Pressan - 17.03.1994, Blaðsíða 16

Pressan - 17.03.1994, Blaðsíða 16
I Takmarkið er: iai verði ekki fleiri narmenn án vinnu Verkamannafélagið Dagsbrún er reiðubúið til samstarfs við alla þá aðila sem hafa getu og vilja til að takast á við atvinnuleysið og vínna bug á því. Það er réttur hvers manns að hafa vinnu og að geta séð sér og sínum farborða. ísland er land möguleikanna. Á íslandi á enginn að þurfa að vera án vinnu. Alaugardagskvöld írumsýnir leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð væntanlega verkið „Blóð og drullu“. Þetta er frumsamið spuna- verkefni sem félagarnir Kunar Guðbrandsson og Ami Pétur Guðjónsson stýra. Þeir hafa verið for- kólfar tilraunaleikhússins LAB, sem einmitt byggir á spunavinnu. Uppfærsla MH er viðamikil, alls taka fimmtíu manns þátt í henni og semja nemendur tónlist- ina sjálfir. Leikurinn styðst við „Bubba kóng“ eftir Jarry, en þegar það var fýrst sýnt í París fyrir hundrað árum olli það mikilli hneykslan — einn frægasti skandall leikhússögunnar. „Blóð og drulla“ ætlar að þessu leyti að vera þeim for- vera sínum til mikils sóma, því ekki hefur gengið and- skotalaust að koma sýning- unni á koppinn. Mikið taugastríð hefur verið milli leikfélagsins og skólayfir- valda vegna uppfærslunnar og Ömólfúr Thorlacius rektor hefur haff af því tals- verðar áhyggjur að sýningin verði hugsanlega til að sverta nafn skólans — að hún sé bæði klæmin og pól- itísk. Það er reyndar í full- komnu samræmi við inn- tak verksins að því tengist skandalar. Leikfélagið lét hanna plakat sem kallað hefur verið tippaplakatið. Það varð til þess að skólayf- irvöld skárust í leikinn og þurfti stjórn félagsins að segja af sér í kjölfar þess máls og hanna þurfti nýtt plakat. Þetta er aðeins eitt af fjölmörgum atriðum tengdum æfingum á leikrit- inu sem hafa sett strik í reikninginn og það er alveg nýlega að ljóst varð að af frumsýningu gæti orðið. Allur þessi undanfari gefur tilefni til að ætla að allt geti gerst á ffumsýningunni, sem eins og áður sagði verður væntanlega á laugar- dagskvöld... Heldur hefur verið hljótt um Véstein Lúðvíksson rithöf- und á undanförnum árum. Það er í samræmi við þá trú sem hann hefur tekið en hún er kennd við Búdda og gengur einmitt út á að vera ekki með nein læti. Vé- steinn rekur hugleiðsluhóp sem hann kallar Kímið og tekur mið af kenningum í zen búddisma. Nokkuð kímið... Verkamannafélagið Dagsbrún 660 Dagsbrúnamnenn eru nú atvinnulausir Verkamannafélagið Dagsbrún skorar á ríki, sveitarfélög og atvinnurekendur að hefja nú þegar þær verklegu framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru, í stað þess að bíða fram í júní eða júlí. Dagsbrún skorar jafnframt á lífeyrissjóði og fjármagnseigendur að stuðla að því að framkvæmdir geti hafist þegar í stað. Málið þolir enga bið. Markmiðið er að fækka atvinnulausum Dagsbrúnarmönnum um helming fyrir 1. maí. VIÐ HLUSTUM ALLAN SÓLAR- HRINGINN 643090

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.