Tíminn Sunnudagsblað - 19.08.1962, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 19.08.1962, Blaðsíða 17
sami maðurinn ylli sýkingu á mörg- um bæjum í sveit sinni. Ekki bætti það úr skák að oft reyndu þessir vesalingar að hæna að sér börn, ei helzt gáfu sér tíma til þess að tala við þá, enda hvöttu vorkunnsamir hús bændur þau iðulega til þess að hafa ofan af fyrir þeim. Það talaði og sínu máli, að stundum ólu holdsveikar kon ur börn, eftir að þær voru hættar að fylgja fötum. Ehlers átti varla orð til þess að lýsa skelfingu sinni og prédikaði hvar sem hann fór, að holdsveikin væri sóttnæm. Ekki hikaði fólk heldur við að bera að vörum sama ílát og holds- veika fólkið. Ehlers varð þess jafn- vel áskynja, þegar menn voru aðkoma með sjúklingana á fund hans. í Rang- árvallasýslu vitjaði hans þrjátíu og íjögurra ára gömul kona, sýnilega holdsveik. Henni fylgdi dauðadrukk- inn maður og hafði meðferðis lcút, er Ehlers fór ekki dult með, að þau hefðu bæði sopið á. Koman að Efstadal í Laugardal varð honum líka minnisstæð. Þar voru í baðstofu sex rúm. Holdsveikur maður, Eyvindur ísleifsson að nafni, hvíldi í einu þeirra. Ehlers þótti nógu illt, að hann skyldi dveljast í bað- stofu innan um annað heimilisfólk, þótt svo væri raunar alls staðar, en hitt vakti þó enn verri grun, að þarna voru tólf menn í heimilinu fyr ir utan sjúklinginn. Þegar farið var að spyrjast fyrir um svefnstaði fólks ins, kom á daginn, að tvö barnanna voru látin sofa hjá sjúka manninum. Einna rnest blöskraði Ehlers þó saga, er hann hafði eftir Ólafi lækni Guðmundssyni á Stórólfshvoli. Á Mos hvoli í Hvolhreppi bjuggu þrír bræð- ur, og hafði^einn þeirra verið holds- veikur í tíu ár, er hann andaðist, fimmtugur að aldri, skömmu áður en Ehlers kom á þessar slóðir. Degi síð- ar, segir Ehlers, ól bústýra annars bróðurins barn, og var Ólafur læknir sóttur til þess að veita henni hjálp. Hvíldi hún þá í sama rúmi og við sömu rúmföt og bróðir barnsföður hennar hafði dáið í. Litlu seinna varð konan vör við hnykla í holdi sínu og misjöfnur á hörundinu, og hélt hún, að þetta væru gigtarhnútar og vört- ur. En þegar Ehlers rannsakaði hana, vitnaðist, að hún hafði ekki aðeins tekið holdsveikina, heldur einnig þriðji bróðirinn. Við þessa sögu er þó skylt að gera þá athugasemd, að líklega hefur Ehl- ers misskilið Ólaf lækni nokkuð. Kon an á Moshvoli virðist hafa alið barn sitt ári fyrr en holdsveiki maðurinn dó, nema hún hafi átt annað barn, sem dáið hafi í fæðingu og að engu verið getið í prestsþjónustubók sókn- arinnar. Aftur á móti dó gamalmenni úr ellikröm á þessum bæ fimm dög- um áður en hún ól barn það, sem nefnt er í embættisbókunum, og verð ur að teljast sennilegast, að það hafi verið í fleti gamla mannsins, er hún var látin fæða barnið. Þar var autt rúm og þangað hefur þótt tilvalið að flytja hana, þegar hún tók léttasótt- ina. Þegar Ehlers kom úr austurförinni, var flóabáturinn Elín sendur með hann upp á Mýrar og I fleiri byggðar- lög við Faxaflóa. í þessu ferðalagi komst hann ■ er.n á snoðir um blöskranlegt skeyting- arleysi. Meðal hinna holdsveiku var sem sé yfirsetukona aí Snæfe'lsnesi, er hafði gegnt ljósmóðurstörfum í þrjú ár eftir að hún var orðin voik. Það var i'yrst þetta íama vor, að hún hætti þjónustunrú. Þóiti Ehlers furðulegt, að yfirvöldin sltyldu ekk> hafa tekið í taumana fyir, Þessu næst hélt sendimaðurinr. með föruneyti sínu sjóleiðis á Vesl- firði. Kom hann þá meðal r.nuars a Þingeyri, þar sem hann bítti ungan lækni, Sigurð Magnússon, er fyrir skömmu var kominn til starfa ú þessa: slóðir. Spratt síðar nokkur saga a: þessum samfundum, því