ertalið meðal þeirra fremstu í heimi og því telst þetta tals- verður heiður, en verkið verður á fjölum Borgarleikhússins í Gdansk eftir um tvo mánuði. Þetta er að undirlagi Jaseks Go- Meistarinn og Kjartan til Póllands dek sem þar er starfandi, en hann var á íslandi í nokkur ár sem strákur og gekk í Mela- og Hagaskóla þegar faðir hans var sendiherra í Reykjavík. Godek talar íslensku reiprennandi þannig að tungumálaörðugleikar ættu ekki að verða miklir. Godek verður aðstoðarleikstjóri Kjart- ans og þýðir jafnframt „Meistar- ann" á pólsku. Kjartan er ekki að koma til Póllands í fyrsta skipti. Hann var þar í fjóra mánuði vet- urinn 1969-70, þá nýútskrifaður leikari, að kynna sér leikhús gú- rúsins Grotovskys... h Nokkrir íslenskir leikarar í sigtinu í milljónamyndinni Eins og PRESSAN greindi frá í vikunni sem leið stendur nú leit yfir í nágrannalöndun- um, Noregi, Svíþjóð og Dan- mörku, að sætri leikandi ungri konu til að fara með aðalhlutverldð í víkingamyndinni „Kjartanssögu“, eftir að leit að einni slíkri hafði engan árangur borið á Islandi. Fá- einar stúlkur ffá Svíþjóð og Dan- mörku komu hingað til lands í prufmyndatöku á laugardag, en ekki hefur fengið staðfest hvað kom út úr því. Hinn kunni kvik- myndatökumaður Michael Chap- man, sem leikstýrir myndinni, hef- ur þrátt fyrir að leitin hafi engan árangur borið á íslandi síður en svo útilokað aðra íslenska leikara ffá myndinni. I sigtinu eru m.a. dónalega dúkkan Jóhanna Jónas sem leikur vondu stjúpuna í Skila- boðaskjóðunni, Hinrik Ólafsson sem fer með hlutverk úlfsins í sama leikriti, bróðirinn Egill Ólafsson sem leikið hefúr í nánast öllum ís- lenskum kvikmyndum sem gerðar hafa verið, Gunnar Eyjólfsson skátahöfðingi og Bríet Héðins- dóttir. Þá mun einnig hafa verið leitað til Helga Bjömssonar leik- poppara. Þótt þessir leikarar hafi valað athygli Chapmans mun ekki öll nótt úti fýrir hina, því enn er verið að íhuga málin... íslenskur magadans Eins og þeir vita sem stunda veit- ingahús hefúr líbanski staðurinn Marhaba af og til boðið matargest- um upp á magadansmær. Magadans- mærin sem hefúr komið þar fram heitir Catherine Selford og er ensk. Hún hefur verið starfandi í London nú um hríð og því enginn magadans verið í Marhaba um nokkurt skeið. Aladdin, eigandi staðarins, brá sér í Borgarleikliúsið um daginn og sá Evu Lunu. Þar má sjá magadans eða eins og Dr. Gunni segir í gagnrýni sinni 3. mars: „... kona Riads, Zulema (Steinunn Ólafsdótt- ir), skekur sig þokkafúllt við tregablandinn magadans...'1 Þetta atriði hefúr líklega kveikt tregablandnar minningar með Aladdin því hann setti sig í samband við Steinunni og bauð henni að koma fram á Mar- haba sem magadansmær. Hún þakkaði gott boð en sagðist því miður ekki vera dansari. Það fýlgir sögunni að Aladdin sé enn að leita að ís- lenskri magadansmær, en hvort hann finnur hana í Borgarleikhúsinu þar sem latínóliðurinn er liðkaður eða annars staðar kemur væntan- lega í ljós innan tíðar... á tímum Ólafs Ragnars I SANNLEIKA SAGT IINIDRIÐI G. ÞORSTEIIMSSOINI Ástin Má maður sem hefúr feng- ist við fýrirsagnagerð óska tímaritinu Mannlífi til