Pressan - 17.03.1994, Blaðsíða 11

Pressan - 17.03.1994, Blaðsíða 11
Borgardætur í Ömmu Lú Mamas Ikvöld halda borgardæturnar Andrea, Ellen og Berglind Björk tón- leika á Ömmu Lú. Með þeim koma fram borgarsynirnir Pálmi Sig- urhjartarson, Þórður Högnason og Björgvin Ploder. „Þetta er svona stríðsáratónlist að viðbættum eigin stíl," segir Andrea, sem lofar miklu gríni og glensi á tónleikunum. Borgardætur gáfu út plötu fyrir jólin síðustu sem heitir „Já, svo sannarlega". Þar tóku þær lög sem Andrews-systur og fleiri gerðu fræg og fengu hagyrðinga til að gera við þau texta. Það voru menn á borð við Einar Thoroddsen, Þránd Thoroddsen, Guðmund Andra Thorsson, Þórarin Eldjárn o.fl. sem settu saman orð við lögin. „Já, það er rétt, við tókum tillit til ættarnafna þegar við völdum textahöfunda," segir Andrea. Borgar- dætur komu fyrst fram 24. apríl, á sumardaginn fyrsta, fyrir um ári. Það fer þvi að líða að eins árs afmæliskonsert hjá þeim. Nemendaleikhúsið með Sumargesti Gorkís Rússneskur aldamóta- fOingur Utskriftarárgangur Leiklistar- skóla Islands frumsýndi lokaverkefhi sitt í gær. Leik- ritið er eftir hinn rússneska Maxím Gorkí og heitir Sumargestir. Mikið er lagt í þessa sýningu, sem er loka- tækifæri þeirra Benedikts Erlings- sonar, Guðlaugar E. Ólafsdóttur, Höllu M. Jóhannesdóttur, Hilmis S. Guðnasonar, Katrínar Þorkels- dóttur, Margrétar Vilhjálmsdótt- ur, Sigrúnar Ólafsdóttur og Þór- halls Gunnarssonar til að sýna hvað í þeim býr áður en þau hverfa úr vernduðu skólaumhverfi. Þetta er því dramatískur tími hjá þeim jafnt utan sviðs sem innan. Leik- stjóri er Kjartan Ragnarsson og er ekki langt síðan hann fékkst við rússneskt andrúm síðast, en hann setti upp Platanof og Vanja frænda eftir Tékov á síðasta leikári í Borg- arleikhúsinu. Fjórir gestaleikarar taka þátt í Sumargestum: Margrét Helga Jóhannsdóttir, Sigurður Karlsson, Þröstur Leó Gunnars- son og Magnús Jónsson. Sýningar verða fram á vor og er óhætt að hvetja fólk til að kíkja í Lindarbæ- inn og sjá sterka og athyglisverða uppfærslu. HILMIR SNÆR GUÐNASON og SIGRÚN ÓLAFSDÓTTIR í hlutverkum sínum í Sumargestum. „Uildi reka sénrerslun japanskra titrara" með Bakhliðin Helga Kristín Einarsdóttir er vön að vera hinum megin við... hvað segir maður, ekki myndavélina... skrifblokkina! Eða alltént. Hún er blaðamaður á Mogganum. Helga Kristín lætur það flakka í PRESS- UNNI eins og henni einni er lagið. Hún myndi sóma sér vel í félags- skapnum KK (Konur með kjaft). Ekki vitum við þó hvort vel færi á með henni og meðlimum LARF (Leitin að ríkri fyrirvinnu), en það er önnur saga. Hver er eftirlœtisfarkosturinn? „Snaggaralegur lítill bíll fyrir ráðvilltar konur á miðjum aldri.“ Ertu hlynntftölveri? „Það færi eftir því hvort einn svalaði öllum fysnunum eða ekki.“ Hefurðu verið í kór? „Umsókn mín liggur fyrir hjá ís- landskór eilífðarinnar. Þetta er bein tilvitnun.“ Hvers konar verslun vildirðu helst reka? „Sérverslun með japanska titr- ara.“ Hvaðferðu oft í leikhús á ári? „Aldrei á ári.“ Finnst þér Markús Öm Antons- son mikill kavaler? „Hin óræða framkoma gefur fögur fyrirheit." Hver er eftirlœtisgetnaðarvörnin? „Skírlífi.“ Hefur þig dreymt furðulega drauma umfrœgtfólk? „Já... aðallega nasista.“ Hver er eftirlœtismeðlimur þinn í Sumargleðinni? „Þessi fyndni!“ Daðrarþú í vinnunni? „Með örstuttum kaffihléum." Hver er uppáhaldsbókin? „Handbók bænda 1994. Hún er eldrauð f ár.