Tíminn Sunnudagsblað - 19.08.1962, Síða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 19.08.1962, Síða 14
PÉTUR ANTON SCHLEISNER holdsveikra manna. Má af því ráða hvað þótt hefur í húfi. Hospítölin urðu þó ekki neinar fyrirmyndarstofnanir. Aðþúnað'urinn var oft hinn versti og óþrifnaðurinn óskaplegur. Stundum voru gemlingar hafðir í öðrum enda kofanna, en holdsveikisjúklingar í hinum. Jón Hjaltalín, sem síðar varð landlæknir, kom að Kaldaðarnesi og Halibjarnar- eyri á öðrum fjórðungi nítjándu ald- ar. Hann sagði, að íverustaðir sjúkl- inganna líktust rceira svínastíu eða mildast sagt fjósi, heldur en sjúkra- síofum, og væri fýlan þar og sóða- skapurinn með slíkum fádæmum, að þeir einir, sem vanir væru þessum firnum, gætu þolað við þar inni. En hospítölin söfnuðu fé, því að til þeirra var lagður fiskur af hverj- um báti, er á sjó fór, einn hlutur úr einum tilteknum róðri árlega. Þetta nefndust spítalahlutir. En svo gerðistþað, að þessar spítala nefnur voru lagðar niður á.rið 1848, án þess að neitt kæmi í staðinn, og eignum þeirra safnað í einn sjóð, er síðar meir átti að verja til þess að bæta læknaskipun í landinu. Þegar þetta gerðist, hafði holds- veikisjúklingum fyrir skömmu fækk- að til muna í mislingafaraldri Stein- grímur biskup Jónsson gekkst fyrir því, að prestar teldu þá árið 1837. og komu þá 138 sjúklingar i leitirnar, en árið 1847 var álitið, að þeir væru tæplega sjötíu. í bæði skiptin hafa þeir vafalaust verið vantaldir. Leið svo síðari helmingur nítjándu aldar náiega til loka, án þess nokkur hreyfði hönd eða fót til þess að sporna við holdsveikinni. Hjaðnaði og tuttugu og tvö börn, sem ættu holdsveika feður, væru að alast þar upp, en dæmi um holdsveiki i flest- um eða öllum öðrum hreppum sýsl- unnar. Einn þessara rangæsku sjúklinga sagði séra Ólafur þannig leikinn, að það skini í ber andlitsbeinin, eins og á sködduðu, sjóreknu líki, en hann reyndi að dylja kaun sín með því að binda klútdulu fyrir ásjónuna. Rotn- unarþefurinn í baðstofunni, þar sem hann hafðist við innan um annað fólk, væri sem megnasta nálykt. Um annan gat hann, er ferðaðist um á sumrin, bæði til þess að berja ofan af fyrir sér og stytta sér stund- ir. Þótt hann væri með sárum og kaunum, væri hann allvíða á bæjum látinn sofa í rúmum heilbrigðs fólks, er legðist síðan næstu nótt við rúm- fötin óþvegin. En séra Ólafur lét ekki við þessa ádrepu sitja. Hann settist niður og reiknaði, hverju holdsveikt fólk í landinu hefði verið rænt, þegar spítalanefnurnar fjórar voru lagðar niður árið 1848 og hverju þeir fjár- munir hefðu átt að nema í árslok 1860. Honum taldist svo til, að það væri jafngildi nálega 145 þúsund kr. Gerði hann þá kröfu, að landsjóður stæði skil á þessu fé og því yrði varið til þess að hefta útbreiðslu veikinnar. Auðséð er á greinunum, að séra Ólafur hefur á.tt þess von, að mis- jafnt myndi mælast fyrir, að hann skrifaði svo afdráttarlausa lýsingu á heilsufari sóknarbarna sinna. Hann getur þess sér til varnar, að það sé engum til góðs, að dregin sé launung HARALDUR ICRABSE hún á köflum og hvarf jafnvel alveg í sveitum, þar sem hún hafði verið hin magnaðasta, svo sem í Þingvalla- sveit, þar sem um skeið voru fimm eða sex bændur af þrettán holdsveik- ir, en færðist ískyggilega í aukana annars staðar, þar sem hún ekki áður hafði verið, eða lítið að henni kveð- ið. Var margra mál, að sjúklingum færi fjölgandi, þótt skýrslur þær, sem safnað var, sýndu lágar tölur. Jón landlæknir Hjaltalín taldi senni- legt, að hún myndi hjaðna af sjálfu sér með aukinni neyzlu kartaflna og garðjurta. Árið 1892 birtust í ísafold tvær greinar eftir séra Ólaf Ólafsson í Guttormshaga um illan gest, sem kommn var í sóknir hans. Það var holdsveikin, er þar hafði varla þekkzt fimmtán til tuttugu árum fyrr. Bóndi sá, sem fyrstur fékk sjúkdóminn i Holtamannahreppi, Stefán Þorsteins- son í Pulu, andaðist 42 ára að aldri árið 1882. Tvö af börnunum, bæði um fermingaraldur, voru orðin fár- sjúk, en önnur tvö grunsamleg. Hin- ir næstu dóu árið 1891 og 1892, og lét annar þeirra eftir sig þrjú börn. Þá var fimmtugur maður, fimm barna faðir, einnig hættur að klæðast, stúlka á þrítugsaldri yfirkomin, þrír menn á miðjum aldri, feður tíu barna, orðnir sjúkir og ein kona nokkru yngri slíkt hið sama. Sagði séra Ólaf- ur, að ekki stætt á því að þegja og láta sem ekkert væri, þegar ellefu manneskjur í þessum eina hreppi hefðu sýkzt á tíu til fimmtán árum EÐVARÐ EHLERS 590 TIMINN SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.