Pressan - 17.03.1994, Blaðsíða 12

Pressan - 17.03.1994, Blaðsíða 12
Fæ hausverk af rauðvíni o i magann a jr m LÁRA V. JÚLÍUSDÓTTIR, lögfræðingur ASÍ, geymir vínið í skáp í kjallaranum innan um annað sem ekki er beint til daglegs brúks. Vínbirgðir Láru V. Júlíusdóttur, lögfræðings ASÍ, fara vel í skáp í kjallaranum innan um annað geymsludót sem ekki er til dag- legs brúks. „Ég er hvorki hvítvíns- né rauðvínsmanneskja," upplýsir hún, „því ég fæ í magann af hvítvíni og hausverk af rauð- víni." Hún segist heldur engin fagmanneskja um vín. „Það eina sem keypt er endrum og sinnum inn á heimílið er bjór." Og eins og sjá má er það hinn þýskættaði Löwenbráu sem fellur í kramið. Allt hitt segir hún meira og minna safn frá umliðnum árum sem sér hafi áskotnast í jólagjöf eða á fertugsafmælinu. „Við leggjum ekki upp úr víni á heimilinu," segir hún, en viður- kennir þó að það komi fyrir að annað en bjór sé innbyrt, þá sérstak- lega í tengslum við árshátíðir og önnur slík tækifæri. Ilmurinn úr eldhúsinu... Eg hef lengi verið að velta því íyrir mér hver munurinn er á ilminum úr eldhúsinu og matarlykt. Er það ekki það sama? mundu margir spyrja. Nei, það er ekki það sama. Vont ilmvatn úr til- búnum, verksmiðjuffamleiddum ilmefnum er ekki það sama og dýr- indis ilmur af göfugu ilmvatni úr blómum náttúrunnar. Ég held að þetta sé einnig spurning um efhaffæði, sem ég er þó ekki sérlega ffóð um. En öll hráefni gefa ffá sér lykt eða ilm þegar þau komast í samband við hita; kjötið, fiskurinn, grænmetið, olían eða smjörlíkið sem við not- um í matargerðina, kryddjurtirnar, blöndun tveggja eða fleiri hráefna sem dregur ffam eiginleika/óeigin- leika efnanna o.s.ffv. Matur getur verið vondur, góður, sæmilegur eða hlutlaus. Djúpsteikingarlykt er ekki sérlega góð en ilmandi pott- réttur með kryddjurtum þar sem ilmurinn stíg- ur upp úr pott- rrM : POTTAGALDRAR ÞORISDOTTIR ínum gefur frá sér s 1 í k a angan að bragð- laukarnir o g ímynd- un okkar örvast og við fyll- umst eftir- væntingu. Það er eins og ilmur sé léttari og fíngerðari orka en matarlykt. Hinn ósýnilegi ilmur, göfug orkan, teygir sig og smýgur til allra og gerir engan mun á réttlátum og ranglátum. Allir njóta hans. Ég vildi að peninga- flæði jarðarinnar virkaði eins og ilmurinn; að allir fengju nægju sína. Eru ekki annars peningakeðj- urnar vísir að slíku flæði? Svo kem- ur „stóri bróðir“ með vöndinn og segir „þú átt enga peninga skilið, ég á þá alla“. Gleymum því ekki að peningar eru orka, orkuflæði sem við getum umbreytt í neikvæða orku með t.d. dópsölu eða braski svo og jákvæða orku þegar við greiðum reikninga okkar með góðu og sáttu hugarfari eða gefum til bágstaddra af fúsum og ffjálsum vilja. En förum nú út að versla og kaupum eitthvað gott í matinn og dekrum við okkur um helgina með kertaljósum og viðeigandi. Nautnin mín... ... þessa dagana er aðfara í sund þrisvar í viku. Ég syndi þrjá til fjóra kílómetra hverju sinni og það er andlegl og líkamlegt kikk. í kjölfarið fylgir mikil sœluendorfín- nauln. Ég vona að þetta gefi ekki þá mynd afmér að ég sé íþróttafrík. Sigurður Hróarsson leikhússtjóri Kolaður karfi að hætti Suðurríkjabúa Til að matreiða þennan rétt verðum við að nota óhúðaða gegn- heila stálpönnu þar sem mikill hiti leikur aðalhlutverkið. Hafið lok við höndina ef kvikna skyldi í fiskin- um! Hráefhi: 6 karfaflök, snyrt og roðlaus, Kreóla-kryddblanda, ósaltað smjör eða smjörlíki, 1/2 bolli af ferskum sítrónusafa, salt og 2 tsk. svartur pipar. Hitið u.þ.b. 250 g af smjörinu eða smjörlíkinu á annarri pönnu en fiskurinn verður steiktur á. Bæt- ið út í sítrónusafanum, u.