Pressan - 17.03.1994, Blaðsíða 10

Pressan - 17.03.1994, Blaðsíða 10
L e i k h ú s • Gauragangur. ★★1/2 Mér er óskiljanlegt hvers vegna verkið var ekki bara látið gerast um 1970, það hefði verið mun trú- verðugra, enda eiga klisjurnar sem vaða uppi í því uppruna sinn á þeimtíma. (FB) Þjóöleikhúsinu, fim. og fös. kl. 20. • Blóðbrullaup. ★★★ Ef þeim Ingvari og Steinunni Ólínu tæk- ist að kveikja eldinn á milli sín væri ég til í að sjá þessa sýn- ingu aftur og aftur og aftur. (FB) Þjóðleikhúsinu, Smíðaverk- stæði, lau. og sun. kl. 20 • Seiður skugganna. ★★★★ Það er ekkert falið, engin fjar- lægð frá ömurleikanum, þú gengur inn í verkið og engist í klóm þessarar fjölskyldu, sem að meira eða minna leyti erfjöl- skylda okkar allra. (FB) Þjóðleikhúsinu, Litla sviðinu, fös. kl. 20. Síðasta sýning. • Allirsynir mínir. ★★★ í þessu merka verki Millers er reynt að takast á við hugmyndir hans um glæp, ábyrgð, fjöl- skyldutengsl og fleira, og allt sem þau mál snertir er prýði- lega veltúlkað. (MR) Þjóðleikhúsinu, lau. kl. 20. • Skilaboðaskjóðan. Nýtt ís- lenskt barnaleikrit eftir Þorvald Þorsteinsson. Þjóðleikhúsinu, sun. kl. 14. • íslenski dansflokkurinn. Ball- ettar eftir Auði Bjarnadóttur, Maríu Gísladóttur, Lambros Lambrou og Stephen Mills. Þjóðleikhúsinu, sun. kl. 20 • Gleðigjafarnir. ★★ Það á margur eftir að hlæja hjartan- lega í Borgarleikhúsinu, en án þeirra Bessa og Árna er ég hrædd um að sýningin yrði ansi snautleg. (FB) Borgarleikhúsinu fös. og sun. kl. 20.. • Eva Luna. ★★★★ Kjartan Ragnarsson leikstjóri sannar hér svo ekki verður um villst hæfni sína sem leikhúsmanns. Hvert smáatriði í sýningunni er úthugsað og fágað, hún rennur hratt og áreynslulaust í rúma þrjá tíma, lifandi og gjöful og aldrei dauður punktur. (FB) Borgarleikhúsinu, fim. og lau. kl. 20. • Bar-par eftir Jim Cartwright. Leikstjóri: Hávar Sigurjónsson. Leikarar: Sunna Borg og Þráinn Karlsson. Leikfélag Akureyrar, Sýntí Þorpinu fös. og lau. kl. 20.30. • Vörulyftan. ★★★★ Þeir Þór- arinn Eyfjörð og Halldór Björns- son eiga undir stjórn Péturs Ein- arssonarsannkallaðan stjörnu- leik í þessum hlutverkum. Það er hrein unun að sjá svona vinnu. (FB) íslenska leikhúsið, Hinu húsinu, fim. kl. 17 og lau. og sun. kl. 20. • Dónalega dúkkan. Eftir Dario Fo og Fröncu Rame í leikstjórn Maríu Reyndal. Leikur: Jóhanna Jónas. Skjallbandalagið, Héðinshúsinu, fös., lau. og sun. kl. 20.30. • Sumargestir. Eftir Maxim Gorki í leikstjórn Kjartans Ragn- arssonar. Nemendaleikhúsið, Lindarbæ, fös. kl. 20. ítalskir folar og grísk goð Ameríski gígólóinn er frá Tex- as. Hann er 28 ára og vegur tæp eitt hundrað kíió. Myndir af honum hafa m.a. birst í Playgirl, GQ og Vogue og einnig hefur hann setið fyrir í Levi’s- auglýsingum. ítalski folinn er frá New York. Hann vegur 90 kíló og er afar hávaxinn. Þykir einkar lipur dansari. 