Pressan - 17.03.1994, Blaðsíða 5
Surtar, tíkur og
mömmuriðlar (x 1000)
SNOOP DOGGY
DOGG
DOGGYSTYLE
★★
ICE CUBE
LETHAL INJECTION
★★
að hlýtur einhverjum öðrum
en mér að vera farið að leið-
ast bandaríska hörkurappið.
Þar er allt löngu ffosið fast í þreyt-
andi endurtekningum. Isarnir
gaddfreðnir og helst Public Enemy
sem enn kynda kofann. Bara von-
andi að Flavor Flav fari að koma úr
meðferð.
Hvað með það. 1 Bandaríkjun-
um eru menn ekki orðnir leiðir og
hinn ungi Snoop (fæddur ’71) sló
öll fyrri sölumet og skutlaði
„Doggystyle“ beint upp á topp vin-
sældalistans, sem er einsdæmi með
fyrstu plötu flytjanda. Hann er ný-
stiginn úr glæpasukkinu í LA, fann
rappið en ekki Jesúm, og er á einn-
ar milljónar skilorði fyrir aðild að
morði. Honum er örugglega mildl
hjálp í þessari fortíð, því hvítir
unglingar fila rapparana best ef
þeir eru sem svæsnastir. Fyrir
hvítri millistéttaræsku er svarta
rappið eitt allsheijar bíó; myrk ver-
öld sem er spennandi að sökkva
sér í — úr öruggri fjarlægð.
Og Snoop veitir vel. Hann rapp-
ar um lífið í svörtu undirheimun-
um; partíin, „tíkurnar“ og dóp-
braskið. Hann leggur áherslu á að
klæmast —- sem löngum hefur gef-
ist vel — en er ópólitískur og
bendir lítið á óréttlæti blakkrar
gettóeymdar. Rappið hans er
poppað og því pottþétt fóður fyrir
þá hvítingja sem vilja vera töff í
partíum, stæla handahreyfingar og
takta svörtu fyrirmyndanna.
Ice Cube á svipaða fortíð, en
hann verður pólitískari og beittari
með hverri plötu. Músíklega séð er
„Hann er nýstiginn
úr glæpasukkinu í
LA,fann rappið en
ekki Jesúm, og er á
einnar milljónar
skilorðifyrir aðild
að morði. “
þó lítið nýtt í gangi og „Lethal
Injection“ er kraftminni en fýrri
plötur hans. Sönnum aðdáendum
hans nægja ekki töffarastælarnir,
þeir þurfa líka að sökkva sér í fræði
Malcolms X til að vera með á nót-
unum.
Báðar þessar plötur eru njörvað-
ar í hefðinni. Ekkert í viðfangsefh-
Molar úr bransanum
Alltfullt af Finnum...
Árið 1994 lítur út fyrir að ætla
að verða mikið uppgangsár fyrir
finnskt rokk á íslandi. Þegar hafa
Keuhkot og Honey B & The T-
Bones kíkt hingað og í apríl mun
sveitin Spektri metro spila hér. Sú
sveit telur sex brjálaða slagverks-
Finna sem lemja á allt sem verður
á vegi þeirra. I sumar er von á enn
annarri finnskri brjál-sveit, Miesk-
uro Huutajat, sem útleggst á ís-
lensku Öskur-karlakórinn. Kórinn
er skipaður þrjátíu Finnum sem
öskra ýmis lög, þ.á m. þjóðsöngva
og barnagælur. Kórinn nýtur vin-
sælda í Finnlandi, hefur átt plötur
á vinsældalistum og öskrað í jóg-
Honey B & The T-Bones
úrt-auglýsingum. Góðkunningjar
okkar í 22 Pistepirkko munu svo
hnýta endahnútinn á þetta finnska
rokkár á íslandi. Sveitin er um
þessar mundir að vinna nýja plötu
og kemur með hana í farteskinu í
haust.
...og Tina Turner líka?
En það eru fleiri þjóða kvikindi
en finnsk sem heimsækja okkur.
Þegar er komið á hreint að New
York-sveitin God is my co-pilot
kemur hingað í apríl. Sveitin sú
spilar skemmtilega frídjass/pönk-
blöndu og hefur m.a. unnið með
saxófónleikaranum geggjaða John
Zom. Boo-Radleys hafa verið vin-
sælir hér í vetur fyrir hina frábæru
„Giant Steps“-plötu. Þeir em til-
búnir að koma í ágúst en samn-
ingaviðræður standa enn yfir.
Svipaðar samningaviðræður eru í
gangi við bandarísku fönk/rapp-
sveitina Smokin Suckaz wit Logic
og nýbylgjusveitina Pavement, og
bara vonandi að eitthvað jákvætt
gerist. Listahátíð í Reykjavík rúllar í
gang í júní en þaðan hefur erlenda
rokkið löngum komið. Heims-
God is my co-pilot
frægir íslendingar munu skemmta;
Kristján Jóhannsson treður upp
þann sextánda og Björk mun að
öllum líkindum koma með sinn
hóp. Ýmis önnur heimsffæg nöfh
hafa einnig heyrst. Menn bíða víst
við faxtækin eftir að heyra frá Tinu
Tumer og Rolling Stones, og
bandarísku rokkhundunum í Pe-
arl Jam hefur líka verið sent skeyti.
