Pressan - 17.03.1994, Blaðsíða 13

Pressan - 17.03.1994, Blaðsíða 13
tónleika í París. • Velvet Underground ★★★ á RÚV á föstudagskvöld. Þessi sögufræga hljómsveit með • Ingvi Hrafn Jónsson ★★★★★ fréttastjóri á Stöð 2. Þrálátur orðrómur þess efnis að Ingvi sé að hætta í haust er að hans sögn úr lausu lofti gripinn. Sjónvarpsáhorfendur prísa sig sæla því fáir menn hafa cins manneskjulega framkomu á skjánum. Hann veit einnig sem er að ef enginn hælir manni er rétt að gera það sjálfur. Hann er harður í að ag- ítera íyrir sér og sinni fréttastofú — nenta hvað? • Sporðaköst ★★★★★ á Stöð 2 á sunnudag. Fyrsti þáttur nýrrar syrpu af sporðaköstum. Um- sjón hefúr Eggert Skúlason, hinn harðsnúni rannsóknar- og fiskifréttamaður. Það er alltaf gaman að fylgjast með Eggerti eða Gerta eins og hann er kallaður T Sjónvarp ven Siegal. • Heimkynni drekans ★★★ The Habitation of Dragons á Stöð 2 á sunnudagskvöld. Síðasta hlut- verk Brads Davis, en hann lést úr Aids 1991. Slungin mynd byggð á leikriti I-Iortons Foote, sem vann Óskar fyrir handrit að To Kili a Mockingbird og Tender Mercies. • Kickboxer II ® á Stöð 2 á fimmtudagskvöld. Slagsmála- myndir eru fínar en hér er fátt um fina drætti. Enginn Van Dantme, hvað þá Ste- af vinum sínum. Gerti virðist ætla að vera með gátu í hverjum þætti. í þetta shm er fyigst með feðgunum Ásgeiri Ingólfssyni og Ingólfi Ásgeirssyni og við spyrjunv. Hvor kom á undan? # Rokkamir gátu ekld þagnað ★★★★★ á RÚV á sunnudag. Þetta klikkar ekki. Ævintýralega fyndið og skemmtilegL Síðasta sunnudag fengum við t.d. að sjá eitt lag með hátískustrákun- um í Rikshaw og nú fáum við þann þátt í heild frá 1984. Haldið ykkur. • Óskarinn undirbúinn ® 1994 Acadeiny Awards Preview á Stöð 2 á sunnudagskvöld. Nei, nei, nei. Það á alveg að þurrausa lækinn. Hvaða endaleysa er þetta? Það er ekki nóg með að verið sé með þessa ósvífnu dagskrárgerð sem byggist á verð- launum til ríka og fræga fólksins, heldur á líka að vera með þátt urn þáttinn. • Að fleyta rjómann ® á RÚV á sunnudagskvöld. Þáttur unt Mjólk- ursamsöluna í Reykjavík. Þama á að leita svara við spurningum um eignarhald Mjólkursamsölunnar, einkaheimild til mjólkursölu o.s.frv. Og þegar horft er til um- sjónarmanns þáttarinns, hans Ólafs Ámarsonar, þá má ljóst vera hver niðurstaðan á að vera. Ólafur er sjálfsagt ágætur drengur og það allt, en hann er enginn Baidur. Er ég sannur aksjónmaður? HEITT ... SVARTUR eða þannig líta Par- ísar-frakkarnir út um þessar mundir. Þeir eru reyndar á önd- verðum meiði við hina Evrópubú- ana sem flestir vilja íklæðast flaksandi fatnaði i svoköliuðum off-white-lit og strigaskóm. ... FYLGIHLUTIR VÍNDRYKKJUNN- AR Til að gera heimilisvínmenn- HHBjjMSiPiill inguna fullkomna fyrir sumarið U&L þarftu að eiga sí- trónu, lime, ólífur, perlulauuk. kirsu- ber, örfínan syk- ur, gróft salt, Angostura, Worc- hestershire- og Tabascosósu og limedjús. ... HEKLAÐAR HÚFUR svokallaðar rasta- eða alpahúfur, þó ekki endílega marglitar. Einlitar virka alveg. ... OLD SPICE sem var lengi eini karlmannsilmurinn. Nú er nógu langt síðan hann var heitur og síð- an