aS Ehlers fór nokkuð ógætilega með það, er Sigurður sagði honum í trúnaði, ái þess að láta sér til hugar korna, að því yrði flíkað. í þessari ferð fénaðist Ehiers átak- anlegt dæmi um það, hve sóttnæm holdsveikin gat verið. Fyrr á árum höfðu búið í Reykjarfirði og víðar við sunnanverðan Arnarfjörð hjónin Ein- ar Jónsson og Ólöf Jónsdóttir. Einar var þjáður af holdsveiki, og varð hún honum að aldurtila árið 1884. Þau bjónin höfðu átt fjölda barna, og voru sjö þeirra á lífi, þegar Ehlers kom vestur. Tvö höfðu verið látin að heíman, áður en faðir þeirra veikl ist og sjaldan eða aldrei komið heim eftir það. Fimm ólust aftur á móti upp í föðurgarði, og voru þau nú öll með tölu veik orðin og sum komin á sveit- arframfæri. Á ísafirði safnaðist saman fjöldi fólks, sem beið komu læknisins í nokkra daga, því að skipinu hafði seinkað. Margt af því var langt að komið. Löngum hafði allmikið borið á holdsveiki á Hornströndum, og Ás- geir kaupmaður Ásgeirsson lét sig ekki muna um að senda gufubát til Aðalvíkur til þess að sækja þá, er vildu láta skoða sig. Tók sextíu manns sér far til ísafjarðar, en sem betur fór reyndist aðeins einn úr þeim hópi sjúkur. Þannig hópaðist fólk að Ehlers i héruðum, þar sem holdsveiki gætti að ráði, auk þess sem hvarvetna var fólk, er reyndi að ná fundi hans vegna annars sjúkleika. Frá ísafirði hélt Ehlers áfram aust ur uni og létti ekki för sinni fyrr en á Austfjörðum. Hafði hann þá fund- ið nálega hálft annað hundrað sjúkl- inga, fast að því þrefalt fleiri en áður höfðu verið taldir á öllu landinu, og skoðað á annað hundrað þeirra sjálf- ur. Gekk hann þess þó ekki dulinn, að í landinu myndi margt sjúklinga, er hann hafði ekki haft spurnir af á svo hraðri ferð, og ætlaði, að þeir myndu ekki vera færri en tvö hundr uð aíls, íslenzku holdsveikisjúkling- arnir. Mögnuðust var veikin í Eyjafirði og Rangárþingi, á þriðja tug sjúkl- inga á hvorum stað, og leyndi sér ekki, að hún breiddist þar ört út. All- mikið kvað einnig að henni á Snæ- fellsnesi, Suðurnesjum og í Árnes- sýslu, en a Austurlandi var hún mjög fátíð. I Strandasýslu spurðist ekki til neins sjúklings. Mun fleiri karlar voru sjúkir en konur. Elilers hélt nú heim ti! Kaupmanna hafnar við allgóðan orðstir, þótt oft hefði hann gerzt bermáll í ferð sinni urn það, er honum þótti ólaglega fara. En ekki mun þó hafa mjög kveð ið að þvi, að fólk breytti háttum sín- urn eftir hans fyrirmælum, og treg- lega féllst þorri manna á, að sýking ylli holdsveikinni. Það var svo víða einhver, sem gat sagt: Ekki hef ég veikzt. Þó komu upp raddir, sem tóku í i»ann streng, að nú yrði að hafast eitthvað að til þess að sporna gegn holdsveikinm. í grein í ísafold var komizt svo að orði: „Það er nú allsendis óafsakanlegt, ef fár þetta er látið raagnast enn sem áður íyrir gersamlegt afskiptaleysi og trassadóm“. Og blaðið Stefnir á Akureyri vildi láta reisa tvö sjúkrahús, annað nyrðra, en hitt syðra, helzt á ein- hverjum eyjum. GLENS OG GAMANSÖGUR Ekki hægi BÓNDI eirm var mikil hjálparhella í héraði sínu á öndverðri bílaöld. Fór hann margar svaðilfarir á bíl sínum, þótt illa væri vegað sums staðar. En orð lék á, og það með sanni, að mjög væri oft áfátt ýmsum öryggisútbún- aði, þótt allt slampaðist af slysalaust. Nú kom þar, að tekið var að herða eftirlit með slíku. Þá gerðist það, að eftirlitsmaður kærði bónda fyrir sýslumanni eða hafði að minnsta kosti orð á að gera það. Þá sagði sýslumaður: „Að kæra hann, góði minn? Nei —■ það er ekki hægt að kæra svona mann“. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 593

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.