Hvað með Bítlana?
um, töktum eða tónlist kemur á
óvart, þó nokkur lög grípi ágæt-
lega. Tekið er ótæpilega út úr fönk-
banka George Clintons og „sömpl-
um“ hrúgað í gamalreyndar flétt-
ur. Þótt auðvelt sé að skaka sér við
taktfast rappið á þessum plötum á
góðri stundu bíður maður þó og
vonar að eitthvað nýtt fari að ger-
ast í þessum geira. Hér er lítið ann-
að að hafa en rappaða lognmollu.
P I ö í u d ó m a r
dr. Gunna
Egill Ólafsson og LR
Tótilistin úr Evu Lunu
★★★★
„Egill reiðir fram sextán lög og söngtexta
sem halda sýningunni að miklu leyti saman.
Heima í stofu gerir platan líka sitt gagn við
að kippa manni í latínóliðinn.“
Nýdönsk og leikarar úr Þjóðleikhúsinu
Gauragangur
★★★
„í söngleikjum er vist lenska að „allir
syngi“ í viðlögum, og það er þessi fjöldasöng-
ur sem einna helst dregur plötuna niður.“
Sigtryggur dyravörður
Mr. Enipty
★★
„Sigtryggur dyravörður spilar dálítið
fölnað graðhestarokk, meðlimimir halda í
hin gömlu gildi Guns’n Roses og kó án þess
að reyna mikið fyrir sér með frumlcgar pæl-
ingar.“
Púff, Curver, Silluppsteypa og Kolrassa
krókríðandi
Fire
★★★
„Þótt sveitimar velji sér sameiginlegt
„framboð“, til að eiga meiri séns, eiga þær
fátt sameiginlegt músíklega, nema auðvitað
að spila einshvers konar undirheimarokk og
vera ungar og ákafar.“
Texas Jesús
Namnisla Tjammsla
★★★
„Sveitin njörvar sig ekki niður við eina
tegund tónlistar, en mestum gæðum nær
hún í léttu en frumlegu poppi sem velldst
órætt á mörkum barnatónlistar, a-evrópskr-
ar teiknimyndatónlistar og framúrstefiiu-
rokks.“
Helgi og hljóðfæraleikaramir
Helgi og hljóðfœraleikaramir
★
„Lögin sextán haltra áfram í fábreytileika
vankunnáttunnar — drengirnir em ekki
snillingar á hljóðfærin sín — og lagasmíð-
amar em oftast of einfaldar og langdregnar
til að halda athyglinni.“
Underworld
Dub no Bass with my Head Man
★★★★
„Lögin em rekin áfram af margbreytileg-
um takti og næmri tilfinningu fyrir samruna
melódía og „grúfs“.“
Bflskúrs-bland í poka
Músíktilraunir Tónabæjar
standa nú yfir og fyrir viku reyndu
tíu bönd með sér. Kópavogsbúarn-
ir í Thunder Love unnu með glæsi-
brag, énda með villtan aðdáenda-
klúbb með sér. Sveitin er léttlynt af-
sprengi Tjalz Gissurar sem lenti í
öðru sæti í fyrra, og spilar grað-
hestarokk í anda Hólka og rósa
með ýktum töffarastælum. Þeir
sungu á ensku eins og flest hin
böndin, en gengu alla leið og
kynntu lögin líka á „móðurmáli
rokksins“. Lögin voru grátbroslegar
klisjur, ágædega fluttar, en söngvar-
inn, „Júlíus Johnson", mjálmaði
stundum yfir sig. Manni leið eins
og á Kaplakrika 16. júní ’91, og ég
ætla rétt að vona að þetta sé bara
grín hjá sveitinni. Hinir fimmtán
ára félagar í Cyclone úr Mosfellsbæ
hlutu einnig náð fýrir augum
áheyrenda. Þeir léku ágætisrokk,
voru í þokkalegri samæfingu og
20 vinsælustu lögin * a Islandi
l|;S|í v Vikur
Sæti Lag Hljómsveit á lista
1. (1) Rocks ...Primal Scream 2
2. (6) Loser .................. Beck 2
3. (9) Spoonman Soundgarden 3
4. (4) Skyscraper I Love You Underworld 4
5. (3) Lxne Up ................ Elastica 4
6. (5) Mutha Made 'Em Smokin Suckas Wit Logic 4
7. (7) Stay Together ...........Suede 3
8. (2) Nowhere Therapy 4
9. (10) FunJcy Jam ...Primal Scream 2
10. (12) Path of Harmony Jam & Spoon 2
11. (13) Feet ................... Sandals 2
12. (8) Higher Grotrnd ...........Sasha 3
13. (-) Dropout ...Urge Overkill 1
14. (11) Barney (and Me) Boo Radleys 5
15. (-) Cut Your Hair Pavement 1
16. (-) I Want You Inspiral Carpets 1
17. (-) Can't Get Out Of Bed ... Charlatans 1
18. (-) Girls & Boys ............Blur 1
19. (-) Hug My Soul ...Saint Etienne 1
20. (-) Fishermans Grotto .Justin Warfield 1
Robbi Sýrður rjómi
— The chronic hit list — Vafasami listinn
1. Magnum Opus .........Top Quality
2. It All Comes Down to Money ....
......................Terpiinator X.