“ Hvor finnst þér fyndnari: Stein- grímur Hermannsson eða sonur hans Guðmundur Steingrímsson? „Ég greiði þeim fjögur stig hvor- um til að halda friðinn í fölskyldu- boðum.“ Hver er leiðinlegasta íslenska bíó- mynd sem þú hefur séð? „Börn náttúrunnar, eftir að hún varð vinsæl.“ Hvaða dýr vildirðu helst vera? „Sæhestur.“ Hvað telur þú þig hafa fengið helst í vöggugjöf frá móður þinni annars vegar og föður þínum hins vegar? „Einn X-litning frá hvoru um sig.“ Áttu frægar formœður? „Eva er náttúrulega ákaflega vel kynnt ung kona.“ Hvað varstu gömul þegar þú dast fyrst í það? „ímyndarfræðingurinn segir að Dolli Þær eru aumkunarverðar þessar tilraunir l'slendinga að vera að rembast með ein- hverja hluti sem virka gegn þeirra eigin eðlL Kaffihúsavínmenning- aibullumsuU. % var röltandi upp Laugaveginn aðfaranótt sunnu- dags. Svosem ekki í frásögur fær- andi. Nema ég geng framhjá stóra Gullfiskabúrinu við Ingólfsstræti. Maður staldar oft þar fyrir utan og hlær að þessum furðufiskum sem þar svamla um og halda að þeir séu flottin Heimdellingar og aðrir vitleysingar. % dreg fram zipp- óinn, kveiki mér i rettu og ætla að halda áfram upp á Keisara. Þá sé ég Sigga inni i búrinu. Mér kross- bregður. Hvað er hann að vilja inni á stað sem er í raun ekkert annað en menningarlegt stökkaf- brigði? Þetta þurfti að leiðrétta, Siggi er ekki mjög rútíneraður í þessum efnum þannig að ég bregð mér inn og sest niður hjá honum. Þama var náttúrufega húrrandi fyllerí, sannkölluð islensk sveita- ballastemnming nema þetta þurfti að vera með einhveiju menningar- sniði að erlendri fyrirmynd. Þjón- ustufólkið sveif um með nefið upp í loft sveiflandi um bökkum með líkjörasulli á. Ég er varla sestur niður þegar einn þjónninn, sem greinilega ofmat eigin getu við að halda á bakka, rak sig utan í eina fyllibyttuna og ekki að sökum að spyrja: Bakkinn hringsnerist í lofit- inu en þar á var lunginn af líkjöra- safini hússins og allt sullast beint á ykkar einlægan. Ég var ein sykur- klessa og lék mig hæfilega illan yfir þessum aulaskap, en hló inni í mén Haa! Fríbí á bamum. Fyrst þetta lið þykist vera svona heims- borgaralegt þá ætti það að vita að svona nokk er ófyrirgefanlegt — ég hlýt að fá að djúsa frítt í viku. En nei, nú átti íslenska sveita- mennskuviðhorfið við. í mig var slurkað einum viski og látið gott heita rétt eins og allt þctta atvik væri mér að kenna. Góðmennskan kemur alltaf í bakið á manni. Þama ætlaði ég að bjarga Sigga úr GuUfiskabúrínu en það sem ég fékk út úr því var sykurgel í hárið, líkjörslöðrandí frakki og buxur og einn visld. ég megi ekki svara þessari spurn- ingu.“ Hver er uppáhaldslíkamspartur- inn þinn? „Þessi sem eldist ekki.“ Stundarðu einhverja líkamsrækt? „Já... en hún er afar stutt á veg komin.“ Hvert ferðu þegar þú vilt láta þig hverfa? „I meðferð." Hvort vildirðu heldur vera Andr- ea Gylfadóttir eða Móeiður Júníus- dóttir? „Andrea... það er meira kjöt á beinunum í víðtækasta skilningi þess orðs.“ Hvaða persónu sögunnar líturðu helst upp til? „Allra sem aldrei gáfust upp.