þreyttur að hann er orðinn heit- ur aftur. ÞREYTT ... DÖMUBINDA-, BLEYJU- KAFFI- OG ÞVOTTAEFNISAUG- LÝSINGAR það mætti halda að það væri ekki til annar eins nauðþurftarvarningur í landinu. og að BARNEIGNIR Jafn yndislegar nauðsynlegar sem þær eru til bæta aðeins við þessu örfáu hræður sem þetta land byggja er hreint vonlaust að vera að þessu hafi maður ekki þeim mun tryggari fyrirvinnu. Þetta er í raun og veru boð- skapur þeirra sem halda um stjórntaumana. . SUMARGLEÐIN sem vottaði fyrir að væri skemmtilega hallær- isleg uppákoma áður en Hemmi Gunn kynnti hana í eigin þætti. Þar keyrði um þverbak. Svo var bara ekkert nýtt í þessu. Sömu gömlu lummurnar. . ÍSLENSK KULDAKÖST sérstak- lega þegar maður heyrði frá vin- um sínum í Evrópu í vikunni sem sátu úti og borðuðu morgunverð í 18 gráða hita. KVI KMYNDI R HALLUR H ELG ASOINI „Hugsið ykk- ur, þetta er fólkið sem bannarokk- ur að veiða hvali. “ # Kryddlegin hjörtu ★★★★ Stórskemmtileg mexíkósk kvikmynd og vel heppnaður óður til konunnar. Regnboganum 9 Frú Doubtfire ★★★ Robin Williams er drepfyndinn í þessari mynd, bæði sem kona og karl. Sambíóunum 9 Njósnaramir ® Undercover Blues Það er eitthvað að efnafræðinni í henni sem gerir hana bjánalega en ekki skemmtilega. Bíóhöllinni 9 Króginn ★★★ The Snapper Satt best að segja var ég að hugsa um að fara út eftir fyrstu tíu mínútumar. En svo kemur í ljós stórskemmtileg mynd. Háskólabíói 9 Leið Carlitos ★★★ A1 Pacino hefúr á tjaldinu návist sem er mögn- uð birting frumkrafta karldýrsins. Háskólabíói 9 Hús andanna ★★★★ Tilfinn- ingaþmngnustu atriðin sleppa við að vera væmin, þótt þau kalli á vasaklút. Sambíóunum 9 Sagan af Qiu Jiu ★★★★ Hún er fyndin og einlæg og ættu kvik- myndasælkerar, ferðaáhugafólk og aðrir sem láta sig fagurkvikmyndir einhveiju skipta ekki að láta þessa ffamhjá sér fara. Háskólabíói • Banvæn móðir ★ Hún er upp- full af gömlum þriller-töktum og ffekar slaklega leikin af annars ágæt- um leikurum. Laugarásbíói 9 I nafni föðurins ★★★★ Þessi skrípaleikur er sönn saga. Hann er eitthvert mesta hneyksli sem riðið hefur breskum réttarfarshúsum ffá því pyntingar og limlestingar voro stundaðar í Tower of London. Háskólabíói Laugarásbíói 9 Dómsdagur ® Og þegar hann er drepinn kemur það ekkert á óvart, því að fram að því hefur blikkandi ör nánast bent á manninn með textan- um „þessi verður drepinn“. Laugarásbíói ÁDAUÐASLÓÐ BÍÓHÖLLINNI ® Steven Seagal er einn af snill- ingum þeirrar tegundar kvik- myndalistar sem í minni kvik- myndahandbók finnst í dálkinum „þyrlur og vélbyssur“. Sprenging- arnar í þessari kvikmynd, sem er fyrsta leikstjórnarverkefni hans, voru líka í sérflokki. Einhver mesta dýnamít- og olíueyðsla sem sést hefur á hvíta tjaldinu. Það að skáldið reynir að tvinna þessa frásögn við þau umhverfis- verndarmál sem efst eru á baugi í heiminum um þessar mundir er í hróplegu ósamræmi við myndina sjálfa. Ef einhver iðnaðarffam- leiðsla á Vesturlöndum hefur mengað andrúmsloftið jafnmikið á jafhfáum dögum og tökurnar á þessari mynd væri mál til komið að vekja athygli á því. Að henda inn umhverfisverndarboðskap í þessa