3. It Aint Hard to Tell ........Nas
4. Raise ................Greg Osby
5. Cream .............Wu Tang Clan
1. Debonair .Afghan Whigs
2. Silence Kit
3. Tostaky
4. The Flag
5. Diminished Clothes
Vinsældalisti X-ins og PRESSUNNAR er leikinn á X-inu klukkan tólf á há-
degi á hverjum fimmtudegi þegar PRESSAN er komin út.
Vinsældavalið fer fram í síma 626977 virka daga klukkan 9-17.
Vertu með í að velja tuttugu vinsælustu lögin á íslandi.
Vinsældalisti X-ins og RRESSUIMIMJXR er valinn af hlustendum X-ins, atkvæðum
framhaldsskólanemenda í samvinnu við listafélög skólanna og upplýsingum plötu-
snúða á danshúsum bæjarins um vinsælustu lögin. Númer í sviga vísa til sætis á
lista í síðustu viku.
söngvarinn, Kristófer Jensson, stóð
sig vel, var öruggur og töff. Dóm-
nefndin álcvað svo að hleypa Wool
áffarn. Ekki skil ég þessa nafhgift á
bandinu, Ull væri auðvitað mildu
flottara nafh, sérstaklega þar sem
bandaríska gruggsveitin Wool er
við það að slá í gegn í údöndum
núna. íslenska Wool spilaði þétt
hipparokk og hafa þeir félagarnir
greinilega grafið upp Uriah Heep-
og Jethro Tull-plötur hjá foreldrum
sínum. Þeir voru góðir, en í ljósi
rokksögunnar ekki ýkja ffumlegir.
Fall er fararheill og það fá hinar
sjö sveitirnar að reyna. Margt fint
var þó í gangi þar og sérstaklega
fannst mér Gröm úr Kópavogi svöl
sveit. Fyrsta lagið, „Fíkill tískunn-
ar“, var besta lag kvöldsins en hin
hroðvirknislegri. Gröm spilaði
„harðlínurokk" og tætti á köflum
yfir í Sonic Youth-legt gítarglamur.
Sveitin hafði líka manndóm í sér til
að syngja á íslensku og maður tek-
ur ofan fýrir svoleiðis dugnaði á
síðustu og verstu times. Enn gutlar
gruggið í skúrunum og Weghevyll
(frábært nafh) og Kenýa voru
sönnun þess þetta kvöldið. Weg-
hevyO grugguðu þéttar en skorti
ffumlegri vessa í Nirvana/Smashing
pumpkins-mallið. Kenýa rappaði í
rokkið í fýrsta og besta laginu en
spilaði annars óffumlegt Alice in
Chains-þunglyndisgrugg.
Dísel-Sæmi er ágætt band sem
getur átt séns ef það heldur áffam
að hamra jámin. Músíkstefhan var
óráðin en valt á milli þess að minna
á Tindersticks og The Smiths.
Rasmus komu úr Keflavík og léku
óeffirminnilegan léttmálm með
gotneskum keim. Sviðsffamkoman
var stressuð og þau tóku streituna
út í því að laga og hrista hárið á sér
í tíma og ótíma. Söngkonan Sylvía
Lóa Lopez var þokkaleg en fór full-
off út af tónsporinu. Hljómsveitir
eins og Bláa slcugga má finna í
flestum menntaskólum. Nokkrir
strákar ákveða að gera eitthvað
sniðugt til að peppa upp félagslífið.
Útkoman hjá Skuggunum var
lyndiseinkunnarlaust léttpopp með
gröðum textum um „ljóshærðar
stelpur", og klarinettið var nett
krydd og sem betur fer beitt af hóg-
værð. Tríóið Pýþagóras spilaði la la
unglingapopp, söng lítið og svæfði
salinn með síðasta laginu. Þeir
eyddu líka alltof miklum tíma í að
stilla gítarana milli laga, en menn
verða víst ekki „pró“ popparar eins
og Björgvin Gíslason á einni kvöld-
stund.
Fjörinu verður haldið áffam í
kvöld þegar næsta tíu hljómsveita
holl fær að spreyta sig á sviðinu í
Tónabæ. Hin spræka stuðsveit
HAM hitar upp, og eins gott að
fjölmenna, því fféttir herma að
HAM sé á síðasta snúning og muni
gefa upp öndina bráðlega.
FIMMTUDAGURINN 17. MARS 1994 PRESSAN 5B