“ • Amma Lú Borgardætur á Ömmu Lú á fimmtudagskvöld. Aggi Slæ og Tamlarnir ásamt Erni Árnasyni og Jónasi Þóri á föstudagskvöld. Aggi Slæ og Tamlarnir aft- ur á laugardagskvöld. Á fimmtudag og sunnudag er hluti Ömmu Lú opinn fyrir þá sem vilja á barinn. • Barrokk Snarkandi arineldur og róman- tík. Án hávaða. • Bóhem Blúsmenn Andreu ætla að halda uppi alvöruballi á föstudagskvöld. Þeir ætla ekkert að svæfa fólk. Páll Óskar og Milljónamæringarnir á laugardagskvöld, svona I framhaldi af gestum og gjörning- um. • Blúsbarinn Stórhátið á fimmtudagskvöld sökum dags heilags Patriks. Keltarnir koma fram í tilefni dagsins auk þess sem Jameson-viski og Bailey’s munu fljóta yfir bakka sína. í meira lagi írskt kvöld. Dan Cassidy and the Sundance Kid á föstu- dags- og laugardagskvöld. • Cafó Amsterdam Örkin hans Nóa í síð- asta sinn eftir mikla þrautseigju. Föstu- dags- og laugardagskvöld. • Café Romance lan frá breska heims- veldinu á föstudags- og laugardagskvöld. • Feiti dvergurinn Fánar... eftir því sem næst verður komist um helgina. • Fossinn, Garðabæ Þura Sig ásamt Vön- um mönnum á föstudag. KK ætlar að leggja lag sitt við Garðbæinga á laugardagskvöld. • Fógetinn Djasstríó Reynis Sig á háaloft- inu á fimmtudagskvöld. Haraldur Reynis- son (ekki sonur hans) niðri. Dúettinn Bara tveir frá Keflavík eyðir föstudags- og laug- ardagskvöldinu á Fógetanum. Haraldur Reynisson aftur á sunnudag. • Gaukur á Stöng Vinir vors og blóma á fimmtudagskvöld. Dos Pilas föstudags- og laugardagskvöld en Combó Ellenar tekur við á sunnudag. • Hótel ísland American Male á fimmtu- dagskvöld. Loksins. Sýning á laugardags- kvöld með hinni ótrúlega þrautseigu Sum- argleði sem inniheldur sem fyrr Bessa Bjarnason, Magnús Ólafsson, Hemma Gunn og fleiri. Hljómsveit kvöldsins er sveit Siggu Beinteins. • Hótel Saga Sýning hinnar miklu þjóðhá- tiðar Halla, Ladda, Sigga og Eddu á laugar- dagskvöld. Saga Class leikur fyrir dansi. Matur og afnot af dansgólfi. Gunnar Tryggvason og Þorvaldur Halldórsson á Mímisbar á föstudags- og laugardagkvöld. • Hressó Viridian Green á fimmtudags- kvöld. 13 með óvenjulega uppstillingu á föstudagskvöld. Demónskt fyllerí á laugar- dagskvöld. Skárr'en ekkert-tríóið spilar ekta franska kaffihúsatónlist með hnallþór- um á sunnudagseftirmiðdag þegar lokahá- tíð BÍSN verður haldin. Um kvöldið leikur hin kynþokkafulla Mæðusöngvasveit Reykjavikur, — að vanda í fjólubláu jakka- fötunum, appelsínugulu skyrtunum og með græna bindið. • Norðurkjallari MH 2001 ásamtTjalz Gissuri og hinu spánnýja bandi Wool. • Rauða Ijónið Sln, ekki með ufsiloni, á föstudags- og laugardagskvöld. • Sólon íslandus Einar Kristjánsson spilar gitartónlist á fimmtudagskvöldið. Á laugar- daginn milli fimm og sjö verða Gammamir með tónleika á efri hæðinni auk þess sem lifandi tónlist verður um kvöldið. Á sunnu- dag í kaffinu milli þrjú og sex spilar Sveinn Óli á pianó. • Tveir vinir Höfuðborgarsveitin Þú ert í fyrsta sinn i Reykjavik á fimmtudagskvöld. Rokkhljómsveit sem inniheldur bæði karl- og kvenkynssöngvara. Hress leikur á föstudags- og laugardagskvöld. • Þjóðleikhúskjallarinn Dansiball með Leikhúsbandinu á föstudags- og laugar- dagskvöld. Óskabörnln föstudagskvöld. Þýðendakvöld hjá Listaklúbbnum á mánu- dagskvöld. SVEITABÖLL • Dropinn, Akureyri Lipstick Lovers leika þar sem áður hét Bleiki fíllinn á laugar- dagskvöld. Krakkaball með LL í Dynheim- um kvöldið áður. • Duggan, Þorlákshöfn Vinir Dóra hefja landreið sína í tilefni fimm ára afmælis hljómsveitarinnar á laugardagskvöld. Sagt er að Duggan sé ekkert slðri en Vagninn á Flateyri þar sem KK hélt útgáfutónleika sína. • Sjallinn, Akureyri Allt vitlaust að venju með Geirmundi á laugardagskvöld. • Skíðaskálinn Hveradölum Sigrún Eva Ár- mannsdóttir júróvisjónsöngkona er þar meðannanfótinn. • Þotan, Keflavík Alvaran ásamt American Male. FIMMTUDAGURINN 17. MARS 1994 PRESSAN 11B

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.