hamingju með ofanskráða fýrir- sögn á viðtali við hjónakornin Guðrúnu Ágústsdóttur og Svavar Gestsson. Svo vill til að þessi fýrir- sögn á enn dýpri merkingu, nú þegar gengur í þrösum að blása lífi í afturúrkreisting vinstri manna í borginni, sem manna á meðal gengur undir nafninu K-listinn. Þar eiga að hafa gengið til samstarfs ffamsóknarmenn, Alþýðubanda- lagið og gamlir kommúnistar, Al- þýðuflokkurinn og Kvennalistinn. Nema það hefúr ekkert bólað á list- anum þegar þetta er skrifað og mun ástæðan vera sú að nú vilja allir ráða og standa í ströngu út af málefnum. Þrætan um listann ætl- ar alla sanna vinstri menn lifandi að drepa, item og ekki síst þá sem ætluðu að fljóta til metorðanna á Ingibjörgu Sólrúnu Kvennalistak- onu, sem hefúr loksins ákveðið að verða borgarstjóraefni. Hér er einkum átt við gamla kjarnann í Alþýðubandalaginu, sem áður fýrr jafnvel leit svo á, að honum bæru eftirlaunagreiðslur ffá Kreml fýrir dygga þjónustu. Ástin á heimili vinstri manna á tímum Ólafs Ragnars er nefnilega ekki öll þar sem hún er séð. Flokkarnir, sem nú telja sig hafa sameinast í vinstra ffamboði við borgarstjómarkosningar í Reykja- vík, eiga misjafna sögu og búa við misjafnt gengi innan samstarfsins. En undir kjörorðinu: Ástin á tím- um Ólafs Ragnars hefur þótt ástæða til að reyna samstarf í anda bræðralags og fyrirgefningar á fýrri misgjörðum. Kvennalistinn hefur verið kallaður til vegna þess að inn- an hans finnst eina vinstri mann- eskjan, sem þykir ffambærilegt borgarstjóraefni. Það er sjálf Ingi- björg Sólrún, glögg og vel menntuð kona, sem hefúr gert sér far um að tala af viti um pólitík. Hún er um leið stærsti þrepskjöldurinn sem þarf að yfirstíga og beygja til að vinstra samstarfið takist. Ingibjörg Sólrún er hagvön í borgarstjórn og veit hvernig heppilegast er að stjóma því fjölmúlavíli. Víkur þá sögunni til Davíðs Oddssonar, fýrrverandi borgar- stjóra, mannsins sem ástin á tím- um Ólafs Ragnars hefúr látið alveg óbrenglaðan. Þegar hann stjómaði borginni gerði hann það af mynd- ugleik, sem hefúr haff þau áhrif á Ingibjörgu Sólrúnu, að hún vill fá að stjórna fýrst hún á að verða borgarstjóri. Þá koma öU litlu krílin og segjast ekki vera komin í banda- lag tU að lúta forsjá borgarstjóra- efnis síns. Þau æda að fá að hafa þetta eins og síðast, sæUar minn- ingar, þegar embættum var skipt eftir mánaðardögum, eins og skipt er á símavaktir í stómm fýrirtækj- um, svo aUir fái að ráða einhvern tíma á kjörtímabUinu. Munu þær ekki vera fúsar að láta of mUdl völd í hendur Ingibjargar Sólrúnar þær stöUur hennar, Guðrún Ágústs- dóttir, sem væntanlega lætur út- hluta sér strætó, og Sigrún Magn- úsdóttir, sem Páll á HöUustöðum ýtti út í samstarfið. Ástin á tímum Ólafs Ragnars nær því ekki með sama hætti til allra þessara ágætu kvenna. En fleira er að gerast í undir- djúpunum en erfiðleikar í sam- vinnu vinstri manna áður en hún er raunverulega hafin. Vinstri menn hafa nú miklar áhyggjur af því að Steingrímur Hermannsson, fýrrverandi forsætisráðherra, skuli vilja fara í Seðlabankann. Einkum eru það alþýðubandalagsmenn úti á landsbyggðinni, sem gráta