34 ára. in svona: Kántrýbær, Gjáin, Krús- in, Kútter Haraldur og Höfðinn. Ef maður þekkir íslenskar konur rétt heimta þær aftur sýningu í Reykja- vík áður en piltarnir segja skilið við ísland. fyriraugum íslenskra kvenna Einn yinsælasti dansflokkur heims í formi íturvaxinna karlmanna verður á ferð um ísland næstu daga. Hvur veit nema flokkurinn kveiki í baráttuhjörtum ísienskra svo að á endanum fáum við hingað frægasta kariadans- flokk heims, Chippendaies. Kúrekinn er 36 ára og tæp 90 kíló. Hann er fyrrverandi Ro- deo- stjarna og hefur verið dansari í þrettán ár. Hvað ætli mamma hans segi? Einhver vinsælasta laugardags- skemmtun kvenna víða um heim er að horfa á íturvaxna karlmenn skekja sig uppi á sviði. Blaðamaður PRESSUNNAR hefur löngum gert sér far um að fylgjast með hinum vinsæla Chippendales- dansflokki ffá Hollywood í erlend- um blöðum og tímaritum. Sérstak- lega er forvitnilegt að rýna í viðtöl við kappana — sem byggja lífsaf- komu sína á að dansa og sýna kroppinn — þegar þeir lýsa ókost- um atvinnu sinnar; eilífum áhyggj- um af hrukkumyndun, aukakíló- um og hármissi, ástsjúkum konum og afbrýðisömum mönnum. Hreint yndisleg lesning. Ástmögurinn er aðeins 24 ára. Hann er fyrrverandi þolfimi- meistari frá lllinios. Ljóshærð- ur og bláeygur. Eitthvað fyrir Ameríkanann. Þeir sem næstir koma þeim að vinsældum, American Male-flokk- urinn, eru komnir hingað til lands og ætla næstu tíu dagana að halda eins og hálfs til tveggja tíma dans- sýningu víða um land. Líkt og meðlimir Chippendales eru garp- arnir íturvaxnir með amerískt sex- appíl. Og bera nöfh í samræmi við það, eins og til að mynda „The American Gigolo“, „Kúrekinn" og „Ástmögurinn“. Einum er líkt við grískt goð, öðrum við ítalskan fola og svo mætti áfram telja. Alls komu til landsins fimm meðlimir flokksins sem nýverið hafa m.a. skemmt á Bretlandi og í Noregi. „Þetta er ekki klám,“ segir Stein- ar Viktorsson, einn aðstandenda sýningarinnar. „Þetta er sýning. Þetta eru gæjar sem hafa unnið keppnir í þolfimi og líkamsrækt. Þeir hafa komið ffam á BBC og margir hverjir leikið í kvikmynd- « um. Enfara þeir ekki úr öllu? „Nei, ekki alveg öllu.“ Af meðfylgjandi myndum að dæma virðast þeir fara úr öllu nema hinum svokölluðu borunær- buxum sem flestir þeir sem stunda kynþokkafulla dansa bera. Við kvenkynsverurnar getum ekki ann- að en fagnað því, enda missa að okkar dómi sýningar sem þessar alla kyntöffa sé allt sýnt í allri sinni dýrð. Fyrsta skemmtunin verður á Hótel Islandi í kvöld en á Akureyri og í Keflavík þar á eftir. Svo er röð- Maðurinn með milljón dollara brosið er 29 ára. Hann hefur unnið til amerísku fatafellu- verðlaunanna sem Playboy veitir. Líkami hans þykir óvið- jafnanlegur. Fæddir með sítt hár og tattó Kiddi er trommari, Sigtryggur gítaristi, Kalli segist spila á orgel með tremólskum áhrifum og er jafnframt söngvari, Maggi er bassaleikari, Halli syngur og spilar á gítar. Allt stuðningsmenn Kvennalistans. Viridian Green heitir ein ung- hljómsveitin sem nú er að koma undan fönn. Ekki er gott að segja hvort það var nafnið á þessari