mynd er eins og að bjóða upp á mörflot með ijómatertu. Það eina sem þessi hörmungar- ffamleiðsla hefúr sér til ágætis eru fallegar loffmyndir af Alaska og norðurhluta Washington- fylkis og .. .tilkomumiklar sprengingar. Handritið er eins og keypt á flóa- markaði og leikstjórn Seagals fúll- vissar mann um að hann eigi ekki að taka slíkt að sér aftur. Ef maður teldi ekki að hann væri fyrst og ffernst bissnessmaður, þá væri óhætt að stimpla manninn eitt- hvert mesta fifl sem nú hefúr færi á að taka til máls á alþjóðlegum vett- vangi. Myndin, sem er kynnt sem spennumynd, er algjörlega óspennandi vegna þess hve út- reiknanleg hún er. Áhorfandinn er alltaf á undan klipparanum og öðr- um höfundum. — Til hvers var kallinn að fara í hellinn þar sem sprengiefhið var geymt? „Örugg- lega ekki til að sprengja þyrluna sem kom á eftir?!“ (Hér á að ulla ffaman í aðstandendur myndar- innar.) Sá ágæti leikari Michael Caine er hér með einhverja verstu túlkun sem til hans hefúr sést. I upphafsat- riðinu lék Seagal eins og hann væri að stæla Leslie Nielsen í Naked Gun 33 og 1/2. Sem aksjónmaður stendur hann sig jafnilla og hann leikstýrir. Ekld nóg með það, lærður mað- urinn í austurlenskri bardagatækni getur ekki einu sinni sett á svið góð slagsmál. Við strákarnir hefðum getað sætt okkur við myndina ef „fætingurinn“ hefði verið í lagi, en því var ekki að heilsa. Sú ffíða og ágæta leikkona Joan Chen, sem heifiaði fólk um víða veröld í hlutverki ópíumsjúku keis- araynjunnar í Síðasta keisara Bert- oluccis, kemur hér ff am af einstök- um slakleika og höfundum mynd- arinnar tekst á undraverðan hátt að gera hana óffíða og óspennandi. Það að þessi hörmung skuli hafa verið vinsælasta mynd Bandaríkj- anna nokkrar undanfarnar vikur er vonandi ekki til marks um loka- hnignunarskeið síðasta stórveldis- ins... verðum við ekki að bera meiri von til mannsandans en svo? Hugsið ykkur, þetta er fólkið sem bannar okkur að veiða hvali. ■MMMHt JHMB ____ Tvífarar vikunnar láta ekki mikið yfir sór. Þeir bera báðir ákaflega venjuleg nöfn: Jón Helgason i Seglbúðum, fyrrverandi ráðherra og bindindisfrömuður, og Sigurður Sigurðsson, munnhörpumaður og húsgagnasmiður. Þeir eru nákvæmlega eins í útliti og eiga það einnig sameiginlegt að maður fær á tilfinninguna að þeir vildu helst vera einhvers staðar úti í horni með prjónana sina þar sem enginn tekur eftir þeim. En báðir búa yfir miklum hæfileikum sem hafa orðið til þess að þeir fá ekki að vera í friði. Báðir eru þeir frábærir söngmenn og elskaðir og dáðir af öllum. Myndin af Jóni er tekin fyrir margt löngu þannig að nýleg mynd fær að fljóta með, svona til að Sigurður viti hvernig hann kemur til með að.líta út þegar hann eldist. INDVERSKA PRINSESSAN LEONCIE HEITASTISKEMMTIKRAFTUR Á ÍSLANDIVILL SKEMMTA ÁÁRSHÁTÍÐUM OG í EINKASAMKVÆMUM Á OPINBERUM STÖÐUM UM LAND ALLT. HINN FRÁBÆRICD „STORY FROM BROOKLYN“ SEMINNIHELDUR HEIT LÖG EINS OG „SAVTNG MY BODY FOR YOU' ERNÚFÁANLEGUR AÐEINS HJÁ LEONCIE. SÍMI: 91-42878 MEIRIHÁTTAR SHOW FIMMTUDAGURINN 17. MARS 1994 PRESSAN 13B

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.