Pressan - 17.03.1994, Blaðsíða 7

Pressan - 17.03.1994, Blaðsíða 7
Hrafn Gunnlaugsson, kvikmyndaleikstjóri og núverandi framkvæmda- stjóri Sjónvarps, um myndina af sjálfum sér: „Þetta er maður sem veit mjög vel af Ijósmyndaranum. Hann hefur greinilega stillt sér upp og er að taka þátt í litlum Ijósmyndaleik því hann setur upp torræðan og íbygginn svip sem er honum ekki eiginlegur. Ljósmyndin segir ekki mikið til um hvað þessi maður gerir dagsdaglega en starfssviðið gæti verið einhvers konar sköpun því hann er út úr þessum hvunndagslegasta ramma sem hægt er að láta sér detta í hug. Hann heldur á sjálfum sér eins og brothættum hlut. Hann kannski þarf á því að halda í þeim ólgusjó sem gengur yfir. En myndin — sjálfsmyndin — sem hann heldur á er skýr. Einu sinni var sagt um þennan mann að hann væri afskaplega lítillátur en færi hins vegar svo dult með það að það tæki enginn eftir því." Kona um konu frá konu til karls L E I K H Ú S FRIÐRIKA BEIMÓIMÝS „Samstarf þeirra Jóhönnu ogMaríu Reyndal leikstjóra hefur borið góðan ávöxt... “ DÓIMALEGA DÚKKAN DARIO FO & FRANCA RAME SKJALLBANDALAGIÐ ★★1/2 Á þessum síðustu og bestu tím- um er orðið „femínismi“ að verða hálfgert skammaryrði, tákn iyrir andvana fædda uppreisn konunnar gegn karlveldinu. Uppreisn sem aðeins hefur leitt til þess (að þvi er sumir segja) að nú er ekki lengur nóg með að það sé flókið og erfitt að vera kona, heldur er líka orðið óskaplega flókið og erfitt að vera karlmaður. Þvílíkt ástand. Og í þessu hörmungarástandi tekur ung og efnileg leikkona sig til og setur upp þrjá einþáttunga um konur ffá blómaskeiði „femínismans" árið 1977. Einþáttungar þessir eru reyndar ekki í neinum raunsæisstíl, heldur farsar, en samt eða kannski þess vegna verður broddur ádeil- unnar ennþá beittari. Og ekki er það nú svo að ádeilan beinist að körlunum einum í þessum verk- um, heldur eru konur líka dregnar sundur og saman í hvössu háði þeirra ítölsku hjóna Darios Fo og Fröncu Rame. Konurnar þrjár sem bera verkin uppi eru allar fórnar- lömb sinna eigin hugmynda og gilda, ekki síður en yfirgangs karl- anna. Þær kúga og stjórna með vanmættinum, varnarleysinu og hinu sígilda vopni kynlífinu. I fyrsta þættinum, Samtali fyrir eina rödd, notfærir unga stúlkan sér ásthrifhi karlmannsins til þess að stjóma honum og lítillækka hann. Snúa honum um fingur sér og láta hann sitja og standa og liggja eins og henni hentar. Hún notar allan skalann, allt ffá undir- gefninni og ástleitninni til beinnar stjómunar og ógnana og sveiflast með leifturhraða á milli. Jóhanna Jónas túlkar ágætlega þessar sveifl- ur og sigurgleði stúlkunnar sem í fyrsta sinn finnur fyrir valdi sínu. Sem nýtur þess að niðurlægja elsk- hugann og láta hann taka áhættu án þess að hætta neinu sjálf. Best er hún í túlkun ískrandi sigurhróssins og ýktrar ánægjunnar, en blíðlynd- ið og undirgefnina lætur henni ekld eins vel að túlka. Leikmynd Illuga Eysteinssonar er feiki- skemmtileg útfærsla á Barbiehúsi, hin fullkomna umgjörð um sak- leysið sem hylur alla grimmdina sem þessi nútíma Júlía beitir Rómeó sinn af svölunum. Og hug- vitssamleg notkun á brúðum Katr- ínar Þorvaldsdóttur bætti við því sem orðin náðu ekld að túlka. Það var mjög athyglisvert að fylgjast með viðbrögðum áhorfenda við þessari nöktu umíjöllun um sam- skipti kynjanna, karlar hlógu mikið og stórkarlalega, en konum stökk varla bros, skyldi þó ekki vera að þessi ýkta mynd væri þrátt fýrir allt of óþægilega nærri sannleikanum til þess að konur kunni að kætast yfir henni. í öðrum einþáttungnum, Það gerist á morgun, er tónninn dekkri og myndin skuggalegri. Viðfangs- efriið konan sem fórnarlamb í stríði karlmannanna þrátt fýrir allt óhugnanlegra en þáttur hennar í stríðinu milli kynjanna. Hér leika lýsing og skuggamyndir stórt hlut- verk og er það vel af hendi leyst hjá þeim Jóhanni Bjarna Pálmasyni og Þorvaldi Þorsteinssyni. En hér fannst mér Jóhönnu bregðast bogalistin. Hún hafði ekki á valdi sínu það hárfína jafnvægi skops og ógnar sem ég held að nauðsynlegt sé til að þessi þáttungur njóti sín og því féll hann að mestu leyti dauður niður. f síðasta þættinum, Við höfúm öll (allar?) sömu sögu að segja, fór hún hins vegar á kostum og sýndi vel það víða svið sem hún hefur á valdi sínu sem skopleikkona. Hún brá sér í gervi mismunandi persóna með raddbeitingunni og svipbrigð- unum einum og náði með þvi að skapa hið fjölbreyttasta gallerí per- sóna í þessum einleik. Virkilega glæsileg ffammistaða. Þessi ein- þáttungur er líka best gerður af þeim þremur og hreif áhorfendur með sér ffá upphafi til enda í krampahlátri beggja kynja. Samstarf þeirra Jóhönnu og Maríu Reyndal leikstjóra hefur borið góðan ávöxt og það vekur manni djúpa virðingu að þessar ungu konur skuli óhræddar takast á við svo erfitt verkefni. Vonandi verður ffamhald á því samstarfi, okkur öllum til yndis- og hláturs- auka. FIMMTUDAGURINN 17. MARS 1994 PRESSAN 7B

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.