Tíminn Sunnudagsblað - 19.08.1962, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 19.08.1962, Blaðsíða 3
Sé? 'tt'r Kelduhverfi, æskusveit höfundar, (Ljósm),: Þorsteinn Jósepsson). mínum sá ég a'ðeins einu sinni konu unckr áhrifum áfengis. Aðrar skemmtanir fyrir fullorðið fólk voru þá harla fáar. Útreiðar til að sjá faguri og einkennilegt lands- lag þekktust þá varla í rninni sveit, enda fátt um hesta — einkum góð- hesta, — því ag heyin þurfti að spara sem annað Til dæmis skal ég geta þess að þeir munu hafa verið mjög fáir í sveitunum báðum megjn Jökuls- ár á Fjöllum, í Kelduhverfi og Öxar- firði, sem séð höfðu Dettifoss, aðrir en fjárleitarmenn haust og vor. Ætla mætti, að börn þessara þreng- ingatíma hafi haft fátt sér til gleði og skemmtunar, þegar allt þurfti að spara. Ekki fengu þau mörg og dýr leikföng eins og börn nútímans. Ekki fóru þau í bíó eða á skemmtisamkom- ur, því að hvorugt var að finna í sveitum landsins þá. En þrátt fyrir þetta og óblíða veðráttu, skorti börn þeirra tíma ekki gleði og yndislegar Stundir. Hinn mikli meistari alheims- ins sá um það. Hann gefur börnum léttari lund og meira hrifnæmi en fullorðnu fólki. Hvað §at verið yndis- legra en að koma út úr sveitabæjun- tim á kyrrum, hlýjum og sólríkum sumarmorgni — einkum eftir nokkra Ikalda og gráa daga — og hlusta á sumargestina okkar: lóuna, spóann, hrossagaukinn og þúfutittlinginn og fleiri fugla, er sungu án afláts sína fögru, hljómþýðu ástarsöngva og lof- söngva til sólarinnar fyrir ljósið og ylinn — uppsprettu lífsins. Og það var margt fleira að sjá og skoða á slíkum morgni. Á þiljum og veggjum móti suðri sat mikill fjöldi fiski- flugna og sleikti sólskinið. Allt í einu sveifluðu þær sér á flug — í hvirfl- andi dans — með glaðværu suði. Lit- rík, fögur blóm breiddu blöð sin fagn andi móti geislum sólarinnar eftir svala nótt. Og hunangsflugan flaug suðandi á milli þeirra og safnaði í bú sitt. Dásamlegt var að njóta alls þessa og hins fagra útsýnis í morgun- kyrxðinni og sólskininu. Það yrði of langt mál að telja hér upp fleira af hinni miklu fegurð og fjölbreytni í ríki náttúrunnar, sem við skoðun „fræðir lýði fyrr og síð“ um það, að „fallega smíðar drottinn". Sú athugun og hrifningin, sem hún vekur, veitir mikið betri, hollari og varanlegri áhrif en öll heimsins leik- föng og flestar eða allar þær bíómynd ir, sem börnum vorra tíma eru sýnd- ar, geta gert. Slíkar hrifningarstund- ir gleymast ekki þeim, er þeirra hafa notið, þótt árunum fjölgi, meðan sál- arkraftarnir haidast óskertir. Þær eru sem ljósgeislar í gegnum grá- móðu ellinnar og lýsa og ylja á döpr- um ellidögum, þegar þeirra er minnzt. Þótt böm síðustu aldar fengju fá og fátækleg ieikföng útlend, skortí þau sjaldan leikföng til þess að skemmta sér við, Á mörgum heimil- um áttu þau stór bú: margar kindur, kýr og hesta, en það voru kindar- horn, kjálkar og leggir. Á góðviðris- dögum sumarsins var mikið starf og skemmtun að fást við búskapinn. Það þurfti að byggja hús og réttir fyrir fénaðinn, reka kindurnar til beitar eða á afrétt og dreifa þeim vel. Á kvöldin þurfti að smala fénu og hýsa það. Og að síðustu þurfti að hreinsa afréttinn rækilega. Hestana þurfti að hirða vel og hafa þá með ýmsum litum. Voru þeir oft notaðir vig smalamennsku og í göngur. Yrði búvinnan of þreytandi, mátti skipta um brögð og leika sér að skelj- um á hól. Mörg börn áttu mikið af faljegum kúskeljum og kuðungum. Og jafnvel lika ígulker og fagra, fjöl- lita hörpudiska, einn eða fleiri. En þeir voru torfengnir í minni sveit og þóttu gersemi. Oft var „í koti kátt, er krakkar léku saman“, þar sem nokkur börn voru á heimili eða börn komu sam- an til leika af fleiri bæjum. Þá var nú líf [ tuskunum. Það var farið í ýmsa leiki, svo sem risaleik, skessuleik, saltabrauðsleik, paparaleik og fleiri leiki. Reyndi mjög á snarræði, flýti og þol í þessum leikjum, einkum hin- Framhaid á 598. síðu. TÍMINN SUNNUDAGSBLAÐ 579

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.