furðuhljómsveit sem vakti athygli manns eða eitthvað í fari hennar. Alltént er hún í stuttu spjalli við PRESSUNA. Nafngiftina má rekja til plöntu nokkurrar sem vex á tindi Him- alaya-fjalla og hvergi annars staðar. Plantan er eðli málsins samkvæmt græn. Strákar, eruð þið svona djúpir? „Það er listamannseðlið," segir Maggi bassaleikari og talsmaður hljómsveitarinnar. Hvaðan komið þið og hver er stefnan? „Viridian Green er ekki bílskúrs- band. Við erum metnaðarfullir strákar sem stefnum hátt. Við er- um ekki með þetta Seattle sem allir eru með í dag. Okkar tónlist er klassískt sýrurokk í anda Pink Floyd, Uriah Heep, Doors, Velvet Underground og Emerson, Lake and Palmer, sem við spilum ásamt okkar eigin efni að sjálfsögðu. Við erum ekki heavy metal-dæmi. Hljómsveitin er melódískari en svo. Annars erum við ekki nema ársgömul hljómsveit og byrjuðum að spila á smærri stöðunum í júní í fyrra en færðum okkur upp á skaffið ffá og með nóvember á síð- asta ári. Okkur liggur ekkert á.“ Og þið eruð að sjálfsögðu með sítt hár. „Síða hárið er vörumerki okkar. Við erum fæddir með sítt hár og tattó." Með vorinu má búast við að frumsamið lag ffá þéim verði á safndiski sem hefur þegar hlotið nafnið Samkrull. Á fimmtudaginn spila þeir á Hressó fyrir þá sem vilja. „Við erum að fagna því að Markús lét af embætti borgar- stjóra.“ Eruð þið þá að haida upp á Árna Sigfússon um leið? „Nei, við erum á móti Sjálfstæð- isflokknum. Það verður meira að segja ffítt inn, svo hinir atvinnu- lausu komist líka.“ Þið eruð þó ekki stuðningsmenn Kvennalistans? „Jú, mmmm. Við erum á móti ofbeldi. Erum mjúkir en þó ekki frelsaðir. Reyndar erum við svolítið geggjaðir á köflum.“ Viridian Green tekur alfarið fyrir það að þeir stefni á sveitaballamark- aðinn þrátt fyrir að ráðgerð sé tón- leikaferð á Laugarvatn og fleiri af- skekkta staði á nœstunni. Svo má geta þess að þeir verða þann 27. mars á Kokkinum og kabyssunni, nýjum stað á Smiðjuveginum. ■ mœlum með: ... Kínastaðnum í Lækjargötu. Alveg ffábær matur og tilgerð- arlaus þjónusta. Þetta er staður sem stendur fýrir sínu. ... Jeppum. Hvað sem sagt var um tippin á bankastjórunum, að jeppaáráttan benti til þess að þau væru ffemur lítil, þá er samt töff að vera á jeppa. Það er nett til pirringsins þegar illa útbúinn smábíll festir sig og stoppar heilu umferðaræðarnar. ... Því að stjnrnmálamenn hætti að segjast ekki taka mark á skoðanakönnunum. Það vita allir að þeir liggja yfir þeim þegar þær berast. ... Treó. Það má fá í apótekum og virkar vel við þynnku. Þeir sem þekkja Alka Seltzer og eru að verða búnir með birgðirnar sem voru í töskunni eftir síðustu utanlandsferð þurfa því ekki að panikera. ... Data Master. Ákaflega handhægar tölvur sem hægt er að slá inn í nöfh, símanúmer og minnispunkta. Frábært fyrir þá sem aldrei muna nokkurn skapaðan hlut. 10B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 17. MARS 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.