þetta atferli. Ríða þeir ákaft húsum fram- sóknarmanna til að biðja þá að freista þess að koma í veg fýrir að Steingrímur verði Seðlabankastjóri. Síðan Davíð Oddsson lýsti því yfir á þingi, að hann myndi ekki vinna með Ólafi Ragnari Grímssyni, telur effirlaunaliðið í Alþýðubandalag- inu vonlítið að komast í ríkisstjórn á næstunni. Þeir hafa engan stuðn- ing frá Kreml lengur, enda er eini fasistinn í Rússlandi, sem eitthvert bragð var að, á hröðu undanhaldi. Von þessa fólks er Steingrímur Hermannsson. Fari hann ekki í Seðlabankann má búast við að hann verði í aðstöðu til að mynda ríkisstjórn eftir næstu þingkosning- ar. Þá mun ástin á tímum Ólafs Ragnars blómstra sem aldrei fýrr. Alþýðuflokkurinn er því í raun- inni orðinn lykUflokkur í þeirri baráttu sem nú er háð fýrir nýju stjórnarmunstri. Samkvæmt því hefði verið full ástæða fýrir krata að gera kröfu til þess að fá borgar- stjóraembættið. En þeir lúta að litlu og hafa ekki sagt sem svo: Ef við fáum ekki það sem við viljum út úr vinstra samstarfinu í borgar- stjórn fer Steingrímur í Seðlabank- ann. Sighvatur Björgvinsson við- skiptaráðherra brá á það ráð að taka umsókn Steingríms tU sín, svo henni yrði ekki flíkað um of af bankaráðinu, eða hún týndist í umsóknasúpunni frá Hamrahlíð- arskólanum. Steingrímur Her- mannsson virðist hins vegar ákveð- inn í að fara í Seðlabankann hvern- ig sem málin kunna að veltast að öðru leyti með ástina á tímum Ól- afs Ragnars. Steingrímur lét á sín- um tíma undan ákveðnu frum- kvæði Alþýðubandalagsins um nánari samvinnu þess og Fram- sóknarflokksins, m.a. í blaðaútgáfú effir að ÞjóðvUjinn geispaði gol- unni. Þeir Abl.-menn hafa unnið með honum í rfldsstjóm og fúndist hann þægUegur og eftirlátur verk- stjóri. Þá em í þingflokki ffarn- sóknarmanna einstaklingar, sem fýrir löngu hafa gleymt þvi að þeir em í flokki, sem eitt sinn var stjórnað af Jónasi frá Hriflu, Her- manni Jónassyni og Eysteini Jóns- syni, án þess nokkur bUbugur fyndist á flokknum þrátt fýrir sam- starf við aðra flokka. Líklega finnst þeim að allir aðrir flokkar séu orðnir betri en Framsókn og þá helst Alþýðubandalagið. Þannig getur ástin á tímum Ólafs Ragnars leikið menn. Hugmyndin um vinstra fram- boð í Reykjavík er engin ný saga. Við slíkt samstarf hafa hinir veik- lundaðri vinstri menn í flokkunum gælt alla tíð, allt frá tímum Aðal- bjargar allra systur og Sigurðar Jónassonar, tU þeirrar tilraunar sem leiddi þá tU meirihlutavalds í borginni. Engin stórvirki sáust effir það samstarf og í raun var engra stórvirkja von. Samt viU þetta fólk reyna affur, eins og ástin á tímum Ólafs Ragnars hafi fært þeim nýja drauma. Það verða strembnir draumar komist þeir á svið veru- leikans. Einkum verða þeir strembnir fýrir þá, sem hafa ffam að þessu haldið að þeir væru í stjómmálaflokki og þolað með honum súrt og sætt, en ekki í ein- hverri pælu, sem hæfir ástinni á tímum Ólafs Ragnars. / 2B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 17. MARS 1994 „Astin á heimili vinstri manna á tímum Ólafs Ragnars er ekki öll þar sem hún er séð. “

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.