þ.b. msk. af Kreóla-kryddinu, piparnum og dálitlu salti. Blandið vel saman. Kælið þar til volgt. Hitið þurra stálpönnuna á miklum hita. Veltið kolaflökunum upp úr smjörsósunni og steik- ið hvert flak fýrir sig þar til þau verða vel dökk, koluð. Setjið á diska og haldið heitu. Þegar öfl flökin hafa ver- ið steikt er pannan hreinsuð með áhöldum, sett aftur á hitann og restin af smjörsósunni hituð vel þar til hún verður dálítið dökk eða koluð og hellt yfir hvert flak. Borið fram með sítrónubátum. Óvenjulegur réttur en spennandi að prófa. Kvenna- ksmokkurinn, hvað er nú það? arga fýsir að vita hvað fyrir- bærið kvennasmokkur er. Enn hefur hann ekki borist til ís- lands en er um þessar mundir að ná nokkurri útbreiðslu í Bandaríkjunum og í nokkrum Evrópuiöndum. Af um- fjöllun um kvennasmokkinn í erlendum tímaritum að dæma virð- ist hann áþekkur þeim sem kenndur hefur verið við karlmanninn. Jafnvel betri. Hann er stærri og lengri og þó nokkuð öruggari, allt að tvisvar sinnum. Öryggi kvennasmokksins er nánast eins og best verður á kosið, eða 98,8%, á meðan karlasmokkurinn er talinn 95-97% öruggur. Öryggið er jafnt gegn þungun, kynsjúk- dómum og síðast en ekki síst HlV-veirunni. Kvennasmokkurinn er reyndar það miklu öflugri á alla vegu en karlasmokkurinn að einhver orðaði það svo að væri hann blásinn upp yrði hann örugglega á stærð við Hindenburg-loftfar- ið. Kvennasmokkurinn hefur fengið heitið Reality. Hann er ein- nota, lyktarlaus og sem sniðinn fyrir leggöngin. Hann lítur út eins og plastpoki á milli tveggja hringja og þykir helst minna á fiski- net. Innri hringnum, sem í raun er akkerið, er komið fyrir uppi í leggöngunum. Ytri hringnum er komið fyrir utan við leggöngin; hylur kransinn. Mörgum þykir það ekki beint kynæsandi en þó ekki alveg „turn off" heldur. (Þetta er allt spurning um ímyndun- arafl.) Sagt er að hægt sé að koma smokknum fyrir jafnauðveldlega og túrtappa. Leiðbeiningarnar eru eitthvað á þessa leið: „Reynið að standa með annan fótinn uppi á stól ellegar sitja með fæturna gleiða. Þrýstið á innri hringinn með þumal- og baugfingri annarr- ar handar... alveg upp í leggöngin. Vafalaust á kvennasmokkurinn eftir að verða jafnumdeildur og þessi gamli góði, sem sumir karlmenn hreinlega neita að nota og líkja margir hverjir við það að ætla að njóta rigningar með regnhlíf. Það vanti hreinlega tilfinninguna, hvort sem maður noti kvenna- eða karlasmokkinn. Alltént er þetta kvennasmokkur sem konurnar hafa á sínu valdi hvort þær nota eða ekki. Munnmök með kvennasmokknum eru sosum í lagi, svo fram- arlega sem konunni finnst ekki óþægilegt að vera með eins og baðhengi uppi í sér. Það er þó að minnsta kosti hvorki lykt né bragð af smokknum þrátt fyrir að hann sé vel smurður. Það þykir þó eiginlega betra að hafa munnmök án smokksins. Að öðrum kosti sé tilfinningin eins og að liggja í froð- unni á háflóði. jm Kreólasúpa Hráeftii: Ólífuolía, 1 saxaður laukur, 2 ferskir chilipiparávextir, saxaðir án fræja, 2 msk. ,«3# .. hveiti, 2 tsk. tómat- Pasta> dós af tómöt- B um, 3^1 bollar af S! kjúklingasoði, Kre- óla-kryddblanda, lár- viðarlauf, tsk. sykur, yMMgfe| 3 tsk. rifin piparrót, fersk eða tilbúin H (Scandia), og u.þ.b. Ijfy msk. afkryddediki. Steikið laukinn og chilipipar- inn varlega í nokkrar mínútur án þess að það brúnist. Bætið hveitinu út í og hrærið vel. Bætið tómat- maukinu út í ásamt tómöt- út í ásamt lárviðarlaufi, einu eð; tveimur. Saltað og piprað mec svörtum pipar efitir smekk. Hræric vel saman og látið krauma í um 30 mínútur. Síðustu 5 mínúturnar er piparrótin og edikið sett út í. u A unum, sem hafa verið skornir niður, svo og safanum. Síð- an er u.þ.b. 1-2 tsk. af Kreólakiyddinu bætt 'fii Wk 'Wm 12